Dagur - 13.10.1995, Side 5

Dagur - 13.10.1995, Side 5
HVAÐ ER A-D C E RA5T Föstudagur 13. október 1995 - DAGUR - 5 írsk menníitgar- hátíð á Akureyri Irsk menningarhátíð hefst formlega í dag kl. 17 í Listasafninu á Akur- eyri þegar Bjöm Bjarnason, menntamálaráðherra, opnar hátíð- ina og jafnframt myndlistarsýningu írsku málaranna Jackie Stanley, Guggi og James Hanley, auk þess sem The Curfew Press sýnir nútíma handritið „The Bible of Dreams“. Þessir listamenn eru gott dæmi um þá grósku sem ríkir í írskri mynd- list í dag. Við opnunina mun Jacqu- elin Simm leika á óbó. Sýningin stendur til 5. nóvember nk. og verður Listasafnið opið alla daga kl. 14-18. I kvöld mun síðan Leikfélag Akureyrar frumsýna nýja leikgerð írans Michael Scott á hinu klass- íska meistaraverki gotnesku hryll- ingssagnanna Dracula. Bram Sto- ker höfundur bókarinnar var borinn og bamfæddur Dublinarbúi. Á morgun kl. 14 verður opinn fundur með írsku listamönnunum í Deiglunni í Grófargili. Helgin 20.-22. október verður Björn. Dracula. helguð írskum bókmenntum. Upp- lestrar, fyrirlestrar og umræður. Sigurður A. Magnússon mun ræða um James Joyce og þýðingu sína á Ódysseifi. Þá mun bókaútgáfan Fjölvi kynna nýútkomna bók um írland eftir Sigurð A. Magnússon í Deiglunni. Á meðan á öllu þessu stendur munu veitingahús og krár skapa írskt andrúmsloft með að bjóða upp á írska tónlist, drykki, mat og ann- að til að skemmta fólki. Sérstök gistitilboð verða boðin fyrir þá sem vilja sækja bæinn heim. Dúettínn PAR-ÍS á Odd-Vitanum Það verður líf og fjör á Odd-Vitanum við Strandgötu um helgina, en hann hefur nú verið opinn í hálfan mánuð og hefur fengið hreint prýðis viðtökur. I kvöld og annað kvöld sér dúett- inn PAR-ÍS um að skemmta gestum Odd-Vitans. Húsið verður opið kl. 20- 03 bæði kvöldin. Tekið skal fram að frítt er inn á Odd-Vitann alla daga. Valgerður með píanó- tónleika Valgerður Andrésdóttir heldur pí- anótónleika í sal Tónlistarskólans á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 16. Valgerður, sem búsett er í Danmörku, hélt sína fyrstu tón- leika á íslandi árið 1990 og hefur síðan spilað margoft bæði ein og með öðrum á tónleikum á Norður- löndum og í Þýskalandi. Hún stundaði nám m.a. hjá Önnu Þor- grímsdóttur og Margréti Eiríks- dóttur hér á íslandi og seinna við Tónlistarháskólann í Berlín þaðan sem hún lauk prófi árið 1992. Á efnisskránni eru verk eftir Jórunni Viðar, Debussy, Chopin, Mozart og Liszt. Milljóna- mæringamir og Snigla- bandið í Sjallanum í kvöld, föstudagskvöld, skemmtir hljómsveilin Milljónamæringarnir gestum Sjallans á Akureyri. Mun þetta vera í annað skipti sem hljómsveitin spilar á Akureyri síð- an Páll Óskar Hjálmtýsson hætti með hljómsveitinni og nýr söngv- ari tók við. Sjallinn ætlar að bjóða nemendum framhaldsskólanna á Akureyri, MA og VMA, frítt inn á ballið til kl. 00.30. Annað kvöld, laugardagskvöld, verður svo hin sívinsæla hljóm- sveit Sniglabandið í Sjallanum og sér um að skemmta fólki eins og henni einni er lagið. Miðaverð er kr. 1000. Á sunnudagskvöldið verður í Sjallanum svokallað rjúpnaball og stendur það til kl. 01. Húsið verð- ur opnað kl. 22. Aldurstakmark verður 16 ár og þess má geta að „Flyörarí* verður á staðnum. Fyrir þá sem ekki eru ( „Flyðrunni“ verður miðaverð kr. 500. Gillespie og Hljómsveit Ingu Eydal á KEA í tilefni írskra menningardaga á Akur- eyri, sem formlega hefjast í dag, sér írski trúbadorinn Leo Gillespie um að skemmta gestum Hótels KEA í kvöld og annað kvöld. Annað kvöld leikur einnig fyrir dansi á Hótel KEA hin sí- vinsæla hljómsveit Ingu Eydal. í tilefni frumsýningar L.A. á Dra- kúla greifa býður Hótel KEA upp á leikhúsmatseðil. Verð kr. 2.150. Verð annað kvöld fyrir leikhúsmatseðilinn og dansleikinn er kr. 2.500 en miða- verð á dansleikinn er kr. 500. Apollo 13 frum- sýnd í Borgarbíói Borgarbíói á Akureyri ásamt Laug- arásbíói og Háskólabíói í Reykja- vík frumsýna í kvöld stórmyndina Apollo 13 með Óskarsverðlauna- hafanum Tom Hanks í aðalhlut- verki. Myndin byggir á sannri hrakför þrettándu geimferðar Bandaríkjamanna. í aprflmánuði 1970, átta mánuðum eftir fyrstu spor Armstrongs á tunglinu, var Ápollo 13 skotið á loft. Innanborðs voru 3 geimfarar, Jim Lovell, Jack Swigert og Fred Haise. Lovell var einn reyndasti geimfari Bandaríkj- anna og hafði m.a. verið varamaður Armstrongs í fyrstu tunglferðinni. Nú