Dagur - 23.06.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 23.06.1995, Blaðsíða 16
i Akureyri, föstudagur 23. júní 1995 Tónar hafsins í Smiðjunni ásamt ljúffengum og nýstárlegum eftirréttum ..............................................Illllllllllllllllll............III........Illllllllllllllllllll......Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll......I.....Illlllllll.......Illllllllllllllllllllllll......Illll.....I........I..........Illllllllll......Illllll......Illlllllllllll............................................. Heilsuvorur ur fjallagrösum ný- komnar á markað r - stefnt á Islensk Fjallagrös hf., sem hef- ur lögheimili á Blöndósi, hóf nýlega framleiðslu og markaðs- setningu á heilsuvörum úr fjalla- grösum. Um ijórar tegundir er að ræða og eru vörurnar seldar í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli og í apótekum. Verið er að kanna markaði á Norðurlönd- unum og Helen Brown, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, seg- ir að í framtíðinni sé ætlunin að fara inn á erlenda markaði. Forsögu þess aó hafin var vöruþróun úr íslenskum fjalla- grösum má rekja til slyssins í Chernobyl árið 1986. Slysið hafði þau áhrif að fjallagrös á megin- landi Evrópu og á Norðurlöndun- um urðu geislavirk og reyndust óhæf til manneldis. í framhaldi af því höfðu þýsk lyfjafyrirtæki, sem Kalskemmdir í túnum: Óvenju gott ástand í Eyjafirði - miklar skemmdír á Norðfirði Tún í Eyjafirði komu óvenju vei undan vetri en einhverjar kalskemmdir urðu í Húnavatnssýslu og Skaga- flrði. Bjami E. Guðleifsson hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins á Möðmvöllum segir ástæðuna fyrst og fremst vera þá að í Eyjafirði mynduðust ekki svellalög eins og víða annarsstaðar. „Snjórinn hlífír túnunum en svellið hindrar öndun og þeg- ar þau koma þá er voðinn vís.“ Bjarni segist ekki hafa kynnt sér ástandið í Þingeyjar- sýslunum en hins vegar er hann nýkominn frá Austur- landi. „Þar eru kalskemmdir allvíða á fjörðunum en þó mcstar í Norðfirði. Þar eru tún stórskemmd vegna þcss að svell lágu þar yfir í langan tíma í vetur. Síðan eru ein- hverjar kalskemmdir um mið- bik héraðsins á Austurlandi,“ segir Bjami. AI VEÐRIÐ I dag og næstu daga er spáð sunnan og suóvestan átt, sumri og sól og 15-20 stiga hita norðanlands og ekki vert að orðlengja spána neitt frekar. Þessi blíða kemur sér sérlega vel þar sem næsta nótt er Jónsmessunótt og eins og flestir vita er þá sióur að velta sér allsnakinn í næt- urdögginni sem læknar flest mein. útflutning nota fjallagrös til lyfjagerðar, samband vió Byggðastofnun og óskuðu eftir að kaupa nokkur tonn af grösum. Síðustu 6 árin hafa 3-5 tonn af fjallagrösum verið flutt út árlega. Unnið að vöruþróun í 4 ár Haustið 1991 hrundu Iðnþróunar- félag Norðurlands vestra, Vilko (Kaupfélag Húnvetninga) og Iðn- tæknistofnun af stað verkefni til þess að auka verömætasköpun úr fjallagrösunum í stað þess að flytja þau eingöngu út sem hrá- efni. Arið 1993 var fyrirtækið ís- lensk Fjallagrös síðan stofnað. Auk Iðntæknistofnunar og Iðnþró- unarfélags Norðurlands vestra eru Hvatning hf. og Blöndósbær helstu hluthafar. Markmið fyrir- tækisins er að þróa og framleiða nútímalegar og handhægar neyslu- vörur úr hefðbundnum íslenskum lækningajurtum og markaðssetja þær á íslandi og erlendis. Heildarkostnaður þessa verk- efnis er orðinn um 20 milljónir króna og er um helmingur af því ýmsir opinberir styrkir en hitt er hlutafé og áhættulán frá Iðnlána- sjóði. Tegundirnar fjórar sem nú eru að koma á markað eru fjallagrasa- hálstöflur, fjallagrasahylki, fjalla- grasaáburður og fjallagrasasnafs. Síðastnefnda tegundin verður til að byrja með aðeins seld í