Dagur - 04.11.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. nóvember 1995 - DAGUR - 9
í skemmunni bak við
skemmtistaðinn Við
Pollinn á Akureyri er
myndhöggvarinn Sól-
veig Baldursdóttir
með vinnuaðstöðu.
Sólveig er nýlega
komin heim frá
Carrara á Ítalíu, þar
sem hún var við nám
en Carrara er eins
konar Mekka mynd-
höggvara. Þar eru
stærstu marmarafjöll
í heimi og um þessar
mundir vinnur Sól-
veig nær eingöngu úr
marmara.
Vetur konungur er genginn í garð
og það er kalt í skemmunni lijá
Sólveigu þegar blaðamann og
ljósmyndara ber að garði. Sólveig
segir húsnæðið hentugt sem
vinnuaðstaða en kuldinn finnst
henni verri. Þrátt fyrir hlýjan
skíðagalla er erfitt að vinna lengur
en hálfan daginn en þegar hún var
á Italíu þar sent loftslag er hlýrra
átti hún til að gleyma sér við
vinnu allan daginn.
Inni í Skemmunni eru nokkur
verk sem Sólveig er að vinna að
en hún stefnir á að halda einka-
sýningu á verkum sínum í mars.
Þegar spurt er unt heiti verkanna
segir Sólveig að það hafi alltaf
vafist fyrir henni að gefa verkun-
um eitt ákveðið nafn. „Oft geng
ég í kring um stein í tvær vikur og
tala við hann. í sameiningu kom-
umst við að því hvað sé inn í
steininum. Það eru svo margar til-
finningar bundnar hverju verki og
því erfitt að setja eitt nafn á hvert
þeirra.“ Hún segir mikilvægt að
finna sálina í steininum. Þegar það
hafi tekist og hún viti hvernig
verkið eigi að vera sé eftirleikur-
inn auðveldur. „Þá þarf ég bara að
höggva utan af honum þar til ég
stend frammi fyrir því sem ég sá
fyrir mér í byrjun.“
En hvers vegna varð steinninn
fyrir valinu frekar en önnur efni?
„Steinninn er svo ekta. Það haggar
honum enginn og hann bara er.
Þess vegna finnst mér hann heill-
andi.“
Hentaði ekki að kenna
Við höfum yfirgefið kalda
skemmuna og erunt sestar inn á
Súlnaberg með kaffibolla til að
ylja okkur. Fyrsta spumingin
tengist uppruna Sólveigar. „Eg er
fædd á Páfastöðum í Skagafirði en
foreldrar mínir eru Edda Skagfield
og Baldur Hólm. Þegar ég var
komin á framhaldsskólaaldurinn
tók ég tvö ár á listasviði í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti en fór
síðan í Myndlista- og handíða-
skólann. Þaðan fór ég til Dan-
merkur og bjó þar í sex ár. Ég var
í skóla í fjögur ár en var að vinna
á Iistasafni í tvö ár. Þegar ég kom
frá Danmörku bjó ég á Akureyri
og kenndi myndmennt í gmnn-
skóla. Það var allt í lagi og ég
lærði margt en það hentaði mér
ekki til lengri tíma. Eftir tvo vetur
var ég alveg búin að fá nóg og
haustið 1990 fór fjölskyldan til
Carraras.“
Sólveig á tvær dætur, Eddu
Hrund sem er fjórtán ára og hina
fjögurra ára Karlottu. „Eldri dóttir
mín fæddist stuttu áður en ég fór
til Danmerkur og ég var ein með
hana þegar ég var að læra. Það var
rosalega erfitt. Á Akureyri kynnt-
ist ég Jónasi Viðari, sem er mað-
urinn minn, og dóttir okkar Karl-
otta fæddist á Ítalíu 1991,“ segir
hún um fjölskylduaðstæðumar.
Erfíðast að ná sálinni heim
Sólveig er flutt aftur til Akureyrar
eftir fjögurra ára fjarveru. Hvemig
Sólveig Baldursdóttir inyndhöggvari. í baksýn er ein af styttunum sein hún kallar Konurnar frá Carrara. „Þetta e. a ekki beint minningar heldur óður til
landsins og fólksins,“ segir hún um stytturnar. Myndir: bg
Listinni
Sólveig seldi fyrirtækinu Eimskip
þessa styttu en í staöinn flutti skipa-
félagið búslóðina hennar frá Ítalíu
til Islands. Hluti af búslóðinni var
tvö tonn af marmara úr fjöllunum í
Carrara.
