Dagur - 10.10.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 10.10.1995, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. október 1995 - DAGUR - 5 Skólamál Sautjándi kafli í Aðalnámskrá grunnskóla ber heitið Aðrir náms- þættir. Þar er gerð grein fyrir mik- ilvægum námsþáttum sem falla að nokkru leyti utan námsgreina en er þó brýnt að sinna í skólastarfi. Einn þessara þátta er umferð- arfræðsla. Markmið umferðar- fræðslu felast m.a. í því að nem- endur: - verði sem hæfastir vegfar- endur og skynji umhverfi sitt og umferð út frá sjónarmiði umferðaröryggis - læri að bregðast rétt við ýms- um hættum í umferðinni - þroski með sér varkámi, ábyrgð og tillitssemi í umferð - hafí jákvæð viðhorf til notk- unar öryggisbúnaðar í umferð Umferðarfræðslan byrjar á heimilunum og á leikskólunum áður en skólagangan hefst. Við upphaf skólagöngu þarf að hjálpa nemendum að velja öruggustu leiðina á milli skóla og heimilis. Foreldrar Foreldrar bera ábyrgð á því að bömin fái nauðsynlega fræðslu og læri umferðarreglur. Þeir verða líka að fylgjast með að bömin hjóli ekki úti í umferð- inni fyrr en þau hafa getu til. Þeir verða að sjá til þess að hjólin séu inni í svartasta skamm- deginu. Opinber yfirvöld Bæjar- og sveitarstjómir og Vega- gerð rfkisins skipuleggja og láta gera umferðarmannvirki, þ. á m. vegi, gangstéttir og hjólreiðastíga og sjá um viðhald. Það er einnig í höndum þeirra að ákvarða staðsetningu skóla, íbúðarhúsa og tómstundasvæða. Yrirvöld bera því ábyrgð á að tryggja nemendum eins ömgga leið í skólann og kostur er. Hér á undan hef ég talið upp ýrnsa þætti sem aðilar í þjóðfélag- inu eiga eða ættu að bera ábyrgð á. Því miður er ýmislegt sem betur mætti fara hjá skólanum, foreldr- unum og yfírvöldunum. Sem dæmi nefni ég skólann, sem hefur þá skyldu samkvæmt lögum að ræða þessa þætti við nemendur. Eg veit að margir kennarar gera skyldu sína í þessum efnum en því miður ekki allir. Örfáar mínútur á dag þurfa ekki að taka mikið frá hefðbundinni kennslu. Foreldrar, ég leyfi mér að efast um að allir foreldrar taki þessa hluti alvar- lega. Af hverju sjást þá svo oft böm án endurskinsmerkja og á vanbúnum hjólum úti í umferð- inni? Hvers vegna dettur yfirvöld- um stundum í hug að leggja hrað- brautir alltof nálægt skólunum? Er það blikkbeljan sem hefur forgang eða??? Valgerður Hrólfsdóttir. Endurskinsmerki Um það bil 40% af öllum slysum 'gangandi fóllks verða í myrkri. Skýringin á þessu er m.a. að manneskjan er dagdýr. Auga mannsins hefur ekki þann eigin- leika að sjá vel í slæmu ljósi. Bflstjóri hefur ekki mikla möguleika á að uppgötva þann gangandi í myrkrinu. Þess vegna verður sá sem er gangandi að reyna að sjást betur. Besta leiðin til þess er að nota endurskins- merki. Hinn gangandi sem ekki ber endurskinsmerki sést ekki fyrr en bfllinn er ca. 30 metra frá honum. Hér á undan vitnaði ég í lög og reglur. Engar slíkar reglur eru til um endurskinsmerki. En hugsið ykkur að eitt lítið endurskinsmerki getur verið líf- trygging. Haustið er tími dimmviðris og lélegs skyggnis. Það er nauðsyn- legt að sjá og sjást í myrkrinu. Fræðsla er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn slysum á börnum í umferðinni. Agæti les- andi! Stuðlum að því að fækka slysum á bömum með aukinni fræðslu. Lítum í eigin barm og spyrjum okkur sjálf. Hvað get ég gert til að stuðla að því að ör- yggi barna í umferðinni sé sem best? Svari hver fyrir sig. Hver sér fyr, aftan sig brekku eða bakka. Bíðið þið róleg og heyrið í mér. Enginn erfœddur með augu í Irnakka. Enginn því sér, hvað á bak við hann er. Víst þið verðið að lœra vinstri hlið því teljiðfœra. 