Dagur - 23.06.1995, Page 15
IÞROTTIR
Föstudagur 23. júní 1995 - DAGUR - 15
SÆVAR HREItJARSSON
IA langefst
Skagamenn eru enn með fullt
hús stiga í 1. deild eftir örugg-
an sigur á KR í gærkvöldi, 2:0.
Haraldur Ingólfsson skoraði
fyrra markið úr vítaspyrnu og
Ólafur Þórðarsson bætti öðru
marki við.
ÍBV vann stórsigur á FH í
Eyjum, 6:3, þar sem Rútur
Snorrasson skoraði tvö mörk
úr vítum, Leifur Geir Haf-
steinsson gerði einnig tvö og
þeir Sumarliði Árnason og
Tryggvi Guðmundsson eitt
hver fyrir ÍBV. Auðunn Helga-
son, Óiafur Stephensen og Öl-
afur Kristjánsson skoruðu fyrir
FH.
í Grindavík gerðu heima-
menn jafntefli við Fram, 2:2.
Grétar Einarsson og Tómas
Ingi Tómasson skoruðu fyrir
Grindavík en Þorbjörn Atli
Sveinsson og Ríkarður Daða-
son jöfnuðu síðla leiks fyrir
Fram.
Á toppnum
Stjarnan er enn á toppi 2.
deildar eftir að hafa gert 1:1
jafntefli á útivelli gegn Fylki í
gærkvöldi. Rúnar Sigmunds-
son skoraði fyrir Stjörnuna en
Ingvar Óiafsson jafnaði fyrir
Fylki og var fyrstur til að skora
hjá Bjama Sigurðssyni í deild-
inni í sumar. Stjarnan er með
13 stig á toppnum en næst
kemur Fylkir með 10 stig. Víð-
ir vann Víking, 1:0, með marki
Ólafs ívars Jónssonar.
Stórsigur KS
KS og SM mættust f c-riðli 4.
deildar í gærkvöldi. KS sigraði
örugglega, 6:0, og er efst í riðl-
inum. Hafþór Kolbeinsson og
Steingrímur Örn Eiðsson skor-
uðu tvö mörk hvor og þeir Ha-
seta „Mitsa“ Miralem og
Ragnar Hauksson eitt mark
hvor.
Þórir meiddur
Þórir Áskelsson leikur ekki
með Þórsurum gegn ÍR í kvöld
vegna meiðsla. Þórir tognaði
illa á ökkla í leiknum gegn
Leikni sl. mánudag.
Ince seldur
Paul Ince skrifaði í gær undir
þriggja ára samning við Int-
ernazionale á Ítalíu, sem þarf
að borga Manchester Únited 7
milljónir punda fyrir kappann.
Urslit
1. deild karla:
Valur-Leiftur 1:2
IA-KR 2:0
ÍBV-FH 6:3
Grindavík-Fram 2:2
Breiðablik-Keflavík 1:1
Staðan:
IA 5 5 0010: 1 15
KR 5302 7: 6 9
Keflavík 5221 4: 3 8
ÍBV 521216: 8 7
Breiðablik 5212 6: 7 7
Leiftur 5203 9: 8 6
FH 5203 9:12 6
Fram 5122 4: 9 5
Grindavík 5113 7:10 4
Valur 5 113 6:14 4
2. deild karla:
Fylkir-Stjarnan 1:1
Víðir-Víkingur 1:0
• •
Knattspyrna -1. deild karla:
Oruggur sigur Leifturs
- Valsmenn heillum horfnir á eigin heimavelli
Leiftur vann öruggan sigur á
Val á Hlíðarenda í gærkvöldi.
Lokastaðan var 2:1 fyrir gestina
eftir að staðan í hálfleik var 1:0
en yfírburðir Leifturs voru mun
meiri en tölurnar gefa til kynna.
Leiftursmenn unnu þarna öðru
sinni á íslandsmótinu í sumar og
hafa nú sótt öll sex stig sín í
deildinni til Reykjavíkur en liðið
vann Fram í fyrstu umferðinni.
Leiftursmenn byrjuðu strax af
miklum krafti og voru komnir yfir
eftir aðeins 5. mínútna leik. Þá
skoraði Baldur Bragason, fyrrum
Valsmaður, með því að vippa lag-
lega yfir Lárus Sigurðsson í marki
Vals og í hornið eftir að hafa tekið
við fyrirgjöf frá Sigurbirni Jak-
obssyni.
Valsmenn fengu gott færi til að
jafna skömmu síðar en Kristinn
Lárusson skaut yfir af markteig.
Eftir það voru það Leiftursmenn
sem áttu leikinn og Valsmenn
sköpuðu litla sem enga hættu við
mark gestanna. Minnstu munaði
að Gunnar Már Másson næði að
pota í netið um miðjan hálfleikinn
og stuttu áður en flautað var til
leikhlés slapp Pétur Björn Jónsson
einn í gegn en skot hans sleikti
stöngina og fór hárfínt framhjá.
