Dagur - 02.11.1995, Síða 2

Dagur - 02.11.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 2. nóvember 1995 FRÉTTIR Akureyri: Nokkur dæmi um hús og fram kvæmdir án tilskilinna leyfa Allar byggingaframkvæmdir eru háðar leyfum byggingamefnda viðkomandi sveitarfélaga og breytir engu hvort um nýfram- kvæmdir eða breytingar er að ræða, t.d. nýja gerð glugga o.s.frv. Þess eru þó dæmi að ýmsir hafí ekki hirt um að afla sér þessara leyfa. Þar er bæði um að ræða byggingar sem ekki er ætlað að standa til frambúðar og eins hefur fólk ekki áttað sig á því að leyfi þarf til breytinga eða viðbygginga við eldri hús Þegar búið er í húsi sem ekki hefur fengið samþykki byggingar- nefndar tapar bæjarsjóður t.d. fast- eignagjöldum en í stað þess á að sækja um tímabundna stöðuheim- ild. Dæmi um þetta er við Frosta- götu, en þar hefur staðið sumarhús í alllangan tíma og í því verið bú- ið, sem ekki er í samræmi við Iög og reglur. Jón Geir Agústsson, byggingarfulltrúi, segir að bæjar- lögmaður hafi verið beðinn að hlutast til um að ekki yrði búið í húsinu eftir að byggingarnefnd var tjáð um málavöxtu. Baldur Dýrfjörð, bæjarlögmað- ur, segir að rætt hafi verið við eig- anda sumarhússins fyrir allnokkru síðan og þá hafi staðið til að flytja það á sumarbústaðalóð handan ijarðarins en af því hafi ekki orð- ið. Annað dæmi er að við Ægis- götu hefur gámur verið grafinn niður og að honum mokað og tyrft eins og um varanlega staðsetningu hans sé að ræða. Auk þess stendur gámurinn að hluta utan við lóðar- o (0 Toshiba 29” Super-C3 O co z * íslenskt textavarp * S-VHS inngangur * Útgangar f/aukahátalara * Allar skipanir birtast á skjá * 16:9 bíómynd * Surround hljómur * 2 scarttengi * Útgangur f/heymartól * Einföld fjarstýring Kr. 126.900 staðgreitt mörkin. Gámurinn hefur verið notaður sem vinnuskúr en á að víkja samkvæmt upplýsingum byggingarfulltrúa, sem þó segist ekki vera bjartsýnn á að það gerist fyrir veturinn, en næsta vor fari hann, að öðrum kosti verði hann fjarlægður. Þriðja tilvikið er bygging sum- arhúss við íbúðarhús inni í miðju íbúðarhverfi, sem dæmi eru um á Akureyri. Byggingarfulltrúi segir að ef tilvist sumarhúss valdi ná- grönnum ónæði komi til kasta byggingamefndar Akureyrarbæj- ar. GG Bann við solu rússnesks Smugu þorsks til íslands hefur áhrif Töluverðar vonir eru bundnar við það að samkomulag náist á viðræðufundi íslendinga, Norð- manna og Rússa um veiðar í Barentshafi síðar í þessum mán- uði. Með samningi munu mögu- leikar íslendinga á kaupum á þorski veiddum af Rússum í Bar- entshafi aukast til muna. T.d. hefur Fiskmiðlun Norðurlands hf. á Dalvík reynt að ná sam- komulagi að undanfömu um landanir hérlendis en án árang- urs. Ásgeir Amgrímsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norð- urlands hf., segir að rússneskir út- gerðarmenn hætti ekki á það að selja Islendingum þorsk til vinnslu, viðurlögin við viðskiptabanni á fisksölu til Islendinga vegna „arð- ráns“ togara þeirra í Barentshafi séu mjög ströng, m.a. talað um Flugleiðir í góðum gír Flugleiðir högnuðust um 951 milljón króna fyrstu átta mánuði ársins, að því er fram kemur í frétt frá Flugleiðum. Afkoman fyrstu átta mánuði ársins hefur batnað um 412 milljónir króna milli ára. Meginástæður batnandi af- komu eru ijölgun farþega og hagnaður af flugvélasölu. Hagnaður af reglulegri starfsemi Flugleiða fyrstu átta mánuðina, þ.e.a.s. rekstri og fjármagnsgjöldum, var 579 milljónir króna, en var á sama tímabili í fyrra 463 milljónir króna. Hagnaður af sölu Boeing vélar var 325 milljónir króna og á sinn þátt í bættri afkomu Flugleiða. óþh kvótasviptingu í Barentshafi. Sala á saltfiski til Ítalíu