Dagur - 23.06.1995, Qupperneq 11
Föstudagur 23. júní 1995 - DAGUR - 11
Tívolí á sunnudagmn
- sárabót fyrir þjóðhátíðardaginn
Þeir sem urðu fyrir vonbrigðum
vegna þess að tívolíið féll niður
17. júní geta tekið gleði sína á ný
því skátarnir hafa ákveðið að
setja tækin upp aftur á flötina
framan við leikhúsið og verður
tívolíið opið sunnudaginn 25.
júní frá klukkan 14.00 til 17.00.
„Við höfum alltaf reynt aó vera
mcö öfluga og góöa dagskrá fyrir
börnin þegar viö höfum séð um
Þaö þótti mörgum súrt í broti að
tívolíið féll niður 17. júní en nú hafa
skátarnir ákvcðiö að setja tívolitæk-
in upp aftur og vcrður opið í tívolí á
sunnudag. Myndin er úr mynda-
safni Dags og var tekin þegar skát-
arnir settu upp tívolí á fjördög- ^
um fyrir nokkrum árum. W'
hátíðarhöldin 17. júní en hún
hrundi eiginlega niður núna út af
jjessu veóri,“ segir Asgeir Hreið-
arsson, starfsmaður skátafélagsins
Klakks, og leggur áherslu á að
skátamir vilji bæta börnunum
missinn næsta sunnudag.
I tívolíinu veróa um 30 tæki og
verður frítt í öll þeirra. I flestum
tækjunum er hægt að vinna sér inn
smávinninga fyrir ákveðinn lág-
marksárangur sem er settur upp
fyrir hvert tæki. Hægt verður að fá
miða og láta merkja við hvert tæki
sem farið er í. Þeir sem fara í
fimmtán tæki eða meira geta sett
miðann sinn í pott sem dregið
veróur úr um ýmsa stærri vinninga
eins og pizzur frá Pizza 67, mynd-
bandsspólur og fleira í þeim dúr.
Nöfn vinningshafanna verða svo
birt í Degi í næstu viku. AI
Lofthræddi örniirn á ferð
og flugi um Norðurland
Farandbarnasýningin Loft-
hræddi örninn hann Örvar tekur
flugið til Akureyrar nk. sunnu-
dag, 25. júní. Verkið hefur verið
sýnt á Reykjavíkursvæðinu á
vormisseri við mjög góðar undir-
tektir.
Eins og frant kemur annars
staðar í blaðinu vcrða þrjár sýn-
ingar á Listasumri ’95 í Listagil-
inu á Akureyri. Næstkomandi
mánudag verður sýning í Félags-
heimilinu á Blönduósi kl. 17,
þriðjudaginn 27. júní verður sýn-
ing í Iþróttahúsinu á Sauðárkróki,
miðvikudaginn 28. júní í Nýja
bíói á Siglufirði, fimmtudaginn
29. júní á Dalvík og föstudaginn
30. júní í Ólafsfirði.
Björn Ingi Hilmarsson í hiutvcrki
sínu í Lofthræddi örninn hann Örv-
ar.
Lofthræddi öminn hann Örvar
segir frá emi sem er svo skelfilega
óheppinn að vera lofthræddur.
Samt þráir hann heitt að fljúga um
loftin blá og með hjálp vinar síns,
litla músarrindilsins Eðvarðs,
tekst honum að lokum að yftr-
vinna ótta sinn og fljúga. Þetta er
lítil, falleg saga um hugrekki, að
vera hræddur en þora samt. Eða
vera lítill og geta samt.
Leikari í sýningunni er Björn
Ingi Hilmarsson sem leikur öll
hlutverkin og segir söguna með
látbragói, söng, dansi og leik.
Leikstjóri er Peter Engkvist og
hann vann einnig leikgerðina
ásamt Stalle Ahrreman. Þýðandi
er Anton Helgi Jónsson.
Söngvaka, 1995
Fyrsta Söngvaka sumarsins var
í Minjasafnskirkjunni á Akur-
eyri þriðjudaginn 20. júní. Lista-
mennirnir, sem að þessu framtaki
standa, eru Rósa Kristín Baldurs-
dóttir og Þórarinn Hjartarson.
Þriðjudaginn 20. sá Þórarinn ein-
ungis um kynningar, þar sem hann
leið greinilcga fyrir kvef og gat
ekki sungið. I hans stað kom Hjör-
leifur Hjartarson, sem flutti sungið
efni með Rósu Kristínu.
