Dagur - 11.07.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 11. júlí 1995
IÞROTTIR SÆVAR HREIPARSSON
Knattspyrna - 3. deild karla:
Völsungar tróna
á toppi deildarinnar
- sigruðu í toppslagnum viö Leikni
„Það er engin ástæða til að
sleppa toppsætinu. Við spiluð-
um þennan leik mjög vel og
þetta var mjög mikilvægur sig-
ur. Við fórum með rétt hugarfar
í leikinn og létum boltann ganga
vel og einfalt á gervigrasinu. Það
er það sem dugar,“ sagði Sigurð-
ur Lárusson, þjálfari Völsungs,
eftir að liðið tryggði sér efsta
sæti 3. deildar með 1:0 sigri á
Leikni á gervigrasinu í Breið-
holti. Liðin voru efst og jöfn fyr-
ir leikinn en með þessum sigri
eru það Völsungar sem tróna
einir á toppnum og stefna hrað-
byri upp í 2. deild.
Leikurinn var jafn framan af og
bæði Iið sóttu nokkuð í fyrri hálf-
leik. Völsungar sköpuðu sér þó
fleiri marktækifæri og þeir Viðar
Sigurjónsson; Jónas Grani Garð-
arsson og Asmundur Amarsson
voru allir nálægt því aó skora.
Þegar líða tók á hálfleikinn kom
loks mark hjá Völsungum og var
það sigurmarkið í leiknum. Eftir
góða aukaspyrnu kom stungubolti
inn fyrir vöm Leiknis og þar var
Viðar Sigurjónsson mættur og
vippaði yfir markvörðinn og í net-
ið, 1:0.
I seinni hálfleik fengu Leiknis-
menn tvö góó færi en Björgvin
Björgvinsson í marki Völsunga
varði vel. Völsungar fengu þrjú
mjög góð færi eftir hlé og þar af
eitt fyrir opnu marki en Guðni
Rúnar Helgason skaut framhjá.
Guðni Rúnar fékk annað færi og
Viðar einnig en mörkin létu á sér
standa og lokastaðan því 1:0.
I jöfnu og sterku liói Völsungs
var Guðni Rúnar besti maður en
þetta var þó fyrst og fremst sigur
Íiðsheildarinnar.
Viðar Sigurjónsson skoraði ^
markið sem tryggði Völsungum ^
toppsæti 3. deildar. Mynd: sh
Knattspyrna - 3. deild karla:
Markalaust á Dalvík
- daufur leikur Dalvíkur og Fjölnis
Dalvíkingar eru enn taplausir í
3. deildinni í knattspyrnu og í 3.
sæti deildarinnar. A föstudags-
kvöld komu Fjölnismenn í hcim-
sókn til Dalvíkur og cndaði leik-
ur liðanna með markalausu
jafntefli. Þetta er fimmta jafn-
tefli Dalvikinga í sumar en þeir
voru þó klaufar að taka ekki
þrjú stig úr jressum leik þar sem
Úrslit 2. deild karla: Þór-Stjaman 4:1
HK-KA 1:2
Fylkir-Víkingur 4:0
Skallagrímur-ÍR 1:1
Þróttur-Víðir 0:1
Staðan:
Fylkir 75 1 1 15: 7 16
Stjaman 74 1 2 14: 9 13
Þróttur 741 213: 8 13
Skallagrímur 7412 11: 7 13
Þór 7403 12:11 12
KA 7 3 2 2 8: 7 11
Víðir 73 13 5: 6 10
Víkingur 7205 8:16 6
ÍR 7 115 11:18 4
HK 3. deild karla: 7 106 9:17 3
Leiknir-Völsungur 0:1
Dalvík-Fjölnir 0:0
BÍ-Selfoss 0:1
Höttur-Þróttur N. 0:1
Ægir-Haukar 4:2
Staðan:
Völsungur 86 1 1 17: 7 19
Leiknir 85 1 2 16: 8 16
Dalvík 8 350 13: 7 14
Ægir 8413 13:12 13
Þróttur 840411: 9 12
Selfoss 8404 13:17 12
BÍ 8233 9:11 9
Fjölnir 82 15 12:14 7
Haukar 8 206 5:20 6
Höttur 8 1 25 8:12 5
4. deild karia:
C-riðill:
Tindastóll-SM 2:1
Hvöt-Magni 1:1
Neisti-Þrymur 5:0
Staðan:
KS 660 0 33: 3 18
Tindastóll 64 1 1 13: 5 13
Magni 632 1 13: 9 11
Hvöt 6 2 1 3 23:11 7
SM 620413:15 6
Neisti 620 4 11:22 6
Þrymur 6 0 0 6 2:43 0
greinilegur getumunur var á lið-
unum.
