Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 18. október 1995 - DAGUR - 11 Að biðja um eða krefjast Mannréttindi, sjálfstæði, frelsi. Þessi orð heyrast oft og baráttan fyrir því sem þau tákna er mikil- væg. Þó er misjafnt hvaða skilningur er lagður í orðin. Fólk skynjar frelsi á ólíkan hátt. Það sem einum finnst frelsi getur öðrum fundist vera fjötrar. Sjálfstæði getur tákn- að sjálfstæði einstaklinga og það getur táknað sjálfstæði þjóða. Mannréttindi hafa heldur ekki allt- af táknað það sama. Sameinuðu þjóðirnar hafa kom- ist að ágætri niðurstöðu um hvaða mannréttindi skuli leggja áherslu á. Sú skilgreining er mikið notuð þegar reynt er að hafa áhrif á ósanngjöm stjómvöld sem koma fram af tillitsleysi við þegna sína. Skilgreining Sameinuðu þjóð- anna á þó ekki alltaf við. Merking þessara orða er afstæð og fer eink- um eftir því hvaða markmið fólk, hópar og þjóðir setja sér. Hug- myndin sjálf um að unnt sé að öðl- ast algild mannréttindi, fullt sjálf- stæði og óskorað frelsi getur líka verið heftandi. Þeir sem trúa blint á að slíkar hugmyndir verða oft fyrir sárum vonbrigðum við að reka sig á veggi. Á Vesturlöndum lendir fólki yfirleitt ekki í fangelsi eða útlegð fyrir að skrifa í blöðin. Engu að síður virðast fáir berjast meira fyrir mannréttindum en Vesturlandabú- ar. Rithöfundurinn Milan Kundera heldur því fram að baráttan fyrir mannréttindum sé því merkingar- snauðari sem hún hafi orðið vin- sælli. Hann segir að hún sé orðin að einhvers konar orku sem breyti öllum löngunum í réttindi: Löngun til að elska er orðin að rétti til að elska, löngun til að láta sér líða vel er orðin að rétti til að líða vel og löngun til að vera hamingjusamur er orðin að rétti til hamingju. Löngun til að eiga vini er orðin að rétti til vináttu og löngun til að aka bíl er orðin að rétti til að aka bfl. En eru þetta mannréttindi - ef vel er að gáð? Getum við „leitað réttar“ til að vera hamingjusöm? Eða réttar til vináttu? Og hvað með „rétt“ í umferðinni? Hvað felur hann í sér? í umferðarlögum er tæknilegt hugtak sem merkir að sá sem ekur á móti grænu ljósi á gatnamótum má aka áfram á meðan sá sem hef- ur rautt ljós á móti skal bíða. Þetta hugtak er nefnt forgangur. Gangandi vegfarendur eiga einnig að hafa víðtækan forgang umfram aðra í umferðinni. En sá sem notar forgang sinn án tillits til gjörða annarra, þ.e. „tekur rétt“ sinn, get- ur búist við því að forgangurinn sé ekki virtur. Afleiðingar þess geta verið hræðilegar. Samkvæmt stjórnarfarslegri skilgreiningu teljast réttindi til að aka bfl reyndar ekki til mannrétt- inda. Þau réttindi eru áunnin og INGÓLFUR ÁS6EIR JÓHANNESSON SJONARMIÐ ÁMIOVIKU- DEÓI fólk getur glatað þeim ef þau eru misnotuð. Þetta gleymist stundum. En hvaðan skyldi hann koma, rétturinn til að elska, láta sér líða vel og vera hamingjusamur? Tilfinningar eru flóknara fyrir- bæri en umferðin. Engin stjómar- skrá eða umferðarreglur um sam- skipti tryggja hamingju eða ást. Við þurfum að gæta þess að beina ekki löngunum okkar og þrám inn á brautir krafna um skýlaus rétt- indi. Það getur verið fallegt að láta sig langa í eitthvað og dreyma um það þótt maður eigi ekki „rétt“ á því. Víðtækur skilningur okkar Vesturlandabúa á mannréttindum hefur komið því til leiðar að fólki „Það getur verið fallegt að láta sig langa í eitthvað og dreyma um það þótt maður eigi ekki „rétt“ á þvi, Víðtækur skilningur okkar Vestur- landabúa á mannréttindum hefur komið því til leiðar að fólki finnst það stundum eiga réttá því sem það lang- ar í, I samskiptum er nefnilega oft nauðsynlegt að fara með löngun sína með svipuðum hætti og tillitssamur gangandi vegfarandi fer yfir götu.