Dagur - 11.07.1995, Side 3
FRETTIR
Þriðjudagur 11. júlí 1995 - DAGUR - 3
Þróunarsjóður sjávarútvegsins:
Áhugi á aö veita styrk til
úreldingar fiskvinnsluhúsa
Þróunarsjóður sjávarútvegsins
hefur ákveðið að auglýsa eftir
umsóknum um úreldingu fisk-
vinnsluhúsa. Magnús Gunnars-
son, stjórnarformaður sjóðsins,
hefur átt viðræður við sjávarút-
vegsráðsherra um breytingar á
framkvæmdinni, svo segja má
að úrelding fískvinnsluhúsa sé í
lausu lofti eins og er.
Hugmyndir hafa verið uppi um
að í stað þess að Þróunarsjóður
leysti til sín fiskvinnsluhúsin yrði
veittur styrkur til úreldingar líkt
og verið hefur með úreldingu
fiskiskipa, því litil hrifning er inn-
an sjóðsins að þurfa að leysa til
sín þau fiskvinnsluhús sem fengju
úreldingarstyrk. Eftir sem áður
yrði það skilyrði að húsin yrðu
ekki nýtt til fiskvinnslu.
Andri Teitsson hjá Kaupþingi
Norðurlands hefur tekið saman
skýrslu fyrir Þróunasjóð sjávarút-
vegsins þar sem fram kemur að 74
fiskvinnslufyrirtæki sem voru með
starfsemi á árinu 1991 voru það
ekki árið 1994; um 21 fyrirtæki til
viðbótar fengust ekki upplýsingar
og 103 fyrirtæki hafa undanþágu.
Það gæti t.d. verið fyrirtæki sem
löggiltar skoðunarstofur hafa veitt
undanþágu til að uppfylla einhver
gæðastjórnunarleg atriði fyrir árs-
lok 1995 og einhver þeirra gætu
því bæst í áðurnefndan hóp. Upp-
lýsingar liggja því fyrir um 185
fyrirtæki; 74 hafa hætt starfsemi,
um 21 fyrirtæki fengust engar
upplýsingar, í 6 tilvikum hefur
fiskvinnsluhúsum verið ráðstafað
til annarra nota, í 67 tilvikum hef-
ur nýr eigandi tekið við rekstrin-
um, 8 fyrirtæki hafa flutt starf-
semina og í 9 tilfellum er um ein-
hverjar aukatilfærslur að ræða.
Fasteignamat þessara fiskvinnslu-
húsa gæti verið liðlega 2 milljarð-
ar króna.
Næsti stjórnarfundur í Þróunar-
sjóðnum er í dag 11. júlí og ekki
er ólíklegt að framkvæmd laga um
úreldingu fiskvinnsluhúsa verði þá
á dagskrá en ekki er líklegt að af
framkvæmdum verði fyrr en á
haustmánuðum.
Krókabátar hafa mjög aukið
hlutdeild sína þorskveiðum lands-
manna. Það er því brýnt að koma í
veg fyrir aukna sókn og afkasta-
getu bátanna. Líklegt er talið að
þessir bátar geti enn aukið afla
sinn og við því verður að spyrna
fótum að mati Alþingis. Með
breytingu á lögum um Þróunar-
sjóð sjávarútvegsins er lagt til að
úreldingastyrkir nái einnig til
krókabáta en við það tekst Þróun-
arsjóður enn betur á við það hiut-
verk sitt að stuðla að minnkun
fiskiskipaflotans og auka arðsemi
þeirra sem eftir standa.
Sjávarútvegsráðherra er heimilt
að ákveða að til ársloka 1995
skuli styrkur vegna úreldingar
krókabáta vera hærra hlutfall af
húftryggingarmati en gildir um
önnur skip. GG
Sería
skrifstofu
húsgögn
i m
Gerum tillögur að
uppsetningu og
fö5t verðtilboð án
kostnaðar
Falleg hönnun
Hagkvæmt verð
íslensk framleiðsla
T| LVUTÆICI
Furuvöllum 5 • Akureyri
Sími 462 6100
Metverð á grálúðu
á Japans- og
Taiwanmarkaði
- ástæðan svipuð eftirspurn
en þverrandi framboð
Tveir togarar Skagstrendings hf.
á Skagaströnd, Arnar HU-1 og
Örvar HU-21, hafa verið á grá-
lúðuveiðum fyrir vestan land og
aflað þokklega, en Amar II HU-
101 hefur bæði verið á grálúðu-
veiðum og á karfaveiðum fyrir
sunnan land. Óskar Þórðarson,
framkvæmdastjóri Skagstrend-
ings hf., telur að allt of margir
togarar séu nú á grálúðuslóðinni
vestur á Torgi og það komi
verulega niður á afíabrögðum
einstakra togara.