á því var mikið álag að mega
aldrei líta af bömunum. Stelpum-
ar mínar em báðar ljóshærðar og
bláeygðar sem em vinsælustu
bömin til að selja og stela. Ef ég
fór t.d. með Karlottu á ströndina
sleppti ég aldrei af henni augun-
um og ég þegar ég fór að versla í
matvömverslun þurfti ég helst að
láta hana halda í band, svona eins
og leikskólar nota stundum. Þessi
gengi em sérþjálfuð og það þarf
ekki annað en að líta upp í hillu
og þá em þeir búnir að kippa
baminu burt. Ég held að mesti
léttirinn við að koma heim sé að
vera laus við þennan ótta. Ég átt-
aði mig ekki á hvað þetta var
þungt á mér fyrr en álagið fór af.“
Konurnar frá Carrara
Listin er það sem stendur hjarta
Sólveigar næst og hún er ánægð
að hafa tækifæri til að stunda list
sína. Aðalverkefni hennar þessa
dagana er að undirbúa sýningu
sem verður í Gerðarsafni í Kópa-
vogi í mars á næsta ári en hún
verður jafnframt fyrsta einkasýn-
ing hennar hér á landi. „Ég veit
ekki hvort ég kalla sýninguna
„Konumar frá Carrara" en ég nota
er að vera komin heim? „Mér
finnst margir hlutir jákvæðir en
ýmislegt er líka neikvætt. Það er
auðveldara að vinna á Ítalíu. Þar
er hægt að ganga inn í stúdíó þar
sem em verkfæri og allt sem til
þarf. Ef brotnar hjá mér meitill hér
þarf ég að skrifa út og fá nýjan
sendan. Ég get eiginlega engin
verkfæri keypt hér og alls ekki
marmarann nema á himinháu
verði. Ég get alveg hugsað mér að
vera á íslandi á vetuma en ég þarf
að komast út á sumrin. Draumur-
inn er að eiga lítið hús á Ítalíu sem
þyrfti bara að vera íbúðarhæft á
sumrin. Ég gæti unnið þar á sumr-
in og verið hér á vetuma. Með
þessu móti þyrfti ég ekki að flytja
fjölskyldu og búslóð á milli sem
er meira en að segja það.“
Sólveig segir að þó búið sé að
flytja búslóð, bömin séu í skóla og
hún byrjuð að vinna þá taki það
sálina lengri tíma að átta sig á
breytingunni. „Mín sál er ekki
komin heim. Hún kemur kannski
tveimur ámm á eftir og meðan
hún er ekki komin er maður
óskaplega tættur. Ég held að það
sé erfiðast; að ná sálinni sinni aft-
ur þangað sem líkaminn er.“
Hún segir ítala að mörgu leyti
ekkert ólíka Islendingum. „Þeir
eru ákaflega gestrisnir og hlýir.
En þeir em l£ka mjög blóðheitir
og fuðra t.d. upp þegar þeir reið-
ast. Vissulega var margt sem ég
var orðin þreytt á. Húsnæðið var
lélegt og þó ég hafi ekki áttað mig
Grjótið er hart efni og erfitt líkamlega að vinna meö grjót. En hjá Sólveigu
er það hugarfarið sem skiptir máli. „Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að
flytja fjöll,“ segir hún.
fylgir
ábyrgð
þær sem nokkurs konar þema.
Þetta eru ekki beint minningar
heldur hálfgerður óður til landins
og fólksins. Ég hugsa að ég sé að
vinna mig frá þessu tímabili sem
ég dvaldi á Ítalíu til að eitthvað
nýtt geti komið."
Sólveig á von á að opnun sýn-
ingarinnar verði stór stund og hún
bíður hennar bæði með kvíða og
tilhlökkun. „Ég veit í rauninni
ekkert hvemig höggmyndum úr
marmara verður tekið hér á Is-
landi," segir hún.
- Er marmarinn mjög ólíkur ís
lenska grjótinu?
„Mér finnst íslenska grjótii
eins og t.d. blágrýti og grágrýti
vera svolítið kaldir og harði’
steinar. Bæði liturinn og efnið e
kalt. Rauði marmarinn er aftur
móti hlýr. Það er svo auðvelt a
vinna með hann og gengur fljó
fyrir sig. Hvíti marmarinn er har(
ari og kannski millibil íslensk
steinsins og rauða marmarans. É,
rauði steinninn höfðar mest til mí.
því hann er bæði heitur og gej
andi.“
Viljinn flytur fjöll
Sólveig segir að í listinni eins o“:.
öðm sé það viljinn sem að gildi.
„Maður gerir ekkert án viljans.
Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyr-
ir hvað hann er sterkur. Þegar ég
stend t.d. fyrir framan ógnarsteip
sem ég ætla að búa eitthvað til úr
er þetta mér ávallt ofarlega í hugá.
Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að
flytja fjöll,“ segir hún og leggiír
mikla áherslu á þetta atriði.
Henni finnst ábyrgðin í listinni
líka skipta miklu máli. „Myndlist-
armaður getur gert hluti, sýnt þá
og á þann hátt miðlað ótrúlega
miklu af upplýsingum. Þessu fylg-
ir ábyrgð og mér finnst að lista-
ntenn mættu taka meiri ábyrgð
gagnvart sjálfum sér, öðrum og
umhverfinu. Hvort sem okkur lík-
ar betur eða verr þá hefur listin
áhrif á annað fólk og þessi áhrif
geta verið bæði jákvæð og nei-
kvæð og listin er því ekkert einka-
mál listamannanna. Þeir þurfa að
vera meðvitaðir um hvað þeir
senda frá sér. Listin er miðill sem
ætti að nota á uppbyggilegan
hátt.“ Sólveig þagnar andartak og
hugsar sig um. „Mikilvægast er
hafa virðingu og ábyrgð fyrir líf-
inu.“
Kaffið er búið og Sólveig held-
ur aftur í kuldalega skemmuna.
Inni býður hennar rauður marm-
ari, heitur og hlýr. AI