Dagur - 17.10.1995, Side 7

Dagur - 17.10.1995, Side 7
Þriðjudagur 17. október 1995 - DAGUR - 7 Handbolti - Evrópukeppni: Gott gengi hjá íslensku liðunum Fjögur íslensk lið komust áfram í aðra umferð á Evrópumótunum í handknattleik en tvö eru úr leik. Afturelding lagði Negotino frá Makedóníu að velli í Mosfellsbæn- um í Borgakeppninni með tólf marka mun, 35:23 og vann því upp átta marka mun Makedóníumanna frá fyrri leiknum. UMFA fetaði þar með í fótspor Vals og KA en eins og sagt hefur verið frá áður sigraði Valur CSKA Moskvu frá Rússlandi í Evrópukeppni meistaraliða með einu marki í leikjum liðanna í Sviss. Víkingur féll úr Evrópukeppni félagsliða gegn tékklenska liðinu Gumarny Zubfri í Evrópukeppni fé- lagsliða. Báðir leikirnir fóru fram í Tékklandi um helgina og unnu heimamenn þá báða, 23:16 og 27:22. Þá komst kvennalið Fram áfram í Evrópukeppni félagsliða með sigri á Meusuven frá Belgíu. Jafnt varð í fyrri leiknum 19:19 en Framstúlkur sigruðu 24:18 í síðari leiknum. Stjörnustúlkur máttu hins vegar þola skell gegn A. Artas frá Grikklandi 30:19 og féllu út þrátt fyrir átta marka sigur í fyrri leiknum hér heima. Marki fagnaö Julian Duranona og Patrekur Jóhannesson fagna léttari andstæðingar en búist hafði verið við og sjö einu af 27 mörkum KA í Evrópuleiknum gegn marka sigur KA var í minna lagi miðað við yfir- Viking á sunnudaginn. Norðmennirnir reyndust burði liðsins. Mynd: bg Dean Martin samdi við Brentford Dean Martin, kantmaðurinn sem valinn var besti leikmaður KA-liðsins í knattspyrnu á síðasta tímabili, er kominn á at- vinnusamning hjá Brentford City, sem leikur í ensku 2. deildinni. Greint var frá því á textavarpi BBC stöðv- arinnar að Brentford hefði gert samning við Martin og jafn- framt sett annan kantmann liðs- ins á frjálsa sölu. Martin lék sinn fyrsta leik með hinu nýja liði um síðustu helgi gegn Stockport, á heimavelli síð- amefnda liðsins. Jafnt varð 1:1 og Martin lék allan leiktímann og fékk að sjá gula spjaldið. Ekki er ljóst hvort að nýgerður samningur Martin við Brentford vami því að hann geti leikið með KA næsta sumar. Martin sagði eftir sl. keppnistímabil að hann hefði áhuga á að leika aftur með liðinu. sh Knattspyrna - 2. deild karla: Sigurður verður áfram þjálfari hjá Volsungum Sigurður Lárusson ákvað um helgina að taka tilboði Völsungs um þjálfun liðsins á næsta keppnistímabili. Sem kunnugt er vann Völsungur sér sæti í 2. deildinni sl. sumar með sigri í 3. deildinni undir stjórn Sigurðar. „Það verður mjög krefjandi verkefni að stjórna liðinu í annarri deild, en jafnframt skemmtilegt viðfangsefni. Við munum stilla upp nær óbreyttu liði á næsta keppnistímabili og það er ljóst að við munum halda öllum þeim mannskap sem við vorum með í sumar,“ sagði Sigurður í spjalli við Dag. Hann kvaðst hafa hugsað sér að hefja æfingar í nóvember og auka álagið síðan jafnt og þétt til vors. Karfa - Úrvalsdeildin: Tindastólsmenn enn í toppsætinu Tindastóll er enn í toppsæti úrvalsdeildarinnar eftir sigur- inn gegn ÍA 83:77 á Sauðár- króki á sunnudagskvöldið. Úrslit leikja í 6. umferð urðu þessi en í þessari umferð kepptu liðin á milli riðla eins og gert verður í næstu fjórum umferðum. Njarðvík-Skallagrímur 92:63 Keflavík-Grindavík 84:75 ÍR-Valur 119:60 Haukar-KR 93:72 Breiðablik-Þór 69:92 Sjöunda umferðin verður leikin n.k. fimmtudagskvöld. Þá fær Þór Njarðvík í heimsókn og Tindastóll leiukur gegn Skallagrími í Borgamesi. Tindastóll Grindavík Haukar Njarðvík Keflavík KR Þór ÍR Skallagrímur ÍA Breiðablik Valur 6 5 1 501:469 10 642561:464 8 64 2495:421 8 64 2 532:475 8 642553:508 8 642 551:529 8 63 3 