Dagur - 11.10.1995, Side 1

Dagur - 11.10.1995, Side 1
78. árg. Akureyri, miðvikudagur 11. október 1995 195. tölublað Samherji hf. hyggst fjárfesta í þýska útgerðarfyrirtækinu DFFU: Sameiginleg markaðssetning getur styrkt okkar markaðsstöðu - segir Kristján Vilhelmsson, einn eigenda Samherja hf. Utgerðarfyrirtækið Samherji hf. á Akureyri hefur átt í samingaviðræðum við útgerðar- fyrirtækið Deutche Fischfang Union GmbH & Co. KG (DFFU) í Cuxhaven í Þýskalandi um þátttöku Samherja hf. í hinu þýska fyrirtæki. Viðræðurnar eru vel á veg komnar og er stefnt að því að ljúka þeim í byijun næsta mánaðar. Ef samningar takast mun hlutur Samherja hf. í tyrir- tækinu verða umtalsverður en ein meginforsenda þess að Samherji hf. taki þátt í rekstrinum er að breytingar verði á starfsmanna- haldi og núverandi atvinnustarf- semi DFFU í landi verði aðskilin frá útgerð fyrirtækisins. Núverandi eigendur DFFU eru Fiskmarkaðurinn í Cuxhaven, Cux- havenborg, Forzen Fish Intema- tional GmbH (áður Nordsee Deut- sche Hochseeficherei GrnbH) og Nordstem Lenbensmittel. Fyrirtæk- ið á nú og rekur þrjá verksmiðju- togara og eitt skip sem gert er út á ísfiskveiðar. Rekstur DFFU hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og hefur það leitt til þess að félagið liefur þurft að fækka starfsfólki og selja skip. Nú síðast verksmiðju- togarann Hannover, sem er hjá Slippstöðinni-Odda hf. á Akureyri vegna breytinga, en hann hefur ver- ið seldur til Namibíu. Fyrirhugað er að endur- skipuleggja rekstur DFFU með þátttöku Samherja hf. og nýta með þeim hætti íslenska þekkingu á svið veiða og vinnslu um borð og er reiknað með að í rekstri verði fjórir verksmiðjutogarar. DFFU hefur veiðiheimildir í Barentshafi, við Grænland og í Norðursjó. Kristján Vilhelmsson, einn eig- enda Samherja hf., segir ekki ákveðið hverstu stór hlutur Sam- herja hf. verði gangi samningar eft- ir en ekki sé um að ræða meirihluta í fyrirtækinu og eingöngu sé urn að ræða þátttöku í útgerðinni, ekki landvinnslu. „Þessi kaup hafi ekk- ert að gera með skipastól Samherja hf., kaup á skipum af DFFU eða með öðram hætti. Við komum til með að eiga mann eða menn í stjóm í samræmi við okkar hlut ef þessar samningaumleitanir verða jákvæðar. Fyrirtækið á veiðiheim- ildir í Barentshafi, við Grænland og í Norðursjó og þær eru nægjanlega miklar til að gera út skipin á þessi mið. Við teljum að þama getum við byggt upp öflugt fyrirtæki og það er hagur að eiga hlut í þannig fyrir- tæki. Síðan kemur til markaðsþekk- ing og þannig gæti markaðssetning orðið að verulegu leyti sameiginleg fyrir Samherja hf. og DFFU og þannig styrkt okkar markaðsstöðu,“ sagði Kristján Vilhelmsson. f byrjun þessa árs gerði Samherji hf., Strýta hf. og Söltunarfélag Dal- víkur hf. samning við Royal Green- land as. á Grænlandi um samstarf á sviði markaðsmála og vöraþróunar, sem m.a. þýðir að rækju verður framvegis pakkað í neytendapakkn- ingar. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf„ sagði við undirritun þess samnings að stefnt væri að víðtækara sam- starfi í framtíðinni og frekari vöra- þróun á öðrum sviðum. Verði af samningum við DFFU nú ætti það að tryggja markaðsstöðu og vöra- þróun enn frekar. GG Fengu litabækur um brunavarnir Lionsklúbbarnir Hængur og Ösp á Akureyri afhentu í gær og fyrradag öllum börnum í þriðja bekkjardeildum grunnskóla á Ak- ureyri litabók að gjöf, sem fjallar um brunavarnir á heimilum. Þetta gera Lionsmenn í tilefni af þjónustudegi Lionshreyfingarinn- ar sem var 8. október sl. A mynd- inni, sem var tekin í gærmorgun, er Jón Knutsen, slökkviliðsmað- ur, að kynna nemendum þriðja bekkjar Lundarskóla innihald litabókarinnar. óþh/Mynd: bg. UA leigir tvo Suðurnesjabáta: Fara á línutvöföldun Utgerðarfélag Akureyringa hf. og íslenskir aðalverk- takar sf. á Keflavíkurflugvelli skrifuðu í gær undir leigusamn- ing á skipunum Aðalvík KE-95 og Ljósfara GK-184 og er gildis- tími samningsins frá 20. október