Dagur - 09.06.1995, Síða 6

Dagur - 09.06.1995, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 9. júní 1995 HVAÐ E R Af> OERA5T Rúnar Þór í Hlöðufelli Rúnar Þór og félagar leika í fyrsta skipti á Húsavík í kvöld, föstu- dagskvöld, í Hlöðufelli. Aldurs- takmark er 18 ár. Annað kvöld, laugardagskvöld, er aldurstakmark 20 ár, en miðaverð er kr. 1000. Ef til vill verður haldið áfram með fjörið Söludagar Slysa- varnadeildar kvenna Slysavamadeild kvenna á Akur- eyri verður með sölu á kaffi og kleinum í nýja slysavarnahúsinu á morgun, laugardag. Á sunnudag verður sælgætis- og pylsusala við sundlaugina og kaffisala á Hótel KEA. Stórdansleikur nikkara Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð og harmonikuunnendur á Vesturlandi halda sameiginlegan dansleik á Fiðlaranum 4. hæð, Al- þýðuhúsinu á Akureyri, annað kvöld, laugardagskvöld, kí. 22-03. Skiptimarkaður í KA-heimili Á morgun, laugardag, og mánu- daginnn 12. júní verður haldinn skiptimarkaður í KA- heimilinu. Ýmislegt verður í boði, þ.á.m. fót- boltaskór og ýmsar aðrar vörur. Skiptimarkaðurinn verður opinn frá kl. 11 til 15 á morgun og kl. 17-20 á mánudag. Sixties á sjómanna- dansleik í Sæluhúsinu í kvöld, föstudagskvöld, 9. júní, mun bítlahljómsveitin Sixties leika á sjómannadansleik í Sælu- húsinu á Dalvík frá kl. 23.30. Síðasti flóamarkaður Hjálpræðishersins Síðasti flóamarkaður Hjálpræðis- hersins að sinni verður í dag, föstudaginn 9. júní, að Hvanna- völlum 10. Hann verður opinn kl. 10-18. Flíkin kostar kr. 100 og er einnig hægt að „prútta“. Fyrir fasta „kúnna“ vilja forráðamenn markaðarins benda á að á honum er mikið af nýkomnum vörum. Frá og með 10. júní og fram á haust verður gert hlé á móttöku fatnaðar á markaðinn. Aðalfundur Félags hjartasjúklinga Félag hjartasjúklinga heldur aðal- fund sinn að Bjargi, laugardaginn 10. júní nk. og hefst hann með göngu þaðan kl. 10. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Sigurður Helga- son, formaður landssamtakanna, og Árni Kristinsson, hjartalæknir á Landspítalanum, sem mun flytja erindi um kransæðaþrengingar, út- víkkanir og nýjustu aðferðir við fræsingar o.fl. Nýir félagar eru boðnir velkomnir. Boðið verður upp á veitingar. Arleg kvennareið á morgun Annað kvöld, laugardagskvöld, verður efnt til árlegrar kvenna- reiðar kvenna í hestamannafélag- inu Létti. Farið verður af stað kl. 19.00 annað kvöld. Þátttökugjald er kr. 1500. SS Sól í Ýdölum Hljómsveitin SS Sól spilar á dans- leik í Ýdölum í Aðaldal í kvöld, 9. júní. Aðrir dansleikir sveitarinnar á Norðurlandi í sumar verða sem hér segir: 16. júní Miðgarður í Skagafírði, 7. júlí Ýdalir í Aðal- dal, 14. júlí Sjallinn á Akureyri og 15. júlí Miðgarður í Skagafirði. Salsa Picante á sjómannadansleik á Hótel KEA Ný hljómsveit, Salsa Picante, spil- ar á sjómannadansleik á Hótel KEA annað kvöld, Iaugardags- kvöld. Hljómsveitin byggir efnis- skrá sína aðallega á danstónlist fyrir flesta aldurshópa, með sterk- um áhrifum frá Suður-Ameríku. Innanborðs í hljómsveitinni er einvalalið sem starfað hefur í vin- sælum hljómsveitum landsins á undanförnum misserum. Tveir meðlimir „Milljónamæringanna" hafa sagt skilið við þá sveit og Suzuki Boleno Mjög gott verð BSA Laufsdsgötn 9, Akureyri, sími 462 6300 „í kaupstað verður farið og kýrnar leystar út...“ Starfsmenn Leikfélags Akureyr- ar hyggjast kveðja leikárið sem nú er að ljúka og áhorfendur sína með fjölbreyttri skemmtun í Samkomuhúsinu sunnudaginn 11. júní nk. kl. 17. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. „í kaupstað verður farið og kýrnar leystar út...“ er yfirskrift dagskrárinnar. Fyrri hluta henn- ar hefur Þráinn Karlsson leikari tekið saman úr ljóðum og sögu- köflum þar sem sumarkomunni er kveðinn óður, eða „sitthvað um þá árstíð sem við köllum vor.