ísfisktogarinn Amar II HU-101
landaði nýlega í Þorlákshöfn og
var aflinn seldur á innlendum
mörkuðum og einnig var hann
seldur út í gámum. Hinir togaram-
ir, sem em á frystingu, landa
væntanlega á Skagaströnd í þessari
viku. Amar II er kvótalaus en fær
kvóta frá hinum togumnum en
kvótastaða þeirra er nokkuð góð,
m.a. nokkuð eftir að þorskkvóta.
Mjög gott verð fæst nú fyrir
grálúðu í Japan og Taiwan, og
hærra en þekkst hefur til langs
tíma. Því veldur minna framboð,
veiði íslendinga hefur dregist
saman og eins hefur veiði Norð-
manna og Kanadamanna dregist
verulega saman. í dag em að fást
um 300 krónur fyrir kílóið en grá-
lúðan er heilfryst, haus- og sporð-
skorin. GG
ÓLAFSFJARflARBÆR
50 ÁRA1005
„Horfðu glaður um öxl"
söguannáll Ólafsfjarðar í léttum dúr
eftir Guðmund Ólafsson í uppsetningu
Leikfélags Ólafsfjarðar.
m m
B Sýningar í Tjarnarborg Ólafsfirði
fimmtudaginn 13. júlí kl. 20.30
og laugardaginn 15. júlí kl. 20.30.
Miðapantanir í Tj'amarborg kl. 19-21 í síma 466 2188.
Þórsarar til Danmerkur
Það var stór og glæsilegur hópur frá Akureyrarflugvelli og var unum enda mikið ævintýri fram-
Þórsara sem hélt frá Akureyrar- greinilegur spenningur í krökkun- undan. Mynd: bg
flugvelli til Randers í Danmörku á
sunnudagskvöld.
Um 120 krakkar á aldrinum 13-
16 ára eru nú á keppnisferðalagi í
vinabæ Akureyrar í Danmörku
ásamt þjálfurum og fararstjórum.
Þar mun 3. og 4. flokkur félagsins
í handknattleik og knattspymu,
karla og kvenna, keppa næstu
daga á stómm mótum.
Flogið var með leiguflugi beint
Frosti hf.
kaupir
Jóhann
Togarinn Jóhann Gíslason
EA-201 Iandaði á Akureyri í
síðustu viku 90 tonnum af
blönduðum afla, aðallega
karfa en einnig er í afíanum
ýsa, þorskur og koli. Aflinn
verður unninn hjá Útgerðar-
félagi Akureyringa hf. Aílann
fékk togarinn fyrir austan
land og aflaðist vel, en skipið
var aðeins fjóra daga á veið-
um.
Frosti hf. á Grenivík hefur
keypt togarann af Útgerðarfé-
lagi Akureyringa hf. sem áður
keypti hann af Kirkjusandi hf.,
dótturfyrirtæki Landsbankans.
Skipið mun fá nafnið Frosti en
óvíst er enn um einkennisstafi.
Með í kaupunum fylgdi 800
tonna þorskígildiskvóti en í
upphafi fískveiðitímabilsins
var þorskígildiskvóti skipsins
1.599 tonn. Fyrr á þessu ári
seldi Frosti hf. samnefnt skip
til vesturstrandar Kanada og
færist þorskígildiskvóti þess
skips, 868 þorskígildistonn, yf-
ir á Jóhann Gíslason (Frosta)
þannig að alls er þorskígildis-
kvóti togarans nú 1.668 tonn.
GG
Afli
Björgúlfs
til Þýska-
lands
Togarinn Björgúlfúr EA-312
frá Dalvík átti söludag í
Þýskalandi 3. júlí sl., en þar
sem aflinn reyndist trauðla
nægur, var ákveðið að landa
86 tonna afla í gáma á Fá-
skrúðsfirði 28. júní sl. og var
uppistaðan karfí en einnig
eitthvað af grálúðu.
Björgúlfur EA landaði svo
aftur um 25 tonnum f gáma á
Fáskrúðsfírði 4. júlí sl. en síð-
an koma hann heim til Dalvík-
ur með nokkur tonn af þorski
og ýmsum aukfiski sem fór til
vinnslu hjá Frystihúsi KEA á
Dalvík. Togarinn fer til karfa-
veiða nk. sunnudag.
Björgvin EA-311 er á grá-
lúðu- og karfaveiðum fyrir
vestan land, en aflbrögð hafa
ekki verið nema rétt sæmileg.
GG