Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Miðvikudagur 18. október 1995 - DAGUR - 15 FROSTI EIÐSSON Blak: Tap hjá KA KA tapaði fyrsta leik sínum á íslandsmótinu í blaki. Liðið lék um síðustu helgi gegn ÍS í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Stúdentar sigruðu í tveimur fyrstu hrinunum 15:6 og 15:9 en KA sigraði 9:15 í þeirri þriðju áður en IS innsiglaði sigur sinn 15:6. Næsti leikur KA sem jafnframt er fyrsti heimaleikur liðsins verð- ur næsta þriðjudagskvöld, gegn ís- lands- og bikarmeisturum HK. Evrópukeppni bikarhafa Eftirtalin lið drógust saman í Evrópukeppni bikarhafa: KA (Islandi)-Kosice (Slóvakíu) Red Star (Júgóslavíu)- Banik Karvina (Tékklandi) Luzem (Sviss)- H. Ankara (Tyrklandi) Vigo (Spáni)- I.C.Kielce (Póllandi) Pelister Bitola (Makedóníu)- Haoel (Israel) Teka Santander (Spáni)- Sparkasse S.B. (Austurríki) O.M. Vitrolies (Frakklandi)- Minaur Baja Mare (Rúmeníu) Lemgo (Þýskalandi)- Volgograd (Rússlandi) Kappróður á Akureyri eftir þrjátíu ára hlé Siglingafélagið Nökkvi, Mennta- skólinn og Verkmenntaskólinn eru eigendur að fullkomnum kappróðrarbáti, sem settur var á flot á Akureyri um síðustu helgi. Akureyringum stendur til boða að æfa þessa erfiðu íþrótt eftir rúmlega þrjátíu ára hlé. Báturinn er af gerðinni 4+ og er 60 sm á breidd en þrettán og hálfur metri á lengd og vegur um 90 kfló. Það voru þýskir aðilar sem gáfu bátinn til íslands og það eina sem núverandi eigendur þurftu að greiða fyrir hann var um 200 þúsund króna viðgerðarkostn- aður. Jafnframt festu þessir aðilar kaup á tveimur kappróðrarvélum, sem notaðar verða til æfinga. Að sögn Gunnars Hallssonar hjá Siglingafélaginu Nökkva átti Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju kappróðrarbát, sem hún eignaðist 1956, en sá bátur hvarf fyrir þrjá- tíu árum og síðan hefur íþróttin ekki verið stunduð norðanlands. Bátar af þessari gerð voru notaðir til keppni í róðri á Ólympíuleikum en eru það ekki lengur. Julian Duranona og Erlingur Kristjánsson fagna marki fyrir KA. Þeir mæta Kosice frá Slóvakíu í 2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa. Mynd: BG Handbolti - KA mætir Kosice frá Slóvakíu í Evrópukeppni bikarhafa: X • Lárus Orri Sigurðsson fær erfitt verkefni að glíma við í kvöld þegar lið hans, Stoke mætir Newcastle í bikarkeppninni. Lárus Orri hefur leikið sem miðvörður í síðustu leikjum og jafnan fengið að glíma við fljótustu framherja andstæðing- anna. Allt bendir til þess að hann verði settur til höfuðs enska lands- liðsmanninum, Les Ferdinand sem hefur verið á skotskónum að und- anfömu. • Miss Fitness mótið verður haldið í Veitingahúsinu Sjallanum á Akur- eyri næsta laugardagskvöld. Átta stúlkur taka þátt í keppninni og munu þær koma fram á kjólum og í bikini, halda ræðu og sýna dans eða eróbikkæfingar þar sem dómarar munu gefa þeim einkunnir fyrir styrk, liðleika og sköpunargleði. Mótið var haldið í fyrsta skipti í fyrra og þá varð Anna Sigurðar- dóttir hlutskörpust. Akureyringar eiga þrjá keppendur að þessu sinni, þær Guðrúnu Gísladóttur, Freydísi Ámadóttur og Sigurbjörgu Bergs- dóttur. Reynt með samningum að fá báða leikina í KA-heimilið • Patrekur Jóhannesson er eini leikmaður KA í landsliðshópnum í handknattleik sem leikur gegn Rússum þann 1. næsta mánaðar. Landsliðsþjálfarinn, Þorbjöm Jens- son tilkynnti 15 manna leikmanna- hóp sinn á blaðamannafundi sem haldinn var í fyrrakvöld. KA mætir TH VSZ Kosice frá Slóvakíu í 16-liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða. Kosice sló hollenska liðið Horn Sittard- ia út í síðustu umferð, sigraði í fyrri leiknum á útivelli 23:18 og vann svo heimaleikinn 22:20. KA var dregið út á undan og á því heimaleikinn á undan en stjórnamenn handknattleiks- deildar KA hafa þegar sýnt áhuga um að kaupa heimaleik- inn af Kosice, svo hægt verði að leika báða leikina í KA-heimil- inu. KA-menn funda í dag en stjómarmaðurinn, Þorvaldur