Dagur - 29.07.1995, Síða 4

Dagur - 29.07.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 29. júlí 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 • SlMFAX: 462 7639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 464 1585, lax 464 2285), SÆVAR HREIÐARSSON,(lþróttir), LJÓSMYNDARI: BJÖRN GISLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Stórt hagsmunamál fyrir ferðaþjónnstuna Það leikur enginn vafi á því að samkeppnin um ferða- mennina harðnar ár frá ári. Gistirými hefur aukist verulega á síðustu árum og jafnframt hefur aukin áhersla verið lögð á afþreyingarþáttinn. Vandamálið sem ferðaþjónustan glímir hins vegar við ár eftir ár er að ferðamannatíminn er of stuttur. Fjárfestingin sem lagt er í er of mikil miðað við nýtingu gistirýmis. Nú er það svo að ferðaþjónustuaðilar hafa reynt ýmislegt til þess að lengja ferðamannatímann og þeim hefur vissulega orðið nokkuð ágengt. Hins vegar þarf meira að koma til. Fram kom í viðtölum Dags við ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi fyrr í sumar að þeir teldu afar nauðsyn- legt að auka beint flug milU Akureyrar og útlanda. Bentu þeir á góðan árangur af beinu flugi milli Zurich í Sviss og Akureyrar, sem svissneska ferðaskrifstofan Saga Reisen stendur fyrir, en fullyrða má að það hafi fært umtalsvert fjármagn inn í ferðaþjónustu á Norð- urlandi. Eins og áður segir hefur samkeppnin um ferða- mennina harðnað verulega og þær raddir heyrast æ oftar að reynt sé með öllum ráðum að halda erlendum ferðamönnum á suðvesturhorninu. Skýringin er ein- föld; hagsmunaaðilarnir vilja auðvitað reyna að ná eins miklum fjármunum út úr ferðamönnunum og mögulegt er. Það er því deginum ljósara að suðvestur- horn landsins hefur ótvíræða yfirburðastöðu gagnvart erlendum ferðamönnum vegna millilandaflugvallarins í Keflavík. Þess vegna er ósköp eðlilegt að ferðaþjón- ustuaðilar á Norðurlandi telji brýnt að auka beint millilandaflug til Akureyrar. Aðstaðan í flugstöðinni á Akureyri til þjónustu við millilandaflug hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska, en með viðbyggingu við flugstöðina, sem nú er farið að styttast í að verði tilbúin, mun þetta breytast mjög til betri vegar og því ber að fagna. Undanfarin ár hafa verið fjölmargar ferðir í beinu flugi milli Akureyrar og borga í Evrópu, einkum á ír- landi og í Skotlandi, og nær undantekningalaust hefur verið mikil ásókn í þær. Ekki er því óeðlilegt að menn velti fyrir sér hvort ekki grundvöllur fyrir beinu áætun- arflugi einu sinni í viku yfir sumarmánuðina milli Ak- ureyrar og eins áfangastaðar í Evrópu, t.d. Kaup- mannahafnar. I UPPAHALDI „Fæddur KA-madur“ Aþessum tíma ársins er fjöldi fólks í sumarfríi, að koma úrfríi eða aðfara í frí. Tómas Ingi Olrich al- þingismaður, uppáhaldið okkar í dag, er einn af þeim mönnum sem sjaldan komast í sumarfrí enda er þingmennskan ekkert 9-5 starf. Tómas er Akureyringur í húð og hár og fœddur KA-maður eins og hann segir sjálfur. Hann gekk í Barnaskóla Akureyrar, fór síðan í miðskóladeild í Menntaskólanum á Akureyri og að því loknu í mennta- skólanám þar, en hann lauk stúd- entsprófi 1963. Tómas var í Há- skóla Islands í hálft ár og lœrði þar frönsku, ensku og sagnfrceði, en komst að þeirri niðurstöðu að hann myndi ná betri árangri í frönsku nteð því að lcera í Frakk- landi, auk þess sem hann langaði til að kynnast öðrum menningar- heimi. í Frakklandi dvaldi hann ncestum sjö ár, sneri þá heim, fullnuma í frönsku og hófað kenna við Menntaskólann, þar sem hann starfaði í rúm tuttugu ár, þar aftíu sem aðstoðarskólameistari. Árið 1991 var hann kosinn á þing fyrir Norðurlandskjördœmi eystra og hefur setið þar síðan. Tómas er kvœntur Nínu Þórð- ardóttur, bókasafnsfrœðingi, en hún starfar sem fulltrúi við Ríkis- úh’arpiö á Akureyri. