Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 5
FRETTIR Miðvikudagur 18. október 1995 - DAGUR - 5 Fjögurra daga stórútsölumarkaður KEA 1 Glerhúsinu: Valkostur þeirra sem ekki fara til Glasgow - segir Guðjón Ármannsson, vöruhússtjóri Á morgun, fimmtudag, kl. 14.00 verður opnaður sann- kallaður stórútsölumarkaður í Glerhúsinu, eða Blómahús- inu, á Akureyri. Þar verður á boðstólnum mikið úrval af fatnaði frá hinum ýmsu versl- unum KEA, en uppistaðan kemur úr Vöruhúsi, Kjallar- anum í Hrísalundi og Nettó. Markaðurinn verður aðeins opinn í fjóra daga og er ekki að efa að þarna er hægt að gera sannkölluð reifarakaup. Ekkert sem selt verður mun kosta meira en 3.990 krónur, en vörur verða á verðbilinu 199-3.990 kr. „Ástæðan fyrir þessu fram- taki er sú að við erum að rýma fyrir nýjum vörum og jafnframt erum við að mæta þeirri sam- keppni sem verslunarferðir til útlanda eru. Þama er kominn valkostur þeirra sem ekki fara lil Glasgow," sagði Guðjón Ár- mannsson, vöruhússtjóri hjá KEA. „Við viljum koma lífi í bæinn þegar allir eru að storma erlendis,“ bætti hann við. Sem fyrr segir er fatnaður uppistaða þess sem á boðstóln- um er, en einnig verður boðið upp á geisladiska. Fötin eru af mörgum gcrðum, skór, buxur, bolir, peysur o.fl. á alla aldurs- hópa, að ungabömum undan- skildum. Ókcypis kaffí verður í boði og kynningar frá fram- leiðsludeiidum KEA. Einnig verða seldar léttar veitingar. „Það er engin spurning að fólk getur gert mjög góð kaup og það gildir á þessum markaði cins og öðrum að vera duglegur að leita þangað til þú finnur það sem þig vantar," sagði Guðjón. ' HA Bikarkeppni Norðurlands í bridds Nú fer að styttast í bikarkeppni Norðurlands í bridds, en frestur til að skila inn þátttökutilkynn- ingum rennur út 27. október nk. Fyrstu umferð keppninnar skal vera lokið fyrir 27. nóvember og annarri umferð fyrir 17. desember. Undanúrslitum skal Ijúka fyrir 28. janúar og úrslit verða spiluð helg- ina 18. eða 25. febrúar. Komi sveitir sér ekki saman um spiladag skal leikur spilaður síðasta sunnu- dag hvers tímabils, kl. 13. Mæti sveit ekki til leiks telst leikurinn henni tapaður. í fyrstu umferð bikarkeppninn- ar hefja leik 16 sveitir eða fleiri með útsláttarfyrirkomulagi, þann- ig að tapi sveit leik er hún úr keppninni. Verði sveitimar fleiri en 16 er fjölda jafnað niður uns tölunni 16 er náð, með því að láta sveitir spila auka útsláttarleiki. Dregið verður um hvaða sveitir það eru. Verði sveitirnar færri en 16, verður yfirseta. Dregið verður um hvaða sveit situr yfir. Spiluð eru 40 spil í leik, þó 48 spil í undanúrslitum og 64 í úrslit- um. Sú sveit sem á heimaleik skal sjá til þess að til staðar sé umsjón- armaður á leik (keppnisstjóri). Spilað verður um silfurstig skv. reglum Bridgesambands Islands um bikarkeppni sveita. Sú sveit sem sigrar í þessu móti fær til varðveislu farandbikar, en jafn- framt verða veittir eignarbikarar til sveitanna í 1. og 2. sæti. Þátttökugjald er kr. 4 þúsund fyrir hverja sveit og. greiðist fyrir 1. nóvember nk. Þátttökutilkynningar berist til Ásgríms Sigurbjörnssonar hs. 4535030 eða vs 4535353, Jóns Sigurbjömssonar hs. 4671411 eða vs. 4671350, Jóns Amar Bemdsen hs. 4535319 eða vs. 4535050 eða Stefáns Vilhjálmssonar hs. 4622468 eða vs. 4630363. óþh Héraðsdómur