Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 13.07.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. júlí 1995 - DAGUR - 7 - Tómas og Ingunn gefa út plötu Óhætt er að segja að það sé ekki á hverjum degi sem ungir, lítt þekktir tónlistarmenn ráðast í piötuútgáfu. Tómas Her- mannsson og Ingunn Gylfadóttir standa hins- vegar í stórræðum þessa dagana en þau eru við upptökur á nýrri plötu sem ber heitið „Endist varia“ og áætlað er að komi út nú í haust. Við hittum þau hjúin að máli í Hljóðlist, hinu nýja stúdíói Kristjáns Edelsteins, við Óseyri á Akureyri. Tómas er fæddur og uppalinn Ak- ureyringur en er nú búsettur í Reykjavík, þar sem hann starfar hjá Tryggingamiðstöðinni h.f. en Ingunn hefur lengst af verið búsett í höfuðborginni. Ingunn: Ég er fædd á Seyðis- firði og ólst þar upp þangað til ég var 10 ára en þá fluttist ég með foreldrum mínum til Danmerkur þar sem við bjuggum í tvö ár. Eft- ir að við komum aftur heim til Seyðisfjarðar ákvað mamma að fara í nám í Reykjavík, þar sem ætlunin var að búa aðeins í þrjú ár en ég hef verið þar alveg síðan. Ingunn byrjaði snemma að hafa afskipti af tónlist og lærði á píanó og gítar enda er tónlistaráhugans ekki langt að leita en hún er dóttir Gylfa Gunnarssonar, tónlistar- kennara og liðsmanns hljómsveit- arinnar Þokkabót. Tónlistarbakgrunnur Tómasar er ekki bundinn tónlistarskólum á neinn hátt. „Ég hafði nú bara spil- að í partíum og þess háttar en var reyndar í hljómsveitinni Börtum, eða Sideburns á ensku, og svo Við á vellinum. Þessar hljómsveitir spiluðu nú aldrei opinberlega en Bartarnir létu þó búa til boli merkta bandinu.“ Fyrir þrem árum kom Ingunn norður til Akureyrar í sumarvinnu og kynntist þar Tómasi sem hún sagðist hafa fallið kylliflöt fyrir við fyrstu sýn. „Ég bjó hérna eitt sumar og eina námsönn en ég var þá í námi í dönsku við Háskóla Islands og ætlaði að stunda mitt nám hér fyr- ir norðan. Það fór hinsvegar svo að mestur tími fór í að slæpast og sofa. Síðan ákváðum við að flytja suður þegar Tómas hafði útskrif- ast úr Verkmenntaskólanum og ég kláraði dönskuna og á eftir eitt fag og lokaritgerð í heimspeki.“ Tómas: Við fluttumst suður daginn eftir að ég útskrifaðist eða öllu heldur daginn eftir að Nanna Þórsdóttir leyfði mér að útskrifast. Þegar við komum suður fór ég að vinna hjá blaði sem nefndist Sviðsljós og eftir að það fór á hausinn fékk ég vinnu á Eintaki en það fór sömu leið. Það gekk vægast sagt erfiðlega að fá útborg- uð laun og þetta tímabil var svolít- ið erfitt, fjárhagslega. Svo fékk ég loks vinnu hjá Tryggingamiðstöð- inni, þar sem ég hef verið í um eitt og hálft ár. Aðdragandi plötunnar hefur verið langur og segja má að hún sé búin að vera í vinnslu meira og minna í tvö ár. Þegar þau höfðu verið saman í nokkra mánuði sömdu þau lag sem heitir Ég bý hér enn, sem bróðir Tómasar, Friðfinnur Her- mannsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins á Húsavfk, samdi texta við ásamt þeim. Þau sendu lagið í undankeppni Landslagsins á Stöð tvö en náðu ekki að komast áfram. Þá sömdu þau annað lag sem heitir Brenndar brýr, við texta Odds Bjarna Þorkelssonar og sendu bæði þessi lög í „Eurovisi- on“ keppnina í útsetningum Krist- jáns Edelstein, og þau komust bæði í úrslitakeppnina. Tómas: Þegar keppnin var bú- in fylltumst við mikilli löngun til að halda áfram