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjáþér? Snöggsteikt lamb. Uppáhaldsdrykkur? Vatnið og svo drckk ég mikla mjólk. Hvaða heimUisstörffinnst þér skemmtilegust/leiðinlegust? Ég verð að segja að heimilisstörf eru hvorki leiðinleg né skemmtileg. Tómas Ingi OLrich Stundar þú einhvetja markvissa hreyfmgu eða líkamsrœkt? Já, ég syndi eða hleyp flesta daga og lyfti lóðum á vetuma. Svo stunda ég knattspymu líka og fer stundum á skíði. Ert þú í einhverjum klúbb eða fé- lagasamtökum? Sjálfstæðisflokknum, Skógræktar- félagi Eyfiróinga og KA. Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Morgunblaðið, Dag, DV, News- week og Nationa! Geographic. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Heródótus, sem var grískur sagn- fræðingur. íhvaða stjörnumerki ert þú? Ég er vatnsberi. Hvaða hljómsveitltónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Ég hlusta mest á klassíska tónlist. Þar af em Mozart, Fauré, Debussy og Chausson. Uppáhaldsíþróttamaður? Ég stunda íþróttir en horfi lítið á þær og á engan uppáhalds íþrótta- mann. Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? Fréttir. Hver er uppáhaldsteiknimyndaper- sóna þín? Þær em tvær; Högni Hrekkvísi og Hersir. Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? Það er nú svolítill dagamunur á því, en Davíð stendur upp úr. Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? Hvanndalaberg fyrir utan Ólafs- fjörð. Hvar vildirðu helst búa ef þú þyiftir að flytja búferlum nú? Ég bý eiginlega bæði á Akureyri og í Reykjavík og það er mér alveg nóg. Hvaða hlut eða fasteign langarþig mest til að eignast um þessar mund- ir? Vandað sumarhús. Hvemig vilt þú helst verja frístund- um þínum? Við aö rækta skóg, lesa góóa bók eða hlusta á tónlist. Ætlarðu að taka sumaifrí? Það hefur lengi verió á dagskrá, en ég veit ekki hvað veróur úr því. Hvað cetlarðu að gera um helgina? Um helgina stendur til að vinna útivinnu; fara í skógræktarferð með Verði, og vinna í garðinum. MEÐ MOR6UNKAFFINU ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON Grilltækni og blíðuhót Ég hef átt í nokkrum erfióleikum með að ná tökum á grilltækninni og ég er aö velta fyrir mér hvort ég eigi ekki aó drífa mig á nám- skeið. Sú athöfn að grilla var tiltölulega ein- föld og ánægjuleg meóan ég einbeitti mér að litlu handstýrðu gilli með grillkolum, en eftir að ég, eins og bróðurpartur þjóðarinn- ar, komst að því að ég væri ekki maður með mönnum nema að eiga eitt stykki gasgrill- tryllitæki, þá hefur grillvertíðin reynst mér töluvert snúin. Mér hefur gengið nokkuð vel með fisk- inn, en þegar kemur að feitu íslensku fjalla- lambi kámar gamanið. í byrjun er þetta ekk- ert mál, en síðan tekur fitan að flæða niður á kolin og við það eflist eldurinn, svalimar hjá mér fyllast af sóti og reyk, reykskynjar- inn byrjar að væla, bömin fyllast skeífingu og kötturinn fær taugaáfall. Og því miður enda þessi ósköp oftar en ekki á því að á borð eru bomar fremur dökkleitar grill- sneiðar, allt að því brunarústir, en vegna þess að það er sumar og það er órjúfanlegur hluti sumarsins að grilla, þá lætur fjölskyld- an sér þetta vel líka og borðar meó bestu lyst. Og sigurinn er fyrst unninn þegar son- urinn hrósar föður sínum fyrir það að hafa með snarræði tekist að forða blokkinni frá því að verða eldi að bráð! Annars verð ég aó segja Borgnesingum til hróss aó ég keypti héma á dögunum grillkjöt sem þar hefur verið útbúið eftir kúnstarinnar