Dagur - 02.11.1995, Side 1
Venjulegir og demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Verðstnð er i fullum gangi milli verslana á lambakjöti. KEA Nettó, þar sem
þessi mynd var tekin, býður kflóið á 244 krónur, sama verði og Bónus í
Reykjavík, og í Hagkaup og kjörmarkaði KEA við Hrísalund var kflóið boð-
ið á 289 krónur. Mynd: bg.
Kjötútsalan í fullum gangi:
Bíðum ekki eftir
úrskurði Félagsdóms
- segir Valdimar Guðmannsson, formaður AN
Verkamannasamband Islands
(VMSÍ) samþykkti á nýaf-
stöðnu þingi sínu að skora á
launanefnd ASÍ og aðildarfélög
sín að segja upp gildandi kjara-
samningum fyrir 1. desember
nk. þannig að samningar verði
lausir um næsta áramót. Viðlíka
samþykkt var gerð á þingi Al-
þýðusambands Norðurlands í
haust. Valdimar Guðmannsson,
formaður Alþýðusambands
Norðurlands og formaður
Verkalýðsfélags Austur- Hún-
vetninga, segir VMSÍ telja að
forsendur samninganna séu
brostnar en eðlilegra sé að
launanefnd ASÍ taka af skarið í
þeim efnum.
Valdimar segist ekki trúa öðru
en að öll stéttarfélögin muni segja
samningunum upp þannig að þeir
séu lausir frá næstu áramótum.
Verkalýðsfélögin hafi haldið því
fram að setjast þyrfti sem fyrst að
samningaborðinu og reyna að
leysa þær deilur sem upp hafa
komið, þ.e. hvort forsendur núver-
andi samninga séu brostnar en það
sé einróma álit forsvarsmanna að-
ildarfélaga Verkamannasambands
íslands.
„Það er augljóst að eftir að
verkalýðsfélögin skrifuðu undir
samninga í febrúarmánuði sl. hefur
verið tekin upp önnur stefna af
fulltrúum ríkisins í þeim samning-
um sem þeir stóðu að eftir það,
m.a. meiri launahækkanir, og síðan
kemur þessi kjaradómur fyrir þing-
menn og aðra í sjálftökuliðinu.
Síðast en ekki síst kemur svo fram
fjárlagafrumvarp ríkisstjómarinnar
nú í haust, en út úr því lesum við
það að ekki eigi að standa við
ýmsa liði kjarasamningsins, m.a.
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem
stuðlaði að því að aðildar vinnu-
markaðarins náðu sáttum. Þar vort
ákvæði um að að tryggja atvinnu
stigið og bæta atvinnuástandið oy
þetta er einnig samdráttarifumvar]
hvað varðar framkvæmdir hins op
inbera. Það sem fyllti mælinn von
þessi sérstöku skattalög sem þing
menn settu sér til handa, þar sem
þeir einir landsmanna njóti ákveð-
inna skattfríðinda," sagði Valdimar
Guðmannsson.
Valdimar segir verkalýðsfélög-
in ekki ætla að bíða eftir úrskurði
Félagsdóms vegna uppsagnar
Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísa-
firði á kjarasamningum en vissu-
lega kunni sá úrskurður að hafa
einhver áhrif. Boðaðir verða fé-
lagsfundir og má búast við vegna
skamms tíma að félagsfundir sam-
þykki verkfallsboðun en veiti ekkj
stjóm og trúnaðarmannaráði
heimild til verkfallsboðunar eins
og algengara hefur verið. GG
Enn finnast lifandi og dauöar ær í A-Hún:
Ráðunautur telur erfitt
Leysir eng-
an vanda
- segir sláturhússtjóri KEA
Mikil viðbrögð hafa orðið við
lambakjötsútsölunni sem
nú er í gangi, en þar er ársgam-
alt lambakjöt boðið á verulega
lægra verði en verið hefur. Hafa
afurðastöðvar ekki undan að af-
greiða kjötið í búðir. Alls á að
selja 600 tonn á þessu lægra
verði og er hámarksverð 349
krónur á kíló. Verðið fór fljót-
lega niður í 289 kr., t.d. í Hag-
kaup, og lægsta verð í gær var
244 krónur í KEA Nettó. Er það
sama verð og var í Bónus. Heild-
söluverð á kjötinu er 271 króna
fyrir utan virðisaukaskatt og því
er ljóst að verslanir eru að borga
verulega með kjötinu þar sem
verðið er lægst.
