Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 1
78. árg. Akureyri, miðvikudagur 18. október 1995 200. töiublað • \ • TILBOÐ Gallabuxur HERRADEILD kr. 3.990,- Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 462 3599 Stöð 3 á Akureyri innan árs Sjö af átta stúlkum sem koma fram nk. laugardagskvöld samankomnar á Pizza 67 á Akureyri, ásamt þjálfara sínum, Sigurði Gestssyni. Vinstra megin viö borðið eru taldar frá vinstri: Sigurbjörg Agústsdóttir, Freydís Arnadóttir, Kolbrún Sævarsdóttir og Sigurbjörg Bergsdóttir. Hægra megin við borðið eru (næst veggnum): Anna Sigurðardóttir, Guðrún Gísladóttir og Katrín Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Glódísi Gunnarsdóttur. Mynd: BG. Taka þátt í Miss Fitness keppninni í Sjallanum Næstkomandi laugardags- kvöld fer fram í Sjallanum á Akureyri úrslitakeppni í keppninni Miss Fitness, en um- boðsaðilar hér á landi fyrir Fit- ness International eru þeir Sig- urður Gestsson og Einar Guð- mann. Þetta er í annað skipti sem keppnin fer fram hér á Iandi og eru þátttakendur að þessu sinni átta stúlkur. Að sögn Sigurðar Gestssonar, sem er þjálfari stúlknanna, fer keppinn fram í þrem lotum. í fyrsta lagi þurfa þær að koma fram í kvöldkjólum og halda stutta ræðu. Þessi hluti keppninnar tekur til útlits og framkomu þátttakenda. I öðrum hlutanum koma stúlkurn- ar fram á bikini og beinast kast- ljósin þá að vexti þeirra og lík- amsástandi. Þriðji hluti keppninn- ar tekur síðan til styrks, liðleika og sköpunargáfu og er þá oftast um að ræða dans eða þolfimi. Sigurður segir að keppni sem þessi þarfnist vissulega mikils undirbúnings, bæði af hálfu stúlknanna og mótshaldara. Hann segir að tvær efstu stúlkumar fari strax í næstu viku á Evrópumeist- aramótið á Ítalíu og því sé til mik- ils að vinna. Ein stúlknanna sem taka þátt í keppninni á laugardags- kvöldið, Anna Sigurðardóttir, keppti fyrir íslands hönd á síðasta heimsmeistaramóti og önnur, Gló- dís Gunnarsdóttir, var fulltrúi Is- lands í Miss Fitness Scandinavian. Eins og áður segir keppa átta stúlkur á laugardagskvöldið, fimm þeirra eru frá Reykjavík og þrjár frá Akureyri. óþh * Islenska sjónvarpið hf. er að ljúka undirbúningi fyrir út- sendingar Stöðvar 3 en stefnt er að því að þær náist á Akureyri innan eins árs. Útsendingar heíj- ast í næsta mánuði á svæðinu frá Akranesi til Keflavíkur. Úlfar Steindórsson, fram- kvæmdastjóri Stöðvar 3, segir að fyrst verði komið upp dreifikerfi á suðvesturhominu, áður en kemur að Eyjafjarðarsvæðinu. Eins og fram hefur komið mun Islenska sjónvarpið hf. senda út Stöð 3, ásamt því að endurvarpa dagskrá þriggja til fjögurra erlendra gervi- hnattastöðva. Til að ná útsendingum þarf sér- stakt örbylgjuloftnet sem áskrif- endur fá frían aðgang að en þeir þurfa þó að standa undir kostnaði við uppsetningu. Nokkrir geta sameinast um eitt loftnet. Askrif- endur fá einnig lánaða afruglara sem em fjölrása, en það þýðir að hægt verður að horfa á mismun- andi stöðvar samtímis ef fleiri en eitt sjónvarp er á heimilinu. Úlfar segir að á Stöð 3 verði valið erlent afþreyingarefni. Ekki er Ijóst hvaða gervihnattastöðvar verða fyrir valinu, en samkvæmt heimildum blaðsins verður meðal annars fréttastöð og íþróttastöð. Áskrift að öllum stöðvunum mun kosta rúmar tvö þúsund krónur á mánuði. Axe. S-Þingeyjarsýsla: Þrjú tilboð ísnjó- mokstur Þrjú tilboð bárust í snjó- mokstur á tveimur köfl- um hringvegarins í S-Þing- eyjarsýslu. Annars vegar er þetta frá Laugum í