reglum. Það reyndist mér nokkuð vel. Reykskynjarinn hélt sig á mott- unni, þannig að fitan var með minnsta móti. Reyndar keypti ég þetta kjöt vegna þess að mér fannst vöruheitið einstakt, nefnilega „mjaðmasneiðar“. Nú er ég ekki alveg með þaó á hreinu hvar mjaðmir er að finna á fjallalömbunum, en áreiðanlega hafa þær alltaf verið þar, án þess að ég, fáfróður sveitapilturinn, hafi haft um það minnstu hugmynd. Karlmennska Ég hef veitt því athygli að karlmönnum er gjaman fengið það hlutverk að grilla. Nú er mér gjörsamlega hulin skýringin á þessu, en líklega er litið svo á að þetta teljist til klass- ískra karlmennskuverka. I helgarblaði Dags um síðustu helgi var gluggað í bókina „Aðlaðandi er konan ánægð“ sem var í þá daga einskonar „kvennafræðari". Þetta er gagnmerkt rit og mér er til efs að sambærileg bók hafi komið út hér á landi. í framhaldi af því að hér hefur verið rætt um karlmennsku og hlutverk karlmannsins í nútíma samfélagi, er ekki úr vegi aó skoða hvað þessi „kvennafræðari“, sem er 50 ára gamall, hefur um samskipti kynjanna að segja. Ég staldra fyrst við kafla sem nefnist „Það sem hrífur“, en þar er því lýst ná- kvæmlega hvemig konur karlmenn kjósa. Hér er sýnishom úr bókinni, einskonar orð- sending til kvenna: „Karlmenn kjósa heldur konu, sem er kvenleg, en hina, sem er áber- andi fegruð og nýtízkuleg. Þeim geðjast að hári, sem er mjúkt á að líta, hreint og gljá- andi. Þeim líkar vel varalitur, en mislíkar, að hann sé eins og klessuverk. Þeir kunna vel við venjulega liti; blátt, ljósrautt, mar- ínublátt, rautt, en þeir kunna illa við áber- andi litasamsetningar. Þeir kunna vel við fallega hatta, helzt frekar stóra, en þeir kunna illa við einkennilega lagað filt eða strá, sem þeim finnst skrítið og fara illa. Þeir kunna vel vió föt, sem fara vel og dylja það ekki, að þér eruð kvenvera. En þeir kunna illa við gróf og fyrirferðarmikil föt, sem hylja allt vaxtarlag. Þeir vilja fyrir hvern mun losna við að sjá í gegn það, sem innan klæða er, eins og mjaðmabelti og líf- stykki. Þeir vilja ekki sjá lafandi hlýra (sem tala sínu máli) og falda. Þeir kunna vel við fallega fótleggi. Sumir kunna bezt við þá gilda, aðrir granna; en enginn maður kann við sokka, sem eru í fellingum, eða með „kálfsfætur", skökkum saumum. Þegar maður, sem lítur á yóur, hefur virt fyrir sér andlit yðar og klæðaburð, veitir hann athygli svipbrigðum yðar. Vitandi eða óafvitandi athugar hann, hvort þér eruð „lif- andi“ vera, röskleg á að líta. Þau áhrif, sem hann verður fyrir, næst allra fyrstu sýn, eru undir fjöri yðar og rösk- leika komin. Með fjöri á ég ekki við ung- meyjaleg látalæti og fliss, heldur lífsfjör, blátt áfram, frjálslega framkomu, sem ber vott um lífsþrótt, lifandi áhuga og greind.“ Svo mörg eru þau oró úr bókinni „Að- laóandi er konan ánægð“ og það dylst eng- um aó hér er stóri sannleikur á ferðinni. Og til að undirstrika enn frekar skilaboó bókar- höfundar til kvenna kemur eftirfarandi fram í bókinni: 1. Drekkið ekki áfengi, svo aó þér veróió kennd eða ástleitin. 2. Sýnið manninum ekki nein blíðuhót, þó sakleysileg séu. Það kann aó misskiljast og er rangt gagnvart manninum. 3. Verið ekki kæruleysisleg í orðum eða gróf, til þess að sýna, hve „veraldarvön" þér séuð. 4. Verið ekki í einrúmi meó manninum, far- ið ekki í heimsókn til hans í einkaherbergi hans, eða ferðalag með honum einum. 5. Látió yóur ekki í kjass og kossa, meö þeim lyktum, að veröa móðursjúk og móðguð, er maöurinn heldur yóur fúsa til fylgilags við sig. 6. í stuttu máli sagt: Lofió ekki meiru en þér viljið efna.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.