Dagur - 23.06.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 23. júní 1995
HVAÐ ER A£> ÖERAST UM HELOINA
Gleðigjafarnir á Hótel KEA
Hljómsveitin Gleðigjafamir ásamt
Hildi Þórhalls og André Back-
mann leikur fyrir dansi á Hótel
KEA annað kvöld, laugardags-
kvöld.
Stjórnin í Sjallanum
Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir
dansi í Sjallanum á Akureyri í
kvöld, föstudagskvöld. Annað
kvöld verður karlakvöld í Sjallan-
um. Hljómsveitin Reggie on ice
leikur fyrir dansi. Verð á
skemmtun og dansleik er kr. 1790
og 1000 kr. ef einungis er farið á
dansleikinn kl. 24.
Veiðidagur fjölskyldunnar
Veiðifélag Mýrarkvíslar og
Langavatns býður fjölskyldufólki
til ókeypis veiða í Langavatni og
Kringluvatni í Laxárdal á veiði-
degi fjölskyldunnar nk. sunnudag.
Bæjakeppni Funa
Hin árlega bæjakeppni Hesta-
mannafélagsins Funa verður hald-
in á Meigerðismelum nk. sunnu-
dag kl. 13. Keppt verður í 5 flokk-
um; barnaflokki, unglingaflokki,
kvennaflokki, karlaflokki og auk
þess í opnum flokki, sem öllum er
heimil þátttaka í. Skráning fer
fram hjá formönnum deilda og
lýkur henn í kvöld, föstudags-
kvöld.
Jónsmessuferð Ferðafélags
Akureyrar
í kvöld er fyrirhuguð Jónsmessu-
ferð sem verið hefur fastur liður í
starfi félagsins um árabil. Brottför
verður frá skrifstofu félagsins kl.
19 og stefnan tekin á Vaglaskóg.
Þar verða grillaðar pylsur, varð-
eldur tendraður og reynt að gera
fólki eitthvað til upplyftingar. Á
heimleiðinni verður væntanlega
hugað að miðnætursólinni.
Á morgun, laugardag, verður
gönguferð á Strýtu. Gert er ráð
fyrir að fólk komi á einkabílum
upp að Skíðahóteli og safnist sam-
an í gönguna og sé mæting þar kl.
9.
N.k. sunnudag, 25. júní, gefst
fólki kostur á skoðunarferð út í
Hrísey, Brottför frá skrifstofu fé-
lagsins kl. 8.30 og þaðan ekið út á
Litla-Árskógssand að ná fyrstu
ferju út í eyjuna. Þar verður fyrir
heimamaður til leiðsagnar og und-
ir handleiðslu hans verður eyjan
skoðuð. Ætlunin er að fara norður
í Ystabæ og fá að líta á skógrækt
og æðarvarp Sæmundar Stefáns-
sonar. Á heimleiðinni verður kaffi
til reiðu í veitingahúsinu Brekku
fyrir göngufólkið.
Skrifstofa félagsins, Strandgötu
23, verður opin í dag kl. 16-19.
Þar eru veittar upplýsingar um
ferðirnar og tekið við skráningu
þátttakenda í síma 4622720.
Die Hard og Muriel’s
Wedding í Borgarbíói
Borgarbíó á Akureyri sýnir um
helgina kl. 21 og 23 hina stór-
brotnu mynd Die Hard með Bruce
WiIIis í aðalhlutverki. Einnig sýn-
ir Borgarbíói hina frábæru ástr-
ölsku mynd Muriel’s Wedding,
sem hefur hlotið gífurlega aðsókn
víða á Vesturlöndum. Þriðja mynd
helgarinnar er Fall Time, sem
verður sýnd kl. 23. Á sunnudag
verður ókeypis á barnasýningar á
fjölskyldumyndinni Týndur í
óbyggðum og Tomma og Jenna.
Norskur karlakór
í Glerárkirkju
Álesunds Mandssangforening er
nafn á norskum kór sem mun
halda tónleika í Glerárirkju á Ak-
ureyri nk. sunnudagskvöld kl.
20.30. í hléi syngur Karlakór Ak-
ureyrar-Geysir nokkur lög og síð-
an syngja kórarnir sameiginlega
nokkur lög, bæði íslensk og norsk.
