Dagur - 23.06.1995, Qupperneq 5
Föstudagur 23. júní 1995 - DAGUR - 5
Aukið úrval af veiðivör-
um í ESSO-Leirunesti:
Seljum allt
nema
fiskínn
- segir Hafþór
Gunnarsson
í Leirunestinu á Akureyri hefur
úrvalið af veiðivörum sífellt verið
að aukast og nú er svo komið að
þar er hin glæsilegasta veiðibúð.
Samhliða hefur þjónusta við
veiðimenn verið aukin og nú er
t.d. hægt að fá línur settar upp á
hjól, svo dæmi sé tekið. Hafþór
Gunnarsson sér um veiðideildina
og hann segir það markmið þeirra
að veiðimenn þurfi ekki að leita
annað. í Leirunestinu eigi þeir
einfaldlega að geta fengið allt sem
viðkemur veiðiskap.
„Við erum með öll helstu
merkin í veiðivörunum, t.d. Abu,
Silstar og Daiwa. Úrvalið af spún-
um er mjög mikið og á enn eftir
að aukast. Eg held að mér sé alveg
óhætt að segja að spúnaúrvalið sé
óvíða meira á landinu en hjá okk-
ur. Maðkar eru að sjálfsögðu alltaf
til,“ sagði Hafjrór.
Sjóstangveiði er vaxandi sport
og í Leirunesti er hægt að fá bæði
hjól og stangir sem því tilheyrir.
Talandi um hjól og stangir þá er
úrvalið af þeim vörum mikið og í
öllum verðflokkum. Ódýrustu
stangasettin kosta frá 1.220 kr. og
síðan er bara spurninginn hvers
veiðimenn óska og vilja borga fyr-
ir réttu græjurnar en allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi að
sögn Hafþórs. „Það hefur verið
hreint ótrúleg sala í barnastöngum
að undanförnu, enda alveg nauð-
synlegt að yngri kynslóðin fái að
vera með því það er auðvitað hún
sem kemur til með að halda þessu
sporti áfram,“ sagði Hafþór.
Hann segir veiðivertfðina vera
að fara af stað þessa dagana, en
töluvert hefur verið að gera í vor
við að þjónusta þá sem veitt hafa á
Leiruveginum. „Nú fer veðrið að
batna og þá fer allt á fulla ferð,“
sagði Hafþór Gunnarsson. HA
Vísitala byggingar-
kostnaðar:
Hækkun
jafngildir
2,6% verð-
bólgu á ári
Hagstofan hefur reiknað vísitölu
byggingarkostnaðar eftir verðlagi
um miðjan júní 1995. Vísitalan
reyndist vera 204,3 stig (júní
1987=100) og hefur hækkað um
0,2% frá maí 1995. Þessi vísitala
gildir fyrir júlí 1995. Samsvarandi
vísitala miðuð við eldri grunn
(desember 1982=100) er 653 stig.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitalan hækkað um 3,5%. Und-
anfarna þrjá mánuði hefur vísitala
byggingarkostnaðar hækkað um
0,6% sem jafngildir 2,6% verð-
bólgu á ári.
Athugasemd
í úrslitum frá innanfélagsmóti
Funa var sagt að eigandi að Gull-
instjörnu frá Syðra- Hóli væri Þór
Jónsteinsson.
Svo allrar nákvæmni sé gætt þá
eru eigendur hestsins þrír, systurn-
ar Anna og Auðrún Aðalsteins-
dætur og Þór Jónsteinsson.
„Okkar markmið er að veiðimenn þurfi ekki að leita annaö,“ segir Hafþór
Gunnarsson í Leirunestinu á Akureyri. Mynd: Halldór.
Suzuki Baleno
BALENQj
Fj ö Is kyl dub íll
Laufsásgötu 9, Akureyri, sími 462 6300
...og komdu á barnabílstolakynninp bjá VÍS
Vátryggingafélag íslands kynnir öruggustu barnabílstóla sem komið hafa
á markaðinn og eru til leigu hjá VÍS. í þessum stólum eru fjölmargar nýjungar
sem ekki hafa sést áður í barnabílstólum hér á landi.
Stólarnir verða kynntir í KEA Nettó
laugardaginn 24. júní frá kl. 11:00 -15:00.
Komdu og kynntu þér nánar þessa einstöku barnabílstóla.
VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS, ÁRMÚLA 3, SÍMl: 560 5060
BARN í BÍL ÍÍ) í STÚL FRÁW