Dagur - 23.06.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 23.06.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. júní 1995 - DAGUR - 9 Kerfí hf. hefur þróað Alvís Útveg - samhæfðan m hugbúnað fyrir sjávarútveginn: Oflugt stj ómunartæki í sjávarútvegsfyrirtækjum Hugbúnaðurinn Alvís Útvegur hefur verið reyndur hjá Útgerðarfélagi Akureyringa með góðum árangri. Alvís Útvegur, samhæfður hug- búnaður fyrir sjávarútveginn, hef- ur verið á markaðnum í um það bil tvö ár, en hann var þróaður af Kerfi hf. í náinni samvinnu við tvö af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins, Útgerðarfélag Akureyr- inga hf. og Harald Böðvarson hf. á Akranesi. Að sögn Þrastar Guðmunds- sonar, forstjóra Kerfis hf., er nýj- asta tækni notuð til að hámarka ujjplýsingaflæði í gegnum Alvís Útveg og er kerfið miðað við að uppfylla þarfir nútíma sjávarút- vegsfyrirtækja um rauntíma upp- lýsingar, sem er öflugt hjálpartæki við eftirlit og ákvarðanatöku. Þröstur nefndi að mikil vinna hafi verið lögð í að rannsaka upplýs- ingaflæði fiskvinnslunnar og vinna að endurhögun vinnuferla, þannig að Alvís Útvegur geti sem best nýst stjórnendum til að taka markvissari ákvarðanir. Endur- högun vinnuferla byggir á því að hagræða vinnslu og nýta sér afl upplýsinga. Stjórnendur þurfa oft á tíðum að taka ákvarðanir byggð- ar á ófullkomnum upplýsingum, þ.e. eitthvað vantar inn í heildar- myndina. Þröstur fullyrðir að Al- vís Útvegur minnki að mörgu leyti bilið þarna á milli með því að safna saman þeim upplýsingum sem gefí raunsanna mynd af því hvernig gangur fiskvinnslunnar sé. Reynt sé að hafa sjálfvirkni sem mesta í upplýsingaöflun og koma þannig á móti þeim hagræð- ingarmarkmiðum sem hafi verið sett upp og því lögð áhersla á það að skráning upplýsinga fari fram á sama stað og tíma og vinnslan. Þannig sé unnt að hafa upplýsing- ar tilbúnar í Alv'ís Útvegi jafnóð- um og þær verði til. Með þessum verkfærum nýtist betur hyggjuvit stjórnenda, þar sem þeir geti þá betur einbeitt sér að ákvörðunum sem byggi á þeirra reynslu og þekkingu ásamt mati á mannleg- um þáttum, sem engin tækni nái yfir. Alvís Útvegur er átta sam- tengdar einingar og byggir hann upp, ásamt öðrum Alvís kerfum, svo sem fjárhagsbókhaldi, við- skiptabókhaldi, vörukerfi og þjón- ustukerfi, hið heildstæða upplýs- ingakerfi. Eins og hálfs árs reynsla hjá ÚA Nú eru um eitt og hálft ár síðan Alvís Útvegur var tekinn í notkun hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Skráning upplýsinga hefst um leið og skip leggja úr höfn til veiða, en afli er skráður jöfnum höndum þegar skipin gefa upp afla í land. í kerfinu er einfalt reiknilíkan sem áætlar afla fyrir þá daga sem eftir eru af veiðiferðinni og með því er mun auðveldara að skipuleggja vinnslu og ráðstöfun afla, þar sem ætíð er hægt að sjá hvers er að vænta. Þegar að löndun kemur er aflinn skráður að nýju og hægt er að nota strikamerki til að merkja hráefni. Með þessu er hvert bretti, kar og/eða fiskkassi merktur og er þá hægt að fylgjast með því í hvaða framleiðslu hráefnið er not- að. Strikamerkin eru ein forsenda sjálfvirkni í framleiðslu. Eitt af helstu markmiðum kerfisins er að byggja rekjanleika í vinnsluna, en rekjanleiki merkir það að hægt verður að sjá hvaða afli fór til vinnslu á hverjum tíma, hver var aldur hans, gæðastig og fleira þess háttar og í hvaða afurðum hann endaði. Rekjanleiki er ein af meg- in forsendum ISO 9000 gæðavott- unar og því mikilvægt að hafa öfl- ugt skráningarkerfi sem styður hana. Rekjanleiki byggir á því að allar upplýsingar eru samtengdar og gefa því mynd af stöðu fram- leiðslu á hverjum og einum tíma. Flókinn ferill Eftir að hráefni hefur verið ráð- stafað til vinnslu