Dagur - 09.09.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 09.09.1995, Blaðsíða 5
FRETTIR Laugardagur 9. september 1995 - DAGUR - 5 Skólaþjónustumálið rætt í Bæjarstjórn Húsavíkur: „ Fræðsluskrifstofan hefur verið svelt“ - segir Stefán Haraldsson, bæjarfulltrúi „Við munum aldrei sætta okkur við annað en að hér verði þessi þjónusta veitt. Rekstur fræðslu- þjónustunnar kostar 26 milljónir í dag en við skulum gera okkur grein fyrir því að fræðsluskrif- stofan hefur verið svelt og skóla- menn gera sér vonir um betri þjónustu og á slíkt verður sótt,“ sagði Stefán Haraldsson (B) bæj- arfulltrúi á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur sl. þriðjudag. Þar urðu miklar umræður um skóla- þjónustu í kjölfar aðalfundar Eyþings þar sem samþykkt var að standa sameiginlega að skóla- þjónustu í Eyjafirði og Þingeyj- arsýslum en útfæra síðar víð- Vetrarstarf Bridgefélags Akur- eyrar hefst með tveggja kvölda tvímenningskeppni, Startmóti Sjóvá-Almennra, þriðjudags- kvöldið 12. september nk. kl. 19.30. Sem fyrr verður spilað í Hamri og er spilafólk hvatt til að mæta vel og tímanlega. Skráning fer fram á staðnum og verður Páll H. Jónsson, keppnis- stjóri. Einnig verður spilað á sunnu- dagskvöldum í vetur, eins kvölds tvímenningur, í fyrsta skipti þann 17. september. Sunnudagsbridds hefst einnig kl. 19.30 og verður spilað í Hamri en ekki í Sunnuhlíð eins og undanfarna vetur. Sumarbriddsi Bridgefélags Ak- ureyrar lauk sl. þriðjudag og var það í 16. skiptið í sumar. Fimmtán pör mættu til leiks og sigruðu Soffía Guðmundsdóttir og Anton Haraldsson, með 256 stig. Una Sveinsdóttir og Pétur Guðjónsson höfnuðu í 2. sæti með 251 stig, Hróðmar Sigurbjörnsson og Reyn- ir Helgason, urðu í 3. sæti með 237 stig og Hilmar Jakobsson og Ævar Arrmannsson í 4. sæti með 232 stig. Mæting hefur verið góð í sum- ar, að jafnaði 11-13 pör á kvöldi, en alls mættu 77 einstaklingar til að leika. Þar af fékk rúmlega helmingur bronsstig, eða 39 manns. Fjórir spilarar mættu í öll 16 skiptin, þau Pétur og Una og Ármann Helgason og Sveinbjörn Sigurðsson. Flest bronsstig hlaut Anton Haraldsson, eða 246 og þar með titilinn Sumarmeistari BA 1995. Næstur kom yngsti bróðir hans Sigurbjöm, með 200 brons- stig. Pétur Guðjónsson fékk 199, Una Sveinsdóttir 171 og Jón Sverrisson 112. Loks má geta þess að Bridgefé- laginu hefur borist tilkynning um Röng föðurnöfn Þau leiðu mistök urðu í „Spurn- ingu vikunnar" í blaðinu í gær að tvær konur voru rangfeðraðar. Ester er Jósavinsdóttir en ekki Jósepsdóttir og Inga Þöll er Þór- gnýsdóttir en ekki Þorgrímsdóttir. Hlutaðeigandi em beðnar velvirð- ingar á þessum mistökum. feðmi og staðsetningu þjónust- unnar. Endurskoðaðar tillögur koma síðan til samþykktar hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig. Sigurjón Benediktsson (D) hóf umræðuna og mælti með að íhug- að væri að fræðsluskrifstofan yrði leyst upp og eigum hennar skipt. Taldi hann betra að brjóta upp nú- verandi fyrirkomulag og byggja nýtt frá grunni. Einar Njálsson, bæjarstjóri, sagði að sú staða gæti komið upp að slíkt yrði óhjá- kvæmilegt, en hann þættist sjá ákveðna möguleika á sameigin- legum rekstri skólaþjónustu sem hann vildi gefa lengri tíma til að þróast. eins dags tvímenning á Seyðisfirði laugardaginn 16. september nk., í tilefni af 100 ára afmæli Seyðis- fjarðarkaupstaðar. Nánari upplýs- ingar veitir formaður B.A. Stefán Vilhjálmsson, í síma 462 2468. Jón Ásberg Salómonsson (A) vildi að ekki yrði látið bíða með það að starfrækja skólaþjónustu á svæðinu. Kristján Ásgeirsson (G) sagðist sammála um að sjá hvað út úr þessu kæmi með sameigin- legu skólaþjónustuna. Hann sagði mörg sjónarmið hafa komið fram á aðalfundi Eyþings. Sigurjón sagðist vilja spara miðstýringu og ofstjórn. 