Dagur - 04.11.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 04.11.1995, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 4. nóvember 1995 I VINNUNNI HJÁ INÚU ÞÖLL ÞÓRÚNÝSDÓTTUR, LÖÚFRÆÐINÚI Fyrstí sjálfstætt starfandi kvenlögfræðingurínn norðanlands Inga Þöll Þórgnýsdóttir er eini lögfræðingurinn á Norðurlandi sem hefur sérhæft sig í vinnurétti. Hún er jafnframt eina konan á Ak- ureyri sem er með héraðsdóms- lögmannsréttindi og sú fyrsta sem fer út í sjálfstæðan rekstur. Inga Þöll útskrifaðist sem lög- fræðingur árið 1991. Haustið 1992 var hún ráðin lögfræðingur hjá stéttarfélögum á Akureyri en fyrir ári síðan opnaði hún eigin lögmannsstofu. Hún sinnir áfram þjónustu við stéttarfélögin og Líf- eyrissjóð Norðurlands en rekstrar- formið er breytt og í stað þess að borga henni laun kaupa félögin og sjóðurinn nú þjónustu lögmanns- stofunnar. Félögin sem réðu Ingu Þöll til starfa á sínum tíma voru Verka- lýðsfélagið Eining, Iðja, Félag málmiðnaðarmanna, Sjómannafé- lag Eyjafjarðar, Vélstjórafélag Is- lands, Skipstjóra- og stýrimanna- félag Norðlendinga og Félag byggingamanna í Eyjafirði. Þá stóðu Lífeyrissjóðurinn Samein- ing og Lífeyrirssjóður trésmiða einnig að því að ráða hana. Aður en Inga Þöll var ráðin voru félögin ekki öll með sama lögfræðing en ráðning hennar var bæði hagræð- ing fyrir félögin og eins er auð- veldara að leita til einhvers sem býr á svæðinu og er eingöngu að vinna að þeirra málum. Lögfræð- ingar með vinnurétt sem sérgrein er ekki margir á lslandi en Inga Þöll nefnir Arnmund Backman, Astráð Haraldsson, Atla Gíslason og Láru Júlíusdóttur auk hennar sjálfrar, sem dæmi. Mörg mál tengjast túlkunum á samningum Inga Þöll fæst við alls kyns vinnu- réttarmál. „Eg vinn greinagerðir um ýmis álitamál. Síðan tek ég að ntér margskonar vinnuréttarmál sem félögin beina til mín félags- mönnum að kostnaðarlausu. Al- gengustu mál sem ég fæ eru í tengslum við túlkanir á kjara- samningum. Oft getur t.d. verið ágreiningur út af veikindum, upp- sögnum eða orlofi. Eins er ég með mál fyrir fólk sem á inni vangreidd vinnulaun og ef fyrir- tæki verða gjaldþrota lýsi ég launakröfum starfmanna í þrota- búið og fylgi þeim málum eftir. Sum málin fara dómstólaleiðina og þá kemur í minn hlut að reka þau fyrir rétti. Ég tek líka að mér skaðabótamál vegna vinnuslysa en í þeim tilfellum greiða stéttar- félög útlagðan kostnað fyrir sína félagsmenn. Jafnfram tek ég að mér alrnenn mál þó þau snúist ekki um vinnurétt. Þau mál koma til mín beint en ekki í gegn um stéttarfélögin.“ Inga Þöll segir starfið bæði fjölbreytilegt og skemmtilegt. Hún á erfitt með að nefna ein- livern einn þátt sem sé mest gef- andi en þykir gott þegar mál leys- ast farsællega og báðir aðilar em ánægðir. Erfiðustu málin segir hún vera brottrekstrarmál því oft sé ágreiningur unt ástæðu brott- rekstrarins. Draumur flestra að vera með eigin rekstur Inga Þöll er í vinnunni frá átta til Ijögur eða fimm á daginn og einnig vinnur hún oft um helgar. Vinnudagarnir eru mjög misjafnir en þó eru nokkrir fastir liðir. „Ég tek símann allan daginn og fólk lítur líka við. Að öðru leyti er ég að vinna að þeim málum sem eru á dagskrá hverju sinni. Núna er ég t.d. að undirbúa mig undir málflutning; blaða í dómum, semja ræðu og undirbúa málið í samvinnu við viðkomandi aðila. Síðan sinni ég þessum venjulegu störfum sem byggjast á innheimtu eins og að mæta á nauðungarsölur og í fjárnám til sýslumanns, fara í bankann og framvegis," segir hún. Þó lögfræðingar vinni sjálfstætt leita þeir stundum aðstoðar eða aðstoða aðra lögfræðinga og segir lnga Þöll að samvinna milli þeirra sé yfirleitt mjög góð. Eins hafi lögfræðingar myndað félagsskap fyrir utan starfið. „Við erum t.d. 5-6 konur á Ak- ureyri sem erunt starfandi lög- fræðingar og hittumst reglulega. Einnig er nýbúið að stofna félag lögfræðinga á Norður- og Austur- landi sem stendur t.d. fyrir fyrir- lestrum og þess háttar og ég er líka félagsmaður í Lögfræðingafé- lagi Islands og Lögmannafélag- inu.“ Inga Þöll segir að sér gangi prýðilega í sjálfstæðum rekstri. „Auðvitað er áhættan meiri og oft meiri vinna að starfa sjálfstætt en það gefur yfirleitt ineira af sér og ég held að það sé draumur flestra lögmanna að vera með eigin rekst- ur.