Dagur


Dagur - 09.06.1995, Qupperneq 4

Dagur - 09.06.1995, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 9. júní 1995 LEIfDARI - ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróHir). UÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 í Degi í gær var fjallað um þá þróun sem orðið hefur í fíkniefnaneyslu á Akureyri og benti Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður, á að nú þegar hafi álíka mörg fíkniefnamál komið til kasta lögreglunnar í bænum eins og allt árið í fyrra. Þessar staðreyndir hljóta að gefa öllum sem á annað borð vilja láta sig málið varða tilefni til að staldra við. Á þess- um vettvangi hefur áður verið vikíð að fíkni- efnavandanum og á það bent að sú þróun sem verður í fíkniefnaheiminum í Reykjavík er líkleg til að berast út um landið. Ekkert bæjarfélag getur talið sig óhult. Stöðugt al- varlegri afbrot á höfuðborgarsvæðinu undir- strika að það er ekkert síður ástæða til að vera á varðbergi út um landið og engin ástæða er til að fuliyrða að fjarlægð frá höfuð- borgarsvæðinu tryggi að fíkniefnaneyslan breiðist ekki út. Mikilvægasti þátturinn í bar- áttunni eru augu og árvekni almennings og foreldrar spila þar stórt hlutverk, eins og Daníel kom inná í viðtali við Dag. „Foreldrar þurfa að fylgjast með börnum sínum og unglingum og því sem er að gerast í kringum þau. Það er mun heppilegra ef hægt er að grípa strax inní og þó asnalegt sé að segja það, er það hreinlega greiðasemi að taka mann sem er að byrja í ffkniefnum, svo hægt sé að taka strax á vandanum," sagði Daníel í fyrmefndu viötali. í augum margra tengist fíkniefnaneysla að- allega fólki á aldursbilinu 20-30 ára en Daníel benti í viðtalinu á að vaxandi sögusagnir séu um að neyslan sé komin allt niður í yngri skólana. Það gefur auga leið að foreldrar eiga auðveldast með að fylgjast með þessum ald- urshópi og samvinna þeirra með bömunura og lögreglunni getur skipt sköpum. „Þess vegna er mikilvægt að ná góðu sam- starfi við almenning og fá hann til að vinna með okkur og skýra okkur frá þvi sem heyrst hefur og gerist. Jafnvel sögusagnir geta orðið til þess að opna stór mál sem við höfum verið að vinna í en vantað einhvern áherslupunkt," sagði Daníel Snorrason. Undir þessi orð er óhætt að taka. F RÍME RJ AÞÁTTU R SIÓURÐUR H. ÞORSTEINSSON Hin hraða þróun aldarinnar Þess er oft getið, að við sem nú lifum, höfum átt þess kost að upp- lifa alveg ótrúlega hraða þróun, ekki aðeins á tæknisviðinu, heldur einnig á svo mörgum öðrum svið- um. Sökum þessa datt mér í hug að skoða í frímerkjaútgáfu fjar- lægs Iands hvort svo væri ef til vill um fleiri þjóðir og viti menn. Landið sem varð fyrir valinu var ríkið Bahrain. Þetta er ekki stórt land. Þar ríkir Emírinn, Shaik Isa Bin Salman AI Khalifa. Þótt landið sé aðeins 622 ferkílómetrar eru íbúar þar aðeins nokkuð fleiri en hjá okkur, eða vel ríflega 400 á hvern ferkílómeter. Mál iandsins er arabíska og trú- arbrögðin eru íslömsk. Þjóðhátíð- ardagurinn er 16. desember. Stjómarskrárbundið þingræði er þarna allt frá 1973. En snúum okkur nú að ífí- merkjunum og því sem þau segja okkur. Menntun var lögleidd í landinu árið 1919. Þess var minnst með útgáfu fjögurra frímerkja árið 1944, að 75 ár