“ Flytjendur ásamt Þráni eru leikarnir Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Viðar Eggerts- son, Ieikhússtjóri LA. Karl O. Olgeirsson er við píanóið. Eftir hlé kemur fram í fyrsta sinn Leikhússkór LA, en hann var stofnaður fyrr á þessu ári og er stjórnandi hans Roar Kvam. Kórinn skipar hátt í tvo tugi söngvara sem hafa æft stíft að undanförnu. Þeir flytja syrpu úr frægum Broadway-söngleikjum: My Fair Lady, Cats, Annie, Ev- ita, Oklahoma og Sound of Mus- ic o.fl. en sungið er úr 20 söng- leikjum. Inn í lögin er ofin saga og uppbygging söngleikjanna í stuttu máli annast Aðalsteinn Bergdal, leikari, kynningar. Þriggja manna hljómsveit leikur undir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. (Úr fréttatilkynningu) Sýning á verkum Hauks Stefánssonar í Listasafninu Nú stendur yfir sýning í Lista- safninu á Ákureyri á verkum Ingvars Hauks Stefánssonar, sem á merkan þátt í myndlistar- sögu Akureyrar, bæði sem ein- hver fremsti listmálari bæjarins og einnig sem leiðbeinandi fjöl- margra listmálara okkar og má þar nefna Aðalstein Vestmann, Gunnar Dúa, Elísabetu Geir- mundsdóttur og Kristinn G. Jó- hannsson. Sýning á verkum Ingvars Hauks var opnuð 3. júní s.I. að viðstöddu fjölmenni. Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins, bauð gesti vel- komna og þá einkum Ástu Jós- efsdóttur, ekkju Hauks. Haraldur fór nokkrum orðum um lista- manninn og viðfangsefni hans. Haraldur Sigurðsson rakti í stuttu máli helstu æviatriði Hauks, bæði í námi og störfum hans vestanhafs og hér heima. Hann afhenti síðan fjölskyldu Hauks málverkabók um Hauk sem hann skráði. Haraldur Ingi sá um val mynda, en Haraldur Bessason sá um enska þýðingu bókarinnar. Þeir Haraldar þrír sem stóðu að bókinni afhentu síðan Ástu blómvönd. Sonur Hauks, Snorri Hauksson, arki- tekt í Reykjavík, þakkaði öllum er unnu að uppsetningu sýning- arinnar og þeim sem lánuðu myndir. Sérstaklega þakkaði hann þeim þremenningum fyrir málverkabókina um föður sinn. Að lokum tilkynnti hann að fjöl- skyldan gæfi Listasafninu í þakkarskyni mynd nr. 13 á sýn- ingunni, sem ber nafnið sagna- ritarinn. Sýningin á verkum Ingvars Hauks í Listasafninu á Akureyri stendur til 25. júní nk. gengið til liðs við Salsa Picante, þeir Sigurður Perez Jónsson, sax- ófónleikari, og Jón Björgvinsson, slagverksleikari, sem mun sjá um trommuleikinn í hinni nýju hljóm- sveit. Úr „Þjóðleikhúskjallara- bandinu" koma þeir Agnar Már Magnússon píanóleikari og Sig- urður Flosason saxófónleikari sem sjá mun um slagverk, en sax- ófónninn verður þó ekki langt undan. Þórður Högnason bassa- leikari sem gert hefur garðinn frægan með Borgardætrum að undanförnu og Berglind Björk, þriðjungur Borgardætra, mun sjá um sönginn. Þá mun Eyþór Gunn- arsson úr Mezzoforte spila á slag- verk. Miðaldamenn og Milljónamæringarnir í Sjallanum Að vanda verður mikið um að vera í Sjallanum á Akureyri um helgina. í kvöld, föstudagskvöld, verða hinir eldhressu Miðalda- menn frá Siglufirði á sviði Sjall- ans ásamt spéfuglunum Fílapensl- um frá Siglufirði. Annað kvöld, laugardagskvöld, sjá síðan Millj- ónamæringamir og Páll Óskar um fjörið í Sjallanum. Höldur sýnir Hummer jeppann Höldur á Akureyri verður með glæsilega bílasýningu um helgina. Meðal annars verður sýndur Hummer jeppinn, sem verða mikil tíðindi í heimi jeppanna. Björgun- arsveitarmenn og fjallafarar eru sérstaklega boðnir velkomnir á sýninguna, sem verður opin á morgun, laugardag, kl. 11-17 og á sunnudag kl. 13-18. Stórholt sýnir Toyota Á bílasölunni Stórholti á Akureyri verða sýndar um helgina nýjustu tegundirnar frá Toyota. Meðal annars verður sýndur nýi 5 dyra RAV4 jeppinn. Einnig Pick-up bíll og Toyota Landcmiser Turbo Diesel, svo eitthvað sé nefnt. Bruce Willis í Borgarbíói Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu mun Borgarbíó á Akur- eyri forsýna Die Hard with a Vengeance með Bruce Willis í að- alhlutverki annað kvöld, laugar- dagskvöld, kl. 23 og á sunnudag kl. 21 og 23. Einnig sýnir Borgar- bíó um helgina stórmyndina Nell, þar sem Jodie Foster fer á kostum, en hún var tilnefnd til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn í myndinni. Nell verður sýnd kl. 21 um helg- ina. Sakamálamyndin The Last Seduction verður sýnd í Borgar- bíói í kvöld kl. 21 og 23, annað kvöld kl. 21 og á sunnudagskvöld kl. 23. Þá skal síðast en ekki síst nefnd myndin Outbreak með Dustin Hoffmann, Rene Russo og Morgan Freeman, sem verður sýnd í kvöld og annað kvöld kl. 23. Á sunnudag, sjómannadag, verða kl. 15 sýndar barnamyndirn- ar Lassie og Tommi og Jenni. í tilefni dagsins verður ókeypis að- gangur að sýningunum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.