Dagur - 13.10.1995, Page 11
MINNIN Cm
Föstudagur 13. október 1995 - DAGUR - 11
Rósa Kristín Jónsdóttir
Fædd 12. maí 1933 - Dáin 6. október 1995
Rósa Kristín Jónsdóttir fæddist
á Akureyri 12. maí 1933. Hún
lést að heimili sínu, Víðilundi 4
f. á Akureyri föstudaginn 6.
október sl. Foreldrar hennar
voru Sigríður Kristinsdóttir,
fædd 23. september 1908 á Ker-
hóli í Saurbæjarhreppi og Jón
Gunnar Vilmundarson, vél-
stjóri, fæddur 24. mars 1898 á
Arnareyri í Hvalvatnsfirði, d.
13. ágúst 1939. Systur Rósu eru
Sigurjóna, f. 3. desember 1936
og Sóley f. 8. júlí 1950.
Rósa giftist þann 31. maí 1952
eftirlifandi manni sínum Sigurði
Indriðasyni, f. 4. desember
1930. Börn þeirra eru:
1) Steinunn f. 29. september
1954. Maki hennar er Arni
Bjarnason, búsett á Akureyri og
eiga þau þrjú börn.
2) Jón Gunnar Sigurðsson f. 12.
júlí 1958. Maki hans er Sigrún
Sigurgeirsdóttir, búsett í
Reykjavík og eiga þau tvo syni.
3. Sigurður Unnsteinn Sigurðs-
son, f. 30. mars 1963. Maki hans
er Þórdís Jónsdóttir, búsett á
Akureyri og eiga þau tvö börn.
Utför Rósu Kristínar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
Þegar mér barst sú fregn að hún
Rósa tengdamóðir mín hefði kvatt
þetta tilverustig fóru um hugann
óteljandi fjöldi minninga um þá
viðburði sem hæst hafa borið í lífi
mínu undanfama áratugi. Fyrstu
viðbrögðin við andláti hennar eru
margþætt, þótt hæst beri sorg og
söknuður þá er einnig ofarlega í
huga þakklæti fyrir allt sem hún
veitti mér og einnig léttir vegna
þess að erfiðu stríði við illvígan
sjúkdóm er lokið.
Okkar kynni hófust þegar
Steina einkadóttir hennar og ég
ákváðunt að rugla reitum okkar
saman. í upphafi var ég hálf upp-
burðarlítill gagnvart þessari stóru
og myndarlegu konu sem mældi
mig út með velferð dótturinnar í
huga, en það var sannarlega það
sem stóð hjarta hennar næst. Ekki
leið á löngu þar til við urðum dús
og höfum verið það alla tíð síðan.
Ógleymanleg er minningin um þá
innilegu gleði og hamingju sem
ríkti hjá ykkur hjónum þegar
fyrsta bamabamið kom í heiminn.
Þannig hefur það verið með
hverju baminu sem bæst hefur í
hópinn. Ekki var gleðin ntinni
þegar loks fyrir rúmum fjórum ár-
unt bættust við tvær yndislegar
stúlkur í fríðan drengjahóp sem
fyrir var. Ekki get ég ímyndað
mér að samband rnilli ömmu og
barns geti verið innilegra en það
sem verið hefur milli Rósu litlu
dóttur okkar og Rósu ömntu.
Söknuðurinn er því sár hjá litlu
ömmustelpunni og vafalaust erfitt
fyrir hana að skilja hvers vegna
bún amma þurfti svo snemma að
fara til Guðs.
Upp í hugann koma jólin öll
sem við áttum saman, þar sem þú
varst löngum í aðalhlutverki.
Samverustundimar í sumarbú-
staðnum ykkar sem þú fékkst allt
of skamman tíma til að njóta.
Hugur minn hvarflar til Sigga
tengdaföður míns, sem af óbilandi
staðfestu hefur vakinn og sofinn
stutt konu sína í veikindum henn-
ar. Einnig vil ég nefna hana Siggu
mína. Aldraða móður sem nú
horfir á eftir dóttur sinni. Nonni,
Siddi, Sóley, Jóna og fjölskyld-
umar, að okkur er nú harmur
kveðinn. Sá harmur mun þjappa
okkur enn betur saman og snúast í
gleði góðra minninga um konu
sem var okkur öllum svo kær.
