Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Fimmtudagur 13. júlí 1995 - DAGUR - 3 Afmælishátíð Raufarhafnarhrepps: Það styttist óðum í afmælishátíð Raufarhafnarbúa. Helgina 21.-23. júlí er ætlunin að halda upp á að fimmtíu ár eru liðin frá því að Raufarhafnarhreppur varð sjálf- stæður en áður tilheyrði hann Presthólahreppi. Gunnlaugur Júlíusson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, segir að allur undirbúningur gangi vel. Raufar- höfn er í vinasambandi vió Hólma- vík og hefur Hólmvíkingum verið boðið á hátíðina. „Eg var að tala við Stefán, sveitastjóra á Hólmavík, og hann bjóst við að á annað hundrað manns kæmu þaðan. Eins veit ég um hópa af brottfluttum Raufar- hafnarbúum sem eru ákvcðnir að koma.“ segir Gunnlaugur. Mikið er um að ættarmót séu haldin í Húnavatnssýsium í sumar jafnt og fyrri ár. Svæðið er mitt á milli höfuðborgarsvæð- isins og þéttbýiiskjarna á Norð- urlandi og því margir sem telja ákjósanlegra að hóa ættingjun- um þangað saman fremur en á aðra staði. A Hótel Eddu í Húnavallaskóla Komin eru drög að dagskrá há- tíðarinnar, þó með þeim fyrirvara að einstakar breytingar geti orðið á uppröðun og tímaröðun dagskrár- liða, og verður dagskráin sem hér segir: Föstudagur 21. júlí 17.00 Tekið á móti Hólmvíkingum á tjaldstæöinu. Kórsöngurog fleira. 18.00 Myndlistarsýningar opnaöar í anddyri íþróttahúss. 19.00 Hólmvíkingar boðnir vel- komnir með grillveislu og fleiru við tjaldstæðið. 20.00 Myndlistarsýning Freyju Ön- undardóttur opnuð í Byrginu. 21.00 Kvöldsamkoma við höfnina, skemmtiatriði, síldarstemmning og fengust þær upplýsingar að þær fjölskyldur sem héldu ættarmót þar væru ekkert endilega tengdar svæðinu heldur væri staðurinn hentugur því hann væri miðsvæð- is. Sex ættarmót verða eða hafa verió í Húnavallaskóla í sumar scm er svipað og hefur verið und- anfarin sumur. Mjög misjafnt er hve margir sækja slík mót en harmonikuleikur. Samkomustaöir í bænum veröa opnir til klukkan 02.00 og þar verð- ur lifandi tónlist og kvöldstemmn- ing eins og hún gerist best. Laugardagur 22. júlí 9.00-10.30 Morgunverður í boði átthagafélags Raufarhafnar í íþróttahúsinu. 11.00 Forseti Islands kemur til bæj- arins, móttaka við hátíðarsvið. 12.00-13.30 Hádegisverður í boði sveitarstjómar Raufarhafnar að Hótel Norðurljósi fyrir forseta Is- lands, sveitarstjóm Hólmavíkur, al- þingismenn kjördæmisins og aðra gesti. 13.30 Hátíðardagskrá á sviði; fjöldinn getur verið allt frá 60 upp í 200 manns. I sumar eru m.a. fjölskyldur frá Flateyjardal og Suðurlandi sem koma saman í Húnavallaskóla. Félagsheimilið Asbyrgi á Laugarbakka er einnig vinsæll staður fyrir ættarmót. Sigurlaug Leifsdóttir, húsvörður í félags- heimilinu, segir að þrjú ættarmót hafi þegar vcrið haldin á Laugar- bakka í sumar og eitt sé eftir. Fjöldann scgir hún mjög misjafn- an. Um síðustu helgi var t.d. fjöl- skylda ættuð frá Ströndum með ættarmót og voru þar um 250 manns. „Það er fullmikið, því þá komast ekki allir í sæti í salnuni en það er mjög tcmmilegt þegar fjöldinn er í kring um 150 manns,“ segir Sigurlaug. AI ávörp, tónlist, óvæntar uppákomur, leikþættir og fleira. Bæjakeppni milli Raufarhafnar, Hólmavíkur, brottfluttra Raufarhafnarbúa og sýsluliðs NÞ í óvenjulcgum íþrótta- grcinum. 17.00 Sjávarréttaveisla fyrir hátíð- argesti í boði Jökuls hf. og FR hf. Lifandi tónlist undir borðum. 19.30 Kvikmyndasýning í Hnit- björgum. 21.00 Leiksýning í Hnitbjörgum. 22.00 Tónleikar á sviði. Meðal ann- ars leika unglingahljómsveitir frá Raufarhöfn og Hólmavík. 0.45-01.00 Himinhátíð við höfnina. 01.00-? Stórdansleikur í íþróttahúsi á Raufarhöfn. Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Sunnudagur 23. júlí 11.00 Hátíðarguðsþjónusta í Rauf- arhafnarkirkju. 11.00-12.30 Skoöunarferð um stað- inn og nágrennið undir leiósögn kunnugra heimamanna. 12.00-14.00 íþróttakeppni á íþrótta- velli. 14.00-16.00 Útidagskrá á sviði. Tónlist, leiklist, saga sveitarfélags- ins leiklesin, götuleikhús, óvæntar uppákomurog útimarkaður í tjaldi. 17.00 Kirkjukór Raufarhafnar og Kirkjukór Hólmavíkur halda tón- lcika í félagsheimilinu Hnitbjörg- um. Einsöngur og einleikur á flygil. 