að búa til Iög og þó svo að það kunni að hljóma klisjukennt þá er það bara þannig að maður verður að koma þessu frá sér og fá einhver viðbrögð við því sem maður er að gera. Ingunn: Það er líka eitt, að það er svo gaman að sjá hvernig litlar laglínur geta orðið að heilsteyptu lagi. Tómas: Þó maður eigi ein- hverja hugmynd að lagi og búi til einhvern ramma þá eru það auð- vitað þessir menn sem eru að vinna með okkur sem að gera lög- in að því sem þau verða. Við höf- um í raun verið að vinna lögin með Kristjáni frá því að hann keypti sér fyrsta tækið þangað til núna, að hann er kominn með full- komið og gott hljóðver. Hann á allar útsetningar og spilar einnig í lögunum. Hverjir aðrir spila undir á plötunni? Tómas: Við erum með alveg klassa spilara. Jóhann Ásmunds- son leikur á bassa í sex lögum, Jón Rafnsson tónlistarkennari hér í bænum í einu lagi og Pálmi Gunnarsson í hinum, svo spilar Sigfús Óttarsson á trommur, Karl Pedersen á slagverk, Kristján á rafmagnsgítar og píanó, sjálfur spila ég á kassagítar og Ingunn syngur öll lögin. Reyndar getur verið að ég syngi eitt lag en það standa yfir deilur um hvort það fær að fljóta með, Ingunn og Krissi vilja hvorugt hafa það með, en ég er harður á því að það sómi sér vel. Platan sem kemur út nú í októ- ber mun innihalda 12-15 lög, öll frumsamin. Tómas: Við Ingunn eigum öll lögin nema tvö en þau samdi Krissi. Textana eiga þeir Sjón, Oddur Bjarni Þorkelsson og Sverrir Páll Erlendsson. Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður héðan að norðan, á einnig nokkra texta og þeirra á meðal er texti við titillag plötunnar, Endist varla, en Þorvaldur samdi meðal annars barnaleikritið Skilaboðaskjóðan, sem sýnt var við feikna vinsældir í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur." Upphaflega átti platan að koma út síðasta haust en af því varð ekki. Tómas: Við ætluðum bara að klára þetta á einum mánuði en sá- um fljótlega að það tekur miklu lengri tíma að vinna svona mörg lög og í dag erum við mjög ánægð að hafa ekki gefið plötuna út þá því við höfum haft góðan tíma til að þróa lögin sem vonandi skilar sér í meiri gæðum. Utgáfa plötunnar verður að öll- um líkindum í höndum þeirra Tómasar og Ingunnar en þó hafa þau ekki útilokað aðra möguleika. Tómas: Við höfum ekki leyft neinum útgefendum að heyra þetta en sennilega gefum við þetta bara út sjálf og fáum einhvern til að dreifa. Eins og flestir geta ímyndað sér er mjög dýrt að standa í plötu- útgáfu en þau hjúin segjast þó ekki vera að fara út í mjög áhættu- samt dæmi og þau gera sér full- komlega grein fyrir hverjir koma til með að bera ábyrgðina ef illa fer. Tómas: Þetta er mjög dýrt, kannski ekki í samanburði við aðrar plötur en fyrir okkur tvö er þetta mjög dýrt og við gerum okk- ur alveg grein fyrir því að við er- um að taka áhættu. Ingunn: Þetta er náttúrulega bara spurning um að taka þessa áhættu og fylgja henni eftir. Mað- ur verður að vera raunsær og taka því sem koma skal. Tómas: Ef maður er með gott efni í höndunum þá kaupir fólk kannski plötuna svo maður verður bara að standa og falla með því sem maður er að gera. Ingunn: Okkar fyrsta takmark er að koma ekki út með tap og ef það tekst erum við hæstánægð. Tómas: Við gerum okkur al- veg grein fyrir því að þetta verður engin „hit“ plata en okkur finnst hún góð og við erum sérstaklega