Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. júlí 1995 - DAGUR - 5 Það er óneitanlega svipur meO þeim félögunum! Hluti hópsins. Guðmundur Karlsson í fararbroddi. Myndir: BG Hott hott á hesti - sex daga ferð á hestbaki Eiga íslenskan hest Mæðgurnar Annchristin og Cecil- ia Norling frá Tallásen f Norður- Svíþjóð eru miklir aðdáendur ís- lenska hestsins og er þetta í annað sinn sem þær fara ferð sem þessa. í fyrra fóru þær í með Eldhest- um um Snæfellsnes og líkaði svo vel að þær ákváðu að koma aftur til íslands. „Okkur fannst mjög gaman í fyrra og langaði að fara aftur. Þess vegna fannst okkur góð hugmynd þegar við fréttum af þessari ferð hjá Eldhestum að skoða annan landshluta í sumar,“ sagði Annchristin. Það eru sjálf- sagt margir krakkar sem vildu vera í sporum Ceciliu, en hún er bara tólf ára og hefur þegar eign- ast sinn fyrsta hest sem að sjálf- sögðu er íslenskur, tíu vetra og heitir Roði, en hann keypti fjöl- skyldan í maí. Aðspurðar höfðu þær ekki miklar áhyggjur af að verða sárar f svo langri ferð, sögðust bara plástra aumustu staðina. shv Varla er til betri aðferð til að kynnast landinu en af hestbaki, í það minnsta voru níu Svíar sem lögðu í’ann frá Akureyri á leið í Mývatnssveit á föstudaginn síð- asta á þeirri skoðun. Svíarnir njóta leiðsagnar sex Eyfirðinga og eins fararstjóra frá Eldhestum og eru Guðmundur Karlsson og Ármann Ólafsson í forsvari. Farið var frá hestaleigunni í Litla-Garði um hádegi á föstudag og komið til baka í gær. Förinni var heitið í Fnjóskadal fyrsta dag- inn, þar sem gist var í Lundi, ann- an daginn yfir Vallafjall og niður í Bárðardal, þriðja daginn í Skútu- staði í Mývatnssveit, fjórða daginn niður Laxárdal og í Köldukinn, fimmta daginn var riðið í Lund í Fnjóskadal og þann sjötta, í gær, lauk ferðinni með því að riðið var í gegnum Bíldsárskarð til Akur- eyrar. Ferðin var sú fyrsta af fjórum sem farnar verða í sumar; tvær verða til viðbótar í júlí og ein í ágúst. Ekki er uppbókað í ferðirnar en töluvert hefur selst í þær, auk þess sem mikið hefur verið spurst fyrir um þær. Ekkert skilyrði er að vera þaulvanur hestamaður, því eins og einn fararstjóranna sagði: „Ef þú ert ekki vanur þegar þú ferð þá verðurðu það alveg örugg- lega eftir þessa sex daga!“ shv Dagskrá laugardaginn 15. júlí Kl. 13.00-16.00 Tröllaskagatvíþraut. Hlaupið og hjólað um fjöll frá Dalvík til Ólafsfjarðar. Kl. 13.00-18.00 Dagur dýranna í hesthúsahverfi. Húsdýrin sýnd og fólki boðið í stutta reiðtúra. Kl. 13.00-18.00 Útimarkaður við Tjarnarborg. Kl. 13.00-18.00 Opið hús hjá Laxeldisstöðinni í Hlíð. Kl. 16.00-18.00 Blönduð dagskrá við Tjarnarborg: Stutt ávörp, kórsöngur, útitafl, létt tónlist, gamanmál, Skralli trúður. Kl. 18.00-20.00 Útigrill á vegum brottfluttra Ólafsfirðinga. Kl. 20.30-21.45 „Horfðu glaður um öxl". Söguannáll Ólafsfjarðar sýndur í Tjarnarborg. Kl. 23.00-03.00 Stórdansleikur í Tjarnarborg. Sýningar í Náttúrugripasafni, Barnaskóla og Oagnfræðaskóla og gallerí handverksfólks í Tjarnarborg. Opið frá kl. 13.00-18.00. Annchristin og Cecilia. Mynd: BG 51ARAIS95 Jörð til sölu! Til sölu er jörðin Bræðraá í Slcttuhlíð, Skagafjarðarsýslu. Á jörðinni er 131 fermetra íbúðarhús sem hefur verið endur- nýjað verulega, m.a. klætt að utan með timbri og einangrað. Önnur nothæf hús eru ekki á jörðinni. Réttur til silungsveiða í Hrolleifsá fylgir. Til greina kemur að selja einungis íbúðar- húsið og landspildu með því. Bræðraá er í Hrolleifsdal, fal- legu landslagi sem er sérlega vel fallið til gönguferða og úti- vistar. Nánari upplýsingar gefur Ágúst Guðmundsson Suðurgötu 3, Sauðárkróki, sími 453 5900. LÓNSBAKKA • 601 AKtlREYRI ■zr 463 0321, 463 0326, 463 0323 FAX 462 7813

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.