Dagur - 10.10.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 10.10.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 10. október 1995 Sýslumaöurinn á Akureyri Haíraretræii 107,600 Akure»ri, Oldrunarlækningadeild tekur til starfa á Kristnesi: Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu emb- ættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 13. október 1995 kl. 10, á eftirfarandi eignum: Birkilundur 1, eignarhl. Akureyri, þingl. eig. Gunnar Sigtryggsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki ís- lands. Gamla búð, Svalbarðseyri, þingl. eig. Lárus Hinriksson, gerðarbeið- endur Landsbanki íslands og Sýslumaðurinn á Akureyri. Gránugata 14, hesthús, Akureyri, þingl. eig. Halldór I. Tryggvason, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri. Grund, Grýtubakkahreppi, þingl. eig. Guðrún Fjóla Helgadóttir, gerð- arbeiðandi Stofnlánadeild landbún- aðarins. Hatnarstræti 97, hl. 2D, Akureyri, þingl. eig. Hönnunar- og verkfræði- stofan h.f., gerðarbeiðendur Akur- eyrarbær, Iðnlánasjóður og Sýslu- maðurinn á Akureyri. Hjarðarslóð 1a, eignarhl. Dalvík, þingl. eig. Þórir Ó. Guðmundsson, gerðarbeiðandi Árni Sigurðsson. Langahlíð 3f, Akureyri, þingl. eig. Gunnar Snorrason og Ólína Krist- jánsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, Landsbanki ís- lands og íslandsbanki h.f. Loðdýrabú, Möðruvellir 4, Arnar- neshreppi, þingl. eig. Ræktunarfé- lag Norðurlands, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Lóð úr landi Grundar, refabú, Grýtubakkahreppi, þingl. eig. Guð- rún Fjóla Helgadóttir, gerðarbeið- andi Stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Melasíða 4i, Akureyri, þingl. eig. Jórunn Finnsdóttir, gerðarbeiðandi íslandsbanki h.f. Núpasíða 2e, eignarhl. Akureyri, þingl. eig. Viðar Magnússon, gerð- arbeiðandi íslandsbanki h.f. Rauðavík, Árskógshreppi, þingl. eig. Kolbrún Kristjánsdóttir, gerðar- beiðandi Stofnlánadeild landbúnað- arins. Sjávargata 4, Hrísey, þingl. eig. Birgir Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Ráðgarður skiparáðgjöf h.f. Tryggvabraut 22, hl. 01-01, Akur- eyri, þingl. eig. Einarsbakari' h.f., gerðarbeiðandi íslandsbanki h.f. Tryggvabraut 22, hl. 01-02, Akur- eyri, þingl. eig. Einarsbakarí h.f., gerðarbeiðandi íslandsbanki h.f. Ægisgarður, norðurhl. Hjalteyri, þingl. eig. Jón R. Jónsson, gerðar- beiðandi Landsbanki íslands. Sýslumaöurinn á Akureyri, 9. október 1995. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 07.10.1995 (j) (2 @(í l)® (u) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5 »( 5 3 677.860 2. piús5 ^ W 3 114.990 3. 4al5 127 4.680 4. 3af 5 2.594 530 Heildarvinningsupphæð: 4.347.730 M i BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Já... en ég nota nú yfirleitt beltið! úz IFERÐAR ,Ð r0 Gamall draumur rætist Öldrunarlækningateymi FSA. Frá vinstri: Haildór Halldórsson, yflrlæknir, Valgerður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ólöf Leifsdóttir, yflriðjuþjálfi, Helga Sigfúsdóttir, sjúkraþjálfari, Guðbjörg Helga Hjálmarsdóttir, félags- ráðgjafi, og Álfheiður Karlsdóttir, aðstoðarmaður iðjuþjálfa. Myndir: Halldór. Hlutverk iöjuþjalfa a öldrunarlækningadeild er: - að meta færni í gthöfnum daglegs lífs og auka hana ef kostur er - að meta vitræna starfsemi og skynúrvinnslu með prófun- um. í samtölum og með því að fylgjast með sjúklingum í þjálfun og afþreyingu - að meta hjálpartækjaþörf. þjálfa notkun hjálpartækja og útvega tæki við hæfi ■ að fara í heimilisathuganir, meta hjálpartækjaþörf þar, hvort breyta þarf innrétting- um og yfirfara öryggismál að þjálfa einstaklinginn al- mennt, t.d. helftarlamaða, gigtsjúklinga o.fl. Iðjuþjálfun gegnir mikilvægu hlutverki í öldrunarlækningum. Nú um mánaðamótin rættist langþráður draumur margra þegar öldrunarlækningadeild tók til starfa á Kristnesi, en starfsemin á Kristnesi er sem kunnugt er hluti af starfsemi Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Öldrunarlækningadeild