Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 01.06.1995, Blaðsíða 6
12 - DAGUR - Fimmtudagur 1. júní 1995 6 Safnahús Skagfirðinga: Sölvi Helgason og Bólu-Hjálmar í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki er rúmlega 200 fermetra sýningarsalur og jafnan haldnar þar nokkrar sýningar á ári hverju. Á árinu 1994 voru haldnar þar fjór- ar sýningar og tvær þeirra vöktu sérstaka athygli. I vetrarsæluviku voru níu konur úr hér- aðinu með sýningu á alþýðulist, voru þar með verk og nytjamuni sem þær höfðu unnið úr margvíslegu efni, sem sem horni, beini, hrosshári, ull, leðri, tágum, kant'nu- fiðu, endurunnum pappír, leir o.m.fl. Sýn- ingin fékk afar góðar viðtökur og sáu hana nærri 1000 ntanns þá viku sem hún stóð. Sumarsæluvikan á Sauðárkróki hófst með opnun sýningar í Safnahúsi Skagfirð- inga á verkum þeirra Sölva Helgasonar og Bólu-Hjálmars. Fjöldi manns var mættur við opnunina. Fjórar konur á íslenskum búningi tóku á móti gestum og Víking- brugg á Akureyri bauð að smakka á Sólon- bjórnum, sem sérstaklega var bruggaður fyrir þessa sumarsæluviku. Á veggjum héngu myndir Sölva í 27 römmum og auk þess 6 sýningarkössum, alls á annað hundrað myndir. Þá voru 17 útskurðarverk eftir Bólu-Hjálmar á veggj- um og stöplum á gólfi og í sýningarköss- urn, ásamt allmörgum handritum Hjálmars. í móttöku innan dyra mætti gestunum strax sérstakt andrúmsloft. Þar var komið fyrir nokkrum gömlum munum, fengnum að láni úr einkasafni Kristjáns Runólfssonar á Sauðárkróki. Gefin voru út 8 póstkort með myndum eftir Sölva og af útskurði Bólu- Hjálmars. Og áður en gestir komu inn í sal- inn urðu þeir að stíga yfir mergjaða vísu eftir Hjálmar, sem lögð hafði verið í gólfið undir plast. Salurinn var allur klæddur inn- an með rauðunt pappírsdúk, sem skapaði mjög sérstæða birtu og andrúmsloft. Göm- ul tónlist heyrðist lágum hljóðum og skap- aði stemmningu. Þarna var saman kominn mestur hluti þeirrar myndistar, sem varðveitt er eftir Sölva og 17 útskurðargripir af um 60, sem kunnir eru eftir Hjálmar, ásamt helstu an- dritum sem hann hefur skrifað. Hlutimir og myndirnar voru fengnar að láni víðsvegar að, bæði frá opinberum söfnum og einstak- lingum. Var þetta langviðamesta yfirlits- sýning á verkum Sölva Helgasonar og Bólu-Hjálmars sem haldin hefur verið og hlaut mjög mikla athygli. Var hún uppi í fjórar vikur, frá 19. júní til 17. júlf. Nærri 1800 manns sáu þá sýningu. Hinn 17. júní í sumar á að opna sögu- sýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Það er hluti af mjög viðamikilli sýningu sem uppi var sl. ár í Reykjavík í tilefni 50 ára lýðveldis á Islandi og nefndist Leiðin til lýðveldis. Ætlunin er, að hún verði hér í tvo mánuði, fram í miðjan ágúst. Hjalti Pálsson. Safnahús Skagfirðinga. Þar verður opnuð sögusýning 17. júní. Leikfélag Sauðárkröks Leikfélag Sauðárkróks tók til sýningar Karlinn í kassanum eftir Arnold og Bach á Sæluviku 1994. Sýningar urðu 6 og voru vel sóttar. Leikstjóri var Jón Ormar Ormsson. Næsta verkefni félagsins var í sambandi við 17. júní. Félagar tóku sam- an dagskrá úr verkunt skagfirskra höfunda og fluttu fyrir eldri borgara. Dagskrá þessi var síðan flutt tvisvar á Sumarsæluviku sem fram fór síðast í júní. Aðsókn að þessari dagskrá var góð. Á síðastliðnu hausti sýndi félagið Dýr- in í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner í leikstjóm Einars Þorbergssonar. Sýningar urðu 12 og voru mjög vel sóttar. Næst fóru jól í hönd og félagar önnuðust jóla- sveinaþáttinn í sambandi við þessa hátíð. Jólasveinar sótlu heim fyrirtæki og stofn- anir en þetta er orðinn árviss viðburður og auðvitað afar vinsæll hjá þeim yngstu. Þá Elva Björk Guðmundsdóttir og Guðbrandur Guðbrandsson í hlutverkum sínum í „Klerkar í kh'pu“. voru félagar með uppleslur fyrir eldri borgara á þorrablóti í janúar. A Sæluviku 1995 sýndi félagið Klerka í klípu eftir Philip King í leikstjórn Einars Þorbergssonar. Aðsókn var mjög góð og stóðu sýningar vel fram yfir Sæluviku. Þá lásu leikfélagsmenn upp á degi eldri borg- ara hér á Sæluviku. Nú fer í hönd annasamt ár hjá Leikfé- lagi Sauðárkróks. Stefnt er að því að sýna í haust söngleik eftir Jón Ormar Ormsson. Hilmar Sverrisson mun sjá um tónlist. Leikur þessi gerist hér í Skagafirði sumar- ið 1939. Á Sæluviku 1996 stefnir félagið á Ofvitann eftir Kjartan Ragnarsson. Með þessu vill félagið minnast þess að á árinu 1996 eru liðin 120 ár frá fyrstu leiksýn- ingunni á Sauðárkróki og að félagið verð- ur þá 55 ára. Viðar Sverrisson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.