Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 13. júlí 1995 LEIÐARI Skynsemin ræður ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). UÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 Sjávarútvegurinn mun áfram búa við þrengingar. Það var staðfest með ákvörðun sjávarútvegsráð- herra í fyrradag um leyfilegan hámarksafla næsta fiskveiðiár. Sjávarúrtvegsráðherra fer eftir tilmælum Haf- rannsóknastofnunar og leyfir 155 þúsund tonna hámarksafla í þorski á næsta fiskveiðiári. Þetta er skynsamleg afstaða - það eina rétta í stöðunni. Hér er haldið áfram á þeini braut sem þegar hefur verið mótuð að byggja þorskstofninn upp til fram- tíðar. Mönnum er sem betur fer orðið það ljóst að stundarhagsmunir mega ekki ráða ferðinni þegar menn ákveða hversu nálægt helstu auðlind okkar við leyfum okkur að ganga. Og það er ánægjulegt til þess að vita að stjórnmálamenn eru farnir að hlusta á aðvönmarorð fiskifræðinga og fara eftir þeirra ráðleggingum. Um þetta er orðin pólitísk samstaða í þjóðfélaginu, þótt vissulega séu h'ka til efasemdamenn. Við verðum að horfa til framtíðar þegar um fiskistofna okkar er að ræða. Við verðum að bíta á jaxlinn og reyna að lifa af niðursveifluna, því með þeirri stefnu sem nú er fylgt munu okkar helstu fiskistofnar við landið byggjast upp á nýjan leik. Það verður auðvitað ekkert auðvelt, en þjóðfélagið hefur með undraverðum hætti lagað sig að mínnk- andi sjávarafla. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa lyft grettistaki. Þau hafa náð fram ótrúlega mikilli hag- ræðingu í sínum rekstri, farið út í að auka vinnslu aflans og ná meira verðmæti út úr hverri einingu. Þetta hefur verið liður fiskvinnslunnar í því að laga sig að breyttum aðstæðum. Hins vegar er það verulegt áhyggjuefni að gengisþróunin hefur verið landvinnslunni einkar óhagstæð á undanförnum mánuðum, fiskvinnslu- fyrirtækin, sem mörg hver eru burðarásar í at- vinnulífinu úti á landi, eru að missa umtalsverðar tekjur. Af þessu er ástæða til að hafa áhyggjur. Og eins og venjulega velta menn vöngum yfir því hvort gengisfelling sé eina leiðin út úr vandanum. Svo kann auðvitað að fara að nauðsynlegt reynist að laga gengi krónunnar að þessum breyttu að- stæðum, en slíkt er við núverandi aðstæður algjör neyðaraðgerð. Gengisfelling nú gæti gert til dæmis mörgum iðnfyrirtækjum, sem hafa verið að rétta úr kútnum, erfitt fyrir. Þá yrði gengisfelling ekki til þess fallin að laga skuldastöðu sjávarútvegsfyrir- tækjanna. Útilífsnámskeið skáta vinsæl Skátafélagið Klakkur hefur í sumar boðið upp á útilífsnám- skeið að Hömrum fyrir krakka á aldrinum 8-11 ára. Námskeið- in, sem standa yfir frá mánu- degi til föstudags, hafa gengið mjög vel og var ákveðið að bæta við einu námskeiði sem hefst mánudaginn 17. júlí. Krökkunum er t.d. kennt að tjalda, hnýta hnúta og aó vera úti í náttúrunni og fara vel með hana. Fyrstu þrjá dagana er farið yfir hvernig á að búa til trönur, byggja tjaldbúð og undirbúa sig undir gönguferðir. Síðan á fimmtudag og föstudag fá krakkarnir að spreyta sig á ýmsu því sem þau Kátir krakkar æfa sig í að hnýta hnúta. hafa verið að læra en þá dvelja þau yfir nótt á staónum. Börnin mæta að Hömrum klukkan níu að morgni og nám- skeiðið stendur yfir til þrjú á dag- inn en þeir sem vilja geta mætt klukkan átta og verið til fjögur ef það hentar betur. Námskeiðsgjald er 5000 krónur og er hádegismatur innifalinn í gjaldinu. AI ^ Ásgeir Hreiðarsson sýnir ^ nokkrum áhugasömum ung- mennum hvernig bcst er að nota áttavita. Skeggjastaðakirkja í Bakkaíirði 150 ára - efnt til hátíðardagskrár 30. júlí nk. Skeggjastaðakirkja í Bakkafirði heldur upp á 150 ára afmæli sitt þann 30. júlí nk. Af þessu tilefni er reiknað með að 300-600 manns sæki kirkjuna heim á af- mælisdaginn. Árlegur fjölskyldu- og göngudag- ur Kvenfélagasambands