voru liðin frá þess- ari mikilvægu ákvörðun. Voru þá gefin út fjögur frímerki með mynd af skóla, bók og penna og tveim bömum. Þama er vitanlega einnig nafn landsins og svo mynd af þjóðhöfðingjanum, sem tíðkast svo víða. Frímerkin eru að verð- gildi, 50, 80, 150 og 200 Fils, en svo nefnist einn þúsundasti af Ba- hrainskum Dínara. Frímerkin em svo prentuð í Oriental Press, sem er í Bahrain. Frímerki þessi komu út þann 19. nóvember 1944 og voru teiknuð af Mahmood Ghareeb, sem er Bahrainbúi. En nú komum við að skemmtilegum þætti. Þama eru upplög fn'merkj- anna tilkynnt um leið og útgáfan og upplag skólafrímerkjanna er aðeins 125 þúsund stykki af hverju þeirra. Nokkru áður höfðu komið út frímerki, eða nánar tiltekið þann 14. júlí 1994, sem sýndu hversu langt þróun var komin í þessu landi. Þetta var frímerkjaútgáfa til að minnast þess að 25 ár vom lið- in frá því að fyrsta jarðstöðin var reist í Bahrain. Þarna er mynd af jarðstöðinni með 4 stómm skerm- um, mynd þjóðhöfðingjans og nafni landsins. Enn er um fjögur frímerki að ræða, auk þess með sömu verðgildum og áður. Þá er upplag frímerkjanna það sama og einnig prentstaðurinn. Við skulum ekki gleyma því, að þama er land döðlupálmanna og við fáum þá senda til að krydda til- veruna, til dæmis á jólum. í Bahra- in hafa menn þekkt döðlupálmann og þar af leiðandi döðlumar einnig, bæði þurrkaðar og ferskar. Enn er um að ræða fjögurra frí- §0 u \ —' SlAíf 0f BAHRAJN Baráttan gegn lömunarveiki. Sérstimpill vegna útgáfu frímerkj- anna gegn lömunarveiki. Skólaafmæliö. Döðlupálmaútgáfan. merkja samstæðu. Það má vissu- lega segja að döðlupálmar séu al- geng sjón um allan Arabaflóann, en ekki síst í Bahrain. Þarna var um að ræða sama upplag og áður. Frímerkin hannaði Abbas A1 Mosawi, sem er innfæddur Bahra- ini. Þama er um þrjár útgáfur að ræða, er segja okkur mikið um sögu og þróun í landinu á þessari öld og teygjast jafnvel um óþekkt- ar aldir aftur í tímann eins og döðlupálmaútgáfan. Tökum enn eina útgáfu með, en það er einmitt ein af þessum nútímavandamálaútgáfum. Útgáfa á heilsudegi heimsins getum við kallað hana. Á betra máli, Dagur heilbrigði, 1995 á vegum Samein- uðu Þjóðanna. Þama var sá dagur helgaður því að „Heimur án löm- unarveiki, árið 2000“, nái fram að ganga. Þá er vitanlega notað merki Sameinuðu Þjóðanna, sem myndefni merkisins auk nafns lands og myndar þjóðhöfðingjans. Þá er einnig merki S.Þ. í mynd frí- merkisins. Nú em aðeins gefin út þrjú frí- merki með verðgildunum 80, 200 og 250 Fils. Frímerkin komu út þann 22. apríl og upplag er 125 þúsund og prentun hjá Oriental Press í Bahrain. Þarna er merki baráttunnar hjá S.Þ. einnig í stimpli þeim er notaður er á út- gáfudegi. Hom og píanó Nokkuð óvenjulegir tónleikar vom haldnir á Sal Tónlistarskól- ans á Akureyri laugardaginn 3. júní. Fram komu Emil Friðfinns- son, hornleikari, og Þórarinn Stef- ánsson, píanóleikari. Franskt hom er ekki algengt hljóðfæri á einleikstónleikum. Það er erfitt og krefst mikillar ögunar hljóðfæraleikarans, nákvæmni í hlustun og þjálfunar í blæstri og varabeitingu. Af málmblásturs- hljóðfærum er það hvað við- kvæmast fyrir hinum minnstu göllum og þarf lítið til þess að spilla tóni og áferð. Sé hins vegar