Norðurlands eystra: Óheimilt að breyta stöðu ökumælis Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri hefur dæmt Steingrím Sigurðsson tij þess að greiða Viihjálmi Inga Árnasyni 30 þúsund krónur auk vaxta frá 1991 og 20 þúsund í málskostn- að. Málatvik eru þau að í maí 1991 seldi Steingrímur Vilhjálmi bif- reið á 130 þúsund krónur. I stefnu Vinnuflokkur Klæðningar hf. er nú langt kominn með uppbygg- ingu vegarins fram Eyjafjarðar- sveit að austanverðu, en um er að ræða 3,9 km langan vegarkafla frá Þverá að Freyvangi. Að sögn Gísla Eysteinssonar verkstjóra er segir að skömmu eftir viðskiptin hafi komið í ljós að staða öku- mælis bifreiðarinnar hafi verið fölsuð og hún ekki í samræmi við raunverulegan akstur bifreiðarinn- ar. Ágreiningur reis um þessi við- skipti og skaut Vilhjálmur Ingi málinu til dómstóla. í niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra, segir að það búið að keyra í allar fyllingar og nú er verið að byrja á lagningu burðarlags. Áformað hefur verið að leggja bundið slitlag á veginn nú í haust, en Gísli segir að það ráðist alfarið af tíðarfari. teljist sannað að umræddri bifreið hafi verið ekið meira en upp var gefið og kaupandi ekki upplýstur um það af seljanda. „Telja verður að heildarakstur, þ.e.a.s. notkun bifreiðar skipti verulegu máli í sambandi við söluverð og þó svo að skipt sé um aðalvél í bifreið réttlæti það ekki á nokkum hátt að hrófla við kílómetrateljara hennar, sem er eini raunverulegi mæli- kvarðinn á heildamotkun sem að hinn almenni kaupandi hefur.“ Héraðsdómur fellst á þá kröfu Vilhjálms Inga að fá afslátt þar sem telja verði að það hafi verið ákvörðunarástæða fyrir kaupunum hve bifreiðin var lítið ekin og hann óvitandi um raunverulegan akstur hennar. Vilhjálmur Ingi Ámason sagð- ist í samtali við blaðið vitaskuld vera ánægður með þessa dómsnið- urstöðu. Hér væri um „prinsip- mál“ að ræða og honum væri kunnugt um fleiri sambærileg mál sem biðu afgreiðslu. „Þessi niður- staða hefur fordæmisgildi fyrir aðra,“ sagði Vilhjálmur Ingi Áma- son. óþh Húsavík: Fræðslufundur um „Norður- landsskjálfta" Athyglisverður fyrirlestur verður í Safnahúsinu á Húsavík nk. laugar- dag kl. 14 þar sem fjallað verður m.a. um sprungusvæði, skjálfta- virkni og hættu á stórskjálfta á Norðurlandi. Fyrirlesarar verða jarðeðlisfræðingarnir Eysteinn Tryggvason og Ragnar Stefáns- son. óþh -sbs./Mynd: JÓH Slitlagslagning ræðst af veðri Safnaöu punktum meðan þú sefur Upplýsingar um Vildarklúbbinn liggja frammi á öllum afgreiðslustöðum Flugleiða. NDIC ESJA • LOFTLEIÐIR Hótel Esja: 50 50 950, Hótel Loftleiðir: 50 50 900 Sameiginlegt bókunamútner: 50 50 960 Fax: 50 50 522 - og draumurinn um fríu flugferðina eða gistinguna verður að veruleika • Nýjung • Punktar eru skráðir strax Félagar í Vildarklúbbi Flugleiða fá sjálfkrafa skráða 1000 punkta á vildarreikning sinn fyrir hverja nótt sem þeir gista á Scandic-Hótel Esju og Scandic-Hótel Loftleiðum. • 2000 punktar ístað 1000 Scandic-tilboð til Vildarkortshafa f október, nóvember og desember Hver gistinótt (nema fóstudaga og laugardaga) á Scandic-Hótel Loftleiðum og Scandic-Hótel Esju í október, nóvember og desembcr getur 2000 punkta eða tvisvar sinnum tleiri punkta en venjulega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.