Söngvakan er hluti af því efni,
sem flutt er á Listasumri á Akur-
eyri. Hún kont fyrst fram á síðast-
liðnu sumri og gat sér þegar vin-
sældir jafnt ísienskra ferðamanna
sem erlendra. Það er að vonum,
þar sem Söngvakan er bæði fróð-
leg kynning í stuttu máli og með
dæntum á íslenskri tónlistarhefð
og tónlistarsögu og vönduð í upp-
setningu og flutningi. Þórarinn
Hjartarson hefur greinilega aflað
sér vcrulegs fróðlciks um þaö
efni, sem til umfjöllunar er tekiö,
og kemur upplýsingu sinni til
skila á ljósan og lifandi hátt í
kynningum sínum jafnt á íslensku
sem ensku. Tíminn, sem hver
söngvaka tekur, er einnig hæfileg-
ur, en hann er um það bil klukku-
stund, svo að athygli áheyrenda
sljógvast ekki l'yrir langa setu á
bekkjum Minjasafnskirkjunnar, en
þeir eru engan veginn þægilegir.
Þaó góða hús spillir hins vegar
ekki þrátt fyrir harða bekki og
óverulegan bakstuðning, heldur
gefur það andblæ sögunnar og
hefðarinnar, sem sannarlega er
ekki of mikið af í samtíð okkar,
sem nú lifum.
Efnisskrá Söngvökunnar er í
tveim hlutum. I fyrri hluta eru lög
frá fyrri tíð, en í seinni hluta lög
frá nítjándu og tuttugustu öld.
Þessi skipting á vel við. Hin fornu
TÓNLIST
HAUKUR ÁCÚSTSSON
SKRIFAR
lög eru vissulcga flokkur fyrir sig,
þar sem kynntur er tvíundarsöng-
ur, hin sérkennilega sönggcrð,
sem skyld er hinu forna organum,
en ckki hefur varðveist nema hér á
landi. I þessum flokki eru einnig
rímur og dansar, sem varðveist
hafa í miklu magni og eru mikill
sjóóur í að ganga og núlifandi
fólki flestu um of ókunnur. Seinni
tíma lögin eru flestum kunn og er
þar farið vítt um í efnisskrá
Söngvökunnar, en valin Ijúf og
söngvin lög, sem náð hafa eyrum
íslendinga, en eru hinum erlendu
gestum nýnæmi.
Rósa Kristín Baldursdóttir hef-
ur rödd, sent fellur vel að flutningi
efnis sem þess, sem er á efnisskrá
Söngvökunnar. Hún virtist ekki
vera alveg í essinu sínu og ekki
með öllu laus við kvef, en þó var
greinilegt, hve vel slétt rödd henn-
ar og örlítió hvellur hljómur fór
við hin fornu lög. Raddferð var
skemmtilega skýr og hrein og naut
sín fallcga jafnt í laglínu sem
röddun. Raddabeitingin var mjög
við hæfi í hinni smáu Minjasafns-
kirkju og fyllti vel í rýmið. Hjör-
leifur Hjartarson fór ekki síður vel
mcð. Rödd hans er reyndar nokk-
uó annars eðlis og ekki eins skól-
uð og rödd Rósu Kristínar, en
óþvinguð framkoma hans og hóf-
leg kímni og léttleiki í flutningi
Iyfti túlkun hans og gerði hana
sérlega aðlaðandi ekki síst í fyrri
hluta dagskrárinnar og þá einkum
í rímunum.
Söngvakan er verulega gott
framtak og lofsvert. Á hana eiga
erindi ekki einungis ferðamenn er-
lendir og innlendir, heldur ekki
síöur þeir, sem á Akureyri búa.
Hún býóur bæði góðan flutning
þess hugljúfa efnis, sem fyrir er
tekið, og holla fræðslu um tónlist-
armenningu þjóðarinnar. Ekki
spillir, að í tengslum við hverja
Söngvöku og því öll þriðjudagsog
fimmtudagskvöld þessa sumars, er
Minjasafnið opið og einnig
Nonnahús. Hér er því góður kost-
ur á ánægjulegri kvöldstund fyrir
jafnt gesti sem heimamenn.
oortf/1
Sumarpils
Blússur
Buxur
Verðið er hagstætt hjá okkur
Ráðhústorgi • Sími 4611837
NYTTI
HRÍSALUNDI
URVAL AF GRILLMAT
OG FERSKT SJÁLFVALIÐ
SALAT MEÐ
„Mimmina og Sergic Soldano
Ilmur
fyrir dömur og herra
/✓
^^Hrísalundi
Afgreiðslutími:
Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30
laugard.kl. 10.00-18.00