Dagur - 04.11.1995, Blaðsíða 7
I
Laugardagur 4. nóvember 1995 - DAGUR - 7
hafa komið til Akureyrar til að kynna sér
starfsemi Punktsins til eftirbreytni og fleira
mætti tína til. Annað er hins vegar síðra.
Aður hef ég nefnt slæma stöðu í dagvistar-
málum. Akureyrarbær hefur líka trassað
grunnskólabyggingar og líkur eru á að hann
lendi í miklum vanda á næstu árum þegar
hann þarf samtímis að vinna upp van-
rækslusyndir í þeim efnum og jafnframt að
koma á einsetningu."
Kveður með söknuði
Jón segist sáttur við að hætta. „Mér fannst
vera kominn tími á að skipta. Ég veit samt
að ég kem til með að sakna þessa starfs. Að
mörgu leyti eru spennandi tímar framundan.
Félagsmálastofnun hefur t.d. verið í hús-
næðishraki allan þann tíma sem ég hef verið
við störf en hálfum mánuði eftir að ég hætti
flytur öll starfsemi félags- og fræðslusviðs í
nýtt, fínt og hentugt húsnæði og ég missi af
því. Akureyri tekur þátt í verkefninu um
reynslusveitarfélög og margt spennandi er
að gerast í tengslum við það. Reykjavík er
reyndar líka reynslusveitarfélag en ég mun
ekki að koma að því með sama hætti og í
starfinu á Akureyri."
Akureyri íhaldssamt fyrirtæki
Jón hefur starfað fyrir Akureyrarbæ í tæpa
tvo áratugi og þó hann sé að kveðja eru
málefni Akureyringa honum engu að síður
hugleikin. Hvernig metur hann stöðuna hjá
Akureyrarbæ um þessar mundir? „Það er
dálítið erfitt að svara því. Oft eru tvær hlið-
ar á málum og sama atriðið getur talist til
tekna eða vansa eftir því hvaðan er horft.
Akureyrarbær er vissulega traust og áreið-
anlegt fyrirtæki sem rekið er af ábyrgaðar-
tilfinningu, a.m.k. borið saman við mörg
önnur sveitarfélög sem segja má að séu í
djúpum skít fyrir glannaskap. Hin hliðin er
að Akureyrarbær hefur verið nokkuð íhalds-
samt fyrirtæki og býsna svifaseint og það á
tímum sem krefjast sífellt meiri viðbrags-
hraða og yfirvegaðrar dirfsku. Annað dæmi
er bæjarstjómin sjálf. Sú hefð er í hávegum
höfð að meiri- og minnihluti séu í góðri sátt
og vinni saman í eindrægni. Þegar kosning-
ar nálgast er oft eins og þurfi að rifja upp
um hvað menn séu ósammála. Þessi ein-
drægni er ágæt en getur stundum orðið á
kostnað lýðræðisins, þ.e. hún kæfir gagn-
rýnina; þessa kröfu um vöm og sókn sem
verður að rækja.“
Stofnunin var stundum eins og ættingi
þeirra sem óttu engan að. Einu sinni
vorum við t.d. beðin um að jarða kan-
arífugl. Bændur hringdu stundum ut-
an úr sveit og báðu okkur um að út-
vega sér konur og höfðu þá verðandi
eiginkonur í huga. Þegar einhver ein-
stæðingur dó kom fyrir að leitað var
til okkar um að vera líkmenn. Nú er
þetta orðið miklu meiri stofnun. Hún
vinnur öruggar og betur en er kannski
ekki eins skemmtileg.
Jón Björnsson fæddist árið 1947 á
Húnsstöðum í Húnavatnssýslu og þar ólst
hann upp. Arið 1966 varð hann stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri og lauk prófi í
sálfræði í Þýskalandi árið 1974. Hann vann
hjá Reykjavíkurborg um skeið en hefur gegnt
starfi félagsmálastjóra hjá Akureyrarbæ frá
árinu 1 976. Mynd:BC
Jón segir ennfremur að íþróttamálin á
Akureyri valdi honum vissum áhyggjum.
„Þessi mál falla undir nefnd sem jafnframt
fer með tómstundamál. Skoði maður áhersl-
ur þeirrar nefndar kemur í ljós að til margra
ára hefur nær öll uppbygging verið í íþrótta-
mannvirkjum. Eina fasteign nefndarinnar á
tómstundasviðinu eru Dynheimar sem voru
keyptir fyrir tveimur áratugum og öll önnur
tómstundastarfsemi á vegum nefndarinnar
er við rýran kost í lánshúsnæði. Þessu til
réttlætingar er því oft haldið fram, eins og
það sé partur af trúarjátningunni, að íþróttir
séu langbesta tómstundaiðjan. Þetta held ég
að mætti hugsa betur. Hetjuleitin í íþróttum
er ansi hörð og í henni verður margur sár.
Iþróttirnar voru víst upphaflega leikur en
stundum finnst mér að leikurinn hafi vikið
nokkuð langt fyrir öðru.“
íþróttafélögin of sterkir þrýstihópar
Jón hefur meira um íþróttimar að segja og
greinilegt að þessi mál eru honum ofarlega í
huga. „Fyrst ég er kominn á þessar slóðir
ætla ég að hætta mér svolítið lengra út á
hálan ís. Akureyrarbær á tvö stór og sterk
íþróttafélög. ítök þeirra félaga í stjóm bæj-
arnins hafa oft verið mikil og miklu meiri
en nokkurra annarra þrýstihópa eða hags-
munasamtaka. í rauninni held ég að oft hafi
sýnt sig að íþróttafélögin eru miklu kröft-
ugri og betur smurð maskína í bæjarmálun-
um en stjórnmálaflokkarnir sjálfir. Mér
finnst þetta alvarlegt, því hvað svo sem
manni finnst um stjórnmálaflokkana að
öðm leyti, þá er hlutverk þeirra að gæta
heildarsjónarmiða. Þeir mega ekki ganga er-
inda þrengstu sérhagsmuna og láta heildar-
hag lönd og leið. Þrýstihópar geta vissulega
barisl fyrir hinum bestu málum og komið
þeim fram en það má aldrei gerast án heild-
arsýnar. Ef stjómmálamenn gæta ekki heild-
arinnar og ánetjast þrýstihópum um of af
áhuga sínum eða í vinsældaleit, þá stefnir í
óefni. En þetta gera margir stjórnmálamenn
á Akureyri og meira að segja auglýsa það
og þetta hefur leitt til vandræða. Akureyrar-
bær byggði glæsilegt íþróttamannvirki fyrir
nokkmm ámm, íþróttahöllina. Sfðan hefur
hann keppst við að styðja félögin til sam-
keppni við sína eigin höll og hún stefnir í að
verða einhvers konar afgangsstærð. í raun-
inni er eitthvað það vitlausasta sem hægt er
að gera frá sjónarmiði Akureyrarbæjar að
byggja íþróttahúsið fyrir Þór sem margir
keppast nú við að lofa. Þó ég skilji vel að
Þórsmenn vilji það kæmi slíkt bænum í
meiri vanda og það er illverjanlegt þegar
horft er til alls annars sem er þarft og brýnt.
Nægir þar að nefna vanrækslu í skólamál-
um, allt sem þarf að gera til að Akureyri
verði ferðamannabær, skólabær eða mat-
vælabær og svo framvegis."
Með þessum orðum kveður Jón Bjöms-
son Akureyringa í bili og heldur á vit nýrra
verkefna. Tveggja áratuga starf er að baki
og komið að öðmm að taka við. AI