Síðasta helgi sýningar á
verkum Hauks Stefánssonar
Nú fer hver að verða síðastur að
sjá hina sérstæðu málverkasýn-
ingu sem er í Listasafninu á Akur-
eyri á verkum Hauks Stefánsson-
ar. Henni lýkur nk. sunnudag, 25.
júní. Aðsókn hefur verið með
ágætum og á annað þúsund manns
séð sýninguna nú þegar. Sérstök
listaverkabók var gefin út um
Hauk Stefánsson, hún er einungis
til sölu í Listasafninu á sérstöku
kynningarverði út sýningartím-
ann.
Listasafnið á Akureyri er opið
kl. 14-18 alla daga nema mánu-
daga.
Söngfélag Porlákshafnar
í Glerárkirkju
Söngfélag Þorlákshafnar heldur
tónleika í Glerárkirkju á Akureyri
á morgun, Iaugardag, kl. 17.15.
í Söngfélaginu eru 30 söng-
menn. Stjórnandi er Robert Darl-
ing. Á tónleikunum verða flutt
hefðbundin kórlög. Jóhanna Hjart-
ardóttir syngur einsöng, kvartett
tekur lagið og stjórnandinn spilar
á franskt horn.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og eru allir boðnir vel-
komnir.
Sálin í Ýdölum
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns
spilar fyrir dansi í Ýdölum í Aðal-
dal annað kvöld, laugardagskvöld.
Sætaferðir verða með Sérleyfisbíl-
um Akureyrar frá Umferðarmið-
stöðinni.
Þess má geta að nk. mánudag
kemur í verslanir nýr diskur með
hljómsveitinni sem nefnist „Sól
um nótt“.
Hundasýning á Akureyri
Næstkomandi sunnudag, 25. júní,
stendur Hundaræktarfélag íslands
og Svæðafélag HRFÍ á Akureyri
fyrir hundasýningu í íþróttahöll-
inni á Akureyri. Sýningin hefst kl.
11 og úrslit eru áætluð kl. 16.30.
Sýndir verða um 160 hundar af 30
mismunandi tegundum. Dómarar
sýningarinnar eru þau Moa Pers-
son og Anders Cederström frá
Svíþjóð.
Miðaverð er kr. 600 fyrir fulll-
orðna, frítt er fyrir börn 12 ára og
yngri auk þess sem frítt er inn fyr-
ir el I i 1 ffeyri sþega.
Fjölskyldudagur í
Minjasafninu
Næstkomandi sunnudag, 25. júní,
stendur Minjasafnið á Akureyri
fyrir fjölskyldudegi í Minjasafn-
inu kl. 13-17. Boðið verður upp á
tvenns konar ratleiki. Annars veg-
ar ratleik um Minjasafnið þar sem
fjölskyldan verður að vinna saman
að því að leysa gátur og spurning-
ar sem leiða hana í gegnum sýn-
ingar safnsins. Hins vegar ratleik
sem hefst við Laxdalshús eftir kl.
13.30 en þar verður vísbending
sem á að leiða þátttakendur á
safnaslóðir í Innbænum og Fjör-
unni. Viðurkenningar verða veitt-
dJlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!^
tliíi»%A Gróðar-
stöSin I
í Kjarna (
sími 462 4047
fax 461 1247
♦ Trjáplöntur ♦ Skraut runnar
♦ Skógarplöntur ♦ Rósir
♦ Áburður ♦ Fræ 1
♦ Plöntulyf ♦ Áhöld
Ótrúlega fjölbreytt úrval! |
Opið frá kl. 8-20 virka daga
og 10-1 7 um helgar
.^iiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!"iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiir.
%*
%*
%^
%A
V*
%^
V*
v^
%*
%^
%*
%A
t/
%^
%*
%*
%*
t/
V*
V*
V*
%^
%*
%*
V*
V*
V*
%*
V*
%*
%*
%*
V*
%^
%*
V*
V*
%*
%*
Hótel KEA
Laugardagskvöldið 24. júní
HLJómsvcuin
ásamt Hildi Þórhalls
og Andra Backmann
4=
Súlnaberg opið til kl. 22.00
sími 462 2200
%*
v*
%*
v*
V*
%*
V*
%*
%^
%*
t/
%*
%*
v*
%*
v*
v*
%^
%*
%<“
V*
%/*
tÁ
%*
v*
•Á
V*
V*
V*
%*
%*
V*
%^“
V*
%^“
v«“
tÁ
%^
ar fyrir þátttöku og þá fá þátttak-
endur í ratleiknum einnig frítt í
Minjasafnið og önnur söfn sem
það kann að verða leitt í.
