Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 12
s:a Fjölskyldttvernd er ný þjónusta Tryggíngar hf. Hún feíuf í sér rnikinn sveígjanleíka fyrir hvem og eínn til að sníða tryggingarpakkann að sínum þörfum. ...eíns og þu vílt hafa hana TRYGGING HF Hofsbót 4 • Símí 462 1844 Verslunarmannahelgin: Ymislegt um að vera á Akureyri að verður ýmislegt að gerast um verslunarmannahelgina á Akureyri og það eru hags- munaaðilar, eins og þeir vilja kalla sig, sem bera hitann og þungann af dagskránni. Það eru hagsmunaaðilar í sam- vinnu við hjálparsveitina og skát- ana sem sjá um framkvæmdir og gæslu. Að sögn Magnúsar Más Þorvaldssonar veróur lífleg dag- skrá í miðbænum aó degi til, t.d. Furðufjölskyldan sem hefur gert mikla lukku í Húsdýragarðinum í Reykjavík og einnig veróur ýmis- legt um að vera í Kjamaskógi og Sundlaug Akureyrar. A kvöldin munu veitingahús og dansstaðir sjá um að nóg veröi að gerast og er meiningin að fá þær hljómsveitir sem verða á dans- stöóunum til að taka lagið um miójan daginn. Sem dæmi má nefna verður Stjómin í Sjallanum á föstudagskvöldinu, Páll Oskar og Milljónamæringamir, í síöasta sinn, á laugardagskvöldinu og Sál- in hans Jóns míns á sunnudags- kvöldinu. Að sögn Magnúsar er ekki enn ljóst hvað verður að ger- ast í 1929 um helgina. Jörundur Guðmundsson verður á Siglufirði um verslunarmanna- helgina og það er sjónarsviptir að tívolínu sem vanafastir Akureyr- ingar cru farnir að taka sem sjálf- sagðan hlut um þcssa helgi. Astæðuna fyrir því að Jörundur fékkst ekki til að koma nú, sagði Magnús meðal annars vera þá að Jörundur hefði verið orðinn þreyttur á kvörtunum sem bárust sökum meints ónæðis af tívolíinu. Síðasta ár styrkti bærinn hjálp- arsveitina til gæslustarfa og skát- ana til að hafa umsjón með Kjamaskógarsvæðinu. Hagsmuna- aðilamir leggja saman í pott til að standa straum af framkvæmdum að degi til og þeir vonast eftir að fá stuðning frá bænum, en ekki er enn ljóst hvort af því verður. „Hagsmunaaðilar hafa fundað meö atvinnumálanefnd að undan- fömu vegna frekari samvinnu og hafa aðilar þ.a.l. verió í biðstöðu undanfarnar vikur. Dýrmætur tími hefur glatast, sér í lagi ef umræð- an skilar engu fyrir nefnda aðila, hvorki í ár né á næstu árum. Nú er kominn júlí og við vitum ekkert enn og þess vegna má búast vió að við lendum í sama tímahraki og áður hefur gerst.“ shv Akureyrarflugvöllur: Framkvæmdir samkvæmt áætlun Viðbyggingin við flugstöðina á Akureyrarflugvelli gengur vel að sögn Jóns Baldvins Páls- sonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra hjá Flugmálastjórn. I þessum áfanga byggingarinn- ar á að fullklára að utan, pússa að innan, glerja og gera tilbúið undir tréverk. Ekki var hafist handa fyrr en seint síðasta haust þar sem út- boði seinkaði, en verktakinn, Byggingafélagið Hyrna, hefur staóið alla tímaáætlun og sagði Jón Baldvin að áfanganum lyki Q VEÐRIÐ Samkvæmt upplýsingum Veóurstofu íslands eru ekki horfur á miklum breytingum á veðrinu næstu daga. í dag er spáð austan golu um norð- austananvert landið og búast má við að þokan verói áfram út við ströndina með tilheyr- andi kulda. Fram yfir helgi er spáð norðaustan átt og dumbungi á Norðurlandi. Fremur svalt verður í veðri. fyrir 20. júlí. Kostnaður vió þenn- an áfanga er um 25 milljónir, en ekki er vitað hvað byggingin mun kosta í heild, þar sem teikningar af skipulagi innanhúss liggja ekki fyrir. í byrjun september verður vinna haftn við næsta áfanga sem einnig er sá síóasti og á honum að ljúka um áramót og verður gamla húsió lagfært í leiðinni. shv Dalvík: Vatnsstreymið í rénun Við dælum ennþá en vatns- streymið upp úr jörðinni er mikið farið að minnka, sem betur fer,“ sagði Amar Snorra- son, tæknifræðingur hjá Dal- víkurbæ, í gær. Vatn streymdi inn í Ráðhúsið í u.þ.b. mánuð og hafa talsverðar skemmdir orðið. Hætt er að dæla inni í húsinu, en dælur utandyra hafa verið látnar ganga. Rör hafa verió rek- in niður í gegnum gólfflötinn og koma á fyrir vatnsmælum t þeim. „Við ætlum að prófa að hætta að dæla í fyrraniálið (í dag), fylgjast meó vatnsstreym- inu og sjá hvað gerist.