1 upphaflegum tillögum stjóm- ar Eyþings var reiknað með að samþætta skólaþjónustu sem þjón- aði almennum grunnskólum og leikskólum, félagsmálasviði sveit- arfélaganna og Svæðisstjóm um málefni fatlaðra þar sem slík verk- efni sköruðust. Einnig var gert ráð fyrir því að starfsemin færi fram bæði á Akureyri og Húsavík. Eftir miklar umræður á aðalfundi Ey- þings náðist samstaða um að stefna að sameiginlegri skólaþjón- ustu á svæðinu en útfæra nánar síðar hve víðtæk starfsemin yrði og hve víða hún færi fram. „Fjöldi og smæð sveitarfélaganna knýr til samstarfs," sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri í Skútu- staðahreppi. Hann sagði að komið hefði fram ótti skólamanna um að sveitarstjómarmenn væru að skipta sér of mikið af þessum mál- um, en þeir yrðu að hafa yfirsýn og bera ábyrgð. IM Getum bætt við okkur nema á samning í múrsmíði Upplýsingar gefur Bjarni í síma 462 7153. B. Bjarnason og co. c/o Petra h/f. Glerárgötu 14. Okkur vantar starfskraft! Vinnutími frá kl. 13-18 (gæti orðið um meiri vinnu að ræða). Vinsamlega sendið umsóknir merktar: Sporthúsið: Atvinna P.O. Box 450, 602 Akureyri, fyrir 14. sept. 1995. SþOfthú}id Gúmmívinnslan hf. óskar eftir starfsmanni á DEKKJAVERKSTÆÐI Viðkomandi þarf að vera vanur vinnu á dekkjaverk- stæði, hafa mikla þjónustulund, verða áreiðanlegur og geta unnið langan vinnudag. Einnig viljum við heyra í mönnum sem geta komið dag og dag með stuttum fyrirvara. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Gúmmívinnslunnar hf. sem fyrst. Gúmmívinnslan hf. Réttarhvammur 1, 603 Akureyri Sími 461 2600, fax 461 2196. Bridgefélag Akureyrar: Vetrarstarfið hefst á þriðjudaginn AKUREYRARBÆR TÆKNIDEILD AKUREYRARBÆJAR Laust er til umsóknar starf verkfræðings/ tæknifræðings á Tæknideild Akureyrarbæjar. Verksvið: Starfið felst m.a. í skráningu fasteigna, eftirliti með framkvæmdum á vegum Akureyrarbæjar, opinberu byggingareftirliti svo og öðrum störfum á Tækni- og umhverfissviði. Þekking á tölvunotkun er nauðsynleg. Krafist er menntunar í byggingarverkfræði eða byggingatæknifræði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæjar við verkfræðinga og stéttarfélag tæknifræðinga. Upplýsingar um starfið veita starfsmannastjóri og Guðmundur Guðlaugsson yfirverkfræðingur á Tæknideild í síma 462 1000. Umsóknir um starfið skulu hafa borist starfsmanna- deild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, fyrir lokun þann 29. september 1995. Umsóknarblöð fást á starfsmannadeild Akureyrar- bæjar, Geislagötu 9. Starfsmannastjóri. Frá Þróunarsetri að Laugalandi Starfsfólk vantar í Þróunarsetrið að Laugalandi. Um er að ræða tvö hlutastörf samtals 75% stöðugildi. Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt og hafa áhuga og innsýn í þróun handverks og smáiðnaðar. Umsóknarfrestur er til 22. september nk. Nánari upp- lýsingar gefur Elín Antonsdóttir hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740. Fyrirhuguð eru í haust eftirfarandi námskeið á Þró- unarsetrinu: ★ Útskurður fyrir byrjendur og lengra komna. Leiðbeinandi Ólafur Eggertsson. ★ Þjóðbúningasaumur. Leiðbeinandi Helga Þórsdóttir. ★ Jurtir í þágu mannræktar (rætur). Leiðbeinandi Kolbrún Björnsdóttir. Nánari upplýsingar í Þróunarsetri kl. 13-17 mánudaga til fimmtudaga. Sjúkrahús Siglufjarðar Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í fasta stöðu frá og með 1. nóvember 1995. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 467 1166. Óskum að ráða starfskraft til gestamóttöku og bókhaldsstarfa. Reynsla af tölvuvinnslu og bókhaldi nauðsynleg. Umsóknarfrestur til 1. október. M! HÓTEL ^Lharpa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.