Dagur - 01.06.1995, Side 8

Dagur - 01.06.1995, Side 8
14 - DAGUR - Fimmtudagur 1. júní 1995 8 Síldarminjasafnið á Siglufirði Myndlistarmenn sóttu hingað efnivið Uppbygging Síldarminjasafnsins á Siglu- firð heldur áfram. Á síðasta ári var þeim mikilvæga 'áfanga náð að safnið var að hluta til flutt í neðstu hæð Róaldsbrakka, sem er eitt af gömlu norsku síldarhúsun- um. Brakkinn hefur verið í endurbygg- ingu síðustu þrjú ár og hefur því verki miðað vel áfram, auk þess sem timb- urbryggja var smíð- uð framan við brakkann. Nú í vor er ætl- unin að standsetja þannig á efri hæðun- um að taka megi þær í notkun í þágu safnsins fyrir suntar- ið. Þar verður inn- réttaður stór sýning- arsalur og skrifstofa og eldhús gömlu söltunarstöðvarinnar verður til sýnis ásamt vistarverum síldarstúlknanna á þriðju hæð. Að gólf- fleti er húsið um 540 fermetrar á 4 hæð- um. Sýningarsalurinn á 2. hæð er ætlaður til margskonar smærri sérsýninga auk ljósmynda- og kvikmyndasýninga. Þar sjáum við fyrir okkur að fjallað verði um sfldarleit og síldarrannsóknir, Ifkön sýni þróun veiðarfæra og veiðiskipa, áhrif Norðmanna á síldarútvegin og uppbygg- ingu Siglufjarðar og „sfldartónlistinni" og „síldarmyndlistinni" verði gerð skil, svo eitthvað sé nefnt af mörgum verkefnum. I þessu sambandi er gaman að geta þess hér í riti Menors að sérstök áhersla verð- ur lögð á þá menningu sent blómstraði í kringum síldina fyrr á öldinni. Allir þekkja hina róman- tísku sfldarmúsík en færri vita hins vegar af því hver margir myndlistarmenn sóttu efnivið í hið litríka og heillandi mannlíf síldarbæjarins. Þar koma m.a. við sögu brautryðjendur í ís- lenskri myndlist, Par- ísarmenntaður „mál- ari borgarastéttarinn- ar“, eins sem var að feta sig fyrstu skrefin út í abstraktlistina, nákvæmur „naivisti“ og leikhúsmálarinn sem sviðsetur bernskuminningar af sfldarplaninu með vatnslitum sínum. Af þessari upptalningu má sjá að í mörg hom er að líta í uppbyggingu safns- ins, enda síldarævintýri hins gantla tíma svo ntargbrotið að hið veglega hús Ró- aldsbrakki verður væntanlega aðeins eitt af þremur eða fjórum mannvirkjum sem hýsa munu safnið í framtíðinni. Örlygur Kristfínnsson. Jón Þorleifsson: Síldarvinna á Siglufirði. Máluð um 1940. Crenivík Kór Grenivíkurkirkju varð 50 ára 31. októ- ber 1993 og var afmælishátíðin haldin 8. janúar 1994 í Gamla skólahúsinu á Greni- vík. Kórinn bauð hreppsbúum í kaffi og söng veraldleg lög, en kórinn æfir alltaf eitt- hvað af slíkum lögum með kirkjusöngnum. Afmælishátíðin tókst hið besta og kórnum bárust góðar gjafir og kveðjur. Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var haldinn hátíðlegur nteð dagskrá við Grenivíkurskóla. Þar söng kirkjukórinn og einnig söng Itann nokkur lög við vígslu íþróttahúss á Grenivík , ídesembersl. Kórinn hefur söngæfingar að jafnaði einu sinni í viku yfir veturinn og auk þess að syngja við messur hefur hann séð urn jarðar- fararsöng við Grenivíkurkirkju. Tónlistarskólinn Á Grenivík starfar Tónlistarskóli Eyjafjarðar en Grýtubakkahreppur er aðili að honum. Urn 30 nemendur héðan úr sveitarfélaginu stunduðu nám við skólann og lærðu á ýmis blásturshljóðfæri, harmoniku, píanó, orgel og song. Nemendur og kennarar frá skólanum spiluðu í Kaupfélaginu á Grenivík á Norð- lenskunt dögum seinni part vetrar. Skólinn hélt tvenna tónleika á