Norður- Þingeyinga veróur nk. sunnudag, 16. júlí. Lagt verður af staó kl. 14 á bíl- um frá flugvellinum sunnan vió Markmið afmælishátíðarinnar er að hún (eins og hægt er) verói eins og tíðkaðist með slíkar hátíðir fyrir 150 árum. Boðið verður upp á kaffi aó hætti þess tíma. Hópur fólks í íslenskum búningum kem- Höfóa við Raufarhöfn og keyrt upp með Ormarsá. Síóan verður gengið upp að eyóibýli vestan vió ána. Boðið verður upp á hressingu á leióinni. (Frétlatilkynning) ur ríðandi til kirkju og aðrir gangandi, enda var þetta tvennt ferðamáti þess tíma. Sr. Sigmar Torfason verður með erindi um kirkjuna. Teymt verður undir börnum og farið í leiki. Dansað veróur á hlaðinu á Skeggjastöðum með harmonikuundirleik eftir kaffiö og fram eftir kvöldi. Dagskrá afmælisdagsins er annars sem hér segir: Kl. 11 Morguntíðir. Kl. 11-13.30 Hestamenn og gangandi fólk kemur til kirkju. Kl. 14 Hátíðarmessa. Kl. 16 Afmæliskaffi. Kl. 17 Erindi sr. Sigmars Torfa- sonar. Kl. 17.30 Leikir. Kl. 17.30-22 Harmonikuball. Kl. 22 Kvöldtíóir. Kvenfélagasamband Norður-Þingeyinga: Arlegur fíölskyldu- og göngudagur Mário Soares, forseti Portúgals, og Maria Barrosso, ciginkona hans, halda hér á friðarkyndlinum ásamt forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, en þjóðhöfðingjar fjöimargra ríkja eru verndarar hiaupsins. Alþjóðlegt friðar- hlaup hefst á Akur- eyri 22. Laugardaginn 22. júlí nk. kl. 12.30 hefst á Akureyri alþjóð- legt friðarhlaup, „Sri Chinmoy Oneness Home Peace Run“, sem nú fer fram í fimmta skipti. Hlaupið er á tveggja ára fresti og var fyrst hlaupið árið 1987. Þetta friðarhlaup er án efa einn af stærri íþróttavióburðum ársins því reiknað er með að þegar hlaupinu lýkur hafi um milljón manns í yfir 80 þjóðlöndum hlaupið með logandi kyndil. Upp- hafsmaður alþjóðlega friðar- hlaupsins er friðarsinninn Sri Chinmoy, sem hefur helgað líf sitt framgangi frióar í heiminum. Friðarhlaupið nýtur stuðnings leiðtoga um allan heim; forseta, forsætisráóherra, trúarleiðtoga, íþróttastjama og fjölda heims- kunnra listamanna. Má þar nefna Vigdísi Finnbogadóttur, verndara friöarhlaupsins 1993, Lech Wa- lesa, forseta Póllands, Paul Keat- ing, forsætisráðherra Ástralíu, Jó- hannes Pál páfa II, Desmund Tutu, trúarleiðtoga í Suður-Afr- íku, Carl Lewis, íþróttamann í Bandaríkjunum, og Paul McCartney, fyrrv. Bítil. Islendingar hafa verió þátttak- endur í friðarhlaupinu frá upphafi. Árin 1987 og 1989 var t.d. hlaup- ió hringinn í kringum landið. I ár verður hlaupiö frá Akureyri til Reykjavíkur, með viðkomu í Olafsfirði, á Hofsósi, Sauöárkróki og Blönduósi. Hlaupið verður út Snæfellsnes og farið yfir Snæ- fellsjökul. Eins og áður segir verður ræst í hlaupið á Akureyri laugardaginn 22. júlí nk. Hlaupinu lýkur 30. júlí í Reykjavík. Leiðin er 760 kíló- metrar og því áætlað aó hlaupa um hundrað kílómetra á dag. júlí nk. Þessi mynd var tekin af Arnold Schwarzenegger, leikaranum góð- kunna, mcð friðarkyndilinn árið 1989. Hlauparar úr svokölluðu Sri Chinmoy maraþonliðinu fylgja hlaupinu alla leið en sem fyrr er áhersla lögð á þátttöku almenn- ings. Laugardaginn 22. júlí er áætlað aö hlaupa 80 kílómetra, frá Akur- eyri til Dalvíkur, þaðan yfir í 01- afsfjörð og áfram að Lágheiði. Sunnudaginn 23. júlí er áætlað aó hlaupa frá Lágheiði um Fljót að Ketilási, þaðan á Hofsós (kl. 13.35), síðan áfram til Sauðár- króks (16.35) og áð í Varmahlíð kl. 18.35. Mánudaginn 24. júlí liggur leiðin frá Varmahlíð um Vatns- skarð að Húnaveri, síðan áfram um Langadal til Blönduóss (kl. 13.15) og endað við Lækjamót í Víðidal kl. 16.20. Þriðjudaginn 25. júlí verður hlaupið frá Lækamóti áfram sem leið liggur og er áætlað að hlaupa- fólk verði við Reykjaskóla í Hrútafirði kl. 11.50. Hlaupinu lýk- ur þennan dag vió vegamót aó Heydal um kl. 18. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.