Dagur - 04.11.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 04.11.1995, Blaðsíða 15
UTAN LAND5TEINANNA Laugardagur 4. nóvember 1995 - DAGUR - 15 ELSA JÓHANNSDÓTTIR „Matt og Summer“ ...miklar sögur gengu um samband þeirra og þau virtust láta afskaplega vel að hvort öðru. Svo hætti Summer líka í þáttunum og Matt sá hana aldrei Leikarinn Brad Pitt var staddur í New York á dögunum þegar nýjasta mynd hans, „Seven", var frumsýnd. Með honum á myndinni er annar ungur og upprennandi leikari, Leonaro DiCaprio, sem kom einnig á frumsýninguna. Við tökur á myndinni „Seven" var Pitt í miðri nektarsenu þegar einhver argaði og lét stöðva myndatökuna. í Ijós kom að kvenna- gullið fræga var með einhverja bólu á rassinum og þurfti að púðra vel yf- ir hana svo hægt yrði að halda áfram. Brad Pitt mun sjálfsagt framvegis grandskoða sinn annars fagra líkama áður en farið verður út í fleiri nekt- arsenur... raumr í Strand- vörðum „Eddy og Shaun“ ...byrjuðu saman við gerð fyrstu þátt- anna, svo fór Shaun að leika í bíómynd og féll fyrir mótleikara sínum, William MacNamara. Eddy hætti líka í þáttunum og þau sáust ekki meir... Með bólu á rassinum ◄ FABA Aðalstjarnan í Ráðgátum („The X-files“), David Duchovny (Mulder), hafði einmitt rétta útlitið og persónuleikann til að hreppa aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum frægu. Síðar kom í Ijós að kappinn kunni varla að halda á byssu og var sendur á námskeið í meðferð skotvopna. Þar skeði það eitt sinn að hann missti byssuna úr höndunum, skot hljóp úr henni og allt gekk á afturfótunum eins og gerist hreinlega í bestu gamanmyndum. David byrjaði feril sinn á því að leika í bjór- og símafyrirtækjaauglýsingum áður hann fór að fá smáhlutverk í bíómyndum eins og Beethoven, Working Girl, Kalifornia og sjónvarpsþáttunum Twin Peaks. Leik- ari þessi er sonur rússnesks rithöfundar, Amran Duchovny, sem tók upp á því að taka h-ið úr nafni sínu því hann var oft kallaður Anchovy (sem þýðir ansjósur). ( æsku komust skólafélagar Davids á snoðir um þetta og byrjuðu líka að kalla hann ansjósu í tíma og ótíma. Leikarinn segist í dag ekki einu sinni geta horft á ansjósur! Það gengu þessar venjulegu sögur um að hann væri í ástarsambandi við mótleikara sinn í þáttunum, Gillian Anderson (Scully) en annað kom í Ijós þegar hann fór að sjást oft í samfylgd annarrar leikkonu, Perry Reeves, sem lék blóðsugu einhverju sinni í þáttunum. Hún hefur sjálfsagt virkað girnilegri, enda „Mulder" afskaplega skrýtinn maður... KUMI EKKEIU' MEl) BYSSIJ Al) meir... „Matt og C.J.“ ...höfðu verið saman í nokkra mánuði áður en þau hófu að leika í þáttunum um Strandverði. En Matt varð afbrýði- samur þegar C.J. fór að fækka fötum í djarfri bíómynd. C.J. hitti Tommy Lee og Matt hallaði sér að Aliciu Silverstone ístaðinn... „Stephanie og Logan“ ...munu víst vera ástríðufullt par bak viö sviðið. Á 25. afmælisdegi Logans sleppti hún sér alveg og ætlaði að éta hann í veislunni. En einn aðalfréttarit- arinn í Hollywood segir þetta bara vera kjaftasögur... Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur átt í mörgu að snúast að undanförnu og verið viðstödd fjölmargar opinberar uppákomur. Á safni nokkru í Washington kom upp dálítið neyðarlegt atvik, þar sem frúin strunsaði um allt með ca. hálfan metra af klósettpappír fastan undir hælnum. Eins og sést á myndinni vakti þetta athygli og kátínu ferðamanna á safninu. Vesalings Hillary tók ekki eftir neinu og gekk virðuleg um sali safnsins þar til löggæslumaður benti henni vingjarnlega á þetta svo að lítið bar á. Frúnni var auðvitað snarbrugðið og var að sögn vitna fljótari en skugginn að fjarlægja þennan óæskilega fylgifisk...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.