Páll Guðmundsson var nálægt
því að bæta öðru marki við beint
úr aukaspyrnu af um 30 metra
færi á 61. mínútu þegar að hörku-
skot hans fór undir Lárus mark-
vörð Vals, í stöngina og skoppaði
eftir marklínunni. Páll var síðan
maðurinn á bak við seinna mark
Leifturs sex mínútum síðar. Hann
vann boltann laglega og renndi út
í teiginn þar sem Ragnar Gíslason
skoraði með öruggu skoti í fjær-
hornið.
Enn sóttu Leiftursmenn og á
75. mínútu átti Sigurbjörn Jakobs-
son skot sem sleikti slánna en
mörk gestanna urðu ekki fleiri. í
staðinn gáfu þeir aðeins eftir og
það nýttu Valsmenn sér. Á 84.
mínútu minnkaði Davíð Garðar-
son muninn með góðum skalla
eftir fyrirgjöf frá Sigurbirni Hreið-
arssyni og lokastaðan var sem áð-
ur segir 2:1 fyrir Leiftur.
Vörnin var aðall Leiftursliðs-
ins, var sterk og byrjaði sóknir
liðsins með góðu spili. Gunnar
Oddsson var sem kóngur aftast á
miðjunni og átti skínandi leik og
sömu sögu er að segja af Páli
Guðmundssyni sem vann vel fyrir
liðið. Vendipunktur varð í leik
Vals á 19. mínútu þegar að Hilmar
Sighvatsson fór meiddur útaf og
Davíð Garðarson kom inná. Leik-
ur liðsins hrundi og samspil
liðsins var lítið sem ekkert.
Sigur Leifturs var í raun
aldrei í hættu og mikilvæg
stigíhöfn. TH/SH
Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson
- Júlíus Tryggvason, Slobodan
Milisic, Nebosja Corovic - Sig-
urbjörn Jakobsson, Gunnar f
Oddsson, Ragnar Gíslason, /
Sverrir Sverrisson, Páll Guð-
mundsson, Baldur Bragason
(Pétur Björn Jónsson 33),
Gunnar Már Másson (Jón
Þór Andrésson
78).
Gunnar Odds-
son var í aöal-
hlutverki hjá
Leiftri gegn
Val í gærkvöldi
og stjórnaöi
leik liösins sem
herforingi á
miöjunni.
Aldursflokkamót Islands í sundi:
Iðandi æskufjor
- í Sundlaug Akureyrar næstu þrjá daga
í dag hefst Aldursflokkamót Is-
lands í sundi í Sundlaug Akur-
eyrar í umsjón sundfélagsins
Oðins. Þetta verður langljöl-
mennasta sundmót sem haldið
hefur verið á Akureyri og
stærsta sundmót á íslandi þetta
árið. Keppinni lýkur síðla
sunnudags og verður Sundlaug
Akureyrar lokuð almenningi
alla mótsdagana.
Allt efnilegasta sundfólk lands-
ins, 17 ára og yngri, tekur þátt í
Aldursflokkamótinu og verður
keppt í öllum flokkum og grein-
um. Keppendur verða alls um 360
talsins, hvarvetna að af landinu og
auk þeirra kemur til mótsins mik-
ill fjöldi þjálfara, fararstjóra og
foreldra. Mikið starf liggur að
baki skipulagningu mótsins og
allra leiða verður leitað til þess að
það geti gengið hnökralaust fyrir
sig. Þar sem Sundlaug Akureyrar
hefur enn sem komið er aðeins
fram að bjóða eina keppnishæfa
laug verður dagskráin mjög þétt-
setin og keppt frá því eldsnemma
á morgnana og fram á kvöld alla
dagana. Það er því óhjákvæmilegt
að Sundlaug Akureyrar verði lok-
uð almenningi á meðan á mótinu
stendur. Sundfólki er hins vegar
bent á að Glerárlaug, Þelamerkur-
laug, Hrafnagilslaug, Stóru-
Tjarnalaug og Dalvíkurlaug eru
opnar almenningi.
Sundlaugargarðurinn verður
opinn keppnisdagana og tilvalið
fyrir áhugamenn og aðra að
flykkjast þangað og fylgjast með
sundhetjum framtíðarinnar og
hvetja þær til dáða. Þarna verður
hörkukeppni, mikill buslugangur
og iðandi æskufjör.