vel leikið á þetta hljóðfæri er það eitt hið fegursta í sínum flokki, tónn þess tjáningarríkur, fjöl- breyttur og fagur og fylling hans mjúk og aðlaðandi. Emil Friðfmnsson hefur náð af- ar langt á hljóðfæri sitt. Vald hans á tónmyndun er mikil og eyra hans næmt. Það kom sem næst ekki fyrir, að brynni fyrir tón og einungis í örfá skipti mátti heyra, að tónn var ekki alveg í réttri hæð og þá einkum í fyrsta verkinu á tónleikunum, sem var Sónata í Es- dúr op 28 eftir F. Danzi. Emil flutti þetta síð-barrokkverk af ör- yggi og næmni. Nákvæmni í tóni og túlkun átti vel við anda verks- ins og ekki síður blæ hvers kafla, en þeir eru Adagio - Allegro, Larghetto og Allgretto. Píanóleik- ur Þórarins Stefánssonar var ekki síður í anda tímabilsins. Ásláttur hans var snarpur, svo að fram kom dálítið sembalískur blær, sem féll vel að. í öðru verkinu á tónleikum Emils Friðfinnssonar og Þórarins Stefánssonar var annar blær. Það var Reverie op 24 eftir A. Galz- unov. Þetta er rómantískt verk, sem gerir miklar kröfur til öndun- artækni homleikarans. Emil stóðst þær með prýði. Þriðja verkið á efnisskránni, sem var Villanelle eftir P. Dukas, lék Emil ekki síður fagurlega. Það er rómantískt og lagrænt, en legg- ur fyrir hornleikarann fjölda þrauta í hröðum tónagangi og túlkunarblæbrigðum, sem gefa verkinu prógrammískan blæ. Fjórða verkið á efnisskrá horn- leikarans var Adagio und Allegro op 70 eftir R. Schuman. Þetta rómantíska og dreymna verk flutti Emil af næmni og tilfinningu, sem gerði áheym vemlega ánægjulega. Verkið er á margan hátt torvelt einleikaranum og felur í sér bæði viðkvæm tónbil og hraðan leik. í þessu verki einu henti það í raun, að tónn brynni fyrir í hominu, en hraður tónagangur var ömggur og markviss. Píanóleikarinn, Þórarinn Stef- TONLIST HAUKUR Á6ÚSTS50N SKRIFAR ánsson, átti sinn stóra og vandaða þátt í mótun og túlkun allra þess- ara verka. Hann lék af yfirvegun og natni og fylgdi hornleikaranum í hvívetna. Verk númer fimm, sex og sjö á tónleikum Emils Friðfinnssonar og Þórarins Stefánssonar voru þrjár þjóðlagaútsetningar fyrir pí- anó: Idylle eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, Rímnakviða op 2 nr. 4 eftir Jón Leifs og Ljósið kemur langt og mjótt eftir Hafliða Hall- grímsson. Þessi verkaröð var skemmti- lega til fundin og gaf gott tækifæri til þess að nema mismunandi stfl tónskáldanna: Rómantísk tök Sveinbjarnar, fomlegan, hressileg- an og á köflum örlítið grófan stfl Jóns Leifs og fínlegan, ígrundandi og tilbrigðakenndan vef Hafliða. Þórarinn Stefánsson gerði verkun- um öllum hin bestu skil og gaf hverju þeirra þann blæ, sem hæfði. Lokaverk tónleikanna var En Forét eftir E. Bozza. Þetta er nú- tímaverk, sem býr yfir miklum fjölda blæbrigða. Tónskáldið leit- ar aftur eftir tónlistarsögunni og bregður fyrir sig brag fornrar kirkjutónlistar í bland við nútíma- legri hljómaferð og stef. Flutning- ur verksins var glæsilegur hjá báð- um hljóðfæraleikurunum og birti greinilega marghliða færni þeirra. Þetta vom einkar ánægjulegir tónleikar og væri sannarlega skemmtilegt að mega eiga von á þeim félögum aftur með nýtt úrval verka fyrir horn á efnisskrá sinni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.