hef- ur ekki áður verðið á Norður- landi, en slíkar deildir hafa verið í Reykjavík síðan 1975 og eru vel þekktar erlendis. Samkvæmt heilbrigðisáætlun skulu öldrun- arlækningadeildir í Reykjavík og á Akureyri vera lykilstofnanir í öldrunarþjónustu og þegar FSA yfirtók rekstur Kristnesspítala í ársbyrjun 1993 var í samningi við heilbrigðisráðuneytið ákvæði um rekstur öldrunarlækninga- deildar á Kristnesspítala. Nú er það orðið að veruleika. En hvað er öldrunarlækninga- deild, kunna margir að spyrja. „Starfsemi öldrunarlækningadeilda er fyrst og fremst greining sjúk- dóma, mat á sjálfsbjargargetu aldr- aðra og hjálparþörf þeirra, könnun á félagslegum aðstæðum og úr- lausn þessaia rnála, en ekki síst endurhæfing. Markmiðið er að gera öldruðum kleift að búa sem lengst á eigin heimilum, sem er ósk þeirra tlestra,“ segir Halldór Halldórsson, yfirlæknir öldrunar- lækningadeildarinnar. Ásamt hon- um starfa við öldrunarlækninga- teymi FSA Guðbjörg Helga Hjálmarsdóttir, félagsráðgjafi, Valgerður lónsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, Helga Sigfúsdóttir, sjúkraþjálfari, og Kristín Halldórs- dóttir, iðjuþjálfi, sem þó kemur ekki til starfa fyrr en um áramót en Álfheiður Karlsdóttir, aðstoðar- maður iðjuþjálfa, mun að hluta sinna iðjuþjálfun undir handleiðslu Ólafar Leifsdóttur, yftriðjuþjálfa. Á Kristnesi er sem kunnugt er einnig rekin endurhæfingardeild og munu sjúkraþjálfarar og iðju- þjálfar deildanna hafa sameigin- lega vinnuaðstöðu og samvinna deildanna verður náin að mörgu öðru leyti, enda má segja að starf- semi öldrunarlækningadeilda sé að mestum hluta endurhæfíng aldr- aðra. Dregur úr vistun á stofnunum Með tilkomu öldrunarlækninga- deildar á Kristnesi er að rætast gamall draumur starfsfólks í öldr- unarþjónustu á Akureyri. „Við höfum talið afar mikilvægt að þessi þjónusta kæmist á og erum búin að bíða í ein 10 ár eftir þessu. Reynsla annarra er sú að með öldr- unarlækningaþjónustu dragi veru- lega úr þörf fyrir varanlega vist á stofnun. Það segir sig sjálft að með hverjum einstaklingi sem gert er kleift að búa á eigin heimili í stað þess að leggjast varanlega inn á hjúkrunardeild er hægt að spara verulegar fjárhæðir. Því að það kostar 2-2,5 milljónir að vista hjúkrunarsjúkling í eitt ár,“ segja þau í öldrunarlækningateyminu. Þörfín til staðar Þau segja ljóst að þörfin fyrir þessa þjónustu er til staðar. „Menn hafa auðvitað vitað um það í nokk- urn tíma að það stæði til að hefja þessa starfsemi og þegar við byrj- uðum voru 20 manns á biðlista. Samkvæmt reynslu annarra þjóða lætur nærri að 1,5% af íbúum 70 ára og eldri þurfi á öldainarlækn- ingaplássum að halda. Á Noður- landi eystra eru um 2070 íbúar á þessum aldri og því þörf á allt að 30 rúmum á öldrunarlækninga- deild FSA. Fyrst um sinn þykir okkur rétt að stefna að 20 rúma deild, þar sem ekki er fyrir hendi reynsla af þessari þörf á svæði Verksvið félagsráðgjafa á öldrunarlækningadeild er m.a.: - að vinna ásanit öðrum í teyminu að forgangsröðun sjúklinga við innlagnir -að styðja við sjúklinga og aðstandendur - að veita upplýsingar um fé- lagsleg réttindi og úrræði - að vera tengiliður við að- standendur og ýmsar stofn- anir - að vinna að undirbúningi út- skrifta og annast eftirfylgd. dregur verulega úr þörf fyrir var- anlegri vist á stofnunum og fólk get- ur lengur búið á eigin heimilum. í sjúkraþjálfun á öldrunar- lækningadeild felst m.a.: - að auka þol og þrek að auka styrk og liðleika - að minnka verki og stuðla þannig að aukinni færni og betri líðan einstaklingsins - að meta þörf gönguhjálpar- tækja - að fara í heimilisathuganir - að vinna með öðrum í teym- inu að því að gera einstakl- inginn sem mest sjálfbjarga. FSA og einnig takmarkast þetta af því húsnæði sem er fyrir hendi. Til að byrja með mun deildin hafa 8 legurými,“ sögðu þau. Þegar þau voru var spurð um reynslu Reykvíkinga af öldrunar- lækningadeild sögðu þau að lengi framanaf hefði mönnum fundist að þeir væru ekki að gera