Stórmót sem þetta er mikil
lyftistöng fyrir sundíþróttina á
Ákureyri og raunar á Norðurlandi
öllu. Nú, þegar bæjaryfirvöld á
Akureyri hafa ákveðið að ráðast í
gerð nýrrar 25 metra langrar sund-
laugar í Sundlaugargarðinum á
næsta ári með möguleikum á að
hún verði lengd í 50 metra síðar,
aukast til muna möguleikar á því á
næstu árum að halda stórmót í
sundi norðanlands. Sú fram-
kvæmd mun einnig efla hvort
tveggja sundæfingar og keppni og
almenningssund, en þrengsli í
Sundlaug Akureyrar á álagstímum
hafa verið mikil og til óþæginda
fyrir alla.
Iþróttir
KNATTSPYRNA:
Föstudagur: Mjólkurbikark. kvenna:
ÍBA-Tindastóll kl. 20.00
Dalvík/Leiftur-KR kl. 20.00
2. deild karla: Þór-ÍR kl. 20.00
Þróttur R.-KA kl. 20.00
3. deild karla: Dalvík-Selfoss kl. 20.00
Höttur-Völsungur kl. 20.00
4. deild karla: Tindastóll-Hvöt kl. 20.00
Laugardagur: 4. deild karla: Neisti-Magni kl. 14.00
Sunnudagur: 1. deild karla: Leiftur-ÍBV kl. 20.00
SUND;
Aldursflokkamót íslands
Sundlaug Akureyrar
Fös., lau. og sunnudag.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR:
Meistaramót Islands
Laugardalsvöllur
Laugardag og sunnudag
Handknattleikur:
Patrekur áfram í KA
Það veröur hörkukeppni, mikill buslugangur og iöandi æskufjör í Sundlaug
Akureyrar næstu daga og tilvaliö fvrir fólk að mæta í sundlaugargaröinn og
hvetja sundhetjur framtíöarinnar til glæsilegs árangurs.
Nú er orðið ljóst að handknatt-
leiksmaðurinn snjalli, Patrekur
Jóhannesson, verður áfram í
herbúðum KA næsta vetur en
Frjálsar íþróttir:
Meistaramót íslands um helgina
- búist við heljarkeppni í spretthlaupum
Meistaramót íslands í frjáls-
íþróttum fer fram á Laugardals-
velli á morgun og á sunnudag.
Þar keppa flestir af bestu frjáls-
íþróttamönnum og konum
landsins og er stórmót í uppsigl-
ingu. Ber þar fyrstan að nefna
hinn nýbakaða Islandsmethafa í
110 m grindahlaupi og frábæra
tugþrautamann, Jón Arnar
Magnússon. En Norðlendingar
eiga fleiri fulltrúa sem líklegir
eru til afreka og þær Sunna
Gestsdóttir, USAH, og Snjólaug
Vilhelmsdóttir, UMSE, blanda
sér eflaust í baráttuna um verð-
launasætin.
Uppgangur í frjálsum íþróttum
er mikill og er hópur góðs frjáls-
íþróttafólks stór og sennilega
sterkari en nokkru sinni fyrr. Bú-
ast menn við að mikil spenna
verði í spretthlaupum karla og
kvenna. Sérstaklega athyglisvert
er 200 metra hlaup kvenna, þar
sem Sunna Gestsdóttir mætir ís-
landsmethafanum Guðrúnu Arnar-
dóttur. Met Guðrúnar er 24,18
sekúndur en besti árangur Sunnu í
sumar er 24,24 sekúndur og virð-
ist hún bæta sig á hverju móti. Þá
má einnig reikna með að 8 kepp-
endur hlaupi undir 11 sekúndum í
100 metra hlaupi karla. Stiga-
keppni verður milli félaga um tit-
ilinn íslandsmeistari félagsliða í
frjálsum íþróttum.
Mótið er í umsjá Ungmenna-
sambands Borgarfjarðar og hefst
kl. 13.30 báða dagana.
þó nokkur óvissa hefur verið um
það hvar hann myndi leika. Pat-
rekur var á Akureyri í gær og
skrifaði undir eins árs samning
við KA-menn.
„Mér líst vel á þetta. Það gekk
vel hjá KA síðasta vetur og það
var gaman að vera hérna og því
tók ég þá ákvörðun að vera um
kyrrt,“ sagði Patrekur í samtali við
Dag.
Mikið hefur verið skrifað um
það í fjölmiðlum að undanförnu
hvar Patrekur myndi leika og val-
ið stóð á milli KA og hans gamla
félags, Stjörnunnar. „Svona smá
læti á vorin hafa alltaf átt við mig.
Þetta er þó allt í góðu og engin
læti,“ sagði Patrekur.
Bikarmeistarar KA hafa misst
Valdimar Grímsson, Þorvald Þor-
valdsson og Val Arnarson til ann-
arra félaga og í staðinn er kominn
Kúbverjinn Julian Duranona og
var Patrekur vongóður um að þeir
ættu góða samvinnu í vetur.