Þor- valdsson, sagði að farið yrði í það að ná samningum við Slóvakíufé- lagið um að báðir leikimir færu fram í KA-heimilinu. „Ég held að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá báða leikina hingað, þar sem við erum með trausta áhorfendur sem við getum treyst á. Líklega munum við leggja áherslu á að leikið yrði föstudaginn 10. og sunnudaginn 12. (nóvember), mér sýnist sem það væri góður kostur fyrir liðið sem á erfitt „prógramm“ framund- an í deildinni. Þorvaldur sagði að það yrði að minnsta kosti engin hópferð til Slóvakíu eins og í síð- ustu umferð, markmiðið er hins vegar að komast áfram og þá væri hægt að sjá til í næstu umferð. Helmingsmöguleikar „Það hefði getað verið verra,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, aðspurður um það hvemig honum litist á dráttinn. „Þetta er örugglega mjög sterkt lið en það er mun betra að fara til Slóvakíu heldur en til Ankara, Volgograd eða Tel Aviv. Það er líka ókostur að fá heima- leikinn á undan, við þurfum að vinna stóran sigur hér til að eiga möguleika. Ég mundi þó segja að við eigum helmingsmöguleika á því að komast áfrarn." Slóvakía er austurhluti þess lands sem áður hét Tékkóslóvakía. Landamærin liggja að Austurríki og íbúar þar eru um fimm milljón- ir. Ljóst er að fjárhagslega séð hefði ferðakostnaður geta orðið mun hærri fyrir Akureyrarfélagið, enda lið frá ísrael og Tyrklandi eftir í mótinu. Alfreð sagðist vonast til að stjómarmönnum handknattleiks- deildarinnar tækist að kaupa heimaleikinn af Kosice. „Það mundi létta mikið af liðinu sér- staklega þar sem við þurfum að leika mjög ört í íslandsmótinu á þessum tíma. Ef við fáum fullt hús eins og síðast þá hlýtur það að verða góður möguleiki. Leikdagar í 16-liða úrslitum Evrópumótanna hafa verið settir á. Fyrri leikimir fara fram helgina 11.-12. nóvember og síðari leik- imir viku síðar en félögin geta samið um aðra leikdaga sín á milli. Valsmenn drógust gegn Braga frá Portúgal í Evrópukeppni meistaraliða og Afturelding mætir pólska liðinu MXS Zaglebic Lu- bin í Borgakeppninni. Öll íslensku karlaliðin eiga heimaleikina á undan. Þá mæta Framstúlkumar norska liðinu Byasen frá Þránd- heimi í Evrópukeppni bikarhafa. • Ákveðið hefur verið að leikurinn við Rússa fari fram í Kaplakrika í Hafnarfirði, eins og síðasti lands- leikur en hann sóttu aðeins 1100 manns. Þorbimi landsliðsþjálfara varð tíðrætt um stuðningsmenn KA á fundinum. „Vonandi fáum við svipaða stemmningu eins og KA- liðið fékk gegn norsku Víkingun- um. Það er ljótt að segja það en þeir hreinlega gerðu í buxumar frammi fyrir akureyrsku áhorfend- unum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Handbolti - 1. deild karla: Toppslagur Keppni í 1. deild karla hefst að nýju eftir hlé i kvöld en þá verður sannkallaður topp- slagur í KA-heimilinu þegar heimamenn leika við Hauka. Haukaliðið hefur leikið mjög vel á mótinu undir stjóm hins nýja þjálfara síns, Gunnars Gunnarssonar, og er taplaust í deildinni. Haukamir hafa aðeins tapað einu stigi eftir þrjár um- ferðir og var það gegn Val í fyrsta leiknum sem lyktaði með jafntefli. KA og Stjaman em í topp- sætum deildarinnar með þrjá sigra að baki. Fimm leikir fara fram í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 20. Stjaman mætir stigalausu liði Aftureldingar í Garðabænum, KR og Selfoss leika í Laugardalshöll og FH og ÍR í Kaplakrika. Valsarar leika gegn ÍBV í Eyjum en viðureign Gróttu og Víkings, sem fram átti að fara í kvöld, fer fram síð- ar að ósk félaganna. Leikimir hefjast klukkan 20. Akureyrskir róðrarkappar á góðu skriði við PoIIinn á Akureyri á fullkomnum kappróðrarbáti, sem settur var á flot um síðustu helgi. Báturinn er þrettán og hálfur metri að lengd en aðeins 60 sentimetrar á breidd og hannaður fyrir fjóra ræðara og einn stýrimann. Mynd: BG Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta sími 461 2080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.