Dagur - 04.11.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 04.11.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 4. nóvember 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 SÍMFAX: 462 7639 - SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). UÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Hvert fara fjármunimir? Löngum hefur verið sagt að íslendingar fari offari þegar einhver nýbreytni er á ferðinni. Fjölmiðla- byltingin er dæmi um þetta, tölvubyltingin er dæmi um þetta, happdrættisæðið er eitt dæmið til og loks mætti nefna líkamsræktarbylgjuna. Hvort sem menn líta á þetta sem neikvæða þróun eða jákvæða þá verður að hafa í huga að allt kostar þetta peninga og það verulega peninga. í vikuritinu Vísbendingu fyrr í haust var nokk- uð fjallað um tómstundaeyðslu okkar íslendinga og bent á að á sama tíma og mikið er talað um lífskjör og afkomu erum við haldin hamslítilli tækjagleði og tómstundaþrá. í tölum frá Hag- stofu sést greinilega hver þróunin er í skiptingu tómstundaútgjalda. Ekki kemur á óvart að liður- inn bækur og blöð er 22% en sá liður var mun stærri áður enda hefur þjóðin löngum kennt sig við bóka- og blaðalestur. Til tækja verjum við aft- ur á móti 24% tómstundaútgjaldanna og þar kemur bersýnilega fram íslenska tækjaæðið. Til útvarps og sjónvarps fara 16% útgjaldanna, og 13% til líkamsræktar og annarra tómstunda, 5% til kvikmynda og sama hlutfall í leikhús og kapp- leiki. Loks er síðasti liðurinn sem er happdrætti en til þeirra hluta verjum við 16%. Ef litið er til tómstundaeyðslunnar sem hlut- falls af einkaneyslu á árabilinu 1960 fram til dagsins í dag er sveiflan sláandi. Tómstundirnar stóðu nokkurn veginn í stað fram um 1970, tóku síðan til sín stærri bita kökunnar fram til um 1985 en síðan þá hafa stökkin verið stór upp á við. Allt þetta dæmi má orða einfaldar; um 1970 fóru fimm krónur af hverjum hundrað til tómstunda en núna fara um 10 krónur af hverjum 100 í afþrey- ingu. Hér er verið að tala um sömu ár og hugtak- ið þjóðarsátt hefur átt hug landsmanna og mikil umræða hefur verið um lífskjör. Tómstunda- eyðsla hefur greinilega tekið til sín stærri hluta tekna fólks og því er ekki óeðlilegt þó spurt sé hvort margir eigi ekki verulega möguleika til að skapa sér meiri fjármuni til nauðsynja með því að draga úr tómstundaeyðslunni. Allt er þetta spurning um að velja og hafna. I UPPAHALDI Þorsteinn Pálsson í mestu áliti Jón Björnsson, fonnaður Skautafélags Akureyrar, er fæddur innbœingur, býr þar í dag með fjölskyldu sinni í nágrenni við eitt lielsta áhugamálið, at- hafnasvœði Skautafélags Akur- eyrar. Jón er eigandi Verkvals á Akureyri og það eitt og sér að reka fyrirtœkið mundi duga mörgu meðalljóninu. Eftir hefð- bundna skólagöngu fór Jón á sjó í tvö ár, og síðan var hann mein- dýraeyðir á Akureyri í allmörg ár. Jón lœrði rafvirkjun hjá Ljós- virkjanum. Fyrir utan skauta- (þróttinq hefur laxveiðin mikið aðdráttarafl og er Ormarsá við Raufarhöfn í mestu uppálialdi. Áin hefur verið leigð útlendingum og því leitaði Jón í aðrar ár sl. sumar, m.a. Laxá íAðaldal og Blötidu. Eiginkona Jóns er Sigur- Kna Styrmisdóttir, œttuð úr Gler- árþorpinu og þau eiga þrjá syni; Gunnar Rafn 