Dagur - 11.07.1995, Page 7
Þriðjudagur 11. júlí 1995 - DAGUR - 7
Knattspyrna - 2. deild karla:
Stjörnuhrap
- Þórsarar kláruðu efsta liðið á 12 mínútum
Þórsarar voru heldur betur á
skotskónum á föstudagskvöldið
þegar efsta lið 2. deildar, Stjarn-
an, kom í heimsókn. Eftir rúmar
11 mínútur var staðan orðin 3:0
fyrir Þór en þeir nýttu færi sín
til fulls. Eftir það róaðist leikur-
inn en hvort lið náði þó að skora
eitt mark og lokastaðan var 4:1
fyrir Þórsara.
Óhætt er að segja að Þórsarar
hafi byrjað af krafti því sjaldan
hefur sést annað eins á Akureyrar-
velli. Eftir aðeins fjórar mínútur
kom fyrsta markið og það skoraði
Sveinbjörn Hákonarson úr víta-
spyrnu eftir að Hreinn Hringsson
var felldur í teignum. Á 10. mín-
útu bættu Þórsarar síðan öðru
marki við og gestinir vissu vart í
hverju þeir höfðu lent. Sveinbjörn
tók hornspyrnu og fékk boltann
aftur út við hliðarlínu. Sending
hans inn á miðjan teiginn fór í
gegnum þvögu leikmanna og
beint fyrir fætur Radovan Cvij-
anovic, sem skoraði með öruggu
skoti frá vítapunkti, 2:0.
Þessi byrjun væri sennilega
nóg til að gera út af við flest lið en
Þórsarar voru ekki hættir. Aðeins
mínútu síðar fékk Hreinn Hrings-
son boltann á svipuðum slóðum
og Radovan og skoraði með
glæsilegu skoti efst í markhornið
hjá Bjarna Sigurðssyni. Gull af
marki og staðan orðin 3:0.
Lítið markvert gerðist næstu
mínúturnar en á 24. mínútu var
dæmd vítaspyrna á Þórsara þegar
Valdimar Kristófersson féll í
teignum en hann þótti krydda fall-
ið vel. Guðmundur Steinsson
skoraði af öryggi úr vítaspyrn-
unni, 3:1.
Þórsarar voru þó ekki lengi að
kvitta fyrir þetta mark og Dragan
Vitorovic bætti við fjórða marki
Þórsara á 27. mínútu eftir að
Bjarni Sigurðsson hafði gert
klaufalega tilraun til að slá fyrir-
gjöf frá markinu. Dragan stóð
einn og yfirgefinn við fjærstöng
og renndi í netið, 4:1.
Þetta hafði verið undarleg byrj-
un á leiknum þar sem fimm mark-
tækifæri litu dagsins ljós og fimm
mörk voru skoruð. Þórsarar höfðu
alltaf yfirhöndina og þannig var
það reyndar út fyrri hálfleik án
þess þó að færin væru áberandi.
Þórsarar áttu þó annað tilkall til
vítaspyrnu þegar Lúðvík Jónsson,
Stjörnumaður, handlék boltann
greinilega í teignum en slapp með
skrekkinn.
„Þetta var fínn fyrri hálfleikur
en hundleiðinlegur seinni hálfleik-
ur,“ sagði Andri Marteinsson, sem
var í fyrsta sinn í byrjunarliði
Þórs, og er það í raun allt sem
hægt er að segja um síðari hálf-
leikinn. Lítið sem ekkert markvert
gerðist ef frá eru taldar nokkrar
innáskiptingar. Stjömumenn sóttu
aðeins síðustu mínúturnar en laus
og léleg skot þeirra sköpuðu lítil
Hreinn Hringsson lætur skotið ríöa af og skorar þriðja mark Þórs þegar 11
mínútur og 8 sekúndur eru liðnar af leiknum. Myndir: BG
vandræði fyrir Þórsara. Á síðustu
mínútunum munaði síðan minnstu
að Þórsarar bættu fimmta markinu
við en Bjarni Sigurðsson varði
meistaralega utan vítateigs og
slapp með gula spjaldið.
Erfitt er að taka einstaka Þórs-
ara út úr sem bestu menn því allt
liðið lék skínandi vel fyrstu mín-
úturnar en eftir það var það með-
almennskan sem var allsráðandi
og bæði liðin voru á Iágu plani.
Þórsarar voru búnir að gera meira
en nóg til að sökkva Stjörnumönn-
um og léku skynsamlega það sem
eftir lifði leiks.
Andri Marteinsson kom inn í
lið Þórsara og var sprækur framan
af. Hann féll ágætlega inn í leik
liðsins og var að vonum ánægður
með byrjunina með Þórsurum.
„Þetta er sem ævintýri og hefur
aldrei verið svona jákvætt áður.
Mér hefur verið rosalega vel tekið
og það eyðileggur ekki þegar vel
gengur. Eg held að það eigi eftir
að koma aðeins betri reynsla á
hvernig ég fell inn í leik liðsins.
Ég hef ekki fallið þarna inn eins
og flís við rass enda kannski ekki
við því að búast. Ég á von á að
það komi smátt og smátt,“ sagði
Andri.