Reykja- dal að Reykjahlíð í Mývatns- sveit, samtals 41 km, og hins vegar frá Reyjahlíð um Mý- vatnsöræfi að Biskupshálsi, 50 km. Sigvaldi Gunnlaugsson á Dalvík bauðst til að hreinsa fyrri leiðina fyrir 390 kr. á kílómetra og seinni leiðina fyr- ir 500 kr. á kílómetra. Þórhall- ur Kristjánsson, Björk Mý- vatnssveit, bauðst til að hreinsa frá Laugum að Reykja- hlíð fyrir 517 kr/km og frá Reykjahlíð að Biskupshálsi fyrir 500 kr/km. Jón Ingi Bjömsson, Laugurn, bauðst til að hreinsa báðar leiðimar fyrir 580 kr/km. HA Sauðkrækingar vilja að Eimskip komi þangað á leið til Akureyrar Nýlega var haldinn á Sauðár- króki fundur með forsvars- mönnum hafnarstjórna Sauðár- króks og Húsavíkur ásamt full- trúum frá Eimskip um fyrir- komulag ferða til Sauðárkróks og Húsavíkur en ferðir þangað eru og verða einu sinni í viku. Brynjar Pálsson, formaður hafn- arstjórnar Sauðárkróks, segir að aðaltilgangur fundarins hafi verið sá að fá upplýsingar um framtíðaráform Eimskips varð- andi siglingar til Akureyrar en fyrirhugað er að auka beinar ferðir þaðan með útflutningsvör- ur. Brynjar segir að ekki hafi verið sérstaklega rætt um samstarf Sauðárkróks- og Húsavíkurhafna með stofnun hafnasamlags í huga. „Við viljum auðvitað fá skipið fyrst á Sauðárkrók svo útflutning- svömr héðan geti farið til Akur- eyrar og þaðan út, því við viljum frekar tengja okkur við hafnir norðanlands en sunnanlands. Það verður haldinn fundur á morgun (föstudag 13. okt., innsk. blm.) urn hafnasamlög o.fl. og á þann fund mæta fulltrúar frá samgöngu- ráðuneytinu og Hofsósi til skrafs og ráðagerða. Ég tel ekki raun- hæfan möguleika að Sauðárkrókur og Skagaströnd sameinist í hafna- samlagi, því hugmyndin er að Utanverður Eyjafjörður: Sveitarfélög í eina sæng? Afundi bæjarstjórnar Ólafs- Qarðar í gær var kynnt til- laga þriggja bæjarfulltrúa á Dal- vík; Svanfríðar Jónasdóttur, Trausta Þorsteinssonar og Krist- jáns Ólafssonar, um skipan nefndar sem fari yfir og meti möguleika á frekara samstarfi og/eða sameiningu sveitarfélag- anna við utanverðan Eyjaljörð. Orðrétt segir í bókun þremenn- inganna: „Til að fylgja eftir þeim mikla samstarfsvilja sem fram kemur í fundargerð 54. samráðs- fundar, samþykkir bæjarstjóm að fela bæjarstjóra að leita eftir því að skipuð verði sameiginleg nefnd þessara sveitarfélaga sem fari yfir og meti möguleika á frekara sam- starfi og/eða sameiningu þeirra. Bæjarstjórn leggur áherslu á, að ef jákvæð niðurstaða fæst af hálfu hinna sveitarfélaganna verði skipan nefndarinnar hraðað, svo hún geti hafið störf hið fyrsta.“ óþh sameinast um „flóahafnir“. T.d. mundi Sauðárkrókur og Hofsós eiga samleið, en hins vegar Skagaströnd, Blönduós, Hvamms- tangi, Hólmavík o.fl. Siglufjörður yrði sér, enda er sú höfn vel sett gagnvart umferð og þar með tekj- um, t.d. hvað varðar loðnulöndun og síðan útflutning á loðnuafurð- um,“ segir Brynjar Pálsson. Brynjar segist vera hrifinn af þeirri hugmynd að tengja Trölla- skagasvæðið saman vegna komu skemmtiferðaskipa til Norður- lands á sumrin og bjóða farþegum upp á fleiri möguleika en aðeins þann að koma til Akureyrar og fara þaðan t.d. austur í Mývatns- sveit. Fjölbreytnin fælist m.a. í því að koma í land á Sauðárkróki, skoða Skagafjörð og Tröllaskaga- svæðið með akstri um Lágheiði og taka skipið svo aftur á Akur- eyri, eða snúa þessu við. Kynning á þessum hugmyndum þyrfi að fara strax í gang því markaðssetn- ing taki a.m.k. þrjú ár. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.