1 umferð mótferðu og eflaust þá sérðu að í þvífelst trygging og vit. (Lag: Öxar við ána) Valgerður Hrólfsdóttir. Höfundur er kennari, starfandi á Fræðsluskrif- stofu Norðurlandsumdæmis eystra. LANDSSAMTÖKIN HEIMILI OG SKÓLI Menntamálaráðuneytið: Mótuð verði stefha í upplýsingamáhim Menntamálaráðherra hefur ákveð- ið að mótuð verði stefna í upplýs- ingamálum fyrir menntamálaráðu- neytið. Slík stefnumótun er nauð- synleg til að ráðuneytið sjálft, skólar, menningarstofnanir og aðrar stofnanir á verksviði menntamálaráðuneytisins geti með skipulegum hætti fært sér í nyt þær stórstígu framfarir í upp- lýsinga- og fjarskiptatækni, sem orðið hafa á undanförnum árum. Þessi upplýsingabylting opnar ný tækifæri fyrir íslenskt mennta- og menningarlíf. í þessum tilgangi hafa verið skipaðar þrjár nefndir á vegum menntamálaráðuneytisins, en þær eru: 1. Nefnd um upplýsinga- stefnu á sviði menntamála. Nefndinni er ætlað að fjalla al- mennt um upplýsingabyltinguna og menntakerfið, um nám í tölvu- fræðum eða upplýsingamálum, fjarkennslu, aðbúnað í skóla, kennslugögn í margmiðlunar- formi, hugbúnað o.s.frv. Nefndin mun koma með tillögur til úrbóta þannig að nemendur geti nýtt sér til fullnustu tækifæri upplýsinga- byltingarinnar. FoiTnaður nefndar- innar er Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur. 2. Nefnd um upplýsinga- stefnu á sviði menningarmála. Nefndinni er ætlað að fjalla um hvernig menningarstofnanir geti fært sér upplýsingabyltinguna í nyt, um tengsl menningar og margmiðlunar, aðgang almenn- ings að tölvutækum upplýsingum, áhrif upplýsingabyltingarinnar á íslenskt mál o.s.frv. Formaður nefndarinnar er Hrund Hafsteinsdóttir, lögmaður. 3. Nefnd um innanhúsmálefni ráðuneytisins, vörslu upplýsinga og gagnabanka. Nefndinni er ætlað að fjalla um hvemig ráðuneytið sjálft geti fært sér upplýsingabyltinguna í nyt, unr gagnabanka á sviði mennta- og menningarmála, um úrvinnslu og vistun upplýsinga, samstarf við aðila sem annast gerð og vörslu gagnabanka o.s.frv. Formaður nefndarinnar er Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri. Ásdís Halla Bragadóttir, að- stoðarmaður menntamálaráðherra, hefur umsjón með starfi nefnd- anna, verkaskiptingu og samræm- ingu á milli þeirra. Pétur Ásgeirs- son, hagfræðingur, er starfsmaður nefndanna. Gert er ráð fyrir að til- lögunt verði skilað til mennta- málaráðherra fyrir lok ársins. L Landsvirkjun ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í vatns- hjól ásamt fylgihlutum fyrir Búrfellsstöð í samræmi við útboðsgögn BUR- 01 Verkið felur m.a. í sér deilihönnun, líkantilraun, efnisút- vegun, framleiðslu og prófanir á 6 vatnshjólum í hverfla Búrfellsstöðvar ásamt leiðiskóflum, slithringjum og slitplötum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánu- deginum 9. október 1995 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík, fyrir kl. 13. mánudaginn 27. nóvember 1995, en sama dag kl. 14 verða þau opnuð að Háaleit- isbraut 68, Reykjavík, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. LANDSVIRKJUN, sími 515 9000. EIMSKIP Útboð Breytingar á Oddeyrarskála Eimskip óskar hér eftir með tilboðum á 1. áfanga breytinga á Oddeyrarskála á Akureyri. Helstu verkþættir eru: - einangrun þaks 2.800 fm. - tréveggir 600 fm. - hitakerfi - breytingar á raflögnum Verkið verður unnið í einu lagi á tímabilinu okt.- nóv. '95 og jan.-feb. '96. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Eimskips við Strandgötu á Akureyri. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 11. éélKAUPÞING NORÐURLANDS HF FÉSÝSLA Vikuna 1.