Þórhalla Þórhallsdóttir, versl-
unarstjóri í Hagkaup á Akureyri,
segir viðtökur viðskiptavina hafa
verið frábærar. Kjötið seldist upp
á sunnudagskvöldið en á mánu-
dagskvöld kom meira. Verðið í
Hagkaup hefur verið 289 krónur á
kfló. Sama verð er í boði í stór-
markaði KEA í Hrísalundi. Þar
fengust einnig þær upplýsingar að
rífandi sala hefði verið í útsölu-
kjötinu, allt frá byrjun. Lægsta
verðið á Akureyri í gær var sem
fyrr segir í KEA Nettó, 244 krón-
ur á kfló, og var svo sannarlega
handagangur í öskjunni þegar við-
skiptavinir voru að tryggja sér
hagstæð matarinnkaup.
Að sögn Öla Valdimarssonar,
sláturhússtjóra hjá KEA, hefst
engan veginn undan að saga niður
og afgreiða kjötið í búðir. Hann
segist ekki hafa trú á að þessi út-
sala nú leysti einhvern vanda.
„Þetta er orðinn alger skn'paleikur
og varla hægt að kalla þetta versl-
unarmáta. Það verður kannski
engin sala í nýja kjötinu fram að
áramótum. Það er ekki verið að
leysa neinn vanda, heldur aðeins
fresta honum eða ýta honum á
undan sér. Það er engin lausn á
þessu máli nema koma einhverju
verlegu magni út af markaðinum.
Það eitt gæti leyst vandann en
þessi útsala mun ekki gera það,“
sagði Óli. HA
Stillt en bjart veður réði ríkjum
á Akureyri í gær með 5 stiga
hita og næstu daga má búast
við áframhaldandi hlýindum.
Bátarnir í Sandgerðisbótinni,
sem sjást á myndinni, spegluð-
ust fagurlega í haffletinum í
gær og líkur eru á einhverju
framhaldi blíðviðrisins. Þó
kólnar í dag í hægri norðlægri
átt með smá slydduéli en síð-
an verða hlýindi og suðlægar
áttir allt til mánudags og að
mestu úrkomulaust en kaldi,
sem er um 5 vindstig.
GG/Mynd: BG
að meta heildartjónið
að er Ijóst að bara í Austur-Húnavatnssýslu hross í snjóflóði úr Langadalsfjalli og fregnir hafa
mt hafa drepist í það minnsta 5-600 fjár, en á
þessari stundu er mjög erfitt að segja til um
hversu mikið heildartjónið er. Síðast í dag bár-
ust mér fregnir af því að fundist hefðu tvær
kindur í Svartárdal, önnur lifandi en hin dauð,“
sagði Jón Sigurðsson, ráðunautur hjá Búnaðar-
sambandi Austur-Húnavatnssýslu á Blönduósi, í
gær.
Jón sagði að í fyrstu hafi sér virst sem lágsveitir
í vesturhluta sýslunnar hafi farið verst út úr norðan
áhlaupinu í síðustu viku, „en það er komið á dag-
inn að tjónið er meira og minna um allt hérað.“
Jón sagði að rnesta tjónið sem hann vissi um á
einum bæ væri á Sölvabakka, en þar drápust um 80
kindur. Eins og fram hefur komið drápust mörg
borist um tvo kálfa sem drápust í veðurhamnum í
síðustu viku.
Engum blöðum er um það að fletta að veðurofs-
inn á þessum slóðum var meiri en menn á miðjum
aldri muna, í það minnsta á þessum árstíma. „í þau
tuttugu ár sem ég hef starfað hér hefur ekki gert
slíkt áhlaup. Það er með þetta eins og slysin, að
menn sögðu sem svo að svona lagað gæti ekki gerst
hér. En menn hafa nú komist að raun um að slíka
veðurspá ber að taka alvarlega í framtíðinni. Ég hef
eftir henni Helgu á Móbergi að fyrir um 70 árum
hafi fallið snjóflóð af þeirri stærð sent nú féll úr
Langadalstjalli og grandaði fjölda hrossa. Af þessu
má ráða að þessi veðurhamur og aðstæður allar
voru mjög sérstakar,“ sagði Jón Sigurðsson. óþh