er að mörgu að huga. Safna þarf upplýsingum um magn og þar með reikna út nýt- ingu; notkun vinnuafls og véla og meta þannig afköst, ásamt skipt- ingu í vinnsluleiðir og afurðir, þannig að ljóst sé að fiskurinn fari í þær afurðir sem eru verðmestar. Til þess að gera þetta kleift, teng- ist Alvís Útvegur vogarkerfum, svo sem frá Marel, til þess að taka við upplýsingum sem þau safna, og bæta í hina stóru mynd. í stóru fyrirtæki eins og Útgerðarfélagi Akureyringa hf., eru mikil afköst og mikil verðmæti verða til á hverjum degi. Því er hver aur sem unninn er með aukinni hagræð- ingu, eða aukinni verðmætasköp- un, fyrir hvert kíló, fljótur að skila sér í miklum verðmætum. Mikil- vægi framleiðsluskipulagningar og hámörkun framlegðar í vinnsl- unni er því einn mikilverðasti þáttur stjórnunar. Til þess að það sé auðvelt viðureignar verður að vera til staðar góður gagnagrunnur og þægileg verkfæri til að beita. Þegar kemur að geymslu afurða, sér Alvís Útvegur um að prenta kassamiða, sem eru notaðir sem merking á ytri umbúðir afurðanna. Bretti eru merkt með strikamerkj- um sem auðkenna þau í flutninga- ferlinum, allt til kaupanda. Þegar vinnsla er hafin er gæða- eftirlit mjög mikilvægur þáttur. Erlendir kaupendur gera sífellt auknar kröfur um stöðugleika í gæðum og þeim verður að mæta. Samviskusömum og traustum framleiðendum, er treyst til þess að sjá um þessi mál sjálfir og sí- fellt verður algengara að erlendir kaupendur treysti eftirlitskerfum framleiðslufyrirtækjanna. ISO 9000 vottun er einn þáttur í þessu, ásamt GAMES, eins og HACCP hefur verið nefnt á íslensku. í Alvís Útvegi er öflugur og sveigjanlegur gæðagrunnur, sem tekur til allra þátta vinnslunnar. Þess má geta að nú er í gangi sam- vinnuverkefni milli Útgerðarfé- lags Akureyringa hf., Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, Cold- water og Kerfis, sem snýr að því að efla gæðaþátt vinnslunnar og er stefnt að því að gæðaeftirlit ÚA verði hluti af gæðakerfi Coldwat- er. Síðan verða notuð sjálfvirk samskipti milli tölvu ÚA og Cold- water um miðlun þessara upplýs- inga. Sjálfvirk miðlun fram- leiðsluupplýsinga, ásamt verð- skrám og fleiri þáttum, eiga sér nú þegar stað í kerfinu. „Islenskur sjávarútvegur og sérstaklega íslensk fiskvinnsla er okkar stóriðja, hvergi í heiminum er fiskiðnaður eins mikilvægur og hér,“ segir Þröstur Guðmundsson, forstjóri Kerfis hf. „Af þeim sök- um verðum við að vera í farar- broddi í því að innleiða nýja tækni og nota bestu framleiðsluaðferðir sem hægt er. Handafl er ekki allt, heldur verðum við beita nútíma stjórnunartækni og virkja þann mannauð sem við eigum til þess að iðnaðurinn nái að dafna og þró- ast. Beiting nútíma upplýsinga- tækni er það afl sem öll framsæk- in atvinnustarfsemi byggir á. Þessi markmið liggja að baki þróunar og notkunar Alvíss Útvegs og er þess að vænta að hann geti orðið það bjarg sem traust ákvarðana- taka stjórnenda innan íslensks fiskiðnaðar geti staðið á og þannig aukið arðsemi og verið liður í framþróun og því að vegur fisk- vinnslunnar getið orðið sem mest- ur og bestur.“ Sumarblóm, fjölær blóm, tré og runnar. Bóndarósir, rósir. Himalajaeinir 70-90 cm á hæð. Blómstrandi gullregn 2 m á hæð. Skógarplöntur í bökkum og margt margt annað. Sendum um allt land. Gróðrarstöðin Réttarhóll Svalbarðseyri, sími 461 1660. Cfp Klikla á leid um landið Sýnum bílana frá: VOLKSWAGEN, AUDI, MITSUBISHI og KIA ásamt SCANIA vörubíl hjá Höldi hf., laugardaginn S4. júnf frá kl. 14-17. HEKLA fiíhei/fa hestf Ein glæsilegasta bifreid sem komid hefur til landsins „Álbíllinn Audi A-8“ med öllum búnadi Reynsluakstur á AUDI A4 og fleiri bifreiðum " Wlefsí*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.