Dagur - 09.09.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 09.09.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. september 1995 - DAGUR - 7 Ásdís, Guðrún Lovísa og rússnesk stúlka sem heitir Irina (í miðið) og var í 2. sæti í Elite keppninni. Myndin er tekin daginn sem þær voru í inyndatökum í 1300 ára gömlu musteri og þær eru allar í kjólum frá Kóreu. einbeita sér að fyrirsætustarfinu um stund en hvert hún fer er enn óljóst. „Ég veit ekki hvert ég fer, hvenær eða hvað ég verð lengi. Ég reikna samt nteð því að fara 10. september og vinna í fimm daga í New York á vegum Names skrifstofunnar. Ég var að vinna Frá fyrsta degi voru Ijósmyndarar búnir að elta mig, sjónvarps- stöðvarnar voru búnar að taka við mig viðtal og margir spáðu mér velgengni áður en kom að lokakvöldinu og því kom 3. sætið mér kannski minna á óvart en ella. fyrir Names í sumar og verð að klára þá vinnu sem ég er bókuð í. En ég held að þegar ég verði búin með vinnuna fyrir Names fari ég beint til Elite og verði áfram í New York.“ Ásdís var í 1. bekk í MA í vet- ur og þó hún taki sér nú hlé er langt frá því að hún hafi gefið skólann upp á bátinn. „Kannski tek ég eitthvað utan skóla, ég veit það ekki. En ég er alls ekki hætt í skóla þó ég taki mér hlé til að læra aðeins í skóla lífsins.“ Hún hefur mestan áhuga á náttúrufræðibraut því seinna langar hana í nám tengt heilsugeiranum. Vil ekki að fólk haldi að ég breytist Oft vill bregða við að þeir sem búa við velgengni þurfa að þola öfund og heyra um sig ýmsar sög- ur sem eiga við fátt að styðjast. Ásdís segir þó að fjölskyldan og Maður verður að vera snyrtilegur og mjög skipulagður og margir eru það ekki að eðlis- fari. Ég er vog og er mjög skipulögð, stund- um reyndar einum of. Síðan er líka nauðsyn- legt að hafa áhuga á þessu. Sumar hafa útlit- ið en ekki áhugann. Ég hef áhugann og hann ýtir mér áfram. hennar nánu vinir hafi tekið þessu vel. „Þeir láta ekki eins og ég sé búin að breytast og ég vil lfka hafa það þannig. Auðvitað er gaman að heyra hamingjuóskir og svoleiðis en síðan ekkert meira. Ég vil ekki að fólk haldi að ég fari eitthvað að breytast þó ég hafi lent í 3. sæti í keppni. Mig langar bara að hafa það rólegt héma heima, fara í berjamó eða eitthvað,“ segir Ásdís og finnst engin ástæða til að gera of mikið úr hlutunum. Hún er ótrúlega róleg og yfirlætislaus yfir öllu saman en þó er auðséð að hún hefur mikinn metnað og er ákveð- in í að standa sig í hörðum heimi fyrirsætunnar enda hefur hún mik- inn áhuga og líkar þetta starf vel. „Þetta er ofsalega fjölbreyti- legt. Ég fer út um allan heim, kynnist menningu, siðum og tungumáli þjóða og ég er aldrei að gera það sama. Stundum er ég kannski í sjónvarpsauglýsingu að bíta í einhvern mat og svo er ég í alls kyns myndatökum. Mér fannst t.d. mjög gaman þegar ég var að þvo mér urn hárið í fossin- unt í Suður-Kóreu. Síðan er mað- ur líka að sýna á sviði og eins finnst mér garnan að líta aldrei eins út. Stundum er rnaður með svört augu og grimmur, stundum meira náttúrulegur, glæsilegur eða töff þannig að ég er alltaf að leika einhver gerfi. Eins tengist þessu líka dans og mér finnst það garnan líka.“ Áhuginn ýtir mér áfram Utlitið skiptir rniklu rnáli í fyrir- sætuheiminum og nauðsynlegt að bera sig vel, vera há og grönn og með fallega húð. Ásdís uppfyllir öll þessi skilyrði og hefur auk þess mjög skarpa og fallega and- litsdrætti, en það hjálpar einmitt oft að hafa sérstakt útlit og hverfa ekki í fjöldann. Það er hins vegar hinn mesti misskilningur að útlitið eitt komi stúlkum áfram. „Ég byrjaði með mörgum stelpum en margar þeirra hafa helst úr lest- inni. Maður verður að vera snyrti- legur og mjög skipulagður og margir eru það ekki að eðlisfari. Ég er vog og er mjög skipulögð, stundum reyndar einum of. Síðan er líka nauðsynlegt að hafa áhuga á þessu. Sumar hafa útlitið en ekki áhugann. Ég hef áhugann og hann ýtir mér áfram. Ef ég ætla mér að hafa hutina létta eru þeir léttir en ég held það sé einna erfiðast þegar þarf að taka stórar ákvarðanir. Eins og núna þarf ég að ákveða hvort ég vilji vera í þessu landi eða hinu, og hvaða vinnu ég ætli að taka. En Kolla hjálpar mér þó mikið og leiðbeinir hvaða kostir séu bestir.“ Ásdís segir að starfið sé rniserf- itt. Stundum sé þetta púlvinna en stundum sé rólegra. „En þetta er ekki eins létt og flestir halda. Eins og að vakna fyrir allar aldir, taka leigubíla hingað og þangað og alls konar snúningar." Vinnudagurinn getur líka verið langur og einu sinni var Ásdís í vinnunni í 18 tíma samfleytt. „Ég vaknaði klukkan þrjú um nóttina og var mætt í vinnuna klukkan fimm. Við byrjuðum að taka myndir klukkan sex og ég var að vinna til hálf eitt. Frá 6:00-12:30 vann ég vinnu sem undir venju- legunt kringumstæðum tæki heil- an dag. Ég gaf þeim bara hálfan dag því ég var bókuð í aðra vinnu eftir hádegi var þar frá eitt til átta um kvöldið. Tók þá einhverja strætóa og neðanjarðarlestir og var kornin heim um níuleytið. Þá var ég send í viðtal hinum megin í Mílanó og var komin heim klukk- an ellefu um kvöldið. Það var svo- lítið langur dagur." Meiri fjölbreytni en áður Einu sinni var Marilyn Monroe fyrirmynd allra kvenna og þær áttu að vera með brjóst og rnjaðm- ir. Síðan kom Twiggytískan þar sem allt gekk út á að vera sem grennstur. Ásdís segir að í tísku- heiminum í dag sé miklu meiri tjölbreytni en áður og alls konar týpur séu í tísku. Sumar séu þessar grönnu Twiggy týpur eins og t.d. Kate Moss, aðrar meiri bornbur með brjóst og línur og er Pamela Anderson dæmi um það. Ásdís segist vera meira sportlegri týpa og eigi að hafa sent náttúrulegast útlit. „Ég er mjög ánægð með það, þá get ég borðað minn ís í friði.“ AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.