Dagur - 10.10.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 10.10.1995, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. október 1995 - DAGUR - 3 Þing Alþýöusambands Norðurlands á lllugastöðum Minni sjúkrahús í ályktun um atvinnumál er varað við við öllum hugmynd- um um að leggja niður eða draga úr starfsemi „minni“ sjúkrahúsa á Norðurlandi. Slíkt hefði í för með sér aukið atvinnuleysi og óöryggi fyrir þá þ~gna sem kosið hafa að búa á þessum stöðum. Samstöðu um ferðaþjónustu í ályktun um atvinnumál segir að ljóst sé að verulegir mögu- leikar felist í að efla ferðaþjón- ustu í framtíðinni. Þingið hvet- ur aðila í ferðaþjónustu á Norðurlandi tii að vinna saman að því að styrkja stöðu ferða- þjónustunnar á svæðinu, með því m.a. að gera Akureyrar- flugvöll að öflugum milli- landaflugvelli. Fræðslufulltrúa norður Alþýðusambandsþingið álykt- aði að stórauka þurfi starfs- fræðslu og endurmenntun til þess að standa vörð um þau störf sem tilheyrt hafi ófag- lærðum gegnum tíðina. „Til að fylgja þessum málum eftir er mjög brýnt að nú þegar verði ráðinn fræðslufulltrúi á vegum MFA með aðsetur á Norður- landi.“ Lífeyrismál I ályktun um málefni lífeyris- sjóða segir að ýmis fjármagns- öfl, fjármálastofnanir, sjálf- skipaðir „frjálshyggjupostular“ og ýmsir þingmenn hafi knúið núverandi stjórnarflokka til að auka „frjálsræði" launþega til aðildar að sjóðunum, vegna áhuga þessara aðila til að ráðskast með lífeyrissparnað almenns launafólks. Þingið samþykkti að skora á Alþingi að setja rammalöggjöf um starfsemi lífeyrissjóða, í sam- vinnu við aðila vinnumarkað- arins. Jafnframt skoraði þingið á þingmenn og ráðherra að hetja endurskoðun á sínu eigin lífeyriskerfi. Þar séu iðgjöld lengst frá því að standa undir lífeyrisgreiðslum. Reikningur- inn fyrir því sem uppá vanti sé sendur til skattgreiðenda. Skattleysismörk I ályktun um kjaramál segir að samkvæmt frumvarpi til fjár- laga ætli stjómvöld að lækka skattleysismörk á næsta ári. Þingið krefst þess á móti að skattleysismörkin verði færð í það horf sem lög um stað- greiðslu skatta gerðu ráð fyrir í upphafi. Einnig að hjón eða sambýlisfólk geti nýtt að fullu skattkort makans. Samningum verði sagt upp I ályktun um kjaramál segir að ekki verði lengur við unað að atvinnurekendur og stjórnvöld reki áfram þá láglaunastefnu seni þeir hafi viðhaft á undan- förnum árum. Afleiðing henn- ar sé alls staðar í þjóðfélaginu. Þingið telur forsendur samn- inga brostnar og skorar á launanefnd landssambanda ASl að segja upp öllum kjara- samningum aðildarfélaganna fyrir 1. desember nk. þannig að samningar verði lausir 31. desember 1995. „Grundvallar- krafa við nýja samningagerð um næstu áramót á að vera sú að krefjast eingöngu verulegr- ar hækkunar lægstu iauna, ásaml fullri tryggingu fyrir því að sá kaupmáttur sem um er samið, haldi. Fráfarandi formaður Alþýðusambands Norðurlands: Erum Ekki er hægt að segja annað en þung undiralda hafi verið í ávarpsorðum Guðmundar Ómars Guðmundssonar, fráfar- andi formanns Alþýðusambands Norðurlands, á þingi þess á 111- ugastöðum um helgina. Guðmundur velti þeirri spurn- ingu fyrir sér hvort íslensk alþýða hafi verið höfð að fíflum. „Sú ákvörðun Alþingis að setja lög sem leysir þingmenn frá skatt- og framtalsskyldu að hluta er ekkert annað en hnífur í bak okkar sem sýndum ábyrgðartilfinningu, sam- kennd, réttsýni, brugðumst ekki á örlagastund.