“ Aðspurður um hvort ætlunin væri að flytja Héraðsskjalasafn- ið og bókasafnið aftur í kjallar- ann sagði Amar að það væri ekki útséð um það, plássiö þyrfti þó að nýta á cinhvem hátt og það væri ekkert sem segði að at- vik sem þetta myndi endurtaka sig á næstu hundrað árum. Húsið væri orðið yfir tuttugu ára gam- alt og slíkt ætti sér cnga hliö- stæðu á öllum þessum árum. Amar sagði ennfremur að nokkrar tillögur um endurbætur væru í vinnslu og Ijóst yrði á næstunni hver kostnaðurinn við þær myndi verða. Enn liggur ekki fyrir mat á fjárhagslegu tjóni. shv Skóverksmiðjan Skrefið, Skagaströnd: Allt á réttri leið - segir Bryndís Björk Guöjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rekstur skóvcrksmiðjunnar Skrefsins, Skagaströnd, hefur verið í járnum allt frá því rekstur verksmiðjunnar hófst haustið 1993. Bryndís Björk Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri, segir að nauð- synlegt hafi verið að endur- skipuleggja reksturinn en þeirri vinnu sé að mestu lokið og vonast er til að árangur af því komi í ljós sem fyrst. „Við einbeitum okkur alger- lega núna að heilsuskóm, klos- sum og slíku. Til að byrja með var ætlunin aó framleiða venju- lega skó en það kom í ljós að þeir voru einfaldlega ekki sam- kcppnishæfir í verði þannig að þaó er verið að endurskipuleggja og hugsa allt upp á nýtt.“ Bryndís sagði að hingað til hafi framleiðsla verksmiðjunnar eingöngu veriö seld á innlendum markaði en nú væri verið að þreifa fyrir sér erlendis og nefndi í því sambandi aó ákveðnir aðilar í Þýskalandi hafí sýnt vörunni áhuga þó ekki væri búið aó ganga frá samningum um slíkt. Umtalsverð aukning hefur verið í sölu á heilsuskóm og klossum á síðasta ári. „Það er 30% aukning frá í fyrra en við viljum auðvitaö aó hún verói meiri þó þetta sé auðvitað allt á réttri leið.“ GH Byggðasaga Skagafjarðar í undirbúningi: Stefnt að útgáfu fyrsta ritsins árið 1999 Skipuð hefur verið útgáfu- þess verða tíndar upp stuttar sagn- nefnd til að annast útgáfu ir sem varðveist hafa, þjóðsögur Byggðasögu Skagafjarðar en í henni sitja Þorsteinn Ásgríms- son, bóndi að Varmalandi í Skagfírði, Hjalti Pálsson, skjala- vörður á Sauðárkróki og Egill Bjarnason, ráðunautur á Sauð- árkróki. Nefndin hefur haldió sinn fyrsta fund og þar var ákveðið að taka til starfa með haustinu. Verk- efnið er gríðarlega stórt að um- fangi, sem mun taka mörg ár, en þessu verkefni svipar mjög til Bú- kollu, rits um byggðir Eyjafjarðar, en skagfirska byggðasagan verður vióameiri því líklegt er að um 3.000 blaósíðna rit verði að ræða í 5 til 6 bindum. Ritið verður fyrst og fremst saga jarðanna í Skaga- fírði og verður stuóst við Jarða- og búendatal frá 1781. Það verður cndurskoðað og fært til nútímans og síðan kemur lýsing jarðanna og þar gerð grein fyrir stærstu atrið- um í sögu hverrar jarðar, gerð grein fyrir byggingum á jörðinni, ræktun, hlunnindum o.fl. og síðan veróur frásögnin tengd einhverju skcmmtilegu þannig að lesningin verði ekki of þurr aflestrar. Til Þriggja bíla árekstur í Aðaldal Síðdegis í gær varð þriggja bíla árekstur í Aðaldal, milli Tjarnar og Garðsnúps. Ekki urðu meiðsl á fólki en töluverðar skemmdir urðu á bílunum. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík voru tildrög árekstursins þau að fremsti bílinn stoppaði til þcss að hleypa andafjölskyldu yfir veg- inn. Bíll númer tvö stoppaði líka en ökumaður þriója bílsins náði ekki að hemla í tæka tíð með þeim afleiðingum að bílarnir lentu allir saman. óþh sem tengjast viðkomandi jörð, ör- nefni o.fl. Birtar verða nýjar myndir af byggingum á jöróunum og einnig gamlar myndir sem eru tiltækar eða finnast. Hugmyndin að endanlegu útliti og efni er þó ekki fullmótuð og þróast cftir því sem líður á vinnuna. Gerð hefur verið áætlun um að fyrsta bindið komi út árið 1999 eóa 2000 og síóan ein bók á ári. Fjórir aðilar hafa bundist samtök- um um útgáfu Sögu Skagfirðinga, en það eru Héraðsnefnd Skag- fjaróar, sem leggur fram um helm- ing þess fjármagns sem til þarf fyrstu árin, en áætlað er að verja 2,5 milljónum króna á ári fram að útgáfu fyrstu bókarinnar. Einnig koma Kaupfélag Skagfírðinga, Sögufélag Skagfirðinga og Bún- aðarsamband Skagafirðinga að út- gáfu ritsins. Heitið Byggðasaga Skagafjarðar er í upphafi aðeins vinnuheiti verkefnisins og það kann að breytast þegar nær dregur útgáfudegi fyrsta ritsins. GG Allt fyrlr garðinn í Perlunni við 3KAUPLAND Kaupangi v/Myrarveg, simi 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.