Dagur - 23.06.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 23.06.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 23. júní 1995 LEIÐARI ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). UÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 Þrír ferðaþjónustuaðilar í Suður-Þingeyjar- sýslu hafa gert samning við svissnesku ferða- skrifstofuna Saga Reisen um vetrarferðir frá Sviss til fslands á tímabilinu 20. febrúar fram í apríl á næsta ári. Um er að ræða ævintýra- ferðir á jeppum eða vélsleðum að Dettifossi, á Þeístareyki, kennslu á vélsleða, þátttöku í ís- lenskum þorrablótum o.fl. hafa aðilar í ferðaþjónustu verið að einbeita sér að í mörg ár. Hægt hefur miðað í rétta átt, en hvert eitt skref sem stigið er, eins og þessi samningur við Saga Reisen, er mikílvægur lið- ur í að styrkja ferðaþjónustuna sem atvinnu- grein. Það er auðvitað svo að hinn harði íslenski vetur heillar ekkert siður en íslensk náttúra yfir sumarmánuðina, en til þessa hefur lítið Einn ferðaþjónustuaðilanna, Rúnar Óskars- son, sem er með hópferðabíla, segir um þenn- an samning í Degi sl. miðvikudag: „Þetta hef- ur lítið verið gert hérna en við höfum þó farið með hópa og það er vaxandi eftirspurn eftir vetrarsporti. Þetta er ekki ný hugmynd hjá mér, ég hef skoðað landið hér í kring í mörg ár og hugsa mikið um þetta. Nú fyrst ætlum við að framkvæma. “ Þessi samningur við svissnesku ferðaskrif- stofuna, sem hefur um nokkurra ára skeið selt ferðir til íslands, m.a. í beinu flugi til Ak- ureyrar, er ánægjuleg viðbót við ferðaflóruna á Norðurlandi. Það er vissulega afar mikil- vægt að lengja ferðamannatímann og það verið farið inn á þennan markaö. Um þetta segir Jean Marc Mange frá Saga Reisen í Degi sl. miðvikudag: „íslendingar hafa í raun- inni aldrei reynt að selja vetrarferðir, en þeir þurfa bara að trúa að það sé skipuleggja sölumálin vel og þá munu sjá að þeir geta selt ferðir til íslands allan árs- ins hring." Þessi orð svissneska ferðaskrífstofumanns- ins eru allrar athygli verð og það verður gam- an að sjá hvernig til tekst með þá 40-70 er- lendu ferðamenn sem von er á til að skoða þingeyskar náttúruperlur í vetrarklæðum næsta vetur. Þórshamar, hús minjasafnsins var byggt um 1930 á Húsavík, en flutt síðast- iiðið haust á Mánárbakka. Það kcnnir ýmissa grasa á minjasafninu. Á myndinni má m.a. sjá gamlar myndir af þekktum mönnum, fjölda penna og gleraugna og ekta Remington ritvél. Myndir: im Minjasafh á Tjöraesi Um helgina var opnað minja- safn á Mánárbakka á Tjörnesi. Safnið er til húsa í Þórshamri, gömlu húsi sem flutt var frá Húsavík síðastliðið haust. Að safninu standa Aöalgeir Egilsson og Elísabet A. Bjama- dóttir, en þan hafa lengið safnað gömlum munum og haldið til haga. A safninu má sjá allt milli himins og jarðar, frá gömlu leirtaui til sörvisperlu frá landnámstíð, uppbúin rúnt með damaskverum, gömul póstkort og margt fleira. Að sögn eins opnunargesta var „alveg dásamlegt að koma þama inn. Þetta var cins og að stíga hálfa öld aftur í tímann, inn á íslenskt hcim- ili, þar sem voru gamlir munir í bland við nýrri.“ Safnið verður op- ið daglega í sumar frá kl. 10-18, og eftir samkomulagi. shv Elísabet og Aðalgcir, eigcndur safnsins. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn: íslensk bókaskrá 1992 Uppbúið rúm, kanna og þvottaskál og Kristur sem horfir til himins. Nýkomin er út Islensk bókaskrá fyrir árið 1992, sem er skrá um alla bókaútgáfu þess árs. Skráin er nú í fyrsta sinn gefin út af hinu nýja sameinaða safni, Landsbókasafni Islands - Há- skólabókasafni. Breyting hefur orðið á vinnsluhætti skráarinn- ar, en hún er nú unnin í hinu nýja tölvukerfi, Gegni. Islensk bókaskrá fyrir 1993 kemur út eftir fáeinar vikur og skráin fyr- ir 1994 í ágúst. Vonast er til að íslensk bókaskrá fyrir 1995 birtist síðan snenuna á árinu 1996. íslensk bókaskrá 1992 er rúm- legá 220 blaðsíður. að lengd. Alls komu út á árinu 1992 1695 rit, eða 1093 bækur (49 blaósíður aó stærð og þar yfir) og 602 bækling- ar (5-48 blaðsíður). Frumútgáfur eru 1250 alls. Barnabækur eru 243 að tölu og kennslubækur 319. Um 455 rit voru þýdd á íslensku úr öðrum tungumálum, aðallega ensku, eða 263 rit, en 54 úr snæsku, 39 úr dönsku og 30 úr norsku. Um 28 rit voru þýdd úr ís- lensku á önnur tungumál, þegar miðað er við rit er tengjast ís- lenskum bókaútgefendum og/eöa prentsmiðjum á Islandi. Einnig er í Islenskri bókaskrá skrá um blöð og tímarit sem hófu útkomu hér á landi árið 1992, svo og skrá um landakort. Islenskri bókaskrá fylgir enn- fremur íslensk hljóðritaskrá 1992, rúmlega 50 blaósíður, þar sem skráð er með nákvæmum hætti allt efni gefió út á hljómplötum, geisladiskum og snældum. Fjöldi slíkra útgáfna var 139 á árinu 1992, miðað við 130 á árinu 1991. Ritstjóri ofangreindra skráa er Hildur G. Eyþórsdóttir. Skrárnar eru nt.a. til sölu í af- greiðslu safnsins í Þjóðarbók- hlöðu, auk þess sem þar eru fáan- leg önnur útgáfurit safnsins og eldri árgangar Islenskrar bóka- skrár, þar á meðal samsteýpu- skrár, sem ná yfir fimm ár hver. Ritin er einnig hægt að panta í safninu, bréflega eóa símleiðís.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.