“ Guðmundur Ómar gagnrýndi harðlega niðurstöðu Kjaradóms og ræddi viðbrögð ráðherra við henni. „Halldór Asgrímsson kom með þá frómu tillögu í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á miðvikudaginn að rfkisstjórnin, verkalýðshreyfingin og atvinnu- rekendur setjist niður og finni „siðferðilegan grundvöll kjara- samninga“. Hann bætti svo við: „Ef til vill finnum við ekki réttu svörin? Kannski getum við ekki spurt réttu spurninganna? Það er von að hann efist um siðferði sitt eftir það sem gerst hefur undan- farnar vikur. Fjárlagafrumvarpið ekki kjánar Guðmundur Ómar Guðmundsson, fráfarandi formaður Alþýðusambands Norðurlands. sem er hin raunverulega stefna ríkisstjórnarinnar ber með sér nið- urskurð til þeirra sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi. Það er gott að eiga stefnu. En gott siðferði er samt enn betra.“ Og Guðmundur Ómar bætti við: „Við erum ekki kjánar. Það má enginn halda það um okkur. Við erum hins vegar særð, okkur er misboðið. Abyrgð- artilfinningu okkar er misboðið, það hefur verið traðkað á sam- kennd okkar, réttsýni okkar gerð að engu. Við bregðumst ekki nú frekar en áður. En við verðum að bregðast við á annan hátt en reikn- að var með. Félagar stöndum sam- an. Krefjumst réttlætis og sann- girni. Ef hækkanir til þingmanna og ráðherra eiga að standa eigum við rétt á sömu leiðréttingum á okkar laun.“ óþh Oánægja með rýran hlut Norðlendinga í miðstjórn ASÍ Á þinginu á lllugastöðum kom fram mikil óánægja með lítil áhrif Norðlendinga á stjórnun og ákvarðanatöku innan ASÍ. Á ASÍ-þinginu á Akureyri 1992 var einn fulltrúi af Norður- landi kjörinn í miðstjórn ASI, sem er 4,8% vægi, en fulltrúar frá öðr- um fjórðungum eru 20 talsins eða 95,2%. Þetta þykir verkalýðsleið- togum á Norðurlandi vera í hróp- legu ósamræmi við fjölda félags- manna innan ASÍ á Norðurlandi. Þingið á Illugastöðum sam- þykkti að fela miðstjórn Alþýðu- sambands Norðurlands að skoða sérstaklega með hvaða hætti megi auka áhrif Norðlendinga á stjóm- un og ákvarðanatöku innan ASI Miðstjórninni er falið að senda að- ildarfélögum sínum tillögur fyrir lok janúar 1996 og fylgja þeim eftir á þingi ASÍ næsta vor. óþh Hluti þingfulltrúa á þinginu á Illugastöðum. Myndir: BG. Kosning í miöstjórn f miðstjórn Alþýðusambands Norðurlands voru eftirtalin kjörin: Valdimar Guðmannsson, Vlf. A-Hún„ formaður, Signý Jóhannesdótt- ir, Vlf. Vöku Siglufirði, varaformaður, Aðalsteinn Baldursson, Vlf. Húsavíkur, ritari, Þorsteinn Amórsson, Iðju Akureyri, meðstjórnandi, og Guðrún Skarphéðinsdótdr, Vlf. Einingu Eyjafirði, meðstjómandi. Vara- menn voru kjörnir: Ágúst Óskarsson, Verslunarmannaf. Húsavíkur, Konráð Alfreðsson, Sjómannaf. Eyjafj., og Jón Karlsson, Vlf. Fram Sauðárkróki. óþh Kosning í sambands- stjórn Eftirtaldir fimmtán einstakling- ar voru kjörnir í sambandsstjórn Alþýðusambands Norðurlands. Aðalmenn voru kjörnir: Gunn- ar Reynir Kristinsson, Sjómf. Ól- afsfjarðar, Aðalheiður Árnadóttir, Vkf. Öldunni Sauðárkróki, Sig- urður