Dagur - 09.09.1995, Qupperneq 11
Þessi mynd sýnir Þinghúsið á Hrafnagili og sundlaugina, sem eflaust margir muna eftir. Myndin er sennilega tekin
1933 eða 1934 þegar laugin var ný. Mikið hefur breyst síðan myndin var tekin, laugin horfín og tvisvar verið byggt
við húsið og hýsir það í dag yngstu deildir Hrafnagilsskóla. Jakob Ó. Pétursson mun líkast til hafa tekið myndina.
send fram á Hrafnagilsbæinn til
þess að hringja niður á Akureyri.
Ingimundur, pabbi Magga, þaut
út í bílinn sinn og ók af stað og
náði honum við Kristnes. Svona
fór um sjóferð þá.
Þegar kom fram í september
röltu stelpurnar stundum upp í
brekkuna og tíndu ber, ýmist upp
í sig eða í krús handa mömmu
sinni. Aður en þau fluttu í bæinn
lentu þær enn í nýju ævintýri.
Einn góðan veðurdag var von á
fénu í réttina. Þau fóru öll yfir
ána til að fylgjast með. í fjarska
heyrðist einkennilegur niður og
skyndilega steyptust niður hlíðina
jarmandi kindumar, geltandi
hundamir, karlar ýmist ríðandi
eða hlaupandi og allir orguðu og
kölluðu. Þetta var ógleymanleg
sjón. Kindumar virtust óteljandi
og fyrirgangurinn ótrúlegur þegar
verið var að reka inn í réttina.
Alltaf bættust fleiri við, karlar,
konur og börn sem hóuðu, hróp-
uðu, klöppuðu saman lófunum og
slógu út í loftið með pískunum -
og hundar sem voru orðnir hásir
af gelti. Allt þetta greyptist í sál-
ina og þær heyrðu lætin löngu
eftir að allt var orðið hljótt og
skildu aldrei hvaðan allar þessar
kindur, hundar, hestar og menn
voru allt í einu komin.
Sumarið eftir var afmælishátíð
KEA haldin á Hrafnagili. Þessi
hátíðarhöld fóru ekki framhjá
stelpunum. Kaupfélagshúsið var
allt skreytt með fallegum grænum
sveigum, flöggum og veifum.
Það voru ókeypis ferðir fram eftir
með boddíbílum og þær vissu að
þar var líka ókeypis matur og
kaffi. Stelpumar slógust í hópinn
með mörgum öðrum krökkum og
voru drjúgar með sig þegar fram
eftir kom og þær fóru um allt
svæðið eins og heimamenn og
sýndu hinum krökkunum. En nú
hafði staðurinn aldeilis tekið
stakkaskiptum. Þarna voru tvö
gríðarstór tjöld, Skagfirðingabúð,
þar sem borðað var, og annað
stórt tjald. Vestan við skógar-
lundinn hafði verið reistur stór
pallur fyrir skemmtiatriðin og þar
var skreyttur ræðustóll. Á pallin-
um voru líka margir íslenskir fán-
ar, en sér var stór fánastöng og á
henni stór fáni í regnbogalitun-
um. Undir brekkunni hafði verið
komið fyrir bekkjum sem gestir
sátu á, en krakkamir sátu flestir á
þúfum þar fyrir ofan.
Þetta var langstærsta samkoma
sem krakkamir höfðu nokkru
sinni komið á og margar ræður
haldnar sem allar fóru fyrir ofan
garð og neðan hjá þeim, en þá
hlupu þeir bara um og skoðuðu
nágrennið. Karlakórinn Geysir
söng eftir hverja ræðu og á hann
hlustuðu krakkamir og klöppuðu
mikið á eftir. Hreinn Pálsson
söng líka einsöng og hann var
uppáhaldssöngvari flestra. Alls
staðar höfðu verið sett upp gjall-
arhorn og nú gerðist nokkuð
merkilegt: Utvarpað var ræðu
sem haldin var í Reykjavík og á
eftir söng starfsmannakór KEA.