nk. til 29. febrúar 1996. Skipin verða gerð út á línutvöföldun frá Suðurnesjum en afli þannig veiddur telst aðeins að hálfu leiti til aflamarks. Ahafnir verða frá Suðumesjum og afla landað þar en Útgerðarfé- lag Akureyringa hf. ntun með samningnum hafa ráðstöfunarrétt á aflanum. Aðalvík KE var áður gerð út af Stakksvík hf. sent sleit leigusamningi við Islenska aðal- verktaka fyrr á árinu og Ljósfari GK hefur legið í Sandgerðishöfn í liálft annað ár. Aðalvík KE er 211 tonn að stærð, srníðuð í Þýska- landi 1965 og hefur 1020 tonna þorskígildiskvóta sem fylgir. Ljósfari KE er 132 tonn að stærð, smíðaður í Noregi 1960 en er kvótalaus á þessu fiskveiðiári. Þess má geta að einn togara ÚA, Sólbakur EA-307, var keyptur frá Keflavík fyrir nokkrum árum og hét þá Aðalvík. GG Obreytt afuröastöövakerfi leiöir bændur til glötunar - aö mati Gunnlaugs A. Júlíussonar Igær hófst í Reykjavík auka- fundur Bændasamtaka ís- lands um nýgerðan búvöru- samning bænda og ríkisvalds um framleiðslu kindakjöts. Gunnlaugur A. Júlíusson, nú- verandi sveitarstjóri á Raufar- höfn og fyrrv. aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar í land- búnaðarráðuneytinu og hagfræð- ingur bændasamtakanna, fjallar um búvörusamninginn í Degi í dag og heldur því fram að bænd- ur ríghaldi í dýrt og óskilvirkt afurðastöðvakerfi sem sé að ieiða þá til glötunar. Orðrétt segir Gunnlaugur í greininni: „Einungis örfá slátur- hús era í eigu annarra en bænda og samvinnufélaga. Að mínu mati liggur vandinn í því að bændur eru í dag ósamstíga og sundraðir þegar kemur að skipu- lagningu afurðastöðvakerfisins. Það ríkir sundurlyndi miíli fyrir- tækja, hrepparígur ræður ferð- inni varðandi samstarf og sam- rekstur og önnur framtíðarsýn en að hanga á núverandi fyrirkomu- lagi virðist varla vera fyrir hendi. Bændur, verkalýðsfélög og sveitarstjómir berjast á hverjum stað gegn því að fækka sláturhúsum til að missa ekki at- vinnuna út af svæðinu. Þannig ríghalda bændur sjálfir í of dýrt og óskilvirkt kerfi, sem er að leiða þá til glötunar.“ óþh Sjá „Sjónarmiti á Miðvikudegi“ á bls. S. Forstöðumaður atvinnuskrifstofu: Nöfn umsækjenda Eins og fram hefur komið voru tólf umsækjendur um stöðu forstöðumanns at- vinnuskrifstofu Akureyrar- bæjar. Þeir eru: Baldvin Bjömsson, Staðarfelli, Berglind Hallgríms- dóttir, Akureyri, Helgi Jóhann- esson, Hvolsvelli, Hrafn Hrafnsson, Glæsibæjarhreppi, Ingimar R. Ingimarsson, Akur- eyri, Magnús Þorvaldsson, Ak- ureyri, Ólafur Þ. Jónsson, Akur- eyri, Sigurður Sigurðsson, Reykjavík, Símon H. Vilbergs- son, Akureyri, og þrír umsækj- enda óskuðu nafnleyndar. Atvinnumálanefnd voru kynntar umsóknir á fundi í gær, en Guðntundur Stefánsson, for- maður nefndarinnar, sagði erfitt að segja á þessu stigi hve langur tími mun líða þar til ákvörðun verður tekin. HA Melrakkaslétta: Tvo háhyrninga rak á land Tvo háhyrninga hefur rekið á Sléttu, annan rétt norðaust- an við Núpskötlu en hinn á Oddsstaðareka, tæplega tvo kílómetra þar frá. Það var í fyrradag sem Haraldur Sigurð- arson á Núpskötlu fann háhyrn- ingana og gaf hann björgunar- sveitinni á Kópaskeri hvalrek- ann í landi Núpskötlu. Háhymingamir eru rúmlega sex metra langir og mun óvenju- legt að slíkar skepnur reki þama þar sem þær era lítið á grunnslóð. Haraldur sagðist ekki vita hvort hvalrekinn yrði rannsakaður, en hann telur að hvalina hafi rekið lifandi á land. Björgunarsveitar- menn tóku prafu af kjöti í fyrra- kvöld, en Sigurði var ekki kunn- ugt um framhald málsins. Ýmsir hafa haft samband við Sigurð og falast eftir ýmsum líkamshlutum skepnunnar í Núpskötlufjöru, en hún er karlkyns. M.a. hefur verið spurt eftir beinagrindinni af hvaln- um en einhverjir munu hafa hug á að koma henni á safn. Sigurður hefur vísað slíkum erindum á björgunarsveitina, sem eiganda hvalsins. IM Skandia tifc Lifandi samkepp W m - lœgri idgjöld Geislagötu 12 • Sími 461 2222

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.