Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 1
 L_ 78. árg. Akureyri, fimmtudagur 13. júlí 1995 132. töiublaO % Venjulegir og demantsskornir 1 trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR \£/)) SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Mývatnssveit: Veiði að glæðast Eins og greint var frá í Degi á dögunum hefur mjög dræm veiði verið í stærstum hluta Mývatns það sem af er sumri. Dæmi eru þó um ágæta veiði á sumum svæð- um, sérstaklega í Ytriflóa og síðustu daga hefur veiðin heldur verið að glæðast í Syðriflóa. Sá silungur sem veiðist er vel á sig kominn og virðist hafa nóg að éta. „Það hefur stundum fengist eitthvað kropp út í Norðurflóa og svo er þetta svo afstætt hvað menn kalla mikið eða lítið. En á heildina litið er óhætt að segja að veiðin hafi verið mjög léleg í suðurhluta vamsins. Þetta hefur t.d. verið lélegasta vor hjá mér lengi,“ sagði Héðinn Sverrisson á Geiteyjarströnd I, formaður veiðifélagsins. Hann segir hins vegar alþekkt að lítið veiðist framan af sumri en um miðjan júlí rætist úr. „Ég var t.d. að lesa um daginn blaðaskrif frá 1958, löngu áður en kom nokk- ur Kísiliðja. Þar var sagt að Mývatn væri alveg dautt. Þetta var skrifað um 10. júlí en þó fór svo að þetta endaði sem eitt besta veiðárið." Héðinn segir mjög erfitt hafa verið að eiga við veiðiskap út af skít, sem Mývetningar kalla, eða gróðurs í vatninu sem sest í net. Ámi Halldórsson, bóndi í Garði I, hafði svipaða sögu að segja. Sæmilega hafi veiðst í hluta Syðriflóa, í suðvesturhlut- anum, en á svæðum, sem fyrr- um hafi verið bestu veiðisvæð- in, hafi verið ördeyða til fleiri ára. Síðan geti menn dregið sín- ar ályktanir af því, en Ámi sagðist alltaf sannfærast betur og betur um að þetta mætti rekja til dælingar Kísiliðjunnar úr vatninu. „Þetta virðist eitt- hvað vera að skána en síðustu þrjá daga hef ég veitt sæmi- lega,“ sagði Árni. HA Fjölbrautaskóli Noröurlands vestra: Tilboð í skóla- , akstur Adögunum voru opnuð tilboð í akstur á nemendum Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki fyrir næstu fimm skólaár. Um er að ræða tvær megin leiðir, annars vegar til SigluQarðar og hins vegar til Hvammstanga og er nemendum að jafnaði ekið heim aðra hvora helgi. I akstur á Siglufjarðarleið buðu þrír aðilar; Gísli Rúnar Jónasson, Jón Sigurðsson og Hópferðir Björns og Bjarna. í akstur á Hvammstangaleið buðu Hallur Hilmarsson, Vilhelm Guðbjarts- son og Hermann Stefánsson. Skólanefnd á eftir að funda til að taka afstöðu til tilboðanna. HA Samvinnuverkefni Bændaskóians á Hólum og Dýralækningaskólans í Uppsölum: Viðamiklar rannsoknir a spatti í íslenskum hestum Um þessar mundir standa yf- ir umfangsmiklar rann- sóknir, sem Hrossaræktunar- deild Hólaskóla hefur staðið fyr- ir í samvinnu við Dýralækninga- skólanum í Uppsölum í Svíþjóð, á spatti í íslenskum hestum. Sigríður Björnsdóttir, dýra- læknir, er ein fimm dýralækna sem að rannsókninni koma en hún stefnir einmitt á doktorsnám í dýralækningum og hyggst nýta þessar rannsóknir í því. Ásamt Sigríði hafa Helgi Sigurðsson og þrír Svíar frá Dýralækningaskól- anum í Uppsölum starfað við rannsóknina. Aðspurð um eðli sjúkdómsins sagði Sigríður: „Spatt er liðasjúk- dómur sem er í smáliðum hækils, ekki sjálfum hreyfiliðnum. Það hefur borið svolítið á þessum sjúkdómi í íslenskum hestum og eftir að farið var að sérskoða hross vegna útflutnings og taka röntgen- myndir fóru þessar kalkanir eða skemmdir í liðum að koma fram. Þetta er nokkurskonar dulið form af sjúkdómi þar sem einkenni eru engin en hinsvegar geta hross orð- ið hölt með tímanum." Hægt er að meðhöndla sjúk- dóminn með skurðaðgerð og eru batalíkur þá einhverjar en tilgang- urinn með þessum rannsóknum er fyrst og fremst að finna út hvaða Tankarnir sem Slippstöðin-Oddi hefur verið að smíða fyrir Mjólkursam- lag KEA eru engin smásmíði eins og hér sést. Mynd: Halldór. Mjólkurtankar af stærri gerðinni Igær voru tveir mjólkurtank- ar af stærri gerðinni fluttir frá Slippstöðinni-Odda og upp í Mjólkursamlag KEA. Tank- arnir taka hvor um sig 75 tonn af mjólk, en þeir