LiB t’órv Ólafur Pélursson - Birgir Karls-
son, Sveinn Pálsson, Þórir Áskelsson, öm Við-
ar Amarson, GuBmundur Hákonarson (Páll
Pálsson 61) - Andri Marteinsson, Sveinbjöm
Hákonarson, Dragan Vitorovic - Radovan
Cvijanovic. Hreinn Hringsson.
Serbarnir Dragan Vitorovic og
Radovan Cvijanovic fagna
marki þess fyrrnefnda en báðir
komust þeir á markalistann í
leiknum gegn Stjörnunni.
Knattspyrna - 2. deild karla:
Sigurmarkið á síðustu stundu
„Þetta var mjög tæpt og ekki
góður leikur af okkar hálfu. Við
komumst yfir snemma en síðan
dettur botninn úr þessu hjá okk-
ur og við gerum okkur þetta erf-
itt,“ sagði Pétur Ormslev, þjálfari
KA, eftir að liðið náði þremur
stigum úr leiknum gegn HK í
Kópavogi á föstudagskvöld. KA
sigraði 2:1 en þetta gat ekki verið
tæpara hjá norðanmönnum þar
sem sigurmarkið kom aðeins ör-
fáum sekúndum fyrir leikslok.
KA-menn sóttu fyrstu mínút-
urnar og sóknarþunginn skilaði
marki á 8. mínútu. Eftir auka-
spyrnu barst boltinn til Englend-
ingsins Dean Martin utarlega í
teignum. Hann snéri baki í markið
og tók glæsilega hjólhestaspymu
sem skilaði boltanum aftur á
hættusvæðið. Á markteig var Hall-
dór Kristinsson staddur og við-
stöðulaust skot hans með vinstri
fæti söng í netinu, 1:0 fyrir KA.
Eftir markið datt leikur KA-
manna niður á sama plan og leikur
heimamanna og leikurinn var lítið
fyrir augað.
KA-menn voru fremur daprir
eftir hlé og freistuðu þess að halda
- KA sigraði HK í Kópavogi
fengnum hlut. Leikmenn liðsins
virtust áhugalitlir um að hafa sig-
urinn stærri eða ömggari og leikur-
inn einkenndist af háloftaspyrnum
og tilgangslitlum hlaupum fram og
aftur.
Svo fór að HK jafnaði á 53.
mínútu með marki frá Sindra Grét-
arssyni, sem skoraði með þmmu-
skoti í markhornið eftir að hafa
sloppið í gegnum vörn KA.
Þegar rúmar 47 mínútur vom
liðnar af síðari hálfleik kom sigur-
mark KA-manna. Sending Gísla
Guðmundssonar fann Bjama Jóns-
son, sem stakk sér inn í teiginn
með boltann. Markvörður HK kom
langt út á móti en Bjami kom bolt-
anum fyrir markið á Stefán Þórðar-
son, sem skoraði af öryggi.
Eftir markið var mikill hasar á
vellinum og það sem fylgdi í kjöl-
farið er nokkuð óljóst og ber sög-
um ekki saman. Miodrag Kujundz-
ic, leikmanni HK, og Dean Martin
lenti saman en þeir áttust við oft í
leiknum og Kujundzic hafði m.a.
brotið mjög gróflega á Martin.
Þegar þeir gengu af velli höfðu
þeir orðaskipti og endaði með því
að Kujundzic hrækti á Martin, sem
hafði gert grín að tapliðinu. Eftir
leikinn kom síðan dómarinn, Guð-
mundur Stefán Maríasson, til KA-
manna og tilkynnti þeim að Dean
Martin fengi rautt spjald á leik-
skýrslu eftir ábendingar frá línu-
verði um að hann hafi sparkað í
HK-manninn en hvorki Martin né
aðrir KA-menn kannast við neitt
atvik sem verðskuldar þann dóm. í
frétt í DV í gær var sagt að Martin
hafi hrækt á Kujundzic eftir leikinn
en KA-menn eru ósáttir við það.
„Ég hef aldrei hrækt á nokkurn
mann,“ sagði Martin í samtali við
Dag. Martin verður væntanlega í
leikbanni í næsta leik, gegn Skalla-
grími á Akureyri nk. fimmtudag.
Snemma leiksins urðu KA-
menn fyrir mikilli blóðtöku þegar
Steingrímur Birgisson meiddist og
sennilega leikur hann ekki með lið-
inu á næstunni. Stðar í leiknum fór
Árni Stefánsson einnig útaf meidd-
ur.
LiÖ KA: Eggerl Sigmundsson - Steingrímur
Birgisson (Bjarki Bragason), Ámi Stefánsson
(Hermann Karlsson), Halldór Kristinsson - Jó-
hann Amarsson, Helgi Aðalsteinsson, Bjami
Jónsson, Dcan Martin, Sverrir Ragnarsson -
Þorvaldur Makan Sigbjömsson (Gísli Guð-
mundsson), Stefán Þórðarson.
Stefán Þóröarson skoraöi sigurmark KA á síöustu sekúndum leiksins gegn HK.
Mynd: BG