ánægð með textana. Það er mikil vinna lögð í textana og vonandi líkar fólkinu einnig við lögin. - Er hægt að lýsa tónlistinni sem verður á plötunni? Tómas: Það er enginn rosaleg- ur æsingur og platan er svona í ró- legri kantinum, þó eru allskonar lög inn á milli. Ingunn: Það má kannski kalla þetta svona nokkurskonar stemmningsmúsík. - Hvernig hafa viðbrögð vina og ættingja verið við þessu brölti ykkar? Tómas: Við fengum ágæt við- brögð eftir keppnina sem hvatti okkur til að halda áfram. Ingunn: Það var mjög gott að það gekk vel í keppninni en við höfum alveg haldið okkur við jörðina. Aðaláhyggjurnar sem fjölskyldan hefur eru fjárhagslega hliðin. Það tók Tomma dálítið langan tíma að sannfæra mig um stíga skrefið til fulls en Tommi er einfaldlega bara kaldari en ég. Tommi: Hinsvegar var það Krissi sem viðraði fyrst þá hug- mynd um að gera plötuna. Við vorum alltaf að láta hann fá lög og vissum ekkert hvað við ættum að gera við þau en við vorum að spá í að reyna að koma einu til tveimur lögum á safnplötu en upphaflega ætluðum við ekki að gera heila plötu. Ingunn: Þetta hlýtur að vera á allan hátt þroskandi og maður lær- ir að þekkja sjálfan sig betur, hvernig maður er undir álagi og svoleiðis þannig að þetta er dálítið próf fyrir mann. Tommi: Við myndum aldrei geta gert þetta ef við fengjum ekki þá hjálp sem við fáum frá Krissa. - Hefur öll þessi vinna í kring- um plötuna reynt niikið á sam- bandið? Tommi: Við höfum alltaf verið að gera eitthvað frá því við byrj- uðum saman og þetta er bara áhugamál okkar alveg eins og fólk fer saman í golf, útilegur, skokk o.s.frv. - Hafið þið þá ntjög svipaðan tónlistarsmekk? Tommi: Já, ég myndi segja það, nema hvað Ingunn hlustar svolítið mikið á danska tónlist sem ég þoli ekki. - Hvernig er svo meiningin að kynna plötuna? Tommi: Mjög líklega kemur Sævar Guðmundsson, Filmumað- ur, til með að gera myndbönd við eitt eða tvö laganna og við ætlum auðvitað að fara á útvarpsstöðv- arnar og reyna að kynna þetta fyr- ir fólki og vonandi fáum við ein- hverja spilun þar. Ingunn: Auðvitað erum við að taka svolítinn séns þar sem við er- um hvorki að spila danstónlist eða tónlist sem kæmi til með að ganga á ballstöðunum en það er einmitt það sem ungt fólk hlustar mest á í dag og ungt fólk er sá hópur sem kaupir mest af plötum. Þannig að við erum bara hæfilega bjartsýn og ekki með neina stóra drauma. - Hvað með tónleikahald og slíkt? Ingunn: Við eigum von á barni nú í byrjun nóvember þannig að það gæti orðið svolítið erfitt en það verður einfaldlega að koma í ljós. Tommi: Mig langar auðvitað mest af öllu að spila hérna. Hérna þekkir maður svo marga og það væri gaman að sjá hvernig við- brögð maður fengi. - En hver eru framtíðaráform- in, ætlið þið að halda áfram í tón- listinni? Tommi: Það er aðallega tvennt sem skiptir okkur máli í nánustu framtíð. Það er auðvitað það að við erum að stofna fjölskyldu og koma yfir okkur þaki, eins og ann- að ungt fólk. Svo er það platan, en auðvitað komum við alltaf til með að gutla við tónlistina en á hvaða plani verður bara að ráðast af því hvernig gengur með plötuna. En svo veit maður aldrei hvað gerist, maður fær alltaf nýjar ruglaðar hugmyndir. GH Sigfús Óttarsson, Kristján Edelstein og Jóhann Ásmundsson hlýða á afraksturinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.