Dagur - 11.07.1995, Page 5

Dagur - 11.07.1995, Page 5
Þriðjudagur 11. júlí 1995 - DAGUR - 5 Vigdís Finnbogadóttir, forscti Islands, þakkar Margréti Önnu fyrir blómvöndinn. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar fyigist með. Afimæli Ólafsfjarðar: Forsetinn í heímsókn Afmælishátíð Ólafsfirðinga hófst á laugardaginn með heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, for- seta íslands, til bæjarins en hálf öld er liðin frá því að Ólafsfjörð- ur hlaut kaupstaðarréttindi. Vigdís kom til bæjarins rétt fyr- ir eitt og tók bæjarstjóm á móti henni á flugvellinum. Þaðan lá leiðin að Tjamarborg þar sem for- seti bæjarstjómar í Ólafsfirði, Þor- steinn Asgeirsson, og forseti Is- lands fluttu ávarp. Báöum varó tíðrætt um Múlagöngin en það var einmitt í tilefni opnunar ganganna fyrir fimm ámm sem forsetinn sótti Ólafsfirðinga síðast heim. „Múlagöngin hafa rækilega sann- að gildi sitt,“ sagði Þorstcinn í ræðu sinni og Vigdís kallaði göng- in „einhverja mestu samgöngubót sem um getur“. Forsetinn heiðraði líka eldri borgara bæjarins en hún var við- stödd vígslu húss félags eldri borg- ara í Ólafsfirði. „Þaö eru ekki síst þið sem Ólafsfirðingar eiga að ,,Til hamingju með afmælið kæru Ólafsfirðingar. Megi heill fylgja þessu byggðarlagi og íbúum þcss öllum,“ sagði Vigdís í ávarpi sínu til bæjarbúa. þakka þá velgengni sem er að finna í þessu byggðarlagi,“ sagði Vigdís af þessu tilefni og var ljóst að eldri borgarar kunnu vel að meta að forsetinn væri með þeim á þessari stundu. Fjölbreyttar sýningar Á laugardaginn vom einnig opnar nokkrar sýningar í tilefni afmælis- ins og verða þær opnar alla af- mælisvikuna. I Gagnfræðaskólan- um voru safnarar með sýningu og þar gaf að líta alls kyns hluti sem fólk safnar, s.s. penna, flöskur, leikaramyndir og skrautskó. I bamaskólanum voru ljósmynda- sýningar þar sem saga Ólafsfjarðar var rakinn í máli og myndum. Þar var einnig málverkasýning og á efstu hæðinni var sýning á búta- saumi. Eins og fyrr segir heldur af- mælishátíðin áfram alla þessa viku og í kvöld og annað kvöld veröur leikjanámskeið fyrir börn við Gagnfræðaskólann, þar sem rykið veróur dustað af Slagbolta, Yfir og öðrum gömlum leikjum. AI Þessi unga Olafsfjarðarmær, Margrét Anna Guðmundsdóttir, var í mót tökuncfnd á flugvcllinum og færði forsetanum fallcgan blómvönd. Fjöldi Óiafsfirðinga var samankomin við Tjarnarborg til að bjóða forseta Islands vclkominn. Að ræðuhöldum loknum gckk Vigdís um og heilsaði Ólafsfirðingum, ungum jafnt sem öidnum, með handahandi. íslenski fáninn blakti við stöng við nær hvert hús í Ólafsfirði á laugardag- inn. Börnin voru ekki síður þjóðrækin og vcifuðu fánanum glatt á afmælinu. Frá sýningu safnara sem er til húsa í Gagnfræðaskólanum. Myndir: BG Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prest- ur í Olafsfirði, les bænarorð á vígsluathöfn húss eldri borgara. ARABIA hreinlætistæki lKIIÍí fagmann. Draupnisgötu 2 • Akureyri Sími 4622360

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.