“ finnst það stundum eiga rétt á því sem það langar í. I samskiptum er nefnilega oft nauðsynlegt að fara með löngun sína með svipuðum hætti og tillitssamur gangandi veg- farandi fer yfir götu. Ef þannig stendur á bíður hann örstutta stund til að gefa aðvífandi bílum tæki- færi til að komast fram hjá áður en hann þrýstir á hnappinn sem fram- kallar græna ljósið. Samskiptum fólks má lfkja við samskipti í umferðinni. Þau byggj- ast á því að fólk leitar að takti í samskiptum sínum en „þrýstir ekki strax á hnappinn". Algildar reglur um hvað má í samskiptum eru ekki til og hamingju er ekki hægt að panta. Nauðsynlegt er að sjá og skynja hvað hægt er að gera til að samskiplin gangi án alvarlegra áfalla. Það er fallegt og það er rétt að - langa til að vera frjáls og langa til að vera hamingjusamur. En ský- lausar kröfur um rétt til þessa eða hins eru aftur á móti til þess fallnar að koma viðkomandi í tilfinninga- legar ógöngur. Væntingar sem ein- staklingur hefur til sjálfs sín um að vera fullkomlega frjáls og alger- lega óháður geta líka leitt til sárra vonbrigða. Kröfumar um að vera sjálfstæður, frjáls og óháður geta orðið svo sterkar að þær geta bug- að einstaklinga. En vissulega eru líka til strang- ar hefðir um hvað telst viðeigandi. Misskipting lífsgæða bætir heldur ekki úr skák. Einn einstaklingur hefur sjaldan mikil áhrif á þessa þætti. Við skulum því leggjast á eitt til að vinna að því sameiginlega að fækka þeim hömlum sem koma í veg fyrir að sum okkar geti notið lífsins. Hugtök með afstæða merk- ingu, t.d. réttindi og mannréttindi, eru hins vegar ekki góðir vegvísar. Langanir okkar, tilfinningar og þrár verða aldrei að réttindum sem hægt er að öðlast með því að ýta á hnapp. Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðing- ur og starfar sem lektor við Háskólann á Ak- ureyri. MINNIN C Bára Magnúsdóttir Ll Fædd 13. október 1937 - Dáin 5. október 1995 Bára Magnúsdóttir lést á heiinili sínu 5. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús Árnason og Valgerður Þorbergs- dóttir. Bæði látin. Bára giftist Benedikt Alexanderssyni. Eign- uðust þau þrjá syni; Álexander, Magnús Val og Jón Þór. Systkini hennar voru: Lilja Magnúsdótt- ir, látin, Dóra Magnúsdóttir og Árni Magnússon. Útför Báru Magnúsdóttur var gerð frá Glerárkirkju föstudag- inn 13. október sl. Mínir vinirfara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Þessar dapurlegu ljóðlínur eftir Bólu Hjálmar komu í huga minn er mér var tjáð að Bára á Bakka væri dáin, langt um aldur fram. Mig langar til þess að minnast hennar með nokkrum fallegum orðum. Ég get með sanni sagt að hún og Benni hafi verið ein af mínum fáu og góðu vinum. Ég var vinnumaður hjá þeim á yngri árum. Þau voru skemmtileg kvöldin er setið var yfir kaffibolla og spjallað saman um alla heima og geima. Bára hafði ríka kímni- gáfu og hafði gaman af því að segja gamansögur af sjálfri sér og sínu fólki. Hún sagði skemmtilega frá og var alveg frábær eftirherma. Hún átti létt með að semja tæki- færisvísur en flíkaði því ekki mik- ið. Aldrei talaði hún illa um nokk- um mann. Hún kallaði Benna sinn stundum Ref bónda og höfðu bæði gaman af. Hún æðraðist ekki þó að móti blési. Síðastliðið sumar litum við inn til þeirra eina kvöldstund. Var þá notalegt og skemmtilegt sem fyrr. Umræðuefnið var garðyrkja sem var áhugamál Báru og bar þá á góma væntanleg garðskálasmíði. Þegar skógræktin kom til tals sagði hún á sinn glaðlega hátt að trén yxu svo hægt að þau sæjust varla. Hún yrði líklega alltaf að horfa á þau ofan frá. Það mun hún sannarlega gera. Þetta var í síðasta sinn sem ég sá Báru. Með söknuði ég finn að ég hefði getað stoppað aðeins lengur. Kæri Benni. Er mér er hugsað til þín detta mér í hug þessar ljóð- línur eftir Matthías Jochumsson er hann missti konu sína: Sorg Heim til að bjarga þér hleypti ég skeið og hirti ekki um storminn né æginn, skein þá öll Esjan svo skínandi breið nema skuggi stóð réttyfir bœinn, frá skipinu samt ég gruniaus gekk - en glugginn stóð opinn og ná-lin hékk og glaumnum ég gleymdi þann daginn. Kæri Benedikt, Alexander, Magn- ús Valur, Jón Þór, Dóra, Ámi og Magnús. Ykkur og fjölskyldum ykkar samhryggist ég. Blessuð sé minning Báru Magnúsdóttur. Baldvin Þorláksson. Háskólinn á Akureyri: Astralskur háskólakennari meó fyrirlestur Á morgun flytur Loretta Fitzger- ald, háskólakennari við The Uni- versiti of New England, Armidale í Ástralíu, opinn fyrirlestur á veg- um heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Fyrirlesturinn nefnist „Vitræn- ar og tilfinningalegar afleiðingar heilablóðfalls". Loretta, sem er á fyrirlestrarferð um Norðurlönd og hefur nú viðkomu á Akureyri, hef- ur haldið fjölda fyrirlestra og ritað greinar í blöð og tímarit. Fyrirlest- urinn er öllum opinn og verður hann í húsi HA við Þingvalla- stræti, stofu 16, 1. hæð og hefst kl. 16.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.