Leikurinn var ekki mikið fyrir
augaó. Spilið var tilviljunarkennt
og boltinn átti erfitt með að rata til
samherja. Leikurinn byrjaði ró-
Iega og jafnræði var með liðunum.
Færin voru fá og ekki merkileg og
má segja að fyrri hálfleikur hafi
lióið án þess að mikil hætta skap-
aðist upp við mörkin.
í seinni hálfleik ver allt annað
að sjá til Dalvíkinga. Liðió átti
gersamlega leikinn og sótti
grimmt án þess þó að skapa veru-
lega hættuleg færi. Um miðjan
hálfleikinn kom eina verulega
hættulega færi leiksins. Sverrir
Björgvinsson skaut þá að marki
langt utan af kanti en líklega var
ætlunin að gefa fyrir markið. Bolt-
inn stefndi í netið en markvörður
gestanna náði að koma fingur-
gómunum í knöttinn og slá hann í
þverslána og yfir. Annað atvik var
markvert í síðari háflleik þegar aö
Bjami Sveinbjömsson, þjálfari og
leikmaður Dalvíkinga, var togaður
niður í vítateig Fjölnismanna og
verðskuldaði það brot vítaspymu
en dómarinn var ekki í aðstöðu til
að sjá atvikið og því var ekkert
dæmt.
Fjölnir átti einn og einn sprett í
leiknum og með smá heppni hefðu
þeir getað stolið sigrinum með
skyndisóknum sínum þegar Dal-
víkingar sóttu hvað mest í síðari
hálfleik.
Dalvíkingurinn Marinó Ólafs-
son var áberandi besti maður
leiksins, stoppaði margar sóknir
gestanna og skilaði boltanum vel
frá sér. Rúnar Steingrímsson
dæmdi leikinn og skilaði sínu
hlutverki vel.
Dómur fallinn
Knattspymudómstóll Reykjaness
hefur tekið fyrir kæru Stjömunn-
ar vegna leiks liðsins við Þrótt
Reykjavík í 2. deildinni í knatt-
spymu fyrir skömmu. Þróttarar
unnu leikinn 4:2 en Stjðmumenn
töldu að þjálfari Þróttarliósins
mætti ekki stjóma liðinu frá
varamannabekk þar sem hann
var í leikbanni sem leikmaöur.
Dómstóllinn sýknaði kærða af
kröfu kæranda og úrslit leiksins
munu því standa. Þetta eru um-
deild má! og segja þcir sem til
þekkja aö ef þessi dómur standi
geti þjálfarar nú eftirleiðis skrif-
að sig sem leikmenn á leik-
skýrslu ef þeir eru í leikbanni og
stjómað liðinu af bekknum þrátt
fyrir leikbannió.
Knattspyrna:
Einkaframtak á Sauðárkróki
- Tindastóll lagöi SM - jafnt á Blönduósi - stórsigur Neista
Heil umferð var í 4. deild karla um helgina
og þar voru markverðustu úrslitin sigur
Tindastóls á SM á Sauðárkróki. Á Blönduósi
skildu Hvöt og Magni jöfn 1:1 og á Hofsósi
Sigurbjörn Viðarsson var sem klcttur í vörn
Magna á Blönduósi og bjargaði m.a. á marklínu
með glæsibrag þegar hann skallaði frá glæsilegt
skot Gísla Torfa Gunnarssonar. Mynd: sh
sigraði Neisti botnlið Þryms örugglega, 5:0.