Það er erfitt að vera fjarri fjöl-
skyldu sinni norður í dumbshafi
þegar sorgin knýr dyra og geta
ekki fylgt tengdamömmu síðasta
spölinn. Eg er samt viss um að þið
styðjið og styrkið hvert annað og
hugur minn verður hjá ykkur. Eg
kvaddi þig Rósa á spítalanum áður
en ég fór á sjóinn. Við vissum
bæði að líklega sæjumst við ekki
oftar í þessu lífi, en þú sagðir svo
undurrólega að við hittumst þá
bara í því næsta og vona ég að svo
verði.
Oftar en tölu verður á komið
baðst þú mig að spila Spönsku
augun á hljóðfærið. Avallt er ég
spila það í framtíðinni mun ég
hugsa til þín, því það er lagið okk-
ar.
Þakka þér fyrir allt og allt. Guð
geymi þig.
Arni Bjarnason.
Við fráfall Rósu frænku vakna
ótal minningar sem okkur syst-
kinin langar að minnast og þakka.
Frá fyrstu tíð höfum við átt sam-
leið með Rósu vegna frændskapar
en móðir Rósu, Sigríður, er systir
Daníels föður okkar. Hún bjó þeg-
ar við munum fyrst eftir í Lundar-
götu 1 á Akureyri og þar bjuggu
með henni Rósa amma okkar og
Sveinbjörg föðursystir ásamt með
dætrum Siggu.
Aðalsteinn föðurbróðir okkar
bjó einnig á Akureyri og mikill
samgangur var milli þessa fólks
alls. Systkinin 4 frá Kerhóli í
Sölvadal eru nú látin nema Sigríð-
ur, sem nú syrgir Rósu dóttur sína
87 ára gömul. Við sendum henni
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Sigga frænka varð ung ekkja
og bjuggu þessar rnæðgur saman í
Lundargötu. Þama var gestkvæmt
og öllum vel tekið, þótt efnin
væru ekki mikil. Gjarnan var tekið
í spil, farið í leiki og sungið eins
og títt var í þá daga. Þessar minn-
ingar eru okkur dýrmætar.
Rósa frænka giftist ung Sigurði
Indriðasyni frá Skógum í Fnjóska-
dal, miklum ágætismanni og
traustum. Heimilli þeirra stóð
lengst að Grenivöllum 30 á Akur-
eyri og þangað var gott að koma.
Heintili þeirra bar vitni ráðdeild
og ntyndarskap sem þau hjón voru
samhent um. Ábyrgðartilfinning
Sigga og nákvæmni vakti jákvætt
andsvar í fari Rósu og saman
mynduðu þau heimili sem var
máttarstólpi í fjölskyldum þeirra.
Unga fólkið í kringum þau fékk
góða fyrirmynd í þeim, sem það
hefur augljóslega tekið mið af.
Við systkinin eigum margar góðar
minningar frá heimsóknum til
þeirra á Grenivelli 30. Þar var oft
glatt á hjalla og margt spjallað.
Rósa var glaðleg í viðmóti og
einkar hressileg og sá gjaman
spaugilegar hliðar á hlutunum og
sló þá á lær sér og hló dátt. Hún
gat vel gert grín að sjálfri sér ekki
síður en öðrum. Hún var gjörvileg
kona og bar sig vel og það var eft-
ir henni tekið, þar sem hún fór.
Rósa var hamingjukona í
einkalífi sínu og var sér vel með-
vitandi um það og lét það í Ijós í
orðunt og verkum. Hún átti góðan
og samhentan lífsförunaut og
börnin þeirra 3 bera foreldrum
sínum gott vitni.
I fyrrahaust hittumst við Rósa
hér í Reykjavík. Hún var þá búin
að ganga í gegnunt erfiða sjúk-
dómsraun, en var full bjartsýni og
vonar og einnig þakklæti til þeirra
sem stutt höfðu hana í baráttunni,
ekki síst góðu hjúkrunarfólki á
Akureyri. I sumar dró svo ský fyr-
ir sólu er sjúkdómurinn tók sig
ujtp og ekki varð við neitt ráðið.
Ástvinir hennar önnuðust hana og
vöktu yfir henni þar til yfir lauk
og hún dó á heimili sínu umkringd
þeim.
Að leiðarlokum þökkum við
Rósu samfylgdina og allt það
góða sem með henni var gefið,
ekki síst hve notaleg hún var við
foreldra okkar alla tíð. Við send-
um ástvinum hennar öllum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Við
kveðjum hana með erindi sem
faðir okkar orti í minningu móður
sinnar og nöfnu Rósu.
Farðu sœl til friðarheima
fjarri þraut, með hreinan skjöld.