11 ára, Héðinn 7 ára og Baldvin ársgamlan. Hvaða matur er i mestu uppálialdi lijá þér? Lambahryggur með brúnuðum kartöflum. Uppálialdsdrykkur? Kaffi, þó ég drekki allt of mikið af því. Hvaða heimilisstörfþykir þér skemmtilegust? Að ryksuga, enda er parkett á gólfum og fljótlegt að renna moppunni yfir gólfin. Ég man ekki eftir neinu leiðinlegu. Stundar þú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrœkt? Jón Björnsson. Fer aðeins á skauta, þó alls ekki nóg. Á sumrin læt ég hreyfing- una við veiðina nægja. Ertu starfandi í einhverjum klúbb eða félagasamtökum? Ég er auðvitað í Skautafélagi Ak- ureyrar og svo er ég varamaður í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar- innar á Akureyri. Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Dag og Moggann. Svo kaupir fyrirtækið mitt nokkur tímarit, m.a. rit Þroskahjálpar. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Síðast var ég að lesa Nostradam- us, en síðan hefur ekki verið nein bók á náttborðinu. / hvaða stjörnumerki ertu? í fiskamerkinu. Hvaða tónlistarmaður er í inestu uppáhaldi hjá þér? Tvímælalaust innbæingurinn Kristján Jóhannsson. Ég á nokkra diska með honum og hlusta stundum á þá. Uppáhaldsíþróttamaður? Alfreð Gíslason, ekki spurning. Hvað Iwrfir þú mest á í sjónvarpi? Fréttir. Dýralífsmyndir hef ég einnig mjög gaman af að horfa á, þær eru líka yfirleitt svo vandaðar. Á hvaða stjóriimálamanni liefur þú mest álit? Framsóknarmenn hér í bæ eru ekki hátt skrifaðir, þar ráða fót- boltakallar alveg ríkjum. Ætli ég nefni ekki Þorstein Pálsson sjáv- arútvegs- og dómsmálaráðherra. Hverer að þínu mati fallegasti stað- urá íslandi? Akureyri, en síðan kemur svæðið meðfram Laxá í Aðaldal. Hvert vildir þú helst flytja ef þú þyrftirað flytja búferlum nú? Ur landi, t.d. til Noregs. Efþú yitnir stóra vinningin í Lottó eða Getrauniim, hvernig mundirþú eyða þeim peningum? Kaupa mér snjósleða og borga síðan skuldir. Hvernig viltþút helst eyða frístund- um þínum? Heima við í róiegheitum. Hvað gerðirþú ísumarfríinu? Ég fór ekki í neitt sumarfrí að undanskilinni verslunarmanna- helginni. Þá fór ég með fjöl- skylduna vestur á efra svæðið við Blöndu. Hvað œtlarþú að gera um helgina? Vinna við skautasvæðið en við stefnum að því að opna sem fyrst. Svo þarf ég líklega að sinna vinnunni eitthvað. GG BAKÞAN KAR KRISTINN C JÓHANNSSON Um blýlaust matarbensín og pústreykt fíallalamb Hin síðustu misseri hefur áhugi okkar framsóknarmanna og Is- lendinga líka beinst æ meir að því að ísland skuli í augum heimsins hafa yfirbragð hinnar hreinu og ómenguðu náttúru og grænnar þar sem því verður við komið. Lambakjöt hvort heldur er í hálfum eða heilum skrokk- um, heimaslátrað eða ekki skal vera eins konar villibráð alin í tæru lofti og á rómantísku fjalla- fóðri og grasi sem aldrei hefur komist í kynni við næringu úr verksmiðjum eða mengun frá umferð eða iðnaði. Og það er ekki að spyrja að því þegar við fáum slíkar hug- myndir t.d. um breytta ímynd lands og þjóðar að við erum fljót að grípa til aðgerða enda nú að duga eða drepast fyrir okkur og sauðkindina. Það þarf að hafa hraðar hend- ur í grænni uppbyggingunni og skapa ímyndina í hvelli enda sjá- um við þess þegar dæmi að