hefur gengið mjög vel en skilaverð hefur lækkað að undanfömu vegna fallandi gengis ítölsku lírunnar. Af- skipun hefur gengið vel og ekki hefur komið til neinnar umtals- verðrar birgðasöfnunar en á Eyja- fjarðarsvæðinu vom framleidd um 200 tonn á þessu vori. Nokkrar kvartanir hafa borist frá ítölum vegna lélegra gæða og em leiddar líkur að því að ástæðan sé of mikl- ar stillur í veðrinu á Norðurlandi á sl. vori. Ekki hefur þó komið til endursendingar á Ítalíuskreið. „Þeir saltfiskverkendur sem hafa keypt hráefni á fiskmörkuðun- um hafa þurft að borga nokkuð hátt verð og þurfa því að hafa nokkuð hraðar afsetningar til þess að geta staðið í skilum með greiðslu á hrá- efninu. Mjög vel hefur gengið á þessu ári að selja skreiðarhausa til Nígeríu en einnig hefur verið selt smávegis af skreið. Öll framleiðsl- an hefur selst jöfnum höndum og það hefur verið skortur á hráefni. A þessu ári hefur Fiskmiðlunin sent 210 gáma af skreiðarhausum til Nígeríu sem eru tæp þijú þúsund tonn,“ sagði Ásgeir Ámgrímsson. Vegna ótíðar hefur lítið aflast af þorski að undanfömu og því ekki verið verkaðir hausar á Nígeríu- markað en með línutvöföldun standa vonir til að hægt verði að sinna Nígeríumarkaðnum betur. En til þess þarf tíðin að batna. GG Urskurðar- nefndir verði stofnaðar í mál- efnum neytenda Vilhjálmur Ingi Ámason, varaþingmaður Þjóðvaka á Norðurlandi eystra, og sam- flokksmaður hans, Ágúst Einarsson, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um að stofna úrskurð- amefndir í málefnum neyt- enda. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að koma á fót tveimur úrskurðamefndum í málefnum neytenda. Annars vegar nefnd sem fjalli um ágreiningsmál neytenda og op- inberra þjónustufyrirtækja; nefndin verði skipuð þremur fulltrúum, einum tilnefndum af viðskiptaráðherra, öðrum til- nefndum af Neytendasamtök- unum og þeim þriðja tilnefnd- um af því opinbera þjónustu- fyrirtæki sem mál varðar hverju sinni. Hins vegar nefnd sem fjalli um ágreiningsmál neytenda og sjálfstætt starfandi séifræðinga; nefndin verði skipuð þremur fulltrúum, ein- um tilnefndum af viðskiptaráð- herra, öðrum tilnefnduin af Neytendasamtökunum og þeim þriðja tilnefndum af því fagfélagi sérfræðinga sem mál varðar hverju sinni. óþh Vilhjálmur Ingi spyr Finn Þá hefur Vilhjámur Ingi Árnason, varaþingmaður Þjóðvaka á Norðurlandi eystra, lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Finns Ingólfs- sonar, viðskiptaráðherra, um eftirlit með viðskiptum bankastofnana. Fyrirspurnin er tvíþætt: 1. Hvernig er háttað eftirliti viðskiptíiráðuneytisins með framkvæmd laga um við- skiptabanka og hver er verka- skipting þess og bankaeftirlits- ins í því sambandi? 2. Hefur ráðuneytið rann- sakað eða hlutast til um rann- sókn bankaeftirlitsins á við- skiptum íslandsbanka hf. við fyrirtækið A. Finnsson hf. á Ákureyri með tilliti til þess hvort um er að ræða brot á lög- um um viðskiptabanka? Sé svo ekki, mun þá ráðuneytið rann- saka eða hlutast til um að við- skipti bankans og fyrirtækisins verði rannsökuð? óþh Varað við flóði kinda- kjöts á niðursettu verði I bókun sem Félagsráð Svínarækt- arfélags íslands samþykkti 27. október sl. er varað við afleiðing- um þess, fyrir aðrar kjötfram- leiðslugreinar, „að láta verulegt magn kindakjöts á niðursettu verði flæða yfir viðkvæman kjötmarkað og bendir á að svínabændur hafa ávallt borið fulla ábyrgð á fram- leiðslu sinni og lagt sig fram um að láta neytendur njóta þess árang- urs sem áunnist hefur á liðnum ár- um, án þess að seilast á sama tíma í vasa skattgreiðenda." óþh Nötaffþu þeáSan tíma íttÖ 5 Greifinn

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.