Gunnarsson, Bmf. Árvakri Húsavík, Axel Hallgrímsson, VI. og sjómf. Skagastrandar, Jóna Steinbergsdóttir, Félagi versl. og skrifstf. Akureyri, Svava Árna- dóttir, Vlf. Raufarhafnar, Hákon Hákonarson, Félagi málmiðnaðar- manna Akureyri, Sæmundur Jó- hannesson, Vlf. Þórshafnar, Guð- rún Helgadóttir Vlf. Einingu Eyja- firði, og Sigurður Örn Búason, Vlf. Einingu Eyjafirði. Varamenn vom kjörnir: Ólafur Pétursson, Vlf. Vöku Siglufirði, Agnes Gamalíelsdóttir, Vlf. Fram, Sauðárkróki, Hólmfríður Bjama- dóttir, Vlf. Hvöt Hvammstanga, Kristbjörg Sigurðardóttir, Vlf. Húsavíkur, og Hólmfríður Helga- dóttir, Vlf. Einingu Eyjafirði. óþh Eitt stórt félag sterkara en tvö lítil I ályktun um skipulagsmál segir að kynjaskipt félög séu enn til, þrátt fyrir að engin efn- isleg rök séu lengur fyrir slíkri aðgreiningu. Ef ætlunin sé að stefna að sameiningu stéttarfé- laga með raunsæi í huga, sé ótækt að kynskipt félög innan sömu starfsgreina, með söntu markmið, geti ekki komið sér undir sömu sæng. Eitt stórt fé- lag sé sterkara en tvö lítil. Mörg félög of smá í ályktun um skipulagsmál segir m.a.: „Mörg verkalýðsfé- lög eru of smá til að veita fé- lagsmönnum sínum nauðsyn- lega þjónustu, takast á við gerð kjarasamninga og verja réttindi og kjör félagsmanna sinna. Með sameiningu stéttarfélaga er unnt að hagræða í rekstri og minnka skrifstofu- og stjórn- unarkostnað sem gefur félög- unum efni til að nýta betur starfskrafta þeirra með aukinni verkaskiptingu. Túninn mun leiða í ljós hvemig starfs- mannahald verður í framtíð- inni.“ Skoðið tillögurnar betur! Þingið hvatti aðildarfélög Al- þýðusambands Norðurlands til þess að skoða betur tillögur skipulagsnefndar AN, sem kosin var á þinginu fyrir ári síðan, svo og aðrar tillögur um skipulagsmál. „Sem skref að því markmiði hvetur þingið aðildarfélög Alþýðusambands Norðurlands til að hefjast nú þegar handa um skipulags- breytingar með því að taka upp viðræður um aukið samstarf og/eða sameiningu." Foreldrar taki þátt í stjómun skólanna í ályktun þingsins á Illugastöð- um um fræðslumál segir m.a. að við yfirtöku sveitarfélag- anna á rekstri grunnskólanna þann 1. ágúst nk. verði mörg- um vandi á höndurn og mikil nauðsyn, að stjórnvöld geri efnalitlum sveitarfélögum fjár- hagslega fært að axla þá ábyrgð, sem þeim verði lögð á herðar. „Þá er ekki síður nauð- synlegt," segir í ályktuninni, „að grunneiningar samfélags- ins, heimilin, verði vel á verði þegar þessar breytingar ganga yfir. Foreldrar eiga og verða að nýta sér seturétt í skóla- nefndum og foreldraráðum. Þeir þurfa að taka þátt í stjórn skóianna og gera gagnrýnar kröfur um að nemendur fái ávallt þá menntun sem þeir eiga rétt á.“ Góðra gjalda verðar tillögur I ályktun unt fræðslumál segir að tillögur Rannsóknarstofn- unar Háskólans á Akureyri utn bætta verkmenntun á fram- haldsskólastigi, um matvæla- setur og nám í matvælafram- leiðslu við Háskólann á Akur- eyri, séu góðra gjalda verðar. En leggja verði áherslu á, að tillögumar nái til alls starfs- fólks. Þær svari hins vegar ekki spurningum væntanlegra nemenda urn hvaða störf bíði þeirra að námi loknu og hver kjör þeirra verði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.