í Minjasafninu er nú síðasta
sýningarhelgi á verðlaunagripum
Handverks-reynsluverkefnis. Sýn-
ingin hefur vakið mikla athygli
þar sem hún hefur verið sýnd og
ættu allir að finna eitthvað sem
höfðar til þeirra.
Laxdalshús verður opið á
sunnudaginn og verður það opið
alla sunnudaga kl. 13-17. Ljós-
myndasýningin „Akureyri - svip-
myndir úr sögu bæjarins" er þar til
sýnis en hún sýnir þróun byggðar
á Akureyri. Einnig er boðið upp á
sýningu á myndbandinu „Gamla
Ákureyri“.
Fyrsta gönguferð sumarsins
verður farin frá Laxdalshúsi kl. 13
á sunnudag. Gengið verður um
gömlu kaupstaðarlóðina, inn eftir
Fjörunni og endað við Minjasafn-
ið. Þátttaka er fólki að kostnaðar-
lausu.
Minjasafnið er opið alla daga
kl. 11-17 og er aðgangseyrir 250
krónur en frítt fyrir börn að 16 ára
aldri og eldri borgara. Eins og áð-
ur hefur komið fram fá þátttak-
endur í ratleikjum fjölskyldudags
frítt inn á sunnudag.
Landsmót í Ieirdúfuskotfimi
Landsmót í leirdúfuskotfimi verð-
ur haldið á morgun, laugardag, á
félagssvæði Skotfélags Akureyrar,
og hefst það kl. 9 í fyrramálið.
Skotmenn allsstaðar að af landinu,
sem næst 30, mæta galvaskir til
leiks. Keppt verður í flokki ein-
staklinga, liða og flokka.
Gilitrutt opnuð í Grófargili
Á morgun, laugardag, kl. 13 verð-
ur opnuð í Grófargili á Akureyri
ný verslun, sem ber nafnið Gili-
trutt. Að versluninni standa
Prjónastofa Sigríðar í Ólafsfirði,
HÁB saumastofa á Árskógs-
strönd, Bára Höskuldsdóttir á Ár-
skógssandi og Hagar hendur í
Eyjafjarðarsveit. Boðið verður
upp á Fleecefatnað, prjónafatnað,
saumaðar, heklaðar og þrykktar
vörur, myndir og kort úr endur-
unnum pappír, silfurskartgripi,
pastelmyndir, vatnslitamyndir o.fl.
Verslunin verður opin daglega
alla daga kl. 10-18.
Gilitrutt er til húsa í Kaup-
vangsstræti 23 þar sem auglýs-
ingastofan Ari & Co var áður til
húsa. Húsnæðið er nú í eigu Vign-
is Þormóðssonar og Þormóðar
Einarssonar.
Bílasýning hjá Höldi
Á morgun, laugardag, kl. 14-17
verður sýning á bílum frá Heklu
hf., Volkswagen, Audi, Mitsubishi
og KIA ásamt Scania vörubíl hjá
Höldi hf. á Akureyri.
Jónsmessuhátíð á Dalvík
og í Ólafsfirði
I dag, föstudaginn 23. júní, munu
hinir ýmsu flytjendur koma frá
Egilsstöðum og skemmta á Jóns-
messudansleik í Sæluhúsinu á
Dalvík og á morgun, laugardag, á
Grillbarnum í Olafsfirði. Mikið
mun verða um dýrðir enda eru áð-
urnefndir aðilar þekktir fyrir stuð,
stemmningu og lífsgleði í heima-
héraði sínu. Þessi hópur manna
hefur starfað saman í u.þ.b. 6 ár
en hefur aldrei náð að koma sinni
skemmtidagskrá út fyrir fjórðung-
inn. Hópurinn hefur tekið að sér
skemmtanahald á Austurlandi
þegar færi hefur gefist en aðilarnir
koma víða að svo að erfitt hefur
stundum verið að halda hópinn.
Forsvarsmenn hópsins hvetja alla
Austfirðinga á Norðurlandi nær
og fjær til að láta sjá sig á þessum
skemmtunum.