Dagur - 11.07.1995, Qupperneq 11
Veiðimenn í norðlenskum án hafa sumir ekki haft erindi sem erfiði það sem af er sumri. Nú er það vonandi aö
breytast.
VE IÐIKLÓ
Drottningarnar taka ldpp
Þriðjudagur 11. júlí 1995 - DAGUR - 11
Laxveiðiár á Norðurlandi virðast
vera að taka vel við sér þessa dag-
ana. Gjarnan er talað um Laxá í
Aðaldal og Laxá á Ásum sem
drottningar norðlenskra laxveiðiáa
og þar hefur heldur betur verið að
lifna yfir veiði síðustu daga. í
Laxá á Ásum voru 375 laxar
komnir á land í gær, á móti 165
fyrir viku síðan. Sem kunnugt er
eru aðeins tvær stangir í ánni og
því margir farið heim með góðan
afla. Annars var síðasta vika ekki
sérlega hagstæð veiðimönnum í
veðurfarslegu tilliti, t.d. fór hitinn
niður í 2 stig á láglendi á fimmtu-
daginn og víða var slydda.
í Laxá í Aðaldal voru 170 fisk-
ar komnir á land í gær á svæði
Laxárfélagsins. „Þetta hefur tekið
mikinn kipp síðustu þrjá daga og
yfir 50 fiskar komið á land. Það er
allt annað yfirbragð á þessu, enda
mál til komið,“ sagði Þórunn
Alfreðsdóttir í veiðiheimilinu
Vökuholti.
Þessi góða veiði hefur enn ekki
skilað sér ofar í ána og á svæði
Nesbænda var lítið farið að gerast,
að sögn Völundar Hermóðssonar í
Álftanesi. „Laxinn kemur seinna
en maður bjóst við. Trúlega hefur
sjávarkuldinn einhver áhrif á það,
en þó segir það ekki alla söguna.
En ég er bjartsýnn á sumarið og
sannfærður um að það er kominn
slæðingur af laxi í ána, mun meira
en við sjáum. Vatnsmagnið í ánni
var auðvitað langt frá því að vera
eðlilegt og er ekki orðið það enn-
þá. Laxinn hefur dreift sér mikið
og er ekki farinn að setjast að á
þessum eðlilegu stöðum að neinu
marki,“ sagði Völundur.
Húnvetnsku árnar
„Þetta er bara líflegt núna. Síðasti
þriggja daga hópur fór heim með
60. Þetta var nýgenginn fiskur
þannig að okkur finnst þetta vera
að koma,“ sagði Böðvar Sigvalda-
son, formaður veiðifélags Mið-
firðinga. Um 170 laxar eru komnir
úr ánni. „Það verður gaman ef
áframhaldið verður svona. Áin er
mjög góð og fiskurinn búinn að
dreifa sér um hana alla. Þetta er
alveg eins og það á að vera. Okk-
ur hefur gengið til þess að gera vel
í sumar, ekki síst þar sem útlitið
var ekki fagurt þegar við vorum
að byrja, allt kolmórautt og hitinn
í ánni niður undir 3 gráður. Þetta
er því fram úr okkar björtustu
vonum og vonandi bara byrjunin á
betri tíð,“ sagði Böðvar.
Víðidalsá hafði gefið 185 laxa
þegar veiði lauk á sunnudags-
kvöld. Síðasta vika hefur yerið
ágætlega Iífleg og dæmi um að
eitt holl hafi fengið upp í 60 fiska.
Aflinn hefur verið blandaður,
vænir laxar og smáir í bland og 20
pund sá stærsti.
Úr Vatnsdalsá voru komnir 69
laxar í gær. „Veiðin hefur verið að
glæðast undanfarna tvo daga.
Þetta eru mest allt fiskar yfir 10
pund og 17 pund sá stærsti,“ sagði
Gylfi Gylfason, í veiðihúsinu
Flóðvangi.
Rólegt hefur verið yfir veiði í
Laxá á Refasveit til þessa. Opnun
árinnar var seinkað um viku vegna
mikils vatnsmagns og enn er
óvenju mikið vatn í ánni miðað
við árstíma.