var komið að honum að verða fimmti maðurinn til að ganga á tunglinu. Áhugi almennings á geimferð- um hafði minnkað mikið þegar hér var komið sögu. Fólk var farið að líta á þær sem daglegt brauð og lít- ið var fjallað um geimskotið þar til hlutimir fóru verulega úrskeiðis um borð í Apollo 13. Sprenging í súrefnistanki rúst- aði áformum geimfaranna og setti þá í bráða lífshættu. Aleinir á spor- baug um jörðu í löskuðu geimfari urðu geimfaramir að beita öllum ráðum til að komast aftur til jarðar. Súrefnið átti að endast tveimur mönnurn í tvo daga en þeir voru þrír og áttu eftir fjögurra daga ferðalag heim. I fjóra daga stóð gervöll heims- byggðin á öndinni og fylgdist með ævintýralegri baráttu þriggja manna í 330 þús. km. ljarlægð frá jörðu. Tom Hanks fer með hlutverk Lovells. Tvö síðustu ár hefur hann fengið Óskarsverðlaun fyrir aðal- hlutverkin í Philadelphia og Forres Gump. Með önnur hlutverk fara Kevin Bacon, Bill Paxton, Gary Sinise og Ed Harris. Leikstjóri er Ron Howard en hann hefur leik- stýrt myndunt á borð við Back- draft, Far and Away og Parent- hood. Fyrirlestur um veðurfræði til fjalla Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnafélags Islands stendur fyrir fræðslufundi fyrir almenning um veð- urfræði til fjalla á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 14. Fundurinn verður í Lundi, húsnæði Hjálparsveitar skáta og hefst kl. 14. Fyrirlesari verður Ein- ar Sveinbjömsson, veðurfræðingur. Þátttökugjald er 1000 krónur og er fræðslurit um veðurfræði innifalið. Fundurinn er öllum opinn og em allir þeir sem ferðast um hálendið að sumri og vetri til velkomnir. Dulrænir dagar hjá Sálarrann- sóknarfélagínu Dulrænir dagar verða hjá Sálarrann- sóknarfélagi Akureyrar um helgina; í dag, á morgun og sunnudag. Erindi verða flutt, spákonur spá fyrir fólk og skyggnilýsingafundur verður í Lóni við Hrísalund. Sjá nánar í auglýsingu í Degi í dag. Speedwell Blue í Sæluhúsinu Hljómsveitin Speedwell Blue leikur fyrir dansi í Sæluhúsinu á Dalvík ann- að kvöld, laugardagskvöld. Þetta eru síðustu tónleikar sveitarinnar á Norð- urlandi áður en hún fer til Bretlands. Flóamarkaður hjá Hjálpræðis- hernum Flóamarkaður verður á Hjálpræðis- hemum Hvannavöllum 10 á Akureyri í dag, föstudag, kl. 10-17. Eins og allt- af er margt að skoða, mikið úrval af fatnaði á góðu verði. Landssöfhun LAUF í dag, föstudag, verður LAUF, lands- samtök áhugafólks um flogaveiki, með landssöfnun á Rás 2. Tilgangur söfnunarinnar er tvíþættur, annars vegar að safna fyrir aflestrartæki við heilasírita á taugalækningadeild Landsspítalans sem safnað var fyrir árið 1991. Hins vegar stefnir LAUF að því að efla og styrkja félagið svo að það geti skapað sér félagsaðstöðu. Landsöfnunin stendur í dag kl. 9-19 á Rás 2. Skipulögð skemmtidagskrá verður á Rás 2 og þeir sem leggja söfnuninni lið geta átt von á að verða dregnir út í happdrætti. Aðalvinning- urinn verður utanlandsferð fyrir tvo til Newcastle í 3 nætur með ferðaskrif- stofunni Alís. r ^ Cation llósritunar- vélar Verðfrákr. 59.900 Tt LVUTÆKI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 L_______________A Gönguferð um nágrenni Krossastaðagils Á morgun, laugardag, er fyrirhuguð síðasta ferð á áætlun Ferðafélags Ak- ureyrar þetta sumar, gönguferð um nágrenni Krossastaðagils á Þelamörk, ef veður og aðrar aðstæður leyfa. Brottför er kl. 13 frá skrifstofu Ferða- félagsins í Strandgötu 23. Hér er um að ræða létta gönguferð um svæði í nágrenni bæjarins sern flestum hefur líklega yfirsést að væri skoðunarvert. Lýsingu á því er að finna í Árbók Ferðafélags íslands 1991 á bls. 97. Skrifstofa félagsins er opin í dag kl. 17.30 til 19 og verður þá enn tækifæri til að skrá sig í ferðina í síma 4622720. Tíu mínútna mót hjá Skákfélaginu Skákfélag Akureyrar verður með 10 mínútna mót í skákheimilinu við Þingvallastræti í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20. Mótið verður með nokk- uð sérstöku sniði því menn ráða ekki sínum fyrsta leik heldur verða skák- irnar allar að byrja með d2-d4 leik hjá hvftum og svartur verður að svara með hollenskri vöm f7-f5. ■ KJÖRBÚDIN KAUPANGI FÖSTUDAGS- TILBOÐ SVÍNAKAMBSNEIÐAR kr. S68 kf PÖSTUDAGS- KTNNING OG TILBOÐ „MEXICAN CASA FIESTA" TVÆR TEGUNDIR AF TAMPICO DRYKK 1 ■ KIÖRBUDIN KAUPANGI SÍMI461 2933 - FAX: 461 2930

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.