Grenivík á síðasta ári, jóla- og vortónleika. Björg Sigurbjörnsdóttir. Tónlistarskóli Eyjafjarðar I maímánuði 1994 efndi Tónlistarskóli Eyja- fjarðar til sex vortónleika á starfssvæði skól- ans, þar sent afrakstur vetrarstarfsins var kynntur. Skólaslit fóru svo fram með óhefðbundn- urn hætti en þau voru haldin í Kjarnaskógi við Akureyri miðvikudaginn 18. maí. Þar léku málmblásarakvintett, skipaður kennur- um og nemendum og hin landsfræga harm- onikuhljómsveit nentenda skólans; Þuríður formaður og hásetarnir. Farið var í ýmsa leiki og efnl til grillveislu. Að endingu var einkunnaafhending og formleg slit á skólan- um. í nóvember og desember voru gerðar ár- angurslausar tilraunir til heimsókna í aðra tónlistarskóla. Var ætlunin að halda sameig- inlega tónleika í Skagafirði og Mývatnssveit en slikt gekk ekki sökum rysjótts tíðarfars. Blásarar skólans tóku þátt í æfingabúðum skólalúðrasveita á Norðurlandi, sem haldnar voru í nóvember og tókust með ágætum. Desembermánuður var annasamur því þá komu nemendur og kennarar skólans fram á femum jólatónleikum og tíu aðventukvöld- um. Fyrstu þrjá mánuði ársins 1995 má telja einhverja þá erfiðustu í sögu skólans en þá settu tíðarfar, kennaraverkfall og umgangs- pestir verulegt strik í reikninginn. Með hækkandi sól rofaði þó til á öllum sviðum. Á Norðlenskum dögum Kaupfélags Eyfírð- inga léku og sungu nemendur skólans og kennarar fjórum sinnum um mánaðamótin mars-apríl og þá hélt söngdeildin sína árlegu Vínartónleika í Blómaskálanum Vín 2. apríl. Þá tóku kennarar og nemendur þátt í Vor- komu í Eyjafjarðarsveit 1995 dagana 19.-23. apríl sl. Atli Guðlaugsson. Svalbarðsströnd Seinni hluta vetrar 1994 voru tónleikar í Svalbarðskirkju þar sem nemendur Tón- menntaskólans og Orgelskóla Gígju komu fram og spiluðu á orgel, píanó, hljómborð, fiðlu og fleiri hljóðfæri. Aðventukvöld var í Svalbarðskirkju 11. desember. Það er orðin hefð að í upphafí kvöldvökunnar flytja yngri nemendur Vals- árskóla helgileik, sem kennarar skólans stjóma, með þáttöku kórs kirkjunnar og ein- hvers ungs og efnilegs hljóðfæraleikara. Söngnemendur Þuríðar Baldursdóttur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar fluttu nokkur lög. Hugleiðingu flutti Jóhann Þorsteinsson og væntanleg fermingarböm fluttu ljósahelgi- leik. Kirkjukórinn söng undir stjóm Harðar Steinbergssonar. Við messu á aðfangadag sungu auk kirkjukórsins bamakór Gígju Kjartansdóttur og einsöngvarinn Jón Þorsteinsson, tenór. Snemma árs 1995 voru tónleikar til styrktar sr. Pétri Þórarinssyni í Laufási haldnir í Svalbarðskirkju. Karlakór Akureyr- ar Geysir og Passíukórinn sungu undir stjórn Roars Kvam og Mánakórinn undir stjóm Michaels Jóns Clarke, ásamt hljóðfæraleik- urum og einsöngvurum. Þorrablót var haldið á hefðbundinn hátt, utansveitar ennþá því ekkert samkomuhús er í hreppnum. Nýtt skóla- og íþróttahús verður tekið í notkun næsta haust. Iþróttasalurinn er einnig ætlaður til samkomuhalds og er það von manna hér að með tilkomu hans muni félagslíf eflast til muna. Engin árshátíð var í Valsárskóla í vetur vegna kennaraverkfallsins, en þær verða tvær næsta vetur í staðinn. Nokkuð margar konur í hreppnum taka þátt í starfi með Kvennakórnum Lissý, kór Kvenfélagasam- bands Suður-Þingeyjarsýslu. Anna María Snorradóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.