Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 16
Trausti hf. á Hauganesi flytur fullunninn saltfisk í neytendaumbúðum til Spánar Vaxtarbroddurinn liggur í útflutningi - segir Elvar R. Jóhannesson hjá Trausta hf. fiskverkun Trausti hf. fiskverkun á Hauganesi hefur gert sam- komulag við 30 verslanir og veit- ingahús á Spáni um sölu á út- vötnuðum, beinhreinsuðum salt- fiski í neytendaumbúðum. Er varan að öllu leyti unnin hér- lendis og mun Trausti vera eina fyrirtækið sem flytur út saltfisk með þessum hætti. Fyrirtækið hefur framleitt þessa vöru fyrir innanlandsmarkað með góðum árangri undanfarin ár, en hygg- ur nú á landvinninga á erlendri grund. ur sendum við út prufusendingu. Einnig fórum við eigendur Trausta til Madrid, heimsóttum verslanir og veitingahús og kynnt- um þessa vöru. Samkvæmt síðustu upplýsingum erum við núna komnir í 30 minni verslanir,“ sagði Elvar R. Jóhannesson hjá Trausta. Hann segir því fara fjarri að menn ætli að byggja einhverjar skýjaborgir í kringum þennan út- flutning. „Fyrirtækið er lítið og við höfum enga peninga til að hætta í einhverja meiriháttar markaðsstarfsemi, eða auglýsinga- herferðir. Við spilum þetta því bara eftir hendinni og leggjum ekki út í neina tvísýnu. Við feng- um styrki frá Byggðastofnun og Útflutningsráði í þetta útflutnings- verkefni, sem hafa komið sér mjög vel. Við erum ósköp varkár- ir í öllum væntingum í þessu sam- bandi. Ef þetta gengur þá er það gott, en ef ekki þá töpum við ekki stórum fjárhæðum," og hann segir að tíminn einn verði að leiða í ljós um hvaða magn verður að ræða. „Við búum okkur alveg eins undir að þetta gangi ekki upp en munum gera allt til þess að þetta geti gengið. En ef allt gengur upp þá getum við verið í mjög góðum málum því verðið sem við fáum er hærra en á innanlandsmarkaði. Það er engin spurning að vaxtar- broddurinn í þessari grein liggur í útflutningi. A innanlandsmarkaði er ekki pláss fyrir meira af þessari vöru. Við verðum að gera meira úr þessu fína hráefni okkar, ekki bara senda það utan í gámum hálf- unnið,“ sagði Elvar. HA Kristín Hall- grímsdóttir 103 ára í gær í gær varð Kristín Hallgrímsdótt- ir, frá Neðri-Rauðalæk á Þela- mörk, 103 ára. Kristín er elst Noð- lendinga og mun vera þriðji elsti Islendingurinn. Kristín dvelur nú á dvalar- heimili aldraðra í Skjaldarvík en hélt upp á daginn á heimili sonar- dóttur sinnar á Akureyri í gær. Hún er vel hress en það helsta sem háir henni er að sjónin og heyrnin er ekki nógu góð, en engu að síður fylgist hún vel með öllu sem fram fer í þjóðfélaginu og hugsunin er í fullkomnu lagi. Kristín er fædd og uppalinn í Blönduhlíð í Skagafirði, en bjó lengst af á Neðri- Rauðalæk, ásamt manni sínum, Pétri Valdimarssyni, en hann lést árið 1973. Kristín bjó þá áfram með syni sínum og tengdadóttur á Neðri-Rauðalæk og þar hélt hún upp á 100 ára afmæli sitt, en býr nú á Skjaldarvík sem fyrr segir. HA „Eins og allir vita hefur kvót- inn farið minnkandi og menn hafa því verið að reyna að gera meira og meira úr þeim kvóta sem eftir er. Þess vegna fórum við út í þetta í upphafi, ákváðum að byrja héma innanlands og þreifa okkur síðan áfram. Viðtökumar hafa verið mjög góðar innanlands og sl. vet- Hrísey og Árskógsströnd: Sr. Torf i leysir af til áramóta Sr. Torfi Hjaltalín Stefánsson, sóknarprestur á Möðruvöll- um, hefur verið settur til að leysa sr. Huldu Hrönn Helga- dóttur, sóknarprest Hríseyinga og Árskógsstrendinga, af til næstu áramóta. Sr. Hulda Hrönn er í námsleyfi erlendis til eins árs og kemur ekki aftur til starfa fyrr en á næsta sumri. Sr. Baldur Kristjánsson, biskupsritari, segir það ekki óeðli- legt að afleysingaprestur sé ekki skipaður nema til næstu áramóta, það hafi t.d. einnig verið gert er sr. Gunnar Björnsson, sóknar- prestur í Holti í Önundarfirði, fór í leyfi en sr. Kristinn Jens Sigur- þórsson á Þingeyri leysir hann af til áramóta. Sem kunnugt er var kröfu nokkurra sóknarbama sr. Torfa um að hann yrði látinn víkja úr embætti slegið á frest til næstu áramóta samkvæmt beiðni vígslu- biskups, sr. Bolla Gústavssonar, meðan hann leitar sátta í málinu. GG © VEÐRIÐ í dag spáir Veðurstofan suð- austan stinningskalda á landinu öllu og rigningu eða slydduélj- um víða um land. Þó ætti að verða þurrt norðaustantil síð- degis. Á morgun er spáð norð- an- og norðvestanátt, víða all- hvassri. Norðantil á landinu má búast við snjókomu eða slyddu og hita um frostmark. Síðan skiptast á norðan- og sunnan- áttir næstu daga. Meleyri hf. á Hvammstanga: Skelfiskveiðar hefjast um helgina - blikur eru á lofti í markaðsmálum Hráefnisöflun rækjuverk- smiðju Meleyrar hf. á Hvammstanga hefur fyrst og fremst byggst á afla rækjubáts- ins Sigurborgar VE-121, en báturinn var keyptur frá Vest- mannaeyjum á sl. vetri til að styrkja hráefnisöflun fyrirtæk- isins. Auk afla Sigurborgar VE kaupir verksmiðjan rækju af nokkrum bátum öðrum sem eru samningsbundnir verkmiðjunni. I sumar keypti Meleyri hf. grálúðu sem unnin var í húsakynnum skelvinnslunnar, en henni er ný- lokið. Um næstu helgi hefst skel- vinnslan á Hvammstanga og eru horfur með veiði þokkalega góð- ar en það sama verður ekki sagt um verðlagið á mörkuðunum. Guðmundur Tr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meleyrar hf„ segir teikn á lofti um lækkandi verð á skelinni, þó ekki verulega lækkun. Því valdi aukið framboð frá samkeppnisaðilum í öðrum heimsálfum, m.a. Kínverjum, sem hafi aukið sínar skelfisk- veiðar alveg gífurlega. „Við erum þó ekki að tala um sama hráefnið, aðeins nafnið er sameiginlegt með þessu hráefni sem annars vegar veiðist við ís- land og hins vegar við Kína. Við viturn að hér á norðurslóðum fæst besta mögulega hráefnið í heiminum,“ segir Guðmundur Tr. Sigurðsson. GG Innimálning á ótrúlegu verði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.