skemmdust hjá Mjólkursamlaginu og voru endursmíðaðir í Slippstöðinni- Odda. Að sögn Brynjólfs Tryggva- sonar, verkefnastjóra hjá Slipp- stöðinni-Odda, voru endarnir úr gömlu tönkunum notaðir, en sjálfir tankamir smíðaðir aftur úr ryðfríu stáli og síðan einangraðir og klæddir með bárustáli. Brynj- ólfur taldi víst að trankarnir væru stærstu stykki sem fyrirtækið hefði til þessa smíðað úr ryðfríu stáli, enda engin smásmíði. HA fyrirbyggjandi rannsóknir er hægt að grípa til við að hefta útbreiðslu hans. „Við erum hreinlega að feta okkur í átt að því að komast að or- sökum sjúkdómsins og kortleggja hvernig ástandið er.“ Við rannsóknirnar hefur verið óskað sérstaklega eftir afkvæmum 15 ákveðinna hrossa en Sigríður segir ástæður þess vals vera að þau hross séu með hvað mestan afkvæmafjölda en einnig séu þau valin vegna þess að athuga eigi hvort einhver tengsl eru á milli uppeldis, tamningar og notkunar hrossana og kanna eigi hvort spatt geti verið arfgengt. Hinsvegar sagði Sigríður engan grun leika á að þessi hross séu með spatt. Rannsóknirnar fara fram með þeim hætti að teknar eru röntgen- myndir og framkvæmd beygjupróf á hækillið til að kanna hvort hrossin kveinki sér. Upplýsingum af þessum prófunum verður svo safnað saman og tíðni röntgen- breytinga könnuð og hún borin saman við niðurstöður úr heltiat- hugunum. Rannsóknir þessar eru þær fyrstu sem vitað er til hérlendis en þeir Svíar sem að rannsóknunum hér koma hafa unnið svipaðar rannsóknir á um 360 íslenskum hrossum í Svíþjóð Aðspurð um hvernig viðbrögð hrossaeigenda við þessum rann- sóknum hafi verið sagði Sigríður: „Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið vel. Menn eru svo sem ekkert að skrá sig en þegar við höfum samband við menn þá eru viðbrögðin undan- tekningalaust mjög góð.“ Erfitt er að segja til um hvenær niðurstaðna úr rannsóknunum er að vænta en búast má við að línur fari að skýrast eftir um það bil ár. GH „Þetta kemur ykkur ekki nokkurn skap- aöan hlut við!“ - segir forstjori Ljósmyndavara í Reykjavík * Isíðustu viku fjallaði Dagur um byggingu þá sem rís hægt og rólega á horni Kaupvangs- strætis og Drottningarbrautar, og ósnyrtilegt umhverfi hennar. Blaðamaður Dags hefur ítrekað reynt að ná tali af Gísla Gests- syni hjá Ljósmyndavörum í Reykjavík sem stendur að bygg- ingunni, síðan fiallað var um málið, en árangurslaust þangað til í gær. Það sem Gísli hafði um málið að segja var nákvæmlega þetta: „Ég hef ekkert um málið að segja, það kemur ykkur ekki við.“ Þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði ekki átt fund með yfirvöld- um byggingamála á Akureyri sagði hann orðrétt: „Jú, ég er að byggja á Akureyri. Það kemur ykkur ekki við með hverjum ég funda,“ og að síðustu: „Þetta kem- ur ykkur ekki nokkurn skapaðan hlut við.“ Svo mörg voru þau orð. shv Þingmenn og rað- herrar í Ólafsfjörð - veisla á Hotc æjarstjórn Ólafsfjarðar verð- ur með móttöku fyrir þing- menn úr kjördæmum Norður- lands, fyrrverandi forseta bæjar- stjórnar, fyrrverandi bæjarstjóra og fleiri góða gesti á Hótel Ólafs- firði klukkan 16:30 í dag. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra, Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokks, höfðu öll stað- fest komu sína í gær. Ekki var vit- að hvort aðrir þingmenn Norður- landskjördæmis eystra sæju sér fært að mæta til Ólafsfjarðar en Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, átti þó von á því að þau Olafsfirði í dag Svanfríður Inga Jónasaóttir, Stein- grímur Sigfússon og Tómas Ingi Olrich létu líka sjá sig. Gestum bæjarstjórnar verður boðið upp á léttar veitingar, sýn- ingar í Barnaskólanum og Gagn- fræðaskólanum verða skoðaðar og eftir kvöldverðarboð horfa gestirn- ir síðan á söguannál Ólafsfjarðar, „Horfðu glaður um öxl“ eftir Guð- mund Ólafsson. Hálfdán segir að afmælishátíð- arhöldin hafi gengið mjög vel það sem af er. Söguannállinn var sýnd- ur á laugardagskvöld og var Vig- dís Finnbogadóttir á meðal gesta. „Forsetinn og hennar fylgdarmað- ur voru mjög ánægðar,“ sagði Hálfdán. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.