533:469 6 63 3 501:486 6 63 3476:488 6 6 24 484:513 4 6 0 6445:567 0 606 365:608 0 Siguröur Lárusson. Knattspyrna - Leiftur: Óskar áfram Óskar Ingimundarson verður þjálfari 1. deildarliðs Leifturs á næsta keppnistímabili. Eins og sagt hefur verið frá voru allar lík- ur á að hann yrði með liðið áfram, þriðja árið í röð. Endanlega var síðan gengið frá samningum við hann um helgina. Hverjir verða næstu mótherjar KA í Evrópukeppni bikarhafa í dag klukkan 11 að íslenskum tíma verður dregið um það í höf- uðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins, hvaða lið mætast í næstu umferð Evrópumótanna í handknattlcik. Síðari ieikir liða í 32-liða úrslitum keppninnar voru háðir um síðustu helgi og eru úrslit hér á eftir. Liðið sem er fyrr talið lék fyrri leikinn á heimavelli og er hann birtur á undan, síðan leikur lið- anna um helgina og loks samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur. Þau lið sem feitletruð eru komust áfram í keppninni. Gorenje (Slóveníu)-Lemgo (Þýskal.) 14:17 /22:27 36:44 Luœm (Sviss)-Drott (Svíþjóð) 20:20/24:18 44:38 *Báðir leikimir fóm fram í Sviss Viking Stafangri (Noregi)-KA (íslandi) 24:23/20:27 44:50 Fratemelle (Luxemborg)-Teka (Spáni) 17:35/14:33 31:68 Red Star (Júgóslavíu)-G.G. Eto (Ungverjalandi) 34:25/27:30 61:55 Pelister Bitola (Makedóníu)-Roar Hróarskeldu (Danmörku) 28:20/20:26 48:46 *Danska liðið hafði 15:5 forskot í leikhléi í síðari leiknum í Danntörku en það dugði ekki til gegn Makedóníuliðinu. RVR Riga (Lettlandi)-A. Vigo (Spáni) 23:29/24:37 47/76 K. Pivovara (Krótatíu)-O.M. Vitrolies (Frakklandi) 20:25/22:33 42:58 Minaur Bain Mere (Rúmeníu)-Ula Varcas (Litháen) 39:27/34:22 73;49 *Báðir leikimir fóm fram í Rúnteníu Volgograd (Rússi.)-Sasja (Hvíta Rússlandi) Volgograd áfram *Sasja dró lið sitt út úr keppninni Porto (Portúgal)-Spark. stadtw. (Austurríki) 25:25/15:20 40:45 I.C. Kielce (Póllandi)-Kiev (Úkraníu) 28:22/32:24 60:46 Ankara (Tyrklandi)-Locomotive (Búlgaríu) 23:17/21:2144:38 *Báðir leikimir fóru fram í Tyrklandi Pallamano Rubiera (Ítalíu)-Banik Karvina (Tékklandi) 15:15/21:22 36:37 AS Xini S. Aþenu (Grikklandi)-Hapoel (ísrael) 19:15/14:22 33:37 Hom Sittardia (Hollandi)-TJ VSZ Kosice (Slóvakíu) 18:23/20:22 38:45) Alfreð Gíslason, þjálfari KA: Vill útileikinn á undan „Við sýndum það í dag að við getum unnið hvaða lið sem er, að minnsta kosti á heimavelli. Nú þurfum við bara að vera heppnir með næstu and- stæðinga og helst fá útileikinn á und- an, það býst enginn við því að koma inn í svona pott,“ sagði Alfreð Gísla- son, þjálfari KA, sem var ánægður með frammistöðu sinna manna og stuðning áhorfenda í leiknum gegn Viking. „í heild má segja að liðið hafi staðið sig vel. Við spiluðum mun betur en í Noregi, vömin og markvarslan var sterkari og Julian (Duranona) lék frá- bærlega í sókninni. Liðið spilaði á köfl- um skynsamlega og við fengum fá hraðaupphlaup á okkur. Ég var samt aldrei afslappaður fyrr en fimm mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum, þá gerðum við út um leikinn. Norðmenn- imir hefðu þurft að minnka muninn nið- ur í eitt til tvö mörk til að eygja mögu- leika en þeir vora aldrei nálægt því.“ - Hvað lagðir þú upp fyrir liðið fyr- ir leikinn? „Að menn ættu að skemmta sér. Þetta væri ávöxtur þess sem við vorum að gera í fyrra og það sem við höfum verið að gera. Svo nú þegar loksins væri komið að því að leika í Evrópu- keppni væri það um að gera að hafa gaman að því. Það kæmi heldur ekki til greina að enda Evrópuferilinn gegn Norðmönnum á heimavelli fyrir fullu húsi áhorfenda."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.