Dagur - 13.10.1995, Qupperneq 3
Föstudagur 13. október 1995 - DAGUR - 3
FRÉTTIR
Kattaeinangrun í Hrísey:
Vafasamt að
gjaldtakan
fái staðist
Eigandi kattar sem fluttur var í
Einangrunarstöð ríksins í Hrísey
eftir búferlaflutning eigandans
erlendis frá kærði það gjald sem
hann þurfti að greiða, krónur
83.426, til umboðsmanns Al-
þingis.
Samkvæmt reikningum Ein-
angrunarstöðvarinnar fyrir árið
1992 eru tekjur af gæludýrum
51,6% af heildartekjum ársins en
gjöld stöðvarinnar af gæludýrum
aðeins 29,5%. Telur kærandinn að
gjaldi vegna gæludýra sé haldið
óeðlilega háu til niðurgreiðslna á
gjaldi fyrir nautgripi en Einangr-
unarstöðin er bæði fyrir nautgripi
og smádýr og er rekstur þeirra
sameiginlegur.
Landbúnaðarráðuneytið telur
að daggjöld fyrir hunda og ketti
séu þjónustugjöld en ekki skattur
og reiknuð út frá rekstraráætlun
sem gerð var árið 1989 vegna fyr-
irhugaðrar opnunar stöðvarinnar. í
lögum nr. 54/1990 um innflutning
dýra er ekki gert ráð fyrir að
greiða skuli gjald fyrir einangrun
gæludýra í Einangrunarstöð ríkis-
ins og því telur umboðsmaður Al-
þingis, dr. Gaukur Jörundsson,
vafasamt að gjaldtakan fái staðist
og vafasamari sökum þess að
gjaldið verði að teljast allhátt og
miði beinlínis að því að ganga til
reksturs stöðvarinnar. Kattareig-
andanum hafi heldur ekki, í sam-
ræmi við vandaða stjómsýslu-
hætti, verið tilkynnt fyrirfram
hvaða kostnað gæti þama verið
um að ræða. Dr. Gaukur Jörunds-
son telur ástæðu til að mælast til
þess við landbúnaðarráðuneytið
að það taki til athugunar grundvöll
og fjárhæð þess gjalds sem kattar-
eigandanum var gert að greiða og
sett verði í lög ótvíræð heimild til
gjaldtöku af þessu tagi. Leiði at-
hugun landbúnaðarráðuneytisins
ekki til þeirrar niðurstöðu sem áð-
umefndur kattareigandi telur við-
unandi, mun umboðsmaður Al-
þingis taka afstöðu til þess hvort
rétt sé að mæla með gjafsókn til
höfðunar máls til endurgreiðslu
gjaldsins, verði leitað eftir gjaf-
sókn í málinu. GG
Akureyri:
Með sög og klauf-
hamar í innbrotið
Lögreglan á Akureyri náði í
fyrrinótt þremur unglingspiltum
við verslunina Esju þar sem þeir
ætluðu að brjótast inn.
Piltarnir voru nokkuð vel búnir
því þeir höfðu meðferðis sög og
klaufhamar en þau áhöld komu að
litlum notum því innbrotstilraunin
var stöðvuð af lögreglunni í tæka
tíð.
Piltamir þrír voru keyrðir til
heimila sinna eftir heimsókn á
lögreglustöðina. Þeir hafa aldrei
áður komið við sögu hjá lögregl-
unni.
Að öðru leyti var heldur rólegt
hjá lögreglunni á Akureyri í gær
og fyrrinótt. Þó varð hjólreiða-
maður fyrir bíl á Þingvallastræti
við KA-húsið en ökumaður bílsins
sá reiðhjólamanninn aldrei enda
var hjól hans Ijóslaust. JÓH
Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda:
Framsal þorskafla-
hámarks milli smábáta
kann að verða leyft
- segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráöherra
Aðalfundur Landssambands
smábátaeigenda hófst í gær-
morgun á Hótel Sögu í Reykja-
vík en fyrir fundinum liggur
m.a. að móta stefnuna í baráttu-
málum smábátaeigenda. Arthur
Bogason, formaður LS, sagði við
setningu fundarins að á fyrsta
ári kvótakerfisins haft 890 bátar
veitt 17 þúsund tonn af þorski af
280 þúsund tonna heildarafla.
Það ár var hlutur smábátaeig-
enda 6% heildarþorskaflans en á
árinu 1994 voru tæplega 1.500
smábátar við veiðar og afli þeirra
45 þúsund tonn af þorski af 180
þúsund tonna heildarafla, eða
25%, eða fjórðungur alls aflans.
Þorsteinn Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, sagði í ávarpi sínu
að hugsanlega yrði leyft að fram-
selja þorskaflahámark milli smá-
báta en það hefur ekki verið leyft
til þessa. Sjávarútvegsráðherra
sagði í samtali við DAG að hann
haft verið að greina frá þeim atrið-
um sem hann hafi orðið var við í
samtölum við forystumenn smá-
bátaeigenda og eins einstaka
trillukarla og með því væri hægt
að laga lögin og gera þau jrjálli og
framkvæmanlegri.
„Eg er tilbúinn til að ræða við
forystumenn smábátaeigenda að
loknu þingi þeirra ef það er vilji af
þeirra hálfu til að fara í viðræður
um slíkar lausnir eins og t.d. fram-
sal þorskaflahámarks o.fl. Allar
breytingar verða þó að gerast inn-
an þeirra heildarmarka sem menn
eru bundnir af gagnvart heildar-
kvóta en ég tel að það sé hægt að
laga lögin með ýmsu móti og
ýmsar ábendingar sem komið hafa
fram hjá trillukörlum í viðræðutn
við mig eru bundnar ákveðnum
rökum og það er hægt að laga lög-
in ef nienn setjast yfir það. Fram-
sal þorskaflahámarks hjá smábát-
um á ekki að auka afla þeirra fram
yfir aflahámark," sagði Þorsteinn
Pálsson, sjávarútvegsráðherra. GG
A AKUREYRI
TÖLVUTÆKI BÝÐUR NÚ AT.T.A
Canon skrifstofutækjalínuna
LJÓSRITUNARVÉLAR
REIKNIVÉLAR
FAXTÆKI
PRENTARA
Þú þekkir CðfllOH
Þú þekkir T#LVUTÆICI
tClvutæki
FURUVÖLLUM 5 • SÍMI462 6100
Ymis
tilboð
i
gangi
á
föstudag
m m é
ipi
iWí Jr(