Dagur - 04.11.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 4. nóvember 1995
FRÉTTIR
Félagsmálaráð Dalvíkurbæjar:
Stefnumörkun í málefnum fatlaðra
Á dögunum tók félagsmálaráð á
Dalvík fyrir stefnumörkun í
málefnum fatlara, en í lögunum
um félagsþjónustu er gert ráð
fyrir því að hvert félagsmálaráð
eða félagsmálanefnd marki sér
stefnu í þeim málum sem varða
ráðið og félagsmálaráðið á Dal-
vík hefur ekki enn unnið þessa
vinnu á kjörtímabilinu, að sögn
Halldórs Gunnarssonar, félags-
málastjóra. „Við ákváðum því
að fara að ýta þessu úr vör og
gerum þetta á þann hátt að við
tökum fyrir einn og einn mála-
flokk í einu, byijum þarna á
málefnum fatlaðra og tökum
málefni aldraðra fyrir núna í
nóvember,“ sagði Halldór.
„Þessi stefnumörkun er fyrst og
fremst gerð til þess að efla yfirsýn
og kunnáttu þeirra sem sitja í ráð-
inu, þar sem sú hætta er alltaf fyrir
hendi að menn hafi ekki heildaryf-
irsýnina þegar þeir koma nýir inn
í ráðið. Eins er hætt við að menn
missi þessa heildar yfirsýn þegar
þeir eru kannski á kafi í einstök-
um málum. Þetta er því gert til
þess að menn líti aðeins yfir svið-
ið og sjái í hvaða átt menn eru að
fara,“ sagði Halldór.
Hann segir málefni fatlaðra að
forminu til vera verkefni sveitar-
félaganna. „Hins vegar hefur verið
mjög gott samstarf hér hjá okkur
við Svæðisskrifstofu um málefni
fatlara á Norðurlandi eystra á Ak-
ureyri og við sjáum fyrir okkur að
það sé ekki með góðu móti for-
svaranlegt að reka sérstaka skrif-
stofu fyrir málefni fatlara hér á
Dalvík heldur sé miklu eðlilegra
að gera það í einhverju samstarfi,
hvor sem það verður gert í sam-
starfi við Svæðisskrifstofuna, ein-
hverja aðra skrifstofu á Akureyri,
eða í samstarfi við nágrannasveit-
arfélögin. Hið síðastnefnda er inn
í umræðunni í tengslum við sam-
vinnu í skólamálum. Þó þarfir
hvers einstaklings séu mismun-
andi og krefjist sértækra lausna
eru vissir þættir sameiginlegir svo
sem aðstaða tómstunda- og ráð-
gjafastarfa og jafnvel atvinnu-
miðlun í einhverju formi,“ sagði
Halldór og bætti við að sér finnist
óvenju mikill samstarfs- og sam-
einingarvilji liggja í loftinu um
þessra mundir.
í þessum mánuði mun félags-
málaráð Dalvíkur taka stefnu-
mörkun í öldrunarmálum fyrir,
þ.e. þann hluta þeirra sem snýr að
ráðinu. „Að hluta til er stofnana-
þjónustu sinnt af öðrum aðilum,
svo sem stjóm Dalbæjar, en við
eigum samt að hafa yfirábyrgð á
þessu,“ sagði Halldór. HA
Hlíöarfjall:
Ekki grund-
völlur fyrir að
opna lyftur
- áfram hægt aö fara
á gönguskíði
Fjöldi fólks lagði leið sína í
Hlíðarfjall ofan Akureyrar
um síðustu helgi og í raun
alla vikuna, en starfsmenn
Skíðastaða hafa troðið braut
fyrir skíðagöngufólk. Vegna
hlýindanna undanfarna daga
verður ekki hægt að opna
lyftur í Fjallinu nú um helg-
ina eins og menn vonuðust
til.
„Ef hér hefði verið sami
snjór og um síðustu helgi
hugsa ég að við hefðum látið
slag standa og opnað einhverj-
ar lyftur, en eins og þetta er
núna þá leggjum við ekki í
það. Hins vegar munum við
gera tilraun til að troða göngu-
braut, þó veðurspáin sé því
miður ekkert sérstök," sagði
ívar Sigmundsson, forstöðu-
maður Skíðastaða.
Hann segir góðan hóp fólks
hafa mætt á gönguskíði um
síðustu helgi og færi hafi verið
með miklum ágætum. Ekki
þarf að sögn ívars að snjóa
mjög mikið til viðbótar svo
grundvöllur skapist fyrir að
gangsetja lyftur. Því miður fyr-
ir skíðaáhugafólk er engin
snjókomuspá framundan. HA
/ Slippnum.
Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri, á héraösfundi Eyjafjaröarprófastsdæmis:
Hefur áhyggjur af kristindómsfræðslunni
Aðalmál héraðsfundar Eyjafjarð-
arprófastsdæmis, sem haldinn
var í Árskógi 28. október sl., var
erindi Trausta Þorsteinssonar,
fræðslustjóra, um stöðu kristin-
dómsfræðslunnar í grunnskólum
á svæðinu.
Komu fram í máli Trausta
áhyggjur af stöðu þeirra mála,
margir kennarar treystu sér ekki til
að kenna kristin fræði og stór hópur
bama fengi ekki þá kristindóms-
fræðslu sem þeim beri lögum sam-
kvæmt.