menn ætla ekki að láta sitja við orðin tóm. Það sem brýnast er að gera fyrir hina ómenguðu ímynd er eins og hugsjónamenn og skipu- lagsnefndir sáu í lófa sínum þeg- ar í stað er að koma upp bensín- sölu við dyr matvörubúða. Ekkert gefur jafn ótvírætt til kynna að við hugsum öðruvísi og ætlum okkur annað en gegnmengaðar stórþjóðir í útlöndum. Ekkert ber hugsjónum okkar um grænt og gott jafn augljóst vitni. Akureyringar ætla sér forystu í þessum efnum sem öðrum. Matvöruverslanir í bænum sem láta einskis ófreistað til að þjóna okkur og ímynd bæjarins láta jafnvel dýrmæt bílastæði sín und- ir þessa náttúruvænu þjónustu. Það er auðvitað rétt athugað hjá þessum og skipulagsyfirvöldum f bænum að ef eitthvað var nauð- synlegt þá er það að selja bensín í mjólkurbúðum. Ég sé fyrir mér að lífið allt breytir um svip þegar við, í ferðamannabæklingum um fjalla- lambið okkar og náttúruna, get- um boðið upp á smurolíulegnar grillsteikur, lambalæri reykt við púströr, lærissneiðar 98 okt og eldislax í frostlegi, rækjur í rúðu- pissvökva, bílabónfægðar kótil- ettur, súrmjólk með bensínbragði og sperðla, super diesel special. Það mætti sannarlega loka nokkrum Norðurgötum til að koma á svona þjónustu eða beygja susum eina Hjalteyrar- götu. Mér finnst ekki nóg gert í náttúruverndinni samt. Krafa allra sem unna íslenskri náttúru og hvort sem þeir eru í KEA eða ekki hlýtur að vera sú að nýta hvern þann grænan blett sem fyr- irfinnst eða bílastæði til að byggja bensínstöð. Ég fagna þess vegna því að græna svæðið héma upp með Gleránni hefur ekki far- ið fram hjá yfirvöldum og hug- sjónamönnum. Ég hlýt líka að krefjast þess í nafni þjónustunnar við viðskipta- vinina og hollustuverndar að bensínkrani verði settur á Hóla- búðina og Heilsuhornið, bensín- tankur á bílastæðin við Brekku og Brynju og yfirbyggð bensín- stöð með amk. sex dælum við Sunnuhlíð. Eða hvað verður maður ekki að gera fyrir græn- golandi ímyndina. Nú virðast bæjaryfirvöld ekki hafa áttað sig á því ennþá að það eru fjögur horn á Eiðsvellinum og þar bráðvantar bensín eða hvernig höldum við að fari fyrir ferðamannabænum þegar menn sjá slíka staði ónýtta fyrir nú utan það að útlendir ferðafrömuðir gætu hæglega orðið bensínlausir einmitt þar. Við sem göngum í Kjamaskógi getum ekki sætt okkur við minna en tvær bensín- sölur þar enda ólíft þar með bensínlyktarlaust súrefnið í lungunum. Tvær á leiðinni upp að Skíðastöðum er lágmark. Ef við ætlum að standa undir náttúruvænu nafni verður að láta hendur standa fram úr ermum og ekki má heldur gleyma því að þetta matvörubúðabensín verður miklu ódýrara en þetta venjulega og af allt annarri sort fyrir nú ut- an það að fyrirtækin borga auð- vitað kostnaðinn úr eigin vasa og sýna þar grænan viljann í verki. Heitið skal á alla vel náttúraða Akureyringa að skipast nú í sveit og biðröð langa þegar matarbens- ínið verður til reiðu og hafa bíl- ana í gangi meðan beðið er til að skapa samstöðu og hið náttúru- væna andrúmsloft sem hæfir fjallalambi, mjólk og græmeti. Ég heyrði í út'varpinu um dag- inn: Ékki er sopið kálið ef botninn er suður í Borgarfirði og má segja þetta spakmæli eigi víða við.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.