Dagur - 09.09.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR
Laugardagur 9. september 1995 - DAGUR - 3
Að undanförnu hefur verið unnið að uppgreftri á norðurhluta Miðgarðs, framan við Safnahúsið á Húsavík. Jarð-
vegsskiptin verða frainkvænid í sumar en malbikun bíður þar til síðar. Mynd: im
Fjalar hf. á Húsavík:
Lýstar kröfur 57
milljónir króna
- forgangskröfur 13 milljónir
Kröfurlýsingarfresti í þrotabú
byggingafyrirtækisins Fjalars hf.
á Húsavík lauk nýverið og nam
upphæð lýstra krafna liðlega 57
milljónum króna.
Skiptastjórinn, Jón Sólnes hrl.,
segir ekki enn Ijóst hverjar eignir
þrotabúsins séu en Iðnlánasjóði
var sleginn fasteign og vélar
þrotabúsins fyrir 13 milljónir
króna, en af því ganga til ríkis-
sjóðs sölulaun, fasteignagjöld og
lögveðskröfur að upphæð 850
þúsund krónur. Þannig fær Iðn-
lánasjóður röskar 12 milljónir
króna af 15,4 milljón króna kröfu
sjóðsins.
Boöaö til fundar á Húsavík 30. september um framtíð héraðssjúkrahúsanna:
Viljum fá heiðarlega umræðu
- segir Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins á Húsavík
Forgangskröfur eru upp á lið-
lega 13 milljónir króna, mest-
megnis laun og launatengd gjöld
auk greiðslna til lífeyrissjóða. Jón
Sólnes segir að reynt verði að
hraða lokum mála eins og nokkur
kostur er. GG
Sauðárkrókur:
Fýrsti kvenlög-
regluþjóninn
Lögreglunni á Sauðárkróki hef-
ur bæst við liðsauki, að vísu að-
eins tímabundið, en þar starfar
nú í fyrsta sinn kvenlögreglu-
þjónn.
Konan heitir Marta Óskarsdótt-
ir og er lögregluþjónn í Reykjavík
en verður í afleysingum á Sauðár-
króki næsta mánuðinn en kona
hefur aldrei starfað í lögreglunni á
staðnum áður. Lögreglumennirnir
á Sauðárkróki munu vera hæst-
ánægðir með þessa ráðstöfun og
heyrst hefur að sjaldan hafi þeir
verið eins duglegir til vinnu eins
og nú. AI
„Við viljum fá heiðarlega um-
ræðu um þessi mál, okkar hlið
hefur ekki komið fram. Því hef-
ur verið haldið fram að með því
að leggja litlu sjúkrahúsin á
landsbyggðinni niður sé hægt að
ná fram svo og svo miklum
sparnaði. Þessar fullyrðingar
finnast mér órökstuddar og út í
hött,“ sagði Friðfmnur Her-
mannsson, framkvæmdastjóri
sjúkrahússins á Húsavík, en
sjúkrahús á landsbyggðinni hafa
boðað til fundar á Húsavík um
framtíð héraðssjúkrahúsa laug-
ardaginn 30. september nk.
„Eg held að það sé alröng
stefna að leggja niður héraðs-
sjúkrahúsin auk þess sem ég leyfi
mér að halda því fram að hún sé
þjóðfélaginu miklu dýrari. Hér á
Húsavík eru framkvæmdar um
700 aðgerðir á ári. Með því að
loka skurðstofunni myndu líklega
sparast um 15 milljónir króna á
ári, en síðan má spyrja hvort
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
geti tekið við öllum þessum að-
gerðum fyrir lægri upphæð. Þá má
ekki gleyma örygginu af því að
hafa sjúkrastofnun á stað eins og
Húsavík.
Ég hef hvergi séð rök fyrir því
að leggja niður héraðssjúkrahúsin.
Við höfum gagnrýnt „gulu skýrsl-
una“ svokölluðu en ekki fengið
nein viðbrögð. Mín persónulega
skoðun er sú að best reknu sjúkra-
húsin séu einmitt litlu sjúkrahúsin
úti á landi. Það er ekki af því að
við séum svo klárir í rekstri, held-
ur miklu fremur vegna þess að við
erum með rekstrareiningar sem
hægt er að stjóma. Á slóru sjúkra-
húsunum tel ég að erfitt sé orðið
að halda utan unt reksturinn,"
Svokallaður kúavírus sem herj-
að hefur á norðlenska bændur í
sumar er enn í gangi og heldur
áfram að gera mönnum lífið
leitt. Veikin lýsir sér í mikilli
skitu hjá kúm, þær verða slapp-
ar og nyt dettur niður, hjá flest-
um tímabundið en einnig eru
dæmi um að kýr nái sér ekki
aftur.
Fyrstu fréttir sem bárust um
veikina voru úr Eyjafjarðarsveit
en fljótlega barst hún einnig í
Þingeyjarsýslur og norður fyrir
Akureyri. Að sögn Guðmundar
sagði Friðfinnur.
Eins og áður segir boða sjúkra-
hús á landsbyggðinni til fundar
um framtíð þeirra laugardaginn
30. september á Hótel Húsavík.
Fundurinn hefst kl. 9.30 og stend-
ur til um það bil 16. Fundargjald
er kr. 2000 og er innifalið í því há-
degisverður, kaffi og fundargögn.
Friðfinnur segir að til fundarins
Steindórssonar hjá Búnaðarsam-
bandi Eyjafjarðar hefur veikin
verið að herja á bændur alveg
fram undir þetta. „Ég hugsa að
hún sé búin að koma víðast hvar,
en yfirleitt fer þetta á flesta bæi.