“ AI MATARKRÓKU R Einfalt og ítalskt Erla Ingólfsdóttir frá Akureyri legg- ur til uppskriftir í Matarkrókim í dag. Erla vinnur á skrifstofunni í Sjallanum. Hún er einstœð móðir og börnin hennar lieita Pálmi, Helga og Herdís. Uppskriftirnar hennar Erlu eru frá Toscana íltalíu en þar hefur hún tvívegis verið að sumarlagi og dvaldi hjá ítölskufólki. „Italski maturinn á Islandi er oft svo flókinn en einkenni á matfrá Toscana er að uppskrift- irnar eru einfaldar. Minni áhersla er á meðlœti en kjötið látið njóta sín. “ Auk ítölsku réttanna er Erla líka með uppskrift af kaffirjómatertu sem er uppáhaldskakan hennar. „Hún er rosalega góð, “ fullyrðir hún. Erla skorar á móður sína, Dag- nýju Kjartansdóttur, sem einnig býr á Akureyri, að sjá lesendum fyrir uppskriftum í nœsta matarkrók. Bruschetta al pomodora - smáréttur eða forréttur 'á kg tómatar (helst bufftómatar, þ.e. kjötmiklir) 6 msk. „extra virgin" olífuolía nokkur laufafbasil (smátt söxuð) nokkrir dropar kryddað edik (t.d. rauðvínsedik) salt ogferskur malaður pipar (eftir smekk) 12 sneiðar affínu brauði I Imtlauksrif Tómatamir eru afhýddir, skomir í sundur og fræin fjarlægð þannig að að- eins kjötið sé eftir. Síðan eru þeir skomir smátt. Basil, nokkrum dropum af kryddediki, salti og pipar er blandað sainan við tómatana ásamt 3 msk. af olíunni. Fjarlægið skorpuna af brauðsneið- unum og penslið sneiðamar með af- ganginum af olíunni. Skerið hvítlauks- rifið í sundur og nuddið því yfir brauð- ið. Ristið undir grilli þar til það er gul- brúnt. Tómatblöndunni skipt á sneið- amar og borið fram heitt. Einnig mjög gott að nota 6 msk. af hvítlauskolíu, 3 msk. í tómatana og af- ganginn til að pensla brauðið með. Svínasteik - Arista alla Fiorentina Ifkg svínakjöt (beinlaust mjaðmastykki mlfitulagi) 4 hvítlauksrif(afhýdd) 6 blöð afsalvíu (sage) 3 msk. ólífuolía salt og nýmalaður ferskurpipar Forhitið ofninn í 200°C. Setjið olíuna, hvítlaukinn og kryddið í matvinnsluvél og blandið vel. Gerið skurði í kjötið og nuddið kryddblöndunni vel í kjötið. Vefjið þétt saman með sláturgami. Steikið í l'A tíma á grind þangað til safinn sem rennur úr kjötinu er glær. Skerið í sneiðar og berið fram strax. Lamb með svörtum olífum 1 kg lambakambur (í gúllasbitum) 3 msk. olífuolía 2 greinar ferskt rósmarín 2 hvítlauksrif (söxuð) 2 glös hvítvín (þurrt) 6 stórir tómatar (afhýddir og saxaðir) 1 msk.ferskt sítrónuhýði 1 þurrkaður rauður chili pipar 125 g svartar olífur (kjarnhreinsaðar) salt og nýmalaður svartur pipar Hitið olíuna á stórri pönnu. Setjið hvít- laukinn og rósmarín út í og steikið þar til litur kemur á hvítlaukinn. Bætið lambakjötinu út í, veltið bitunum og látið þá brúnast. Hellið hvítvíninu út í og þegar það hefur soðið niður að hálfu bætið þá tómötunum, sítrónu- hýðinu og chili pipamum saman við. Setjið lok á pönnuna og sjóðið við vægan hita í um 20 mínútur. Bætið olífum í og látið sjóða undir loki í 1 klst., hrærið í við og við til að kjötið festist ekki við pönnuna. Má setja smá vatn saman við ef nauðsyn- legt er. Kjötið á að verða safaríkt og mjúkt í smá sósu. Berið fram með brauði og e.t.v. salati. Kctrtöflur í ofni 750 g litlar nýjar kartöflur 2 hvítlauksrif 6 msk. ólífuolla salt og nýmalaður svarturpipar 2 greinar rósmarín Stillið ofn á 200°C. Þvoið kartöflurnar og sjóðið þar til þær em mjúkar. Látið vatnið renna af þeim. Setjið olíu, rósmarín og hvítlauk í eldfast flát og hitið í ofninum í 5 mínútur. Setjið kart- öflumar í mótið og bætið saltinu og pipamum við. Bakið í 20-30 mínútur. Veltið kartöflunum við annað slagið (þar til þær verða gulbrúnar). Kaffirjómaterta 2 svampbotnar lítil dós kokteilávextir jarðarberjasulta makkarónukökur Á lítri rjómi 100 g suðusúkkulaði sherry eða portvín Smyrjið sultunni á annan botninn, myljið makkarónukökumar ofan á og vætið með sherry eða portvíni. Síðan em kokteilávextimir settir yfir. Saxið niður súkkulaðið og setjið yfir og helminginn af þeytta rjómanum. Setjið hinn botninn yfír og vætið með sherry eða portvíni og hjúpið síðan kökuna með afgangnum af rjómanum. Raspið súkkulaði yfir rjómann. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.