Á fundinum var fjallað um mál-
efni héraðssjóðs, sem er sameigin-
legur sjóður sóknanna í prófasts-
dæmunum. Héraðssjóður fjármagn-
ar ýmis sameiginleg verkefni safn-
aðanna og styður kirkjulegt starf í
Eyjafirði. Sóknimar leggja til 3%
af sóknargjöldum í héraðssjóðinn
en á fundinum var samþykkt að
hækka það framlag í 4%, enda séu
verkefni sjóðsins vaxandi.
Valgerður Valgarðsdóttir,
djákni, gerði fundinum grein fyrir
störfum sínum á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri. í máli hennar
kom fram að FSA er fyrsta sjúkra-
stofnunin á landinu sem kallar
djákna til starfa, sem útskrifaður er
frá HI. Fundarmenn lýstu ánægju
með störf Valgerðar og kom fram
að miklar vonir eru bundnar við
þjónustu djáknanna í kirkjunni.
Þá var á héraðsfundinum rætt
um hinn mikla straum ferðamanna í
guðshús landsins, en fram kom að
sú ásókn útheimti mikil þrif í kirkj-
unum og starfsfólk til að sýna þær.
Er ekki á færi minnstu safnaðanna
að veita þá þjónustu, en þar eru þó
oft kirkjur sem ferðafólk vill gjam-
an sjá. Ákveðið var á héraðsfundin-
um að samhæfa aðgerðir um málið
og starfshópur myndaður til að leita
lausna á þessum vanda.
í lok héraðsfundarins var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun:
„Héraðsfundur Eyjafjarðarpró-
fastdæmis haldinn að Árskógi 28.
október 1995 sendir samúðar-
kveðju til allra, sem misst hafa ást-
vini í hinum hörmulegu slysum
undanfarið. Góður Guð er beðinn
að hugga í harmi og veita vissu
þess, að „hér þótt lífið endi - rís
það upp í Drottins dýrðarhendi“.“
Prófastur Eyjafjarðarprófasts-
dæmis er sr. Birgir Snæbjömsson.
óþh
Ætlar að skila
inn lyfsölu-
leyfinu
Ásta Júlía Kristjánsdóttir, ]yf-
sali á Siglufirði, ætlar að
leggja inn lyfsöluleyfi sitt og
fer fram á við heilbrigðisráðu-
neytið að það kaupi upp fjár-
festingar hennar á Siglufirði.
Þetta kemur fram í Viðskipta-
blaðinu. Þar segir að Ásta hafi
tekið við apótekinu á Siglu-
firði fyrir einu og hálfu ári og
telur hún að rekstrargrundvöll-
ur sé hruninn með gildistöku
nýrra lyfsölulaga. óþh
KVENNALISTIMN
Kvennalistakonur
Norðurlandi eystra
Félagsfundur í Zontasalnum Aðalstræti 54,
Akureyri þriðjudag 7. nóvember kl. 20.30.
1. Kosið í framkvæmdanefnd.
2. Rædd mál komandi landsfundar.
3. Önnur mál.
Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, í ársleyfi:
Ráðinn fjármálastjóri
ÍS í Petropavlosk
Gunnlaugur A. Júlíusson,
sveitarstjóri á Raufarhöfn, hef-
ur verið ráðinn fjármálastjóri
fslenskra sjávarafurða á Kamt-
sjaka en ÍS gerði í síðasta mán-
uði risasamning við rússneska
fyrirtækið UTRF um að ÍS
hefði umsjón með veiðum,
vinnslu, gæðaeftirliti og mark-
aðssetningu á 120 þúsund
tonna fískveiðikvóta fyrirtæk-
isins í Kyrrahafi. Heildarvelta
verkefnisins er um 4 milljarðar
króna.
Gunnlaugur heldur til Rúss-
lands um næstu mánaðamót en
samningurinn tekur gildi 1. des-
ember nk. Fjölskyldan mun hins
vegar verða árfram á Raufarhöfn.
Ráðið hefur verið í flestar stöður
í landi en verið er að ganga frá
Gunnlaugur A. Júlíusson.
ráðningu í störf um borð í togur-
unum sem snúa að gæðastjórnun.
eftirliti með veiðum og vinnu-
brögðum, eða alls um 30 störf.
UTRF er með 26 vinnslu- og
veiðiskip með um 1600 manns í
áhöfn, allt frá hefðbundnum ís-
fisktogurum upp í stóra full-
vinnslutogara.
Gunnlaugur fær ársleyfi frá
störfum sveitarstjóra til að gegna
starfínu á Kamtsjaka en sarnn-
ingur ÍS er til jafnlengdar, eða
eins árs. Framhald hans ræður
því hversu ve.1 gengur í jressu
samstarfí, en ef vel tekst til gæti
samningurinn rnarkað fyrstu spor
ÍS inn á markaðinn í Austur-
Asíu, ekki síst Kína, en að því er
stefnt. íslendingamir munu hafa
aðsetur í borginni Petropavlosk.
Starfi sveitarstjóra á Raufarhöfn
mun Reynir Þorsteinsson oddviti
gegna á meðan. GG
i