Það er auðvitað eitthvað misjafnt
hversu alvarlegt þetta hefur verið,
en það snarminnkar nytin þann
tíma sem veikin gengur yfir,
kannski í viku eða svo, en síðan
ná flestar kýr sér að mestu aftur.
Á einstaka bæjunt hefur þetta far-
ið verr, sérstaklega ef veikin hittir
á þann tíma sem kýr eru að bera
séu boðaðir fulltrúar sjúkrahús-
anna, jafnt stóru sjúkrahúsanna
fyrir sunnan og litlu héraðssjúkra-
húsanna, heilbrigðisráðherra og
ráðuneytisfólk, landlæknir og að-
stoðarlandlæknir, sveitarstjómar-
menn og þingmenn. Þá er vert að
undirstrika að fundurinn verður
opinn öllu áhugafólki um þessi
mál á meðan húsrúm leyfir. óþh
eða eitthvað slfkt. En auðvitað
hefur orðið töluvert tjón af þessu
því nyt lækkar verulega meðan á
veikinni stendur og sums staðar
hefur orðið viðvarandi minnkun,“
sagði Guðmundur.
Skagfirskar kýr fengu einnig
þessa pest og hjá Búnaðarsam-
bandi Austur-Húnvetninga á
Blönduósi fengust þær upplýsing-
ar að veikinnar hefði orðið vart á
þó nokkrum bæjum á því svæði.
Ráðunautur hjá Búnaðarsambandi
Vestur-Húnvetninga á Hvamms-
tanga hafði hins vegar ekki spum-
ir af því að veikin hefði borist í
vestur-húnvetnskar kýr, a.m.k.
ekki enn. HA
Akureyri:
Brotist inn í
Samkomuhúsið
- engu stolið
Unglingspiltur var staðinn að
verki laust eftir klukkan ellefu á
fimmtudagskvöldið er hann
braust inn í Samkomuhúsið á
Akureyri.
Pilturinn hafði komist inn með
því að fjarlægja rúðu úr hurð.
Lögregla leitaði á piltinum en
fann ekkert fémætt og ekki er talið
að neinu hafi verið stolið. Engar
skemmdir munu heldur hafa verið
unnar á húsnæðinu og piltinum
var sleppt strax um kvöldið. AI
Siglufjörður:
TF-Líf í
heimsókn
Nýja þyrla Landhelgisgæslunnar,
TÉ-Líf, kom til Siglufjarðar í gær-
morgun og er það í fyrsta sinn
sem nýja þyrlan kemur á staðinn.
Ekki var um slys að ræða heldur
var ástæðan að sýna lögreglu-
mönnum og starfsfólki í heilsu-
geiranum þyrluna enda líklegt að
þyrlan verði notuð í framtíðinni í
sambandi við sjúkraflutninga frá
Siglufirði. AI
Austur-Húnavatnssýsla:
Kúavírusinn herjar
enn á Norðurlandi
Folki gefst kostur á hrossa-
smölun og stóðréttum
Daganan 23. og 24. september
nk. gefst fólki kostur á að taka
þátt í hrossasmölun og stóðrétt-
um í Austur-Húnavatnssýslu
með heimamönnum. í Skrapa-
tungurétt, sem er neðst í Laxár-
dal í Austur-Húnavatnssýslu,
hefur verið smalað 800-1000
hrossum undanfarin haust og
hafa hagsmunaaðilar í ferða-
þjónustu og bændur gefið fólki
kost á að taka þátt í smala-
mennsku og réttarstörfum.
Fyrirkomulag þessarar skemmti-
legu nýjungar í ferðaþjónustu,
sem hefur mælst vel fyrir á undan-
fömum árum, er að smalað verður
í Laxárdal og réttað í Skrapa-
tungurétt. Föstudaginn 22. sept-
ember er við það miðað að þátt-
takendur komi á sína gististaði.
Laugardaginn 23. september verð-
ur síðan haldið í smölun í Laxár-
dal. Farið verður kl. 8.30 að
morgni laugardags og komið aftur
í gististað kl. 19. Þá verður sam-
eiginlegur kvöldverður þátttak-
enda í Sveitasetrinu á Blönduósi
og dansleikur á eftir.
Réttarstörf hefjast síðan í
Skrapatungurétt um kl. 10 að
morgni sunnudagsins 24. septem-
ber og verður þátttakendum gef-
inn kostur á að taka þátt í þeim.
Eins og undanfarin ár bjóða
Sveitasetrið á Blönduósi, Ferða-
þjónustan Geitaskarði og hesta-
leigan Kúskerpi upp á „pakkaferð-
ir“ sem innihalda t.d. gistingu,
morgunverð, akstur til og frá rétt-
arstað og reiðhest í göngumar.
Þeim sem óska frekari upplýsinga
um þessa uppákomu er bent að
hafa samband við Sveitasetrið á
Blönduósi í síma 4524126 eða
Geitaskarð í síma 4524341. óþh
Skattstjóri
Staða skattstjóra í Vestfjarðaumdæmi er laus
til umsóknar.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lögfræði, hag-
fræði, viðskiptafræði eða hlotið löggildingu í end-
urskoðun. Æskilegt er að umsækjendur hafi jafnframt
góða þekkingu í skattalögum og skattaframkvæmd.
Staðan veitist frá 1. janúar 1996.
Laun skattstjóra eru ákveðin af kjaranefnd samkvæmt
lögum nr. 120/1992, um kjaradóm og kjaranefnd.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. október
1995.
Fjármálaráðuneytið, 7. september 1995.