Góð veiði í Blöndu hefur hald-
ið áfram og um 80 laxar veiddust í
síðustu viku. Voru rétt ríflega 200
laxar komnir á land í gær. Mest er
þetta á fyrsta svæði, en þó hafa
verið að veiðast fiskar upp á öðru
svæði, upp í Langadal. „Við von-
um að þar sé grimm veiði fram-
undan," sagði Jón M. Jónsson, hjá
Flugunni á Akureyri, sem hefur
Blöndu á leigu. „Hollið sem var
að veiða núna á laugardaginn og
sunnudaginn fór heim með 19
fiska og ég held að stærsti fiskur-
inn sem kominn er í sumar sé 18,5
pund.“
Siðlausar veiðar
f Fljótaá í Fljótum var ekki kom-
inn lax á land í gær en sæmileg
silungsveiði hefur hins vegar ver-
ið í ánni, að sögn Trausta Sveins-
sonar, bónda á Bjarnargili. Menn
hafa þó séð eitthvað af laxi þannig
að hann er kominn í ána. Að með-
altali hafa veiðst um 200 Iaxar á
ári í Fljótaá síðustu 10 ár, hefur
farið upp í 380 og niður í 80 á síð-
asta ári. Bændur sem veiðirétt
eiga í Miklavatni hafa nú hafið
netaveiðar, en bændur sem eiga
land að Fljótaá eru afar ósáttir við
þær veiðar. „Ég tel þessar neta-
veiðar alveg siðlausar og ekki í
samræmi við nútíma vinnubrögð,"
sagði Trausti Sveinsson.
Lítið er að gerast í Fnjóská og
aðeins 5 fiskar voru komnir á land
þegar síðast fréttist. Sömu sögu er
að segja af Mýrarkvísl, en í
Reykjadalsá hefur laxinn verið að
láta sjá sig á síðustu dögum.
Silungasvæði Laxár
Silungasvæði Laxár í Aðaldal, þ.e.
ofan Laxárvirkjunar og upp að
Mývatni, hefur verið veiðimönn-
um gjöfult á þessu sumri. Á neðra
svæðinu, frá Laxárvirkjun og að
Brettingsstöðum, voru 281 fiskur
kominn á land í gær. Líflegt hefur
verið undanfarna daga og veiði-
menn farið ánægðir heim.
Á efra svæðinu, ofan Brettings-
staða, hefur verið mjög góð veiði í
sumar, þó heldur tregari nú tvo
síðustu dagana, að sögn Hólmfríð-
ar Jónsdóttir, veiðivarðar á Amar-
vatni í Mývatnssveit. „Silungurinn
virðist vera stappfullur af mýi og
ekki mjög svangur. Menn þurfa
því talsvert að hafa fyrir veiði-
skapnum eins og gengur. Það eru
komnir á blað hjá mér 710 silung-
ar, sem er frekar gott. Silungurinn
er í stærri kantinum, en það kemur
kannski líka til af því að menn eru
meira farnir að velja úr og sleppa
þeim minni. Menn eru meira hætt-
ir að veiða með það að markmiði
að fylla kvótann og eru orðnir
yfirvegaðri í þessu,“ sagði Hólm-
fríður og bætti við að enn séu
nokkur laus veiðileyfi í ána.
Það er Veiðifélag Laxár og
Krákár sem er með silungasvæðið
ofan Laxárvirkjunar og rekur m.a.
veiðiheimilið Rauðhóla í Laxár-
dal. Nú er verið að reisa annað
veiðiheimili á vegum félagsins, en
það er staðsett við Laxá skammt
ffá Amarvatni í Mývatnssveit. Um
er að ræða einingar sem verið er
að raða saman þessa dagana og er
stefnt á að taka húsið í notkun fyr-
ir næsta sumar. Þar verður svefn-
pláss fyrir 25-30 manns og auk
þess eldhús, aðgerðaraðstaða,
frystir og kælir o.fl. HA
MITCHELL
£*Abu
Garcia
Daiwa
Opið á laugardögum
kVEIÐI-
SPORT hf.
Kaupvangsstræti 21
Sími 96-22275
Veiðileyfi
Laxá í Aðaldal
Múlatorfa
Staðatorfa
Fnjóská
Eyjafjarðará
Hörgá
Reykjadalsá
Húseyjarkvísl
Presthvammur
Blanda
Vöðlur
Spúnar
Hjól
Flugur
Maðkar
Veiðideild