Dagur - 09.06.1995, Síða 3

Dagur - 09.06.1995, Síða 3
I ,^»ÖD F 'mi'ii 0 mi ir\r>hí «+o.V*3 CJj IDA/1 .... C* Föstudagur 9. júní 1995 - DAGUR - 3 FRÉTTIR Hátíðarhöld sjómanna: Fjolbreytt dagskra bæði laugardag og sunnudag Sjómannadagurinn á Akureyri er aö þessu sinni 11. júní og verða há- tíðarhöld af því tilefni helgina 10. og 11. júní. Dagskráin hefst Iaugar- daginn 10. júní kl. 13 við Torfu- nefsbryggju með kappróðri sveita skipshafna, kvenna og fyrirtækja. Samhliða fer fram keppni í neta- bætingu og pokahnýtingu. Sjó- björgunarsveit SVFI aðstoóar og sér um gæslu á hafnarsvæðinu og kvennadeildin selur kakó og með- læti í nýjum húsakynnum við höfn- ina, en hús þeirra verður einnig til sýnis. Sjósport Akureyri býður upp á „River Rafting“ á Pollinum á laugardag og sunnudag. Ný flotkví Akureyrarhafnar verður almenn- ingi til sýnis laugardag og sunnu- dag frá kl. 10-16. Knattspymuleik- ir skipshafna hefjast kl. 16 í íþróttahúsi KA við Lundartún. A sunnudeginum verða fánar dregnir að húni kl. 8. Sameiginleg sjómannamessa Akureyrar- og Glerárprestakalls verður í Akureyr- arkirkju kl. 11. Sr. Þórhallur Hösk- uldsson og sr. Gunnlaugur Garð- arsson þjónusta og sjómenn að- stoða vió messuna. Klukkan 13 verður blómsveigur lagður að minnisvarða um týnda og drukkn- aða sjómenn við Glerárkirkju. Klukkan 13.30 mun Lúðrasveit Akureyrar leika við Sundlaug Ak- ureyrar, fulltrúar útgerða og sjó- manna flytja ávörp, sjómenn verða heiðraðir, stakka- og björgunar- sund synt og keppt í koddaslag. Jafnframt fer fram verðlaunaaf- hending, en Atlaverðlaunin verða afhent í síóasta sinn í íþróttahöll- Höfðahreppur: Fjárfestingar og framkvæmdir 1995 Höfðahreppur hefur ákveðið að Qárfesta í eignum SR-mjöls á Skagaströnd, auk þess að ráðast í hlutafjárkaup í skóverksmiðj- unni Skrefinu hf. og sauma- smiðjunni. Að sögn Magnúsar B. Jónsson- ar sveitarstjóra eru hlutabréfin í skóverksmiðjunni, sem keypt verða nú, liður í langtímaáætlun vió fjármögnun fyrirtækisins. Ekki er endanlega ákveðið hversu há upphæö fer til þessara kaupa nú, hvorki á hlutabréfum skóverk- smiójunnar né saumasmiðjunnar, en þó hafa nú þegar verið lagðar um tvær milljónir í Skrefiö hf. Hins vegar eru kaupin á eignum SR-mjöls fimm milljónir. Framkvæmdir veróa nokkuð hefóbundnar á árinu. Hafnarfram- kvæmdir eru áætlaðar fyrir 12,8 milljónir. Þar er um að ræða grjót- vöm vestan síldarverksmiðju og kantur og lagnir á skúffugarði. Afram verður haldið við lagningu gangstétta og lagfæringar á göt- um. shv Bikarkeppni Noröurlands í sveitakeppni í bridds: Stefan G. og Magnús spila til úrslita Báðum leikjunum í undanúrslit- um bikarkeppni Norðurlands í sveitakeppni í bridds er nú Iok- ið. Sveit Magnúsar Magnússonar, Bridgefélagi Akureyrar, bar nokk- uð örugglega sigurorð af sveit Sveins Aðalgeirssonar, Bridgefé- lagi Húsavíkur og sveit Stefáns G. Stefánssonar, Bridgefélagi Akur- eyrar, heimsótti Formannasveitina á Siglufirði og sigraði eftir æsi- spennandi leik, þar sem sveitimar skiptust á um forystuna. Það liggur því ljóst fyrir aö Ak- ureyrarsveitimar tvær leika til úr- slita aö þessu sinni. Urslitaleikur- inn fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs, á laugardaginn kemur, 10. júní og hefst hann kl. 12. Bridds- áhugamenn eru hvattir til að koma og fylgjast með spennandi leik. Kvennakórinn Lissý 10 ára: Sumarkaffi með söng að Breiðumýri - á morgun kl. 15.00 Kvennakórinn Lissý, kór Kven- félagasambands Suður-Þingey- inga, er 10 ára í vor. Kórinn hyggur á Norðurlandaferð næsta vor, en laugardaginn 10. júní kl. 15 verður kórinn með ár- Iegt sumarkaffi með söng að Breiðumýri í Reykjadal. Stjómandi kórsins er Hólmfríó- ur Benediktsdóttir en píanóleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Á afmælis- og vortónleikunum að þessu sinni eru Hildur Tryggva- dóttir og Gunnfríður Hreiðarsdótt- ir einsöngvarar með kómum, en Elma Atladóttir sópransöngkona syngur nokkur lög. Kaffi með söng og kökum kostar 1000 krón- ur. Um Jónsmessuna fer Kvenna- kórinn Lissý á kvennakóramót, sem haldið er í Reykjavík. IM inni um kvöldið. Kvennadeild Slysavamafélagsins mun sjá um blaða- og sælgætissölu á svæðinu og kaffisölu að Hótel KEA frá kl. 15. Að síðustu verður sjómanna- dansleikur í Iþróttahöllinni og hús- ið opnað kl. 18.30. Bjami Hafþór Helgason annast veislustjóm og hljómsveitin Bylting Ieikur fyrir dansi til kl. 3. Miðasala veróur hjá Sjómannafélagi Eyjafjarðar föstu- dag og laugardag að Skipagötu 14 Og VÍð innganginn. (Fréttatilkynning) Að venju verður fjölbreytt dagskrá á sjómannadaginn víða um land. Gtœsileg btlasýning laugardaginn 10. júní kl. 11-17 og sunnudaginn 11. júní kl. 13-18 Sjáið nýja HUMMER jeppann á sýningunni um helgina. Fullkomnasta farartæki á vegleysum sem til er (16 ára ábyrgð). Björgunarsveitir og fjallafarar sérstaklega velkomnir (þetta er tækið!). WPPOLO WAGON Kynning á SONNAX bónvörum Komið, skoðið og reynsluakið Höldur hf. Tryggvabraut 10, sími 461 3000

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.