jafn mikið gagn og þeir gætu. Það hefði helg- ast af því að of mikið var urn að á öldrunarlækingadeildina væri sent fólk sern með réttu hefði átt að vistast á öðrum deildum, sökum mikils skorts á hjúkrunarplássi. Með breyttum vinnubrögðum væri virkni deildarinnar hins vegar að aukast, ekki síst í kjölfar þess að tekið var upp faglegt vistunarmat á öllum þeim sem sóttu um að kom- ast á stofnanir. Þar með er úr sög- unni að fólk komist inn fyrir t.d. klíkuskap og styttust biðlistar til muna. Teymisvinna Sérkenni öldrunarlækningadeilda er svokölluð teymisvinna starfs- manna með mismunandi sérhæfða menntun, öldrunarlækna, hjúkrun- arfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálf- ara, félagsráðgjafa og oft einnig talþjálfa, sálfræðinga og ýmissa aðstoðarmanna. Öldrunarlæknis- fræðileg teymi sinna öllum þáttum sem skipta máli fyrir velferð hvers skjólstæðings og samræma óskir hans og þarfir í öllum þjónustu- þáttum. Slík teymi virða ekki hefðbundin mörk milli deilda eða stofnana né milli heilbrigðisþjón- ustu og félagslegrar þjónustu, né milli rikis og bæja. í því skyni að auðvelda öldruð- urn að búa áfram í heimahúsum þurfa starfsmenn teymisins að vinna mikið utan sjálfrar deildar- innar, gera heimilisathuganir í samvinnu við aðstandendur og að- ila sem veita þjónustu í heimahús- um. Eftir að fólk er útskrifað mun starfsfólk deildarinnar reyna að fylgjast með því eftir mætti til að sjá hvort árangur verður viðvar- andi. Valgerður Jónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, sagðist stefna á að gera heilsufarsmat u.þ.b. mánuði Markmið hjúkrunar á öldrunarlækningadeild eru: - að veita sjúklingi meðferð samkvæmt hjúkrunargrein- ingu - að hjálpa hverjum cinstakl- ingi til sjálfsbjargar - að endurhæfa sjúklinginn að raunhæfu marki -að kenna sjúklingi að lifa með þeim takmörkunum á heilsufari og sjálfsbjargar- getu sem ekki verður ráðin bót á ~ að einstaklingur lifi með reisn, sáttur og virkur -að stuðla að því að jieir sjúklingar sem ekki fá bata. njóti sem bestrar líl'slyllingar og hljóti IViðsælt ævikvöld. eftir að fólk útskrifast til að sjá hvernig gengur og sömuleiðis mun Helga Hjálmarsdóttir, félagsráð- gjafi, fylgjast með fólki eftir að heim er komið. í þessu sambandi segir Halldór að lögð verði rík áhersla á góða samvinnu við starfsfólk heilsu- gæslustöðva og öldrunarþjónustu sem annast einstaklinga eftir út- skriftir af deildinni svo sem heimahjúkrun og heimaþjónustu aldraðra. Starfið fyrstu dagana Þau sögðu að fyrstu dagana væru þau að átta sig á hvernig störfum verði háttað í framtíðinni. „í sam- vinnu við þá sem leita eftir þjón- ustu okkar munum við finna út hvaða þjónustu er þörf á að veita og hve þörfin er mikil. Það fólk sem leggst hér inn þarf að venjast því að allir einstaklingar teymisins eigi við það viðtal og meti aðstæð- ur þeirra hver eftir sinni sérþekk- ingu. Við höldum teymisfundi vikulega og reynum sameiginlega að finna hvernig við getum best hjálpað hverjum og einum þó það verði alltaf í samvinnu við sjúkl- inginn.“ Deildin mun ekki geta annast bráðainnlagnir heldur verður beiðni um innlögn að koma frá heilsugæslulæknum, læknum ann- arra deilda FSA og jafnvel annarra sjúkrahúsa eða stofnana. Mark- miðið er að taka sérhverja beiðni til athugunar innan viku frá því að hún hefur borist, helst rneð viðtali við þann aldraða þar sem hann er staddur. í upphafi verður ekki um móttökudeild eða göngudeild að ræða. Allt kostar peninga Kostnaður við heilbrigðisþjónust- una er sígilt umræðuefni og hefur ekki síst verið mjög ofarlega á dagskrá að undanförnu í tenglsum við fjárlagagerð. Halldór sagðist líta svo á að endurhæfing og öldr- unarlækningar væru í raun fyrir- byggjandi aðgerðir sem gætu spar- að mikið. „Það er alltaf talað mik- ið um hvað heilbrigðiskerfið kost- ar mikla fjármuni. Hins vegar er nánast aldrei rætt um gagnsemi þjónustunnar," sagði Halldór Hall- dórsson. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.