22.00-02.00 Lokasamkoma afmæl- ishátíðarinnar í félagsheimilinu Hnitbjörgum. Skemmtiatriði, tón- listarflutningur og dansleikur. A hátíöinni verða einnig settar upp sýningar myndlistarmanna sem sérstaklcga koma til Raufarhafnar og mála í tilefni afmælisins. I fé- lagsheimilinu verða sýndir lcikþætt- ir og fyrri hluti afmæliskvikmyndar vcrður frumsýndur. AI , Landsvirkjun að snúa við blaðinu Húnavatnssýslur: Mörg ættarmöt í sumar Rekstrar- og greiðsluafkoma Landsvirkjunar er jákvæð fyrstu sex mánuði ársins. Rekstrar- hagnaðurinn nemur 158 milljón- um króna á þessu tímabili og handbært fé úr rekstri 1,22 milljarðar. Hér er um verulegan bata að ræða frá sama tímabili í fyrra þegar rekstrarhallinn var 215 milljónir króna. Þrátt fyrir þessar tölur er búist við 350 milljóna króna rekstrar- halla Landsvirkjunar á þessu ári. Astæðan er einkum sú að tekjur af raforkusölu eru aö jafnaði mciri á fyrri hluta ársins cn þungi rekstr- argjalda meiri scinni part ársins. Engu aö síður er rekstrarbatinn umtalsverður, en í fyrra var tapið á Landsvirkjun um hálfur annar milljarður króna. Bætt afkoma Landsvirkjunar skýrist fyrst og fremst af batnandi lánskjörum og lækkandi skuldum, aukinni rafmagnssölu, hækkandi raforkuverði til stóriðju og aðhaldi í rekstri. „Skipað þeim“ í Klúbbi Listasumars og Karólínu í kvöld, fimmtudag, leikur djasstríóið „Skipað þeim“ ásamt þeim Ragnheiði Ólafs- dóttur, söngkonu, og Gunnari Ringsted, gítarleikara. „Skipað þcim“ er djassunn- endum á Akureyri og víðar ekki með öllu ókunnugt. Tríóið hefur hlotið góða umsögn fyrir leik sinn ásamt Ragnheiði Ólafsdótt- ur, m.a. á RÚREK. Meðlimir þess eru Gunnar Gunnarsson, pí- anóleikari, Jón Rafnsson, kontrabassaleikari, og Ámi Ket- ill, trommuleikari. Gunnar Ringsted hefur leikið mcð fjölda hljómsveita, bæði djass og dægurlög, en hann hef- ur á síðustu árum vakið athygli sem djassgítarleikari. Tónleikamir hefjast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. I kvöld verður einnig söngv- aka í Minjasafnskirkjunni kl. 21. Deildarmót ÍDL haldið um helgina: Margir sterkir knapar Árlegt deildarmót íþróttadeildar hestamannafélagsins Léttis (IDL) á Akureyri verður haldið á Hlíðarholtsvelli um næstu helgi og stendur bæði laugardag og sunnudag. Að sögn Áslaugar Kristjánsdóttur, formanns ÍDL, er um sterkt mót að ræða og bú- ast má við spennandi keppni í öllum flokkum. IDL hefur mörgum sterkum knöpum á að skipa og sakar ekki aó nefna verðlaunahafana frá ný- afstöðnu Islandsmóti í hestaíþrótt- um, Baldvin Ara Guðlaugsson og Höskuld Jónsson. „Þrátt fyrir erf- iðan vetur mætir okkar fólk sterkt til leiks og það sýnir árangurinn á Islandsmótinu vel,“ sagði Aslaug. Á deildarmótinu í fyrra tók IDL upp á þeirri nýjung að keppa í tveimur styrkleikaflokkum í tölti og fjórgangi, þar sem annar flokk- urinn er fyrir þá sem minni keppn- isreynslu hafa. Skemmst er frá því að segja að þetta fyrirkomulag sló í gegn og hafa önnur hestamanna- félög verið að taka það upp síðan. Áslaug sagði keppni í þessum flokki reynsluminni knapa hafa verið ákaflega spennandi í fyrra og í ljós hafi komið að keppendur þar hafi gefið hinuni reyndari lítið eftir. Ekki sakar að minnast í lokin á hiö skemmtilega framtak Léttis aó vera meó sýningar á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið á hverju miðvikudagskvöldi, sem vakið hefur mikla athygli og dregið til sín fjölda áhorfcnda. HA Leiðrétting I frétt í Degi í gær var sagt að Eyjafjarðarsveit áformaði sölu hlutabréfa í Islenskum skinnaiðn- aði hf. Þetta er ekki rétt, því aó Is- lenskur skinnaiönaður hf. varð gjaldþrota og endurreist fyrirtæki nefnist Skinnaiönaður hf. Eyja- fjarðarsveit áformar því sölu á hlutabréfum í Skinnaiónaði hf. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. Bílar til sölu! Skoda Favorit árg. ‘90 og ‘91 Sömu góðu kjörin Skálafell sf. Draupnisgötu 4 - Sími 462 2255 Faxtæki Fyrir venjulegan pappír Tilboðsverd frá kr. 79.900 Minni faxtæki frá kr. 32.900 T#LVUT/EKI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 L_________________A Pexrör með súrefniskápu til vatnslagna, í geislahitun, og miðstöðvarlagna. rk-TbftfLPI Verslift vib UrJLIlXla ,a9mann' DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 Síma- sjálfsalar R borð eða vegg Fyrir eina símalínu Forritanlegar gjaldtöflur Hægt að loka svæðum Verð kr. 49.800 tClvutæki Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 L__________________A

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.