Bjartan, nýjan hústað áttu
bak við hulin dauðans tjöld.
Sœlir eru hjartahreinir,
herrann Jesú mœlir slíkt.
Dyggum eftir dagsverk unnið
drottinn fagnar kœrleiksríkt.
(Úr ljóðabókinni Orðsins glíma
eftir Daníel Kristinsson).
Blessuð sé minning Rósu
frænku.
Maggi, Halla og Auður.
Elsku vinkona.
Þú hefur nú verið kölluð burt
frá ættingjum þínum og vinum,
langt fyrir aldur fram, til æðri
starfa hjá Drottni.
Sárt er að sakna, en margs er
þó að minnast.
Þegar við vinkonumar sátum
saman og spjölluðum yfir kaffi-
bollunum í „Grenó“, allar á fyrstu
búskaparárunum.
Margt var rætt og mikið hlegið.
Eða þegar við komum saman á
kvöldin með prjónana og töluðum
um börnin okkar, lífið og tilver-
una. Fyrir kom að okkur greindi á,
vorum ekki sammála um hlutina,
þá gátu á stundum orðið snörp
orðaskipti eins og alltaf getur hent
ungt og skapmikið fólk. En vinátt-
an og væntumþykjan var það mik-
il, að við vorum ekki í rónni fyrr
en við höfðuin rétt út sáttahönd og
faðmast. Þá varð allt gott á ný.
Eins munurn við, hvað þú varst
fljót að bregðast við, með blómum
og vinarhug ef eitthvað kont upp
á, hvort heldur var í sorg eða
gleði.
Bömin okkar léku sér saman
og þar mynduðust vináttubönd
sem aldrei gleymast. I áranna rás
urðu samverustundimar færri,
bömin uxu úr grasi og við fómm
aftur að vinna utan heimilisins, en
alltaf var vináttan jafn góð og
undir niðri, söknuðum við gömlu
góðu stundanna.
Elsku vina! Þú átt góðan og
ástríkan eiginmann, böm, tengda-
böm, móður og systur sem öll
voru samhent um að létta þér bar-
áttuna á erfiðum stundum. Þeim
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Vonandi auðnast okkur að taka
upp þráðinn á öðru tilverustigi,
þar sem þrautir og þjáningar eru
víðs fjarri. Guð geymi þig kæra
vina og hvíl þú í friði.
Elsa og Gústa.
Elsku Rósa frænka mín, nú ert þú
farin í ferðalagið langa og ert laus
við erfið veikindi. Það er skrýtið
til þess að hugsa að þú sért farin
en minningin unt þig ntun ávallt
lifa í hjörtum okkar og við vitum
að við munum hittast aftur. Alltaf
mætti okkur hlýhugur þegar við
komum í heimsókn til þín og
Sigga og kornuð þið alltaf fram
við okkur eins og við værunt
bamaböm ykkar. Þú skilur eftir
þig skarð í fjölskyldunni okkar
sem erfitt verður að fylla og fjöl-
skylduboðin verða tómleg án þín.
Missir Sigga og okkar allra er
mikill og söknuðurinn sár á
stundu sem þessari. Megi góður
Guð blessa minningu þína elsku
frænka.
Farþú ífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst jni með Guði
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Halldór, Kristinn,
Sigríður og Davíð.
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1991
3. flokki 1991
1. flokki 1992
2. flokki 1992
1. flokki 1993
3. flokki 1993
1. flokki 1994
Innlausnardagur 15. október 1995.
1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.527.209 kr. 152.721 kr. 15.272 kr.
3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.358.922 kr.
500.000 kr. 679.461 kr.
100.000 kr. 135.892 kr.
10.000 kr. 13.589 kr.
1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.692.157 kr.
1.000.000 kr. 1.338.431 kr.
100.000 kr. 133.843 kr.
10.000 kr. 13.384 kr.
2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.587.133 kr.
1.000.000 kr. 1.317.427 kr.
100.000 kr. 131.743 kr.
10.000 kr. 13.174 kr.
1. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.066.408 kr.
1.000.000 kr. 1.213.282 kr.
100.000 kr. 121.328 kr.
10.000 kr. 12.133 kr.
3. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 5.675.943 kr.
1.000.000 kr. 1.135.189 kr.
100.000 kr. 113.519 kr.
10.000 kr. 11.352 kr.
1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 5.577.108 kr.
1.000.000 kr. 1.115.422 kr.
100.000 kr. 111.542 kr.
10.000 kr. 11.154 kr.
Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
HÚSMÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILD • SUOURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900