Lcifs- stöð sem minjagripur en hinar eru til sölu í apótekum auk þess að fást í Islandsmarkaöi í Leifsstöð. AI Vegagerðarmenn frá öllum Norðurlöndunum funduðu á Sauðárkróki í vikunni. Mynd: Deborah Samnorræn ráðstefna á Sauðárkróki: Vegagerðarmenn fra ollum Norðurlöndunum funda Vegagerð ríkisins er aðili að Norræna vegtæknisam- bandinu (Nordisk Vejteknisk Forbund), en nefndir á vegum sambandsins frá öllum Norður- löndunum hafa undanfarna daga setið ráðstefnu um við- haldsmál á Sauðárkróki. Sjálfstæðar nefndir starfa í hverju Norðurlandanna og koma þær saman einu sinni á ári til skrafs og ráöagerésr. Ráóstefnuna sitja um 70 fulltrúar ríkis, verk- taka og verkfræðiráðgjafa. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar hjá Vegagerð ríkisins hafa Islending- ar frekar verið þiggjendur í sam- starfmu en virkir þátttakendur. „Það hafa farió fram mjög merki- legar rannsóknir á vegum NVF sem við höfum notið góðs af, en allt er svo miklu smærra í snió- um hjá okkur heldur en í Skand- inavíu aó við höfum ekki getað lagt mjög mikið af mörkum. NVF hefur sýnt því skilning og gerir ekki kröfur til þess aó viö séum jafn vísindalegir og ná- grannalöndin.“ Astæðuna fyrir því að ráðstefnan var haldin á Sauðár- króki segir Jónas aðallega vera gistirými, eða öllu heldur skortur á því. „Dagsetning ráðstefnunnar var löngu ákveðin hjá samband- inu og henni varð ekki hnikað. Hins vegar lá gistirými ekkert á lausu á þessum hefðbundnu stöð- um og því var gripið til þess ráðs að halda hana á Sauðárkróki. Raunin varð sú að ráðstefnan heppnaðist mjög vel, aðstaðan var góð og gestirnir mjög ánægð- ir. Töluvert margir ráðstefnugest- anna tóku makana með og reynt var aó hafa ofan af þeim, t.d. með ferð að Hólum í Hjaltadal og í Glaumbæ.“ Formlegu ráðstefnuhaldi lauk á miðvikudag og fundarmenn og makar fóru frá Sauðárkróki í gær, en ætlunin var að ferðast um Snæfellsnes áður en haldió yrði til Reykjavíkur. shv Súlan og Guðmundur Ólafur búin með kvótann Utgeröarfélag Akureyringa: Vinnsla komin á fullt Hrímbakur EA landaði í gær, fyrstur togara Útgerðarfé- lags Akureyringa eftir þriggja vikna verkfall. Vinnsla hófst því einnig í frystihúsi félagsins í gær. Að sögn Gunnars Vigfússonar, starfsmanns Útgerðarfélagsins, var fólk ánægt með að geta loks hafið störf að nýju og var góð stemmning hjá starfsfólki. Það hráefni sem Hrímbakur landaði nægir sennilega eitthvað fram yfir helgi, en von er á hinum togurum Útgeróarfélagsins hverjum á fætur öðrum í næstu viku svo hráefnis- staðan ætti að vera nokkuð góð. GH Allt útlit er fyrir að flest ís- lensku sfldveiðiskipin muni á næstu dögum fylla kvóta sinn. Indriði Kristinsson hjá Fiski- stofu íslands segist búast við að menn nái að klára sinn kvóta á yfirstandandi tímabili, en um 49.000 tonn voru eftir af heildar- kvóta íslendinga er verkfall sjó- manna skall á þann 25. maí s.I. Sverrir Leósson, útgerðarmað- ur á Akureyri, sagði í samtali við blaðamann aö Súlan hefði þegar fyllt sinn kvóta. „Þeir voru mjög heppnir Súlumenn. Eftir verkfall máttum við fara og fiska um 1.300 tonn af síld og þaó tók ekki nema 4 til 5 daga að ná í það og er skip- ið nú komið til Akureyrar." Sömu sögu er að segja af Guðmundi Ólafi ÓF en von var á honum til Ólafsfjarðar síðastliðna nótt og þar með er kvóti hans fullnýttur. Loðnuveióitímabilió hefst 1. júlí og aðspurður sagði Sverrir að Súlan myndi halda til loðnuveiða strax og leyfilegt væri enda sömu veiðarfæri notuð. Ekki er mikið vitað hversu mikið er af loðnu eða hvernig ástand hennar er, en Sverrir sagði að menn yrðu bara að vera bjartsýnir. GH Allt fyrir garðinn í Perlunni við □ KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.