Dagur - 10.10.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 10.10.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 10. október 1995 ÍÞRÓTTIR Fyrsta Evrópumarkið Julian Duranona skoraði fyrsta mark KA í Evrópukeppni þegar hann setti knöttinn í net- ið með langskoti eftir 3 mínútur og 45 sek- úndur. Það var í fjórðu sókn KA-liðsins og hann minnkaði muninn í 2:1. Fyrsti Evrópuleikur Erlings Erlingur Kristjánsson er þriðji leikreyndasti maður KA í handknattleik frá upphafi, var í knattspyrnuliði KA þegar það tók þátt í Evr- ópukeppninni 1990 og lék gegn Sofia frá Búlgaríu. Erlingur átti hins vegar við meiðsl að stríða. Smekkfull flugvél Boeing vél Atlanta flugfélagsins var smekk- full þegar lagt var af stað frá Akureyri klukk- an sjö árdegis á laugardaginn. Einn miðalaus stuðningsmanna liðsins var kominn út í vél í von um laust sæti en þurfti frá að hverfa. Gulir og glaðir Pétur Bjamason, sem lengi lék með KA, stjórnaði sölu á bolum sem seldir voru á 500 krónur í flughöfninni og í flugvélinni á leið- inni til Noregs. Salan gekk vel, enda Pétur mjög ýtinn sölumaður sem erfitt er að segja nei við. A bolina var letrað: „Vi er gule og glade,“ eða „Við emm gulir og glaðir,“ og mátti það til sannsvegar færa um stuðnings- menn KA t ferðinni. 160 íslendingar Um 800 áhorfendur fylgdust með leiknum og þar af voru rúmlega 160 íslendingar. 110 komu frá Akureyri, en hinn hlutinn voru ís- lendingar sem búsettir eru í Noregi og studdu vel við bakið á samlöndum sínum. Þá var norskt herskip í höfn, og sjóarar af því áber- andi, þrátt fyrir að ekki heyrðist jafn hátt í þeim og í KA-hópnum. Það kom niður á að- sókn að leikur Hvíta Rússlands við Tékkland í EM landsliða í knattspyrnu var sýndur í sjónvarpinu en úrslit þess leiks höfðu mikla þýðingu fyrir norska landsliðið. Númeruð sæti Sætin í Stavanger vom númeruð þrátt fyrir að þess þyrfti ekki. KA-hópurinn átti til að mynda að sitja frekar ofarlega rétt við inn- ganginn í höllina, en færði sig hinum megin við völlinn og kom sér vel fyrir á bekkjum beint fyrir aftan varamannabekkina. Gestur í beinni Gestur Einar Jónasson, útvarpsmaðurinn góð- kunni, var með beina lýsingu í svæðisútvarp- inu frá leiknum. Eifiðlega gekk að komast í samband við ísland en það hafðist þó í tæka tíð, rétt fyrir leik. Hellirigning Stuðningsmannahópur KA fór í búðarráp í Stafangri eftir komuna, lítið var hins vegar verslað vegna þess að verðlag er mjög hátt á flestum vömm. Sem dæmi má nefna að tóbaksfíklar þurftu að greiða nær 500 krónur fyrir vindlingapakkann eða hátt í helmingi hætri upphæð en hér heima. Sumir gátu þó ekki stillt sig um að kaupa regnhlíf en helli- rigning var framan af degi. Ólystugur málsverður fslenski hópurinn mætti í hlaðborð fyrir leik- inn sem Viking stóð fyrir í íþróttahöllinni. Hlaðborðið samanstóð af ýmsum áleggsteg- undum og brauði. Óhætt er að segja að sá matur hafi verið girnilegur fyrir auga margra svangra ferðalanga en ólystugur þegar hann komst í tæri við bragðlaukana. Aðstaðan til að borða var einnig hræðilega slök, málsverð- urinn var framreiddur í gluggalausum sal, sem er æfingaaðstaða hnefaleikaklúbbsins, þar gátu menn tyllt sér niður á bekki en engin borð voru við bekkina til að matast á. Viking meö hópferð? Norska liðið hefur kannað möguleika á þvf að taka stuðningsmenn sína með til Akureyrar en alls óvíst er hvort af því verður vegna dræmrar þátttöku. Miðaverðið mun hafa verið um 3.500 krónur eða sem samsvarar 35 þús- und krónum íslenskum. Stuðningsmenn KA létu vel í sér heyra á fyrsta Evrópuleik félagsins í handknattleik, gegn Viking frá Stafangri. Hér mó sjá einn aðdáenda félagsins gefa tón- inn á meðan á leik liðanna stóð í Noregi. Myndir: BG v BMÉI r | -'jzm &" ■ A 1| w « Handknattleikur - Evrópukeppni bikarhafa: Góðir möguleikar KA eftir eins marks tap í Noregi - KA-menn ekki langt frá sigri í fyrsta Evrópuleiknum Einu marki munar á Viking frá Stafangri og KA eftir fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikar- hafa. Norska liðið sigraði í leiknum í Stavanger á laugar- daginn 24:23 og möguleikar KA á að komast áfram hljóta að vera góðir. Hins vegar má segja að Akureyringarnir hafi allt að því kastað frá sér sigri, með óöguðum Ieik á lokamínútunum eftir að hafa verið búnir að brjóta varnir heimaliðsins á bak aftur í síðari hálfleiknum með geysisterkum varnarleik. Steinar Ege, markvörður Vik- ing, var í aðalhlutverkinu á fyrstu mínútum, hann var sá maður sem Norðmenn geta öðrum fremur þakkað góða byrjun sína. Ege var þegar búinn að verja sex skot áður en KA-menn skoruðu sitt þriðja mark og heimamenn virtust vera með öll trompin á hendi til að byrja með. Sóknarleikur KA var einhæfur og lítið virtist vera lagt í skotin og á sama tíma var vömin fullaftarlega og norska liðið fékk nægan tíma til að leika kúnstir sínar fyrir utan. Viking komst í 6:2 og á þeim tíma var farið að fara um stuðningsmenn KA sem fjölmenntu á leikinn og létu vel í sér heyra. Patrekur Jóhannesson skoraði tvö næstu mörk KA en munurinn var sá sami, 8:4 þegar að þætti Jóhanns G. Jóhannssonar kom í hálfleiknum. KA-menn fóru að spila boltanum betur út í hornin og Jóhann þakkaði fyrir sig, skor- aði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn niður í 9:8. Norðmönnum tókst hins vegar að bæta stöðu sína fyrir leikhlé 14:11. Það var hins vegar mjög sterk vörn KA, sem setti heimamenn al- gjörlega út af laginu í byrjun síð- ari hálfleiksins. Norska liðið skor- aði reyndar tvö mörk á fyrstu fimm mínútum hálfleiksins en síð- an kom níu mínútna kafli þar sem Johann G. Johannsson sýndi sinn besta leik í vetur með KA-liðinu á laugardaginn og reif félaga sína upp með sér í sóknarleiknum þegar illa gekk í fyrri hálfleiknum. Hér er hann kominn í vænlega stöðu í hraðaupphlaupi KA skoraði sex mörk án svars og breytti stöðunni úr 16:13 í 16:19. A þessum tíma virtist það vera formsatriði að ljúka leiknum gegn vængbrotnu liði Viking sem ekki virtist eiga sér viðreisnar von. En klaufaskapur í sóknarleiknum og óöguð skot komu KA í koll í lok- in. Heimaliðið nýtti sér það til fullnustu og var öllu sterkara á lokasprettinum. Sigurmark Viking kom þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka og langskot Öystein Stray rataði í markið. Jóhann G. Jóhannsson var besti maður KA í sóknarleiknum, hann var mjög hreyfanlegur sérstaklega í fyrri hálfleiknum og nýtti færi sín vel. Patrekur sýndi snilldar- takta í síðari hálfleiknum eftir fremur slakan fyrri hálfleik. Besti hluti liðsins var samt vömin og þá aðallega vamarleikurinn í síðari hálfleiknum, sem lagði gmnninn að hagstæðum úrslitum. Steinar Ege markvörður var bestur í norska liðinu, Rune Ehr- land náði að setja mörg mörk með keimlíkum skotum af vinstri vængnum en KA-menn ættu alveg að geta sett fyrir þann leka á sunnudaginn. Lítið bar hins vegar á Jan Lauritzen, vinstri handar- skyttu liðsins, sem leikur með landsliðinu. Margir ágætir skot- menn eru í liði Viking, vömin traust og markvarslan sérlega góð. Stöðugleikinn var hins vegar lítill og ótrúlegt að sjá leikmenn liðsins fara úr sambandi á fyrstu mínútum Patrekur Jóhannesson sýndi hvers hann er megnugur í síðari hálfleikn- um með frábærum tilþrifum. Greinilegt var að Norðmennirnir voru hræddir við Patta, og hér hef- ur norski landsliðsmaðurinn, Jan Thomas Laurtizen, læst klónum í hann. síðari hálfleiksins þegar KA-menn breyttu áherslum sínum í varnar- leiknum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.