Tindastóll-SM 2:1
Á Sauðárkróki sigruóu heimamenn í Tindastóli
lið SM, 2:1, á föstudagskvöld. Það var fyrst og
fremst einkaframtak Guðbrands Guðbrands-
sonar sem tryggði heimamönnum sigurinn.
Fyrri háfleikur var nokkuð jafn og mátti vart
á milli liðanna sjá. Staðan í hálfleik var 0:0 en
mörkin komu eftir hlé. Fyrri hlutann af síðari
hálfleik voru það leikmenn SM sem höfðu yfir-
höndina og uppskám mark á 59. mínútu. Amar
Kristinsson var þar á feróinni. Heimamenn
tóku þá öll völd á vellinum og sóttu stíft. Þeir
jöfnuöu á 68. mínútu og markið var glæsilegt.
Guðbrandur Guóbrandsson einlék upp kantinn
og þaðan Iá leið hans þvert á völlinn og í gegn-
um vöm SM og endaði sóknina með góðu
marki. Guðbrandur var síðan aftur á ferðinni á
77. mínútu þegar hann fékk boltann einn á auð-
um sjó í teignum og skoraði örugglega. Gest-
imir misstu einn leikmann útaf með rautt
spjald á 82. mínútu þegar Sævar Þorsteinsson
fékk aðra áminningu sína í leiknum og fékk að
launum reisupassann.
Hvöt-Magni 1:1
Magni sótti annað stigió til Blönduóss þar sem
þeir náöu 1:1 jafntefli í mjög fjörugum leik.
Eftir 10 mínútna leik skoruðu Magnamenn
fyrsta mark leiksins. Vamarmenn Hvatar
misstu fyrirgjöf klaufalega framhjá sér og bolt-
inn datt fyrir fætur Bjarna Áskelssonar, sem
var einn á móti markverði og skoraói örugg-
lega. Á markamínútunni, 43. mínútu fyrri hálf-
leiks jöfnuðu heimamenn og er umdeilt hver
hafi skoraó það mark. Hörður Guðbjömsson
tók homspymu, boltinn fór í bakið á Pétri Haf-
steinssyni og þaðan í vamarmann Magna og í
netió. Markið var skráð á Hörð í leikskýrslu.
Hvatarmenn sóttu meira í seinni hálfleik og
sérstaklega undir lokin. Magnamenn spiluðu
aftarlega og áttu síðan mjög skæðar skyndi-
sóknir. Bæói lió áttu fjölda góðra marktæki-
færa og leikurinn var opinn og skemmtilegur.
Heimamenn sóttu undir lokin en Magnamenn
fengu góðar skyndisóknir og voru aðeins hárs-
breidd frá því að stela sigrinum.
„Þrátt fyrir að við hefðum alla burði til að
sigra þá tókst það ekki. Menn voru að klikka í
opnum færum,“ sagði Helgi Amarson, þjálfari
Hvatar, í samtali við Dag.
Neisti-Þrymur 5:0
Neisti viróist kominn í gang og sigraði Þrym
örugglega, 5:0. Gestimir fengu eitt færi í byrj-
un leiks en síðan ekki söguna meir og Neista-
menn áttu leikinn. Staóan var 2:0 í hálfleik.
Jón Þór Oskarsson gerði tvö mörk en fékk
reyndar góða aðstoð vamarmanna Þryms í síð-
ara markinu. Magnús og Sigmundur Jóhannes-
synir skoruðu sitt hvort markið og Haukur
Þórðarson skoraói úr vítaspymu. Neistamenn
fengu færi til aó gera fleiri mörk en það gekk
ekki eftir.