-7. október voru viðskipti með hlutabréf 119,9 miiljónir króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf í eftirtöldum fé- lögum: Hlutabréfasjóðnum hf. fyrir 44,3 milljónir króna á genginu 1,77, Granda hf. fyrir 35,5 milljónir króna á genginu 2,21-2,25, íslenskum sjávarafurðum hf. fyrir 15,8 milljónir króna á genginu 1,34- 1,36 og íslandsbanka hf. fyrir 11,0 millj- ónir króna á genginu 1,20-1,22. Viðskipti með Húsbréf voru 3,3 milljónir króna, Spariskírteini ríkissjóðs 135 millj- ónir, Ríkisvíxla 1.108 milljónir og Ríkis- bréf 339 milljónir. Ávöxtunarkrafa Hús- bréfa var í vikunni 5,90-5,96%. SPARISKÍRTEINI RÍKISSJOÐS Tegund K gengi K áv.kr. 92/1D5 1,3423 5,85% 93/1D5 1,2364 5,90% 93/2D5 1,1665 5,85% 94/1D5 1,0600 5,95% 95/1D5 0,9839 5,95% HÚSBRÉF Flokkur K gengi K áv.kr. 94/3 0,9581 6,02% 94/4 0,9546 6,02% 95/1 0,9349 6,02% 95/2 0,9166 5,93% VERÐBRÉFASJÓÐIR Ávöxtunl.okLumfr. verðbólgu síöustu: (%) Kaupg. Sölug. 6 man. 12 man. Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Kjarabréf 5,844 5,903 6,7 7,2 Tekjubréf 1,582 1,598 3,9 5,6 Markbréf 3,203 3235 9,4 7,4 Skyndibréf 2,264 2,264 4,0 4,1 Fjáþjóðasjóður Kaupþing hf. 1,257 1,296 12,3 •11,3 Einingabréf 1 7,703 7,846 5,9 4,5 Einingabréf 2 4,322 4,343 32 1,0 Einingabréf 3 4,931 5,021 5,9 2,4 Skammtimabréf 2,699 2,699 4,1 3,2 Einingabréf 6 1,344 1,385 35,1 17,1 Verðbréfam. Islandsbanka hf. Sj. 1 Vaxtarsj. 3,766 3,765 3,8 2,7 Sj. 2 Tekjusj. 2,049 2,069 3,7 4,8 Sj. 3 Skammt. 2,594 3,8 2,7 Sj. 4 Langt.sj. 1,764 3,8 2,7 Sj. 5 Eignask.frj. 1,703 1,712 3,4 0,9 Sj. 6 ísiand Sj. 7 Þýsk hlbr. Sj. 10 Evr.hlbr. 1,305 1,344 31,3 25,7 Vaxtabr. 2,654 3,7 3,7 Valbr. 2,488 4,8 4,8 Landsbréf hf. íslandsbréf 1,702 1,733 4,9 4,1 Fjórðungsbréf 1,203 1,220 3,9 4,4 Þingbréf 1,979 2,004 4,7 4,3 Öndvegisbréf 1,776 1,799 3,0 1,8 Sýslubréf 1,757 1,780 4,9 8,1 Reiðubréf 1,625 1,625 4,1 3,4 Launabréf 1,070 1,086 1,8 1,9 Heimsbréf 1,543 1,590 23,0 4,7 HLUTABREF Sölu- og kaupgengi á Verðbréfaþingi íslands: Hagst. tilboð Lokaverð Kaup Sala Alm. hlutabr.sj. hf. 1,08 1,12 1,17 Auðlindarbréf 1,38 1,32 1,38 Eignfél. Alþýðub. 1,08 1,05 Eimskip 5,38 5,38 5,45 Flugleiðir 2,35 2,36 2,39 Grandi hf. 2,23 2,19 2,25 Hampiðjan 3,00 2,98 3,05 Haraldur Böðv. 2,43 2,43 2,49 Hlutabréfasjóðurinn 1,90 1,63 1,91 Hlutabréfasj. Norðurl. 1,46 1,41 1,46 Hlutabréfasj. VÍB 1,27 1,32 jslandsbanki hf. 1,22 1,20 1,24 Isl. hlutabréfasj. 1,34 1,30 1,35 Jarðboranir hf. 1,90 1,82 2,10 Kaupfélag Eyf. 2,15 2,15 2,30 Lyfjaverslun Islands 2,05 1,93 2,20 Marel hf. 3,80 3,70 4,10 Olís 2,60 2,36 2,80 Olíufélagið hf. 5,80 5,67 6,00 Síldarvinnslan hf. 3,15 3,07 3,20 Skagstrendingur hf. 3,00 2,95 3,10 Skeljungur hf. 3,45 3,60 4,20 SR mjöl 2,10 2,02 2,10 Sæplast 3,38 3,34 3,45 Útgerðarfélag Ak. 2,83 2,88 2,99 Vinnslustöðin 1,01 1,01 1,04 Þormóður rammi hf. 3,25 3,12 3,50 Sölu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaöinum: Bifreiðaskoðun Isl. 2,15 1,00 Hraðfrystihús Eskifjarðar 2,60 2,90 jsl. sjávaralurðir 1,34 1,36 1,40 ísl. útvarpsfél. 4,00 Pharmaco 6,70 6,70 7,90 Samein. verktakar hf. 7,50 7,51 8,80 Samskip hf. 0,85 1,00 1,05 Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,05 12,00 Skinnaiðnaðurhf. 2,65 2,50 2,65 Softis hl. 6,00 Sölusamb. ísl. fiskframl. 1,85 1,80 1,89 Tollvörug. hf. 1,10 1,10 Tryggingarmiðst. hf. 6,00 5,15 Tæknival hf. 1,49 1,45 1,78 Tölvusamskipti hf. 2,20 1,00 2,70 DRÁTTARVEXTIR September 15,00% Október 15,00% MEÐALVEXTIR Alm. skuldabr. lán september Alm. skuldabr. lán október 11,90% 11,90% Verðtryggð lán september Verðtryggö lán október 8,90% 8,90% LÁNSKJARAVÍSITALA Október 3438 VÍSITALA NEYSLUVERÐS Október 174,1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.