Nú tók krakkana að svengja og
þá flykktust þeir í matartjaldið.
Þar gaf nú aldeilis á að líta en
krakkamir voru svo litlir að þeim
tókst að troða sér á milli full-
orðna fólksins. Mikið var nú gott
að fá sjóðheita sperðla og kart-
öfluuppstú og á eftir skyr og
rjóma. Allir átu eins og þeir gátu
í sig látið og sögur heyrðust um
að einn maður hefði étið þangað
til hann sprakk. Eftir matinn
héldu ræðuhöldin áfram og þá
spilaði líka Lúðrasveitin og Kalli
Run stjómaði. Einnig var íþrótta-
sýning sem krakkamir fylgdust
vel með. Þetta var stanslaus
skemmtun og áður en krakkamir
fóru heim komu þeir við í tjald-
inu og fengu kaffi og kökur, en
fullorðna fólkið varð eftir til að
dansa.
FlJVfl líkamsrœkt
fyrir konur
Vetrar-
starfið
hefst
11. sept.
nk.
Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
Kl. 17.10 Þolfimi I (Anna) Kl. 17.10 Vaxtarm. I (Margrét) Kl. 17.10 Þolfimi I (Anna) Kl. 17.10 VaXtarm. I (Margrét)
KI. 18.15 Kl. 18.15 Kl. 18.15 Kl. 18.15 Kl. 18.15
ÞdfimÍ II (Anna) Liðk/Styrk. (Margrét) Þolfimi II (Anna) Liðk/Styrk. (Margrét) Vaxtarm. I (Margrét)
i
I
I
Laugardagur 9. september- DAGUR - 11
E§-------------------------------6
HLAÐBORÐSKAFFI
Við höfum heitt á könnunni
á sunnudaginn frá kl. 14.30.
Allt heimabakað á fjölbreyttu hlaðborði.
Verið velkomin!
Gistiheimilið Engimýri
—. Öxnadal, sími 462 6838. _
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.
ÚTBOÐ 1
Stálgrindarhús
Fiskiðjusamlag Húsavíkur óskar eftir tilboði í
smíði, uppsetningu og klæðningu stálgrindarhúss
yfir frystiklefa við rækjuverksmiðju fyrirtækisins.
Stærð húss er16mx18mog vegghæð 8,75 m. Und-
irstöður hafa þegar verið steyptar. Bjóða skal í allt
verkið og skal það unnið af einum eða í umsjón eins
verktaka. Áætluð verklok eru 24. nóvember nk.
Útboðsgögn verða afhent hjá Tækniþjónustunni hf.,
Garðarsbraut 18, Húsavík, gegn 10.000,- kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Fiskiðjusamlagsins
föstudaginn 22. september nk. kl. 11.
ÚTBOÐ2
Frystiklefi
Fiskiðjusamlag Húsavíkur óskar eftir tilboði í efni
og uppsetningu á einangruðum vegg- og loftein-
ingum í frystiklefa við rækjuverksmiðju fyrirtækis-
ins.
Stærð klefa er u.þ.b. 15,8 m x 13,8 m x 8,0 m. Verklok
eru áætluð 1. desember nk. Útboðslýsing er afhent hjá
Tækniþjónustunni hf., Garðarsbraut 18, Húsavík.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur föstudaginn 22. september nk. kl. 11.30.
| / Vtn
: Töðugjaldadagar
5 laugardaginn 9. sept.
i og sunnudaginn 10. sept.
Töðugjöldin: Pönnukökur með rjóma
bakaðar í sal í boði Blómaskálans.
Hinn snjalli harmonikuleikari
Kristján Stefánsson frá Gilhaga
leikur fyrir gesti báða dagana.
Fullt hús af blómum.
Verið velkomin í Vín
og